Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.06.1940, Blaðsíða 2
ÞRIÐJUDAGUR 18. JUNI 1940 /kLPYBUBLABm Gunnar á Hlíðarenda var mesti íþróttakappi fornaldar- innar, en hvað ætli hann gæti ef við tækjum hann og settum í nú- tíma íþróttir? xxx>oooocxx>o< FRAMHALD MÓTSINS, sem frestað var í gærkveldi, fer væntanlega fram n.k. föstudag. >OOOOOöOöOOO< Gott mét og vegteg hátiðahöld. Góiur árangur þrátt fyrir slæmt veður Hátíðahöld íþi'óttamanna hófust við Austurvöll um tvö leytið í gær. Gekk fögur fylking ungra manna og kvenna í búningum sínum fylktu liði til íþróttavallarins. Fjölmennastir voru keppinaut- arnir Ármann og K.R., og mátti ekki á milli sjá, hvorir hræddari voru — um að hinir væru fjölmenn ari. Forseti ÍSÍ lagði sveig á leiði Jóns Sigurðssonar forseta og síð- an gekk hópurinn til Háskólans og hyllti hann. Eftir það var farið á íþróttavöllinn, og þar sagði Stefán Runólfsson hátíðina setta með ræðu. Þá talaði Gunnar Thor- oddsen fyrir minni Jóns forseta. Að því loknu hófust íþróttirnar. 100 m. hlaup. 1. Brandur Brynjólfss., Á. 10,9 sek. 2. Haukur Claessen, K.K. 11,4 — 3. Jóhann Bernhard. K.R. 11.5 -— 4. Jóh. Einaísson, F.H. 12,0 — Hlaupið var undan 4—5 stiga vindi og hefir það án efa bætt afrekin mjög. Brandur bar af keppinautum sínum, og verður gaman að sjá hann og Svein Ing- varsson hlaupa. Þegar 70 m. voru af hlaupinu, var Jóhann greini- lega á undan Hauk, en sá síðar- nefndi fór fram úr á prýðilegum endaspretti. Riðlarnir fóru þannig: 1. riðill: Brandur 11,0 s. Jóhannes 11,8 s. Hallsteinn Hinriksson 12.0 s. 2. riðill: Claessen 11,4 s. Bernhard 11,6 s. Baldur Möller tognaði í hlaup- inu. Kringlukast: 1. Ól. Guðmundsson, f.R. 38,05 m. 2. Kristján Vattnes, K.R. 37,66 — 3. Gunnar Huseby, K.R. 37,37 m. 4. Sig. Finnsson, K.R. 30,96 m. 5. Gísli Sigurðsson, F.H. 29,24 — Þrír þeir fyrstu, sem kepptu til úrslita, köstuðu allir -lengra í þeim. Ólafur og Vattnes eiga áreiðanlega eftir að heyja mörg einvígi í sum- ar, en nú mun engum koma á ó- vart, þótt Huseby taki að ónáða þá öðru hverju. Sigurður lætur þá ef til vill einnig heyra frá sér, frekar. Sigurgeir Arsælsson, sigurvegari í 800 m. Sigurður Sigurðsson, sigurvegari í hástökki. 800 m. hlaup. 1. Sigurg. Ársælss. Á. 2:04,9 mín. 2. Har. Þórðars., UMFS. 2:16,1 — 3 Halld. Sigurðsson, Á. 2:19,0 — Sigurgeir tók þegar forystuna og fór að vanda geyst. Haraldur er sterkur, en stíll hans er ekki fag- ur. Halldór er bráðefnilegur hlaup- ari og getur eftir 2—3 ár orðið góður félagi Sigurgeirs. Hástökk: 1. Sig. Sigurðsson, f.R. 1,75 m. 2. Kr. Váttnes. K.R. 1,71 m. 3. Sig. Nordahl, Á. 1,71 m. 4. Oliver Steinsson 1.67 m. Veðrið var óþægilega kalt fyrir þessa íþrótt eins og raunar all- ar hinar og hæðin hækkuð hægt. Samt er árangurinn ágæt- ur. Sig. Sig. stekkur furðulega, — illa æfður, eins og hann er. O- liver er bráðefnilegur hástökkv- ari og til þess vaxinn. Nordahl og Vattness eru góðir stökkvarar, sem engum mundu gera bilt við, þótt þeir stykkju um 1,80 m. í sumar. -Á milli þessara íþrótta fóru fram ýms skemmtiatriði, t. d. var kötturinn sleginn úr tunnunni af ríðandi köppum. Einnig fór fram 20x80 m. boðhlaup. Vann Ármann það á nýju heimsmeti, að því er Erlehdur Pétursson sagði, því að þetta hlaup hefði aldrei verið hlaupið áður! Áhorfendur voru ínargir, um 2000 manns. Eric Liddeil, presturinn, sem ekki keppti á sunnud. Höfuðið afturteygt, fálmandi handleggjahreyfingar og lélegar knélyftur, þrír verstu gallar, sem nokkur hlaupari getur haft, voru aðaleinkennin á hlaupastíl Eric Liddell’s. En óþrjótandi kraftur og viljaþrek færðu honum sigrana. Hinir ensku íþróttafrömuðir biðu með nokkurri óþreyju eftir 100 og 220 yards hlaupunum á brezka meistaramötinu 1923. Á skránni stóð nefnilega nafnið Eric Liddell, stud. theol. Þeir höfðu heyrt um góða frammistöðu þessa guðfræðistúdents i heimalandi sínu, Skotlandi. Hann hafði óður leikið Rugbyknattleikinn og jafn- vel komizt í landslið Skota. En hvað nú? „Þeir voru svoddan voða karlar, þessir Skotar, og svo er hann Rugbyspilari í þokkabót,“ f gærkveldi átti að halda mótinu áfram, en því var frestað vegna veðurs. Ólafur Guðmundsson, sigurvegari í kringlukasti. sögðu þeir sín á milli, en bjuggust þó inni við ekki við stórviðburð- um. En Liddell gerði meira en nokkurn rámaði í, að hann gæti. Hann sigraði í báðum hlaupunum á 9,7 sek. á 100 yards og 21,6 sek. á 220 yards. Þetta var í fyrsta, en ekki síðasta sinn, sem Eric Liddell kom mönnum á óvart.. Árið eftir þetta mót áttu Olymp- isku leikarnir að fara fram í París, og Liddell æfði af kappi undir 100 og 200 m. hlaupin. En þá kom skyndilega strik í reikninginn. 100 m. hlaupið átti' að fara fram á sunnudegi, en hann gat og vildi ekki sem prestur keppa á helgi- degi. Nú voru góð ráð dýr, en Eric gerir það, sem aðrir hafa ekki leik- ið eftir honum fjT.-r eða síðar. Hann byrjar að æfa undir 400 m. hlaup, eitt lang erfiðasta hlaup, sem hlaupið er! Vafasamt fyrirtæki þótti mörgum, en Liddell sat viö sinn keip og stóð sig svo vel, að England valdi hann úr hópi margra góðra til að koma frarnt fyrir þess hönd í París í 200 og. 400 m. hlaupunum, Hann varð nr. 3 í 200 m. og hafði sína tvo Amer- íkana fyrir framan og aftan sig. En þetta hlaup var aðeins forleik- ur að 400 m. hlaupinu hjá Liddell. Þetta mílufjórðungshlaup í Par- ís er eitthvert æfintýraríkasta og mest spennandi Maup, sem sögur fara af. Fyrsti merkisviðburðurinn átti sér stað í öðrum milliriðli, þar sem Svisslendihgurinn Imbach setti nýtt heimsmet og hljóp á 48,0 sek. Hann fékk þó ekki að njóta sigursins lengi, því að í seinasta milliriðli bætti Ameríkumað.urinn Fitch þetta nýbakaða met í 47,8 sek,- Síðustu riðlarnir voru geysi- harðir og hvert landsmetið fauk veg allrar veraldar á fætur öðru. Þegar flautað var til úrslitakeppn- innar gengu sex kappar inn á völl- inn: fyrst þrír Bandaríkjamenn, slappir og máttleysislegir, eins og þeir væru að geyma alla krafta til bardagans, Svisslendingurinn Im- back og að lokum tveir Bretar, Butler og klerkurinn Liddell. Rödd ræsisins heyrist, hvell og skýr, því að dauðaþögn ríkir, svo mikill er spenningurinn. Skotið ríður af og hlaupararnir spretta af' stað með geysihraða. Liddell tekur forystuna strax. Hann hleypur ekki — hann þýtur áfram og; hristir keppinautana af sér hvern. af öðrum, alla nema Fitch. Allir Frh. á 3. síðu. þess að kömast að ieyndarmálum óvina minna. Ég hefi ráðiagt yður að leggj'a þessa skammbyssu á borð- ið og fara heim. Það er alveg útilokað að ]>ér geti’ð myrt mig í þessu herbergi. Það er ýmis konar út- búnaður hér inni, sem þér hafið ekki hugmynd um. Hann lagði oíurlítiö áhaid á borðið. — Þarna, sjáið þér til, er svokallaður snertimælir, sem ég hefi fundið upp. Ég vissi, þegar þér komuð að hiiðinu. Og ég vissi, þegar þér komuð vib útidyrnar. Hurðin er alls ekki úr tré. Hún er úr stálplötum. Ef ég hefði þrýst á hnapp hérna undir borðinu um leið og þér komuð við hurðina, hefðuð þér' fengið raf- straum, sem nægt hefði til þess að senda yður inn í eilífðina. Haldið þér, að yður væri ekki betra að gleymia því, í hvaða skyni þér komuð hingað, og fara heim? — Haldið höndunum á borðinu, Dain. Ég læt ekki hræða mig frá áformum mínum. Mér er alveg sama ium allar rafleiðslur yðar. En ég þarf að teggja fyrir yður fáeinar spurningar, áður en þér hverfið yfirum. Þér ráðiö því, hvort þér svarið þeim eða ekki. En ég myrði yður, hvort sem þér svarið þeim eða ekki. — Lofið mér að segja fáein orð, áður en þér byrjið, sagði Dain. Hann virtist ekkert hafa tekið eftir orðum Lyalls. — Þér höfðuð fyrst í huga að nota gastegund, sem þekkt er undir formúlunni Z. H. 9. Það er þýzk upp- finning frá heimsstyrjöldinni. Þér ætluðuð að láta mig anda því að mér. Hefi ég á réttu að standa eða ekki? Lyall kinkaði kolli. — Ég efast ekki um, að þetta gas muni vera mjög skjóívirkt. Þér hafið það með yöur í ofurlítiiJi öskju. En þegar þér lituð inn um gluggann, þá breyttuð þér hernaðaráætlun yðar. Og yður datt jafnvel í hug að fara inn um giuggann. En þér voruð heppinn að hætta við það. Þér hefðuð nefnilega aldrei komist lifandi inn um gluggann. Um leið og þér hefðuÖ verið kominn upp í gluggakarminn, hefði glugginn fallið niður og kramið yður til dauðs. Það hefði verið þægiiegur dauðdagi, finnst yður það ekki? — Til hvers eruð þér að skýra mér frá þessu? spurði Lyall. Hann var orðinn fölur í framan og varir hans íarnar að skjálfa. — Ég skýri yður frá þessu í því skyni, að þér hættið við þetta glæfralega fyrirtæki. Ég fullvissa yður um það, aö þér getið ekki myrt mig hér í þessari stofu. Og ég hefi aldrei áitt neitt á hættu. Um leið og ég ákvað að hefja baráttuna gegn ykkur glæpamönnun- íum, fór ég að búa mig undir að taka á móti heim- sökn yðar. Þér vitið það ekki, að eftir klukkan tólf komist þér ekki héðan út, hvorki um gluggann né dymar, án þess að tólf bjöllur hringi samtímis. Og átta bjöllur eru utan húss. Og hér er alltaf lögreglu- vörður á götunum. Þér voruð heppinn að komast híngað inn fyrir klukkan tólf, Þér álitiö, að ég sé að reyna að hræða yður. En það er ekki rétt. Skjótið, ef yður lystír. Þessi skammbyssa er hlaðin, og hún er mjög skjótvirk. Skiljið þér nú, hvað ég á við? — Nei, sagði Lyall. Viljið þér svara spurningum mínum, áður en ég skýt yður? Þér eigið ekki nema eina m'ínútu eftir. Dain horfði rólega á manninn, sem stóð andspænis honum með skammbyssuna á lofti. — Lyáll! Þér eruð meiri heimskingi en mér datt nokkru sinni í hug. Álítið þér ennþá, að þér getið myrt mig ? — Já, ég þarf ekiki annað en að þrýsta á gikkinn,,, sagði Lyall. —- En þér kornist ekki lifandi út úr þessu húsi, sagðf Dain. — Og það er ósennilegt, að þér séuð svo vit- firtur, að þér bregðið sjálfur snörunni úm háls yðar.. Ég skií það ekki, að maður, sem ann lifinú jafnheitt og þlér, skuli varpa þvi á glæ með þvílíku fyrirhyggju- leysi. Lyáll greip fram í fyrir honurn og sagði reiður: — Hættið þessu þvaðri. Ég kom ekki hingað til þess; að hlusta á heimspekilegt þvaður yðar. Ég vinn fyrir mér á þann hátt, sem mér þóknast, án þess að spyrja yður ráða. En ég skil, hvað þér hafið í hyggju. Þér hafið gefið þjónum yðar merki og eruð að bíða eftir komu þeírra. Dain bandaði frá sér. —■ Ég fullvissa yður unr það, að enginn lifandi maður er hér í húsinu nema við tveir, sagði hann. — Ég þykist sjálfur geta borið hönd fyrir höfuð mcr.. Ég þarf enga utan að komandi hjálp. Ef ég hefðí kært mig um það, hefði ég getað Játið lögregluna umkringja húsið klukkutíma áður en þér konruð. Það hljótið þér þó að skilja. — Já, ég skil það, hreytti Lyall út úr sér. — Og ég vil fá að vita, hvernig þér farið að því að komast að ieyndannáium okkar. Þess vegna hefi ég eytt orðum við yður í stað þess að skjóta yður strax. Það er þess vegna, að ég skaut yður ekki um leið og ég tók upp skammbyssuna. Ég vil fá að vita, á hvem hátt þér hafið komizt að leyndarmálum okkar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.