Alþýðublaðið - 20.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.06.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAG 2«. JÚNÍ 194t ©11 prentun fljótt og vel af hendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Alþýðuprentsmiðjan h.f., Alþýðuhúsinu, Hverfis- götu 8—16. Sími 4995. FIMTUDAGUR Næturlæknir er Kristján Gríms- son, Hverfisgötu 39, sími 2845. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfs-Apóteki. 19.30 Hljómplötur: Létt lög. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Garðyrkjuþáttur (Jóhann Jónasson ráðunautur). 20.45 Einsöngur (Marinó Krist- insson prestur. 21.05 Frá útlöndum. 21.25 Útvarpshljómsveitin: Syrpa af þekktum lögum (Urbach). 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Háskólinn verður opinn almenningi til sýnis í kvöld kl. 6—10. Lík fannst á ytri höfninni í gær. — Voru það brezkir hermenn, sem fundu það. ermann. Sími 3563. Kappleikurinn milli Fram og Vals fer fram í kvöld, ef veður leyfir. Bókasafn Sænsk ísl. félagsins , ,Svíþjóð“ verður lokað til 1. september n.k. En þurfi einhver á bók að halda þaðan, getur hann snúið sér til bókavarðarins, fr. Önnu Oster- ermann. Sími 3563. Forðum í Flosaporti, revyan 1940 verður sýnd í kvöld klukkan 8.30. Leikfélagið sýnir skopleikinn „Stundum og stundum ekki“ annað kvöld kl. 8.30. Er það 25. sýning. Fimmtudagsklúbburinn heldur dansleik í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10. Nýtt kvennablað. í tilefni af því, að liðinn er ald- arfjórðungur síðan konur fengu kosningarétt og kjörgengi til Al- þingis, kom út í gær nýtt rit er nefnist „Nýtt Kvennablað’.. Útgef- endur og ritstjórar eru þær Guð- rún Stefánsdóttir, María J. Knud- sen og Jóhanna Þórðardóttir. Út- gefendur fylgja blaðinu úr hlaði með nokkrum orðum. Segir meðal annars, að ætlunin sé, að „Nýtt kvennablað komi út mánaðarlega I. O. 6. T. FREYJUFUNDUR annað kvöld kl. 8V2. Venjuleg fundarstörf. Sigurður Einarsson dósent flytur erindi. Fjölmennið stundvíslega. Æðstitemplar. Kartöflur á kr. 10,00 pokinn. Ágætar matarkartöflur. Harald- ur Sveinbjörnsson, Hafnar- stræti 15. Sýning í kvöld klukkan 8V2. Aðgöngumiðasala hefst kl. 1 í dag. Lægra verðið eftir kl. 3. Sími 3191. frá okt. til maí. Kemur því næsta blað út í okt. í haust. í blaðinu eru þessar greinar: Kvenréttindahreyf- ingin. Fyrir heill kvenþjóðarinnar viljum vér allar vinna, Siðferðis- legt vandamál og kvenréttindi, — Ritdómur um bók Elínborgar Lár- usdóttur, „Förumenn,” Frá al- þjóðakvenréttindaþinginu 1939, og kvæðið ..Sjóferðin" eftir Guðrúnu Stefánsdóttur frá Fagraskógi. Pappír og frágangur á blaðinu er allur hinn bezti. Hveaær hefjast sfld- veiðarnar? Sammngunum við Breta er .ekki lokið enn. TGERÐARMENN halda fund í kvöld til að ræða um útlitið fyrir síldveiðunum og munu þeir að fundinum loknum hafa tal af ríkisstjórn- inni. í sambandi við samningana við Breta mun nú vera rætt um síldarsölu til þeirra. Þessum viðræðum er nú dag- lega haldið áfram, en þeim er énn ekki lokið. Nú er kominn sá tími, er síld- veiði hefir byrjað undanfarin sumur, og er því von að sjó- menn og verkafólk sé orðið ó- rótt. Það mun verða lögð á- herzla á það, að síldveiðiflotinn geti farið af stað í næstu viku, eða eins fljótt og mögulegt er. KBattspyrnuheimsðkn: leistarar Norðar- lands koma í taeim sókn. MEISTARAR Norðurlands í knattspyrnu, K.A., koma í heimsókn hingað suður n.k. laugardag. Er það K. R., sem tekur á móti þeim. Er ætlunin að þeir leiki þrjá leiki, á sunnudag, miðvikudag og föstudag. Er ekki fullráðið við hverja þeir leika, fyrr en búið er að draga um leikinn í næstu viku í Reyk j avíkurmótinu. Þetta er 18 manna flokkur ungra og vaskra manna, sem hafa gert Reykvíkingum ýms- ar skráveifur þegar þeir eru nyrðra. Verður gaman að sjá hvað þeir geta hér suður í rign- LOFTÁRÁSIR á ENGLAND Frh. af 1. síðu. flugvélar þátt í loftárásum á Suður-England. 1 nótt fóru þær víðar en nokkru sinni áður og gerðu í fyrsta sinn árásir hingað og þangað í Norð- vestur-Englandi. STRÍÐIÐ í FRAKKLANDI. (Frh. af 1. síðu.) það, að Frakkar hafa lýst allar borgir, sem hafa yfir 20 000 í- búa, óvíggirtar borgir, í von um, að þeím verði hlíft við loft- árásum. En í öllum frönskum borgum er nú aragrúi flótta- manna. Bretar greiða leign og skaðabætnr sam- kvæmt mati nefndar Nefndin er skipuð og i henni eru prir íslendingar. ÍKISSTJÓRNIN og yfir- maður hins brezka herliðs hér á landi hafa í sameiningu skipað 5 menn í nefnd til þcss að meta „aliar greiðslur, er á- greiningi valda út af leigu á húsum, lóðum, skipum, bátum o. fl. og kröfur fyrir hvers kon- ar tjón og spjöll og kostnað út af notkun brezku herdeildanna á íslenzkum eignum í sambandi við hernámið“. í nefndina hafa verið til- nefndir: Lárus Fjeldsted hæsta- réttarmálaflutningsmaður, sem er formaður nefndarinnar, ís- leifur Árnason prófessor, Krist- ján Bergsson fyrrverandi for- seti Fiskifélagsins, W. G. Ma- son majór og P. Buckland cap- tain. Alir, sem telja sig eiga kröf- ur fram að færa, eiga að koma með reikninga um þær til for- manns nefndarinnar, Lárusar Fjeldsted. Eins og kunnugt er voru höfð þau umæli eftir Bretum eftir að þeir komu hingað, að þeir myndu greiða fyrir allt, er þeir tækju, svo og fyrir bein spjöll, sem yrðu af hertökunni. Ber að fagna þessari nefnd- arskipun, því að undanfarið hafa menn haft nokkrar áhyggj- ur út af ýmsum spjöllum, sem þeir hafa órðið fyrir á éignum sínum, meðal annars túnum og mat j urtagör ðum. Þá sýnir nefndarskipunin, að það er rangt, sem haldið hefir verið fram, að engar greiðslur myndu fást fyrir hús þau, er Bretar hafa tekið hér til sinna umráða. MATVÆLASKORTUR . YFIRVOFANDI (Frh. af 1. síðu.) þeim löndum, sem það hafi lagt undir sig. Það er leidd athygli að því, að svínarækt Dana sé eyðilögð að mestu og einum þriðja allra stórgripa í Danmörku verði slátrað á yfirstandandi sumri. Horfurnar eru einnig mjög al- varlegar að því er matvæla- birgðir snertir í Noregi og Belgíu. ítalir geta ekkert hjálpað Þjóðverjum nú — þeir hafa alltaf orðið að flytja inn mat- væli handa sjálfum sér, og mun sjálfa brátt skorta matvæli. í Lundúnafregnum segir enn fremur, að búast megi við, að undir haustið verði farið að skora á Norður- og Suður-Am- eríkuríki að hjálpa hinum nauð- líðandi þjóðum Evrópu um mat- væli, af mannúðarástæðum, en í Bretlandi er leidd athygli að því, að hafnbanninu verði hald- v ið áfram, og Hitler skuli ekki heppnast að fá matvæli handa hersveitum sínum undir því yf- irskini, að þau eigi að ganga til nauðlíðandi kúgaðra þjóða. GAKELA Blðn Leikskólinn. amerísk kvikmynd. Aðal hlutverkin leika: LUISE RAINER og PAULETTE GODDARD. P ■ NYJA BIO ■ Fióttinn frá Spáni. Spennandi og viðburðarík amerísk kvikmynd frá FOX, er gerist á Spáni um það leyti er borgarastyrj- öldin brauzt þar út. Aðal- hlutverkin leika: LORETTE YOUNG og DON AMECHE. „BORRAH MINEVITCH“. FIM MTUD AGSD ANSKLÚMBURIN N DANSLEIKUR í Alpýðuhúsimi við Hverfisgötu i kvöld klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. ■§ KA seldir eítir kl. 8 í kvölJ N.B. Ölvuðum mönnum stranglega bannaður aðgangur. verða í G.T.-húsinu laugardagskvöldið 22. þ. m. kl. 10. Áskriftarlisti og aðgöngumiðar frá klukkan 2. Sími 3355. HLJÓMSVEIT G. T. H. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Stnndmn 09 stnndnœ ekki 2 5. SÝNING annað kvöld klukkan 8V2. Aðgöngumiðar frá 1,50 stk. séldir frá kl. 4 til 7 í dag. KOLIN OG MóRINN Frh. af 1. síðu. kolakaup hafa verið gerð með 50, 55 og 60 shillinga á tonn. Þetta hlýtur að lækka kola- verðið mjög verulega. Er líklegt að kolatonnið muni kosta um 100 krónur eða svo. Þegar þessi kol verða komin hingað, verða um 80 þúsund tonn áf kolum til í landinu, en talið er að ársþörf olckar sé um 130 þús. tonn. Svo virðist, sem þessi lækk- un kolaverðsins ætli að hafa þau áhrif, að minna verði um móupptöku í sumar en ráðgért hafði verið. En þetta væri hin mesta fá- sinna. Enginn getur sagt néitt um það, hvernig það muni tak- ast að fá hingað kol þegar haustar, hvort nokkrir mögu- leikar verða á því að ná þeim hingað, eða þó að það tækist, hvað þau myndu kosta hingað komin. Þá er það öllum ljóst, að mó- kynding eingöngu er erfið og lítt möguleg í mörgum mið- stöðvum. Hins vegar er vel hægt að halda hita í- húsum með mó, ef jafnframt er hægt að kynda með kolum. í því fæl- ist mikill sparnaður. Þrátt fyrir það, þó að nú hafi tekizt að gera kaup á kolum, sem kosta minna en þau kol, er síðast voru keypt hingað, virðist vera full ástæða til að halda áfram við mókaup og mó- upptöku. Útbreiðið Alþýðublaðið. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síðu. fluzt hingað til lands og margar hverjar þrifizt vel.“ „HÉÐAN AF VERÐA amerísk- ar trjáplöntur ekki fluttar vesta*. mm haf til gróðursetningar í ís- lenzkri mold á þessu sumri, og næsta vor óska þess víst flestir, að samband verði að nýju komiS á milli Noregs og íslands. En eigi að síður vil ég vekja máls á þessu. Svo skammt eru hinir íslenzku á- hugamenn á veg komnir að klæða landið, þrátt fyrir brennandi á- huga margra og verulega framför- í skógrækt hin síðustu ár, að seint verður frambóðið af trjáplöni;um. of mikið, þóií íalsvert þætist við úr Vesturálfu.“ „SKÓGRÆKTARFÉLAG ÍS- LANDS er sjálfstæður aðili C' þessu máli og beini ég orðum mím- um hér með til þess, með tilmæl- um um, að það athugi möguleika á innflutningi norður-amerískra trjáplantna hingað fyrir næsta vor. Ég vil að lokum geta þess, að mér segir svo hugur um, að ýmsir Vestur-íslendingar myndu fúsir til þess að veita máli þessu stuðning, þar sem beinlínis er um það að ræða, að hlúa að gamla Fróni.“ MÉR ÞYKIR GAMAN að fá bréf frá „Álfi úr Hól“. Hann bend- ir á margt, sem er mjög athyglis- vert og bréf hans eru greinagóð. Vildi ég gjarnan hafa sem bezta samvinnu við hann. FRAKKAR ERLENDIS Frh. af 1. síðu. hófst í gær, að M. Corbin flutti útvarpsræðu sína. Corbin hvatti frönsku þjóðina til þess að vera trúa hugsjónum sínum, koma fram af stódyndi og djörfung, eins og endranær, á mestu erfiðleikatírnum, og mundi hún þá að lokum sigra, eins og jafnan áður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.