Alþýðublaðið - 19.06.1940, Page 2

Alþýðublaðið - 19.06.1940, Page 2
MIÐVIKUDAGUR 19. JÚNÍ 1940 ALÞYÐUBLAÐiO 20 STK. PAKKINN KOSTAR KR. L90 Hátfiðabðld prentara um næstu belgi að Hólum. •»... 500 ára afmœll prentlistarinnar og rtim 400 ár síöan fyrsta ís- lenzka pr ent smiðjan var stofnsett Almenn ntishemínnEejrkvik Inga i Hljðmlistargarðinum. -----4.--— Skemn&tunin verður SiaMin nm næstu helgi til ágéða fyrir bðrn VO að segja allir starf- andi prentarar í Reykja- vík yfirgefa borgina eld- snemma á sunnudagsmorg- un og fara fylktu liði norður til Hóla í Hjaltadal. Þar ætla þeir að halda hátíð- legt 500 ára afmæli prentlist- arinnar, en um leið er þess minnst, að fyrir rúmum 400 ár- um var fyrsta íslenzka prent- smiðjan reist á Hólum. Gert er ráð fyriir þvi að um 150 manns, prentarar og gestir þeirra, fari héðan úr bæwum, en á Vatnsskarðá mæta Akureyr- arprentaramlir hópnum að sunnan og fara þeir síðan saman að Hólum. Áætlað er að koma að Hólum seint á sunnudagskvöld og verð- ur gist þar um nóttina í skóla- húsinu. Aðalhátíðahöldin verða á mánu daginn, en það er nafndaigur Gutenbergs og hefjast þáu með guðsþjiónustu í Hólakiirkju og mun sér,a Friðrik Rafnar ipré- dika. Síðan verður staðlurinn skoðjaður undir leiðsögn kennara bændaskólans. Þennan dag verð- ur hátíðarmiðdegisverður í boði Hins islenzk.a prentarafélags og verður þar mikið um ræður og söng. Einnig verða að líkindum kvikmynda- og skuggamyndasýn- ingar. Meðan miðdagsverðurinn stend •ur verður Hólastað afhent að gjöf ákafiega vönduð Guðbrands- biblía og verður utan um hana fagur skápur, sem er smíðaður af Helga Hallgrímssyni og hag- lega skreyttur af Ágústi Sigur- mundssyni listamanni. Um kvöltðð verður dansleikur. Á þriðjudag verður haldið til Varmahlíðar og verður þar skiln- aðarveisla prentara. Ráðgert er að koma aftur heim um nóttina. Heiðursfélagar H. I. P. þeir, Sig- urður Kristjánsson, Friðfinnur Guðj,ónsson, Jón Árnason, Guð- jón Einarsson og Kristinn Auð- unsson eru boðsgiestir í förinni. Þá kemur út bæklingur með ferðalýsingu af leiðum, semfam- ar verða og em prentaóar einnig munnmælasögur um einstaka staði. Hólastaður verður mjög skreytt ur af tilefni þessarar merkilegu heimsóknar. Lo’ks má geta þess að af til- efni 500 ára afmælis prentlist- arinnar gefur Isafoldarprent- smiðja h. f. út eina hina vönduð- ustu bóik, sem út hefir komið hér á landi. Margir kunnir menn leggja til efni í bókina. Þess skal getið að á mánudag og þriðjudag munu engin blöð koma út héir, i Reykjavík. Aðalfnadnr Bók- menntafélagsins. IFYRRADAG var aðalfund- ur Bókmenntafélagsins haldinn í Iestrarsal Landsbóka- safnsins. Fundarstjóri var kosinn Benedikt Sveinson. Forseti fé- lagsins, dr. Guðmundur Finn- bogason, skýrði frá útgáfustarf- semi félagsins á árinu. Verður hún á þessa leið: Skírnir kemur út, 1. hefti af 4. bindi Annálanna, en um þá útgáfu sér Jón Jóhannesson cand. mag., og stór bók, ,,TJm íslenzkar þjóðsögur“, eftir dr. Einar Ól. Sveinsson. Notað tlmbur Og pakjárn til sölu. Upplýsingar í síma 2551. RÆÐA CHURCHILLS. Frh. af 1. síöu. Bretaveldis, að berjast áfram, árum saman og einir, ef nauð- syn krefði. 13|4 miiljón nndir vopn- nm taeima á Englandi. Að svo mælti snéri Churchill sér að því að ræða það, sem síð- ar gerðist. Sjö áttundu þess her- liðs, sem vér höfum flutt til Frakklands frá styrjaldarbyrj- un, sagði Churchill, eða 350 000 menn af 400 00, hafa verið flutt- ir heilu og höldnu heim aftur. Undangengna daga, sagði Churchill, hefir oss tekizt að flytja heim meiri hluta þess herliðs, sem vér höfðum nálægt samgönguleiðum á Frakklandi, enn fremur feiknin öll af birgð- um hersins, rifflum, skotfærum og öðru, sem þar var safnað saman fyrstu níu mánuði styrj- aldarinnar. Vér höfum nú á þessum eyjum, sagði hann, mjög öfl- ugan og voldugan her. Vér höfum nú 1 250 000 menn undir vopnum í Bretlandi. Þeim til stuðnings höfum vér varnarsveitir bæja og hér- aða, sem skipaðar eru sjálf- boðaliðum, samtals um 500- 000 menn. Vér megum búast við, að hergagnabirgðir vorar aukist stórkostlega á næstu vikum og mánuðum. Þeir menn, sem ekki hafa verið kvaddir til vopna, menn, sem gegna störfum í vopnaverk- smiðjum og hergagna og ann- ars staðar, gera landi sínu mest gagn með því að sinna störfum sínum áfram sem bezt, þar til þeir verða kallaðir í herinn. Vér ætlum að kveðja til vopna og æfa stórum aukið lið. Vér höfum hér einnig meðal vor hersveitir frá samveldislöndum vorum. Hersveitir frá Kanada voru komnar til Frakklands, én þær voru kvaddar heim aftur, og urðu kanadisku hermönnun- um mikil vonbrigði að því. Endurflutningur þeirra til Bretlands fór skipulega fram og voru allar fallbyssur kanadisku hersveitanna og önnur hergögn þeirra flutt aftur til Bretlands. Þessar hersveitir væri nú til- búnar til þess að taka þátt í vörn móðurlands síns. Átás á England Þar næst gerði Churchill að umtalsefni aðstöðu Breta til þess að verjast innrás. Til þess að ráðast inn í Bretland með her manns, sagði hann, er nauðsynlegt að miklir flutningar fari fram á sjó. Þegar búið væri að flytja ó- vinaher til landsins þyrfti að staðaldri að sjá slíkum her fyrir auknum hergögnum og öðrum nauðsynlegum birgð- um, því að slíkur her myndi eiga í stöðugum orustum, — enginn þyrfti að efast um, að slíkur her yrði að berjast án þess nolckurt lát yrði á. Þegar hér var komið minnti Churchill á, að Bretar ættu lierskipaflota. Mér hefir aldrei dottið í hug, sagði Churchill, að kleift væri að koma í veg fyrir að settir væri á land 5000 til 10 000 menn, á dimmri nóttu eða þokumorgni. En ef flutt væru fimm herfylki, sem ekki hefðu þyngstu hergögn meðferðis, þyrfti 200 til 250 skip til flutninganna, og þeg- ar tekið væri tillit til þess, hver not væru að flugvélum til þess að njósna um slíka flutninga og að oft væri auð- ið að taka Ijósmyndir úr lofti -— sem væru mikilvægar upp lýsingar um þá, lægi í augum UNDANFARNA daga hefir verið unnið sleitulaust að því, að koma sem beztu skipu- lagi á alla starfsemi, sem mið- ar að því að koma sem áílra flestum börnum í sveit í sumar. Þetta er erfitt starf og seinlegt — enda hafa heyrst raddir um það, að lítið sé gert, og engan árangur beri allt það, sem ver- ið sé að undirbúa. Þetta er mis- skilningur. Það er eðlilegt að seint gangi, þegar um margs- konar erfiðleika er að etja, og þegar þess er gætt, að þetta er fyrsta sinni, sem unnið er að þessu máli skipulega. Það er ákaflega líklegt, að hægt verði að koma öllum börnum, sem þess óska, í sveit í sumar. En til þess að þetta verði hægt, þarf allmikið fé, og það er einmitt þetta, sem allt velt- ur á. Framkvæmdanefndin ásamt fulltrúaráði, sem skipað er full- trúum frá fjölda mörgum fé- lögum í bænum, eru einmitt nú að undirbúa mikla fjársöfn- un í þessu skyni. Ákveðið hefir verið að á laugardaginn verði mikil skemmtun í Hljómskála- garðinum. Hefir fengist leyfi til að hafa skemmtunina þar og er það í fyrsta skipti, sem slíkt leyfi er uppi. Það væri enginn hægð- arleikur að útbúa slíkan inn- rasarher, koma honum fyrir í skipum og flytja hann til annars lands. Þegar ekki væri fyrir hendi öflugur her- skipafloti slíkum herflutn- ingum til verndar. Herflutn- ingaskip óvinánna myndu án efa verða fyrir árásum áður en þau kæmust til stranda Bretlands. Churchill sagði, að það væri mikilvægt atriði, hvort nokkrar nýjar aðferðir hefði komið til sögunnar, er kollvörpuðu margra ára reynslu, en það virt- ist vera augljóst, að engin inn- rás í stórum stíl gæti heppnast, nema brezki flugherinn hefði verið gersigraður. Vér verðum að vera þess megnugir, sagði Churchill, að veita þessum herr- um ómjúkar viðtökur. Orostau am Frakkland bðln, ornstan um Eng- land að byrja. Annað mikilvægt atriði er, hvort oss muni auðnast að sigra Þjóðverja í lofti. Vér eigum nú mjög öflugan loftflota, og hefir það margsinnis sannast, að vér höfum betri flugmenn og betri flugvélar af ýmsum gerðum en óvinaherinn. Sú hefir reyndin orðið í þeim orustum, sem þegar hafa háðar verið. Þegar til þess kemur, að verja þessar eyjar, er mjög margt verjendum í hag. Styrkleiki vor í lofti, að því er árásarflugvélar snertir, er tiltölulega meiri en Þjóðverja, sem hafa misst mik veitt. Sýnir það meðal annars, að stjórnarvöld Reykjavíkur- bæjar álíta að hér sé um mikið nauðsynjamál að ræða. Ákveðið hefir verið, að hátíð- i-n í Hljómskálgarðinum hefjist klukkan 3 og standi fram á nótt. Verður þar ákaflega margt til skemmtunar og veitingar í tjöldum, verður og dansað þar og leikið sér eftir öllum kúnst- arinnar reglum. En vitanlega er ekki nóg, að fá ágóðann af slíkri skemmtun. Ákveðið hefir verið að efna til mikils happdrættis þennan sama dag. Hestamannafélagið Fákur hefir hvað eftir annað. auglýst eftir þeim, sem ætti númer það, er upp kom í happ- drætti þessa félags, en vinning- urinn var gæðingur einn, sem allir vilja eiga. Það kom allt í einu upp úr kafinu í gær, að eigendur miðans eru börn Scheving Thorsteinsson lyfsala, og hafa þau nú gefið gæðing- inn til happdrættis fyrir Reykja víkurbörnin, en auk þess verða 10 ágætis munir í happdrætt inu. Er líklegt, að Reykvíking- ar kaupi miða í þessu happ- drætti. Ýmislegt fleira verður gert til fjársöfnunar fyrir þessa starfsemi um næstu helgi og verður þess getið nánar síðar. inn fjölda árásarflugvéla. Þjóð- verjar eiga hinsvegar miklu fleiri sprengjuflugvélar, en Bretar áttu þó nú orðið mikið af sprengjuflugvélum af fullkomn ustu gerð, sem notaðar yrðu til varnar landinu. Churchill kvað sérfróða menn og ráðunauta stjórnarinn- ar þeirrar skoðunar, að Bretar ættu að geta varist innrás, og það eru góðar og gildar ástæð- ur, sagði hann til þess að gera sér vonir um, að úrslitasigur falli oss í skaut. Ef hernaðarlegri mótspyrnu yrði hætt í Frakklandi, en hvað þar gerist, er enn óvíst, myndu Þjóðverjar geta snúið sér að Bretlandi af öllum kröftum. ChurchiII kvaðst þeirrar skoðunar, að Frakkar létu mikið tækifæri ganga úr greipum sér, án tillits til framtíðarinnar, ef þeir héldu ekki áfram stríðinu sam- kvæmt menningarlegum skuldbindingum sínum, sem vér höfum ekki séð oss fært að losa þá við. Orustan um Frakkland er búin. Orustan um Bretland er í þann veg- inn að byrja. Undir henni er kenning kristinna manna komin, framtíð vor og Breta- veldis og allra þjóða. Ef vér sigrum, geta allar þjóðir glaðst við sólarskin frelsis og hamingju, en sigri Hitler, híð ur vor allra myrkur, sem er svartara en svartasta myrkur miðaldanna. Eigi Bretland og Bretaveldi langa framtíð fyrir höndum, verður sagt eftir þúsund ár um baráttu vora nú, að þá hafi verið stór- kostlegasta stundin í sögu vorri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.