Alþýðublaðið - 19.06.1940, Síða 3

Alþýðublaðið - 19.06.1940, Síða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1». JONI 19« *--------- ALÞTÐUBLAÐIÐ -------------------* Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: AlþýSuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H.,F- ------------------------------------------• i ,Wir fahren gegen England FRÁ upphafi þess stríðs, sem nú stendur yfir, hefir sennilega öllum verið það ljóst, og hér á landi hefir það áreið- anlegi hvergi verið tekið oftar fram en í Alþýðublaðinu, að það yrðu ægileg högg, sem milljónaher Þjóðverja myndi greiða, þegar hann byrjaði sókn sína á vesturvígstöðvunum. Og eftir hið fyrsta stóra áfall, sem Bandamenn urðu þar fyrir, þegar Þjóðverjar brutust gegn- um herlínu þeirra vestur að Ermarsundi og tókst að ein- angra fjölmennan franskan, brezkan og belgiskan her í Flandern, nyrzt í Frakklandi og norður í Belgíu, af því að herstjórn Bandamanna varð sú ótrúlega skyssa á að halda hon- um ekki undan suður og vestur að Ermarsundi og gefa upp alla Belgíu undir eins og Þjóðverj- ar höfðu brotizt gegnum landa- mæravíggirðingar Frakka hjá Sedan inn í Norður-Frakkland, hafa að minnsta kosti margir verið við því búnir, að Frökk- um myndi ganga þunglega vörn lands síns gegn hinu ógurlega ofurefli, sem við var að etja, bæði að því er hermannafjölda og hergögn snertir, ekki sízt með tilliti til þess, að fyrirsjá- anlegt var, að þeir yrðu á úr- slitastundinni í viðureigninni um Frakkland að vera án þess hers, sem flytja varð frá Flan- dern til Englands til þess að i'irra hann algerri tortímingu, þar á meðal hins ágætlega út- búna hjálparhers Breta. Engu að síður hefir vörn Frakka bilað fyrr en flesta varði. Vissulega munu menn hafa gert sér að minnsta kosti nokkra grein fyrir því helvíti á jörðu, sem frönskú hermennirn- ir hafa orðið að þola í viður- eigninni við þúsundir eldspú- andi skriðdreka og sprengju- regn ennþá fleiri flugvéla, sem farið hefir á undan sókn hins þýzka innrásarhers, þar sem sennilega tveir eða jafnvel þrír Þjóðverjar hafa verið um hvern Frakka. En það er erfitt að losna- við þann grun, að erind- rekar Hitlers í Frakklandi, naz- istar og kommúnistar, hafi með sinni andstyggilegu spekúlasjón í þjáningum hermannanna og sínum stöðuga rógburði um bandalagið við Breta, sem ekki myndu berjast'nema „til síðasta Frakklendings“, eins og það hefir verið orðað í áróðri þeirra, hafi átt verulegan þátt í því að veikja viðnámsþrótt franska hersins og opna her Hitlers leið- irnar inn í landið. En hvað sem því líður, þá er nú, eftir að Þjóðverjum tókst að brjótast í gegnum herlínu Frakka suðaustur af París, alla leið til svissnesku landamær- anna og einangra Maginotlín- una, allt Norðaustur-Frakkland eða rúmlega þriðjungur alls Frakklands á þeirra valdi og franska stjórnin búin að biðja um vopnahlé. Og jafnvel þótt þau skilyrði yrðu sett fyrir því af hálfu Hitlers, að ekkert yrði úr samkomulagi, sem enginn veit á þessari stundu, og vörn- inni yrði haldið áfram, virðist það eftir þetta ekki geta orðið nema tiltölulega stutt- tíma- spursmál, að þýzki herinn flæði yfir mestan hluta Frakklands. Að vísu er hver vika, sem Frakkar gætu enn varizt, mik- ilsverð fyrir Bandamenn. En um hitt verður varla lengur ef- ast, að orustunni um Frakk- land, eins og viðureignin, sem hófst með sókninni til Parísar, hefir verið nefnd, muni innan skamms vera lokið með sigri Hitlers. Margir hafa hingað til í- myndað sér það, og ef til vill hefir Hitler ímyndað sér það sjálfur, að stríðinu væri með slíkum sigri hans á meginlandi Evrópu raunverulega lokið, England myndi þá gefast upp. Það væri heldur ekki nema í fullu samræmi við þanri boð- skap, sem Hitler hefir látið naz- ista og kommúnista flytja Frökkum, að Bretar myndu ekki berjast nema „til síðasta Frakklendings“. En eins og svo oft áður hverfúr einnig í þetta sinn „úrslitasigurinn“ sjónum Hitlers á sömu stundu og hann heldur hann vera unninn. Eng- land heldur stríðinu áfram gegn harðstjóranum, eitt síns liðs, ef nauðsyn krefur, eins og það gerði gegn Napóleoni árum saman fyrir hér um bil hálfri annarri öld síðan. Það vitum við nú, eftir yfirlýsingu Chur- chills í gær. Og Iiitler verður að gera alvöru úr hreystiyrði þýzka hermannasöngsins „Wir fahren gegen England“ (Við höldum gegn Englandi), áður en um nokkurn úrslitasigur getur verið að ræða fyrir hann. En það getur reynst hægra sagt en gert. Því að þrátt fyrir öld flugvélanna er alvarlega takandi árás á England sjálft af hálfu þess, sem ekki hefir yfirráðin á sjónum, enn í dag ekki mikið meira en heilaspuni, frekar en á tímum Napóleons, sem einnig hafði landgönguher sinn tilbúinn við Ermarsund og þó aldrei sá sér neitt færi á því að koma honum yfir það. Skír- skotun til Noregs sannar ekki hið gagnstæða, því að Noregur var varnarlaust land í saman- burði við England, og fáein- ar þúsundir fallhlífarhermanna geta lítið gert gegn hálfri ann- Flóttamenn frá Noregi eru stöðugt að koma til landsins ---^--- Um §0 f rá Norður^Noregi baf a komið síðustu 2 daga ERLENDUM FLÓTTAMÖNNUM fer sífellt fjölgandi hér á landi síðan styrjöldin brautzt út. Upp á síðkast- ið hafa það eingöngu verið frændur vorir, Norðmenn, sem leitað hafa hingað í nauðum sínum. Það mun láta nærri að hingað séu alls komnir 100 Norðmenn og eru meðal þeirra konur og börn, þó að aðallega sé hér um karlmenn að ræða. Síðustu tvo daga hafa komið hingað til landsins yfir 50 flóttamenn frá Norður-Noregi og er sumt af þessu fólki á- kaflega illa statt. Það hefir velkst á sjónum í mismunandi stórum fleytum í marga daga og sumt af því hefir ekki einu sinni haft nægan mat til fararinnar og allt er það alveg peningalaust ,fatalítið og yfirleitt alls laust. Mestur hlutinn af þessu flóttafólki. sem leitað hefir til íslands, hefir komið til Austur- landsins og verða nú Austfirð- ingar að taka á móti því og greiða fyrir því af fremsta megni, en þess ber að gæta, að þegar svona stórir hópar koma til lítilla sjávarþorpa, þá munar mikið um þá, enda ber þjóðinni allri skylda til að taka á móti þessu fólki tveim höndum og gera allt sem í hennar valdi stendur til að hjálpa því og létta því hið hörmulega hlut- skipti. y- Við getum gert ráð fyrir því, að margt af þessu fólki hafi mjög um sárt að binda eftir at- burði þá, sem gerst hafa í Nor- egi undanfarið og að minnsta kosti getum við gengið út frá því sem gefnu, að þeir flótta- menn, sem komu til Austur- landsins í gær og í fyrradag, — sumir jafnvel beint úr orustun- um í Norður-Noregi, séu ákaf- lega illa staddir. Alþýðublaðið hefir í morgun leitað sér upplýsinga um það, að ekkert fé er nú fyrir hendi til að hjálpa þessu flóttafólki. Undan- farið hafa einstakir menn á Ak- ureyri og á Seyðisfirði hjálpað fólkinu, auk þess hefir Norræna félagið lagt fram nokkuð fé til hjálpar því, en þetta nægir ekki. Það virðist því óhjákvæmi legt að mynduð verði samtök þegar í stað til að safna fé til hjálpar flóttafólkinu. Líklegt er, að þeir flóttamenn, sem hingað hafa leitað á eigin fiski- skipum, eins og áður hefir ver- ur skýrt frá í blöðum, geti feng- ið atvinnu í sumar við síldveið- arnar og aðra vinnu, en hinir þurfa víðtækrar hjálpar við. — Væri jafnvel nauðsynlegt að eitthvað af flóttafólkinu kæmi hingað til Reykjavíkur, því að hér eru áreiðanlega margar fjölskyldur, sem vildu opna heimili sín fyrir hinum bág- stöddu norsku frændum vorum, enda mun ekki þurfa mikið til að fullnægja brýnustu þörfum slíks fólks, sem leitar úr landi sínu undan ofríki og ófriði, hingað til íslands. Þess er að vænta, að félög og stofnanir, sem starfa að málum — skyldum þessum, taki þetta mál til ýtarlegrar yfirvegunar nú þegar, því að einmitt síðustu tveir dagarnir sýna okkur, að við þurfum að gera meira í þessum málum en við höfum gert undanfarið. Það er áreiðanlegt, að ef þessi félög hafa röggsamlega forystu í þessum málum, þá stendur ekki á almenningi. Fregnir herma, að frændur vorir, Færeyingar, hafi orðið orðið að taka á móti mörgum hundruðum norskra flótta- manna undanfarið. Sagt er, að til eyjanna hafi leitað milli 20 og 30 skip, norsk, með flótta- fólk. Færeyingar eru ekki nema um 25 þúsund að tölu, og getur maður skilið, að þeir eigi erfiðara með að taka á móti mörgum flóttamönnum en við. Hins vegar hefir ekki annað heyrst, en að þeir hafi veitt gestum sínum hinn bezta beina. Ætti þetta að vera hvatn- ing fyrir okkur til ötullegrar starfsemi fyrir þetta bágstadda fólk, sem leitað hefir hér hæl- is hjá okkur. Þakka auðsýnda vináttu á sextugsafmæli mínu 14. júní. MAGNÚS SIGURÐSSON. (MEISTARAFLOKKUR) Selnni umferð í kvöld kl. 8 Va. K.R. og Víkingur M Itefsí spennmgnriGn! Hvað skeðar! Teksf K.R. að vlnna Vfking? arri milljón æfðra og vel vopn- aðra hermanna, eins og England hefir nú heima fyrir samkvæmt yfirlýsingu Churchills í gær. En þótt sókn Hitlers gegn Englandi strandi þannig mjög sennilega við Ermarsund, eins og fyrir Napóleoni forðum, er England hins vegar í þeirri að- stöðu, þrátt fyrir alla sigra Hit- lers á meginlandi Evrópu, að það getur haldið sókn sinni gegn honum áfram. Sú sókn er fyrst og fremst falin í hafn- banninu, sem fastar og fastar spennir járngreipar sínar um Þýzkaland og öll þau lönd, sem það hefir lagt undir sig. Eng- land er bersýnilega staðráðið í því að loka öllu meginlandinu fyrir aðflutningum frá öðrum heimsálfum, ef nauðsyn krefur. Og hvernig verður þá umhorfs í ríki Hitlers, þegar fram á vet- urinn kemur? í mörgum lönd- um er uppskera þessa árs þegar eyðilögð af hermannastígvél- um, vítisvélum og vatnsflóðum, og í öðrum misheppnuð vegna vetrarfrosta. í hinum herteknu löndum hefir búfénaðurinn ver-r ið skorinn miskunnarlaust nið- ur til að fæða hermenn Hitlers. Og varla þarf að gera ráð fyrir því, að Rússland geti hjálpað. Þar eru uppskeruhorfurnar hörmulegri en nokkru sinni áð- ur og af þeirri ástæðu nú þegar byrjað að banna útflutning mat- væla meira að segja til Þýzka- lands. Það verður hungursneyð í ríki Hitlers í vetur, ef hann vinnur ekki stríðið fyrir haust- ið. Og þá verða sigrar hans ekki lengi að gleymast. Það veit hann sjálfur. Þess vegna hin æðisgengna tilraun til þess að ljúka því á sumarmánuðunum. Hafnbannið er hættulegt vopn og hættulegra en nokkur milljónaher. Það mun koma í ljós áður en lýkur. Það má mik- ið vera ef Hitler á ekki í viður- eigninni við það eftir að lifa sinn úrslitaósigur, sitt Water- loo.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.