Alþýðublaðið - 21.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 21.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR FÖSTUDAGUR 21. JÚNI 1940 142. TÖLUBLAÐ Stríðsstjórn f Tveir repúblikanar, ákveðn ustu talsmenn ótakmarkaðs stuðnings við Bandamenn, taka sæti í stjórn Roosevelts . ♦ Cordell Hull ræðst opinber lega á Mutleysisstefnuna. ÞAU STÓRTÍÐINDI bárust frá Bandaríkjunum í gær- kveldi, að tveir menn úr flokki repúblikana, þ. e. a. s. stjórnarandstæðinga, hafi tekið sæti í stjórn Roosevelts. Er þar með raunverulega mynduð samsteypustjórn demó- krata og repúblikana og hefir það aldrei komið fyrir áður í sögu Bandaríkjanna. Fulltrúar repúblikana, sem sæti hafa tekið í stjórninni, eru Henry Stimson, sem var utanríkismálaráðherra í ráðu- neyti Hoovers Bandaríkjaforseta 1929—1933, og Frank Knox, sem var varaforsetaefni repúblikana við forsetakjör-* ið 1936. Verður Stimson hermálaráðherra, en Knox flota- málaráðherra. Þessi frétt vekur stórkostlega athygli um allan heim. Það cr litið á þessa endurskipun Bandaríkjastjórnarinnar sem mjög ákveðna vísbendingu um það, að Bandaríkin muni héðan í frá ekki hrökkva til baka fyrir neinu skrefi, sem nauðsynlegt kann að reynast til að hjálpa Bandamönnum í stríðinu og tryggja sigur þeirra, ekki heldur því, að fara sjálf í stríðið, ef nauðsyn krefur. Hinir nýju ráðherrar, Stimson og Knox, hafa undanfarið báðir staðið í fremstu röð þeirra, sem hvatt hafa Bandaríkin til stuðnings við Bandamenn og baráttu gegn fasismanum. Og Wood- ring, fyrrverandi hermálaráðherra, sem varð að víkja fyrir Stim- son, hefir verið talinn einn aðalþröskuldurinn í vegi fyrir því, að Bandaríkjaherinn léti þau vopn af hendi við Bandamenn, sem þeir þurfa. „H!d hættulep elnangr nnarvitleysa" Cordell Hull utanríkismála- ráðherra Roosevelts flutti ræðu í gær, þar sem hann réðist harð- lega á einangrunarpostulana, eða þá menn, sem hafa talað fyrir því, að Bandaríkin væru hlutlaus og afskiptalaus af hild- arleiknum í Evrópu. Cordell Hull talaði í því sambandi um ,,hina hættulegu einangrunar- vitleysu“ og kvað aldrei hafa verið eins knýjandi nauðsyn á því, að allar frelsisunnandi þjóðir stæðu saman sem einn maður gegn þeim öflum, sem nú ógnuðu mannkyninu. Ræða Cordell Hulls var flutt við Harvardháskóíann. 24 herskip afhent Bretnm! Um sama leyti og fréttin um endurskipun Bandaríkjastjórn- arinnar barst út um heim varð það einnig kunnugt, að Bandaríkja- flotinn hefði þegar afhent Bretum 24 af herskipum sínum og hefðu Bretar tekið við þeim á þriðjudaginn í þessari viku. Yfii’eilt eru stöðugt nýjar og nýjar fréttir að berast frá Banda- ríkjunum, sem sýna, að Banda- ííkjamenn ætla að standa við öll bau loíorð, sem Roosevelt forseti gaf Bandamönnum. — Thomsonverksmiðjurnar hafa til- kynnt, að allar vélbyssubirgðir vcrksmiðjanna verði sendar i vikulegum sendingum til Bret- lands. Verksmiðjumar framleiða 5000 'vélbyssur á mánuði. 80 sprengjuflugvélar hafa nýlega verið afhentar Bretum, og 60 til verða afhentar bráðlega. Frh. á 4. síðu. Roosevelt Bandaríkjaforseti og utanríkismálaráðherra hans, Cordell Hull. Vopnahléssamnfngar Compiégneskégi I dagf Sama staðnvmi og Þjóóverjar fengfn vopnahlé árið 1918. -----.—4------ ENGAR áreiðanlegar fréttir hafa enn borizt af samn- ingaumleitunum Frakka og Þjóðverja um vopnahlé. En í fregn frá Associated Press í gærkveldi var sagt, að skilmálar Þjóðverja myndu verða lagðir fyrir samninga- menn Frakka í Compiégneskógi á Norður-Frakklandi,. á sama stað og vopnahlésskilmálar Bandamanna voru birtir samningamönnum Þjóðverja í lok heimsstyrjaldarinnar 1918. Það fylgdi einnig fregninni frá Associated Press, að þessi athöfn myndi fara fram kl. 11 f. h. í dag. Samkvæmt nýjustu fregnum * eru samningamenn Frakka ekki þrír, heldur fimm, og Baudoin utanríkismálaráðherra ekki á meðal þeirra. Samningamenn- irnir eru: Hunzinger hershöfð- ingi, Noel, fyrrverandi sendi- herra í Varsjá, le Luc sjóliðs- foringi, Bergeret, foringi í flug- hernum, og Pariso hershöfðingi. í fregnum frá Rómaborg er sagt, að franska stjórnin hafi sent ítölsku stjórninni fyrir- spurn um vopnahlésskilmála, sams konar og þá, sem ^jþýzku stjórninni voru sendir fyrir nokkru, ásamt tilmælum um það, að samningar verði hafnir um vopnahlé. ítalska stjórnin er sögð hafa svarað hinu sama og sú þýzka, að hún vilji fyrst vita, hvaða samningamenn Frakkar vilji tilnefna, og muni hún þá fyrst gera grein fyrir vopnahlésskilmálum sínum, er samningamenn hafi verið skip- aðir með fullu umboði. Frh. á 4. siðu. Roosevelt sendir isersllp snðnr til Drnpay! Svar viö samsærl nazista BANDARÍKJAHERSKIPH) „Quincey“, 10 000 smá- lestir að stærð, þrunaði skyndi- lega inn á höfnina í Montevi- deo, höfuðboi*g Uruguay í Su3- ur-Ameríku, í gær, sólarhring eftir að hin opinbera tilkynn- ing var gefin út þar um samsæri nazista og þátttöku þýzku sendi sveitarinnar í því. Það var sagt í Washington í gærkveldi, að herskipið væri sent í sérstökum erinduni til Suður-Ameríku, til stuðnings lýðveldunum þar, sem nú væru í hættu fyrir starfsemi erlendra njósnara og stuðningsmanna þeirra. Gífurlegur fögnuður varð í Montevideo þegar kunnugt varS um komu herskipsins. Mikill fjöldi safnaðist saman við höfn- ina og hrópaði: „Lifi Roose- velt-“ „Lifi Bandaríkin!“ Fréttaritari „New York Ti- mes“ í Montevideo símar, að Hitler hafi hótað að slíta stjórn- málasambandi Þýzkalands við Uruguay, ef nazistaleiðtogarnir þar verði handteknir. Brezka útvarpið getur þess, er það segir frá þessu, að Hitler hafi áður lýst yfir, að hann ætl- aði engin afskipti að hafa af málefnum Suður-Ameríkuríkja. Tilrauieir tii sfldarsðlu fi Ameriku, Svíþjóð ftnn landi og Rdsslandi. ....------ Finnur Jönsson og Erlendur Þorsteins^ son í markaðsleit, en árangur enn óviss. UTGERÐARMENN héldu fund í gær til að ræða um síldveiðihorfurnar. Á fundi þeirra var eftirfar- andi ályktun samþykkt: „Fjölmennur fundur Lands- samhands íslenzkra útvegs- manna, haldinn í Varðarhúsinu í Reykjavík fimmtudaginn 20. júní 1940, lítur svo á, að hrýn nauðsyn beri til þess, að ríkis- stjórnin geri nú þegar nauðsyn- legar ráðstafanir til þess, að öll- um þeim útvegsmönnum, sem ætla sér og hafa aðstöðu til þess að gera skip sín út á síldveiðar í sumar, verði gert kleift að hefja veiðar nú þegar. Þar sem Síldarverksmiðjur ríkisins hafa ekki ennþá ákveð- ið kaupverð á bræðslusíld, skor- ar Landssambandið á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að verksmiðjurnar hyrji nú þegar starfrækslu og greiði þeim, er leggja inn síld til vinnslu, sam- kv. venju fyrri ára, að minnsta Frh. á 4. síðu. /

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.