Alþýðublaðið - 21.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.06.1940, Blaðsíða 3
ALPYÐIJELAÐIO pöstudagij* 21. júni i#40 ]-------- kimmmm Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. I íjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (helma). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. ^ Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJ AN H , JF . ---------------------------------------O Ræða á æskulýðsfundi. Hin nýju vltaliig eru Stórt framfaraspor. ----4—;- Frá 4» plnffl Farmanna* og fiski mannesgBmbaBids islands. KOMMÚNISTAR, boðuðu til f ,,æskulýðsfundar“ austur í Þrastalundi um síðastliðna helgi. í tilefni af því fór for- maður flokks þeirra, Brynjólfur Bjarnason, þangað austur, „brynjaður vísindum marxism- ans“, eins og ævinlega, og flutti fyrir æskulýðnum langa ræðu um stríðið. í gær var hún svo gefin út á prenti í Þjóðviljanum til þess að fleiri gætu orðið vís- dóms hennar aðnjótandi. Textinn, sem Brynjólfur lagði út af í ræðu sinni, var þessi: „Mannkynið hryllir við stríðinu og fordæmir það, og samt heyir mannkynið stríð.“ „Mönnum finnst þetta vera vit- firring,“ segir Brynjólfur. „Menn spyrja: Er mannkynið að ganga af göflunum? Lifum við ennþá á jörðinni eða erum við þegar komin til helvítis?“ Það er von að Brynjólfur spyrji. En væri ekki reynandi fyrir hann að leita svars hjá yf- irboðara sínum Stalin austur í Moskva? Ef til vill gæti hann fengið einhverja skýringu á því þar, hvers vegna mannkynið heyir nú stríð, þótt það hrylli við stríðinu og fordæmi það. Það er ekki ennþá ár liðið síðan þeir töluðust þar við, Stalin og von Ribbentrop, sá síðarnefndi í umboði Hitlers. Að þeim við- ræðum loknum undirrituðu þeir svokallaðan „hlutleysissamn- ing“. Þjóðviljinn sagði að vísu, að sá samningur væri gerður til þess að varðveita friðinn í Ev- rópu og myndi líka gera það. En svo einkennilega brá við, að það liðu ekki nema fjórir dagar frá undirskrift „hlutleysis- samningsins“ þar til Evrópa var komin í bál. Ef til vill hefir það komið Þjóðviljanum og for- manni Kommúnistaflokksins hér, Brynjólfi Bjarnasyni, á ó- varí. En þeir Stalin og Hitler 1 (fa .áreiðanlega vitað, hvað þeir voru að gera, þegar þeir undirrituðu vináttusamning sinn. Þeir vissu að vísu, eins og Brynjólfur, að mannkynið hryllir við stríðinu og fordæm- ir það, en sömdu engu að síður um það sín í milli, að mannkyn- ið skyldi samt heyja stríð. Hér hefir Brynjólfur skýr- inguna á texta sínum og spurn- ingum. Það var einræðið og handhafar þess, Hitler og Stalin fyrst og fremst, sem steyptu heiminum út í hörmungar styrj- aldarinnar — með köldu b'lóði og að yfirlögðu ráði. Skýring Brynjólfs lítur að vísu öðruvísi út. „Þegar brezku verkamenn- irnir greiða atkvæði með Chamberlain eða Attlee,“ segir hann, „og frönsku verkamenn- irnir með Daladier og Leon Blum, þá eru þeir að greiða at- kvæði með styrjöld. . . Svona fullkomið er hið borgaralega lýðræði.“ Brezku og frönsku verkamennirnir bera ábyrgð á stríðinu, segir Brynjólfur, „brynjaður vísindum marxism- ans“! Menn taki eftir því, að Brynj- ólfur ræðst ekki á þýzku og rússnesku verkamennina. Það er af því, að þeir eru kúgaðir til þess að fylla hóp þeirra al- kunnu 99ýt allra greiddra at- kvæða, sem Hitler og Stalin fá við hverjar svonefndar „kosn- ingar“, sem þeim herrum þókn- ast að láta fara fram hjá sér, þótt að vísu ekki sé um neitt að kjósa. Það er nú eitthvað annað „lýðræði“ en hið borg- aralega lýðræði Englands og Frakklands. Það er lýðræði eins og Brjmjólfur vill hafa það. Og þ a ð er ekki að taka ábyrgð á stríðinu, í hans augum, að greiða atkvæði með Stalin og Hitler! Sagði ekki Þjóðviljinn, að þeir ætluðu að varðveita friðinn í haust með vináttu- samningi sínum? Og hvað þarf þá frekar vitnanna við? Brynjólfur fer fljótt yfir sögu Finnlandsstríðsins í ræðu sinni. Það hefir honum sennilega þótt vissara. Um hana fékk æskulýð- urinn í Þrastalundi ekki að vita annað en það, að sömu menn- irnir hér á landi, sem fyrir nokkrum árum hafi stolið IV2 milljón í mútur á Spáni, hafi „sagt Rússum stríð á hendur með því að safna allt að því 200 þúsund krónum í stríðskostnað gegn Rússum“! Það er Finn- landssöfnunin hér, sem átt er við. Stalin og Rússar voru svo sem ekki í neinu stríði við Finna, heldur voru Finnar og við íslendingar í stríði við Rússa! Þar með hefir Brynjólf- ur, „brynjaður vísindum marx- ismans“, skýrt það, hvers vegna rúsneska þjóðin, sem vissulega hryllir við stríðinu og fordæmir það, engu síður en aðrar þjóðir, varð samt að heyja stríð í vetur! Þar með hefir hann gert texta sínum full skil. Við þetta er sannarlega engu að bæta, nema orðum Brynjólfs sjálfs, sem að vísu eiga að hitta aðra, en hvergi eiga betur við en um ræðu hans: „Og allur þessi endemis þvættingur er borinn á borð í því trausti, að alltaf sé nóg af andlegum um- komuleysingjum til að vera ginningarfífl.“ Börn, sem ætla að selja merki Jóns- messuhátíðarinnar, komi í Mið- bæjarskólann (norðurdyr) og Austurbæjarskólann (suðurdyr) á morgun (laugardag) kl. 10. F RÁ stjórn Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands hefir Alþýðublaðinu bor- izt eftirfarandi greinargerð: „Fjórða þing Farmanna- og fiskimannasambands Islands var háð hér í Reykjavík dagana 10.—12. þ. m. og voru alls haldnir 5 þingfundir. — Þingið sátu 19 fulltrúar frá öllum Sam- bandsfélögunum, en þau eru 11 að tölu. Auk hinna venjulegu þing- starfa vori^8 mál, varðandi vel- ferð og hagsmuni sjómanna- stéttarinnar, tekin til umræðu á þinginu og í flestum þeirra gerðar ályktanir. Máj þessi voru: 1. Bygging sjómannaskóla. 2. Vitamál. 3. Landgönguleyfi ísl. sjó- manna í brezkum höfnum. 4. Lög um atvinnu við sigling- ar á íslenzkum skipum og lög um lögskráningu skips- hafna. 5. Veðurfregnir til íslenzkra skipa. 6. Skipun stjórnar Síldarverk- smiðja ríkisins. 7. Breytingar á lögunum um Fiskiveiðasjóð íslands. 8. Skipun síldarútvegsnefndar. í tveim fyrstnefndu málun- um voru engar ályktanir gerð- ar, en þau rædd mjög rækilega. Höfðu þau verið til meðferðar á síðasta Sambandsþingi og þá gerðar í þeim ítarlegar ályktan- ir. — í fyrra málinu — bygg- ingu sjómannaskóla — hafði engu fengizt um þokað frá því á síðasta þingi, en þingfulltrúar voru sammála um það, að halda fast á því máli þar til viðunandi lausn fengist á því, þ. e. að upp væri risinn í höfuðstaðnum full- kominn og veglegur sjómanna- skóli. — í vitamálunum hafði það stóra framfaraspor verið stigið á síðastliðnum vetri, að Alþingi hafði afgreitt ný vita- lög, þar sem tryggt er að end- urgreidd verði sú stóra fjárupp- hæð (rösk ein milljón króna), sem á undanförnum árum hefir verið dregin af vitasjóði og lát- ín renna í ríkissjóð, og enn fremur að allar þær tekjur, sem vitasjóði bera, skuli í framtíð- inni renna óskertar til hans. Til stórra bóta má einnig telja það ákvæði hinna nýju vitalaga, sem tryggir Farmanna- og fiski- mannasambandinu rétt til á- bendinga og ráðlegginga um það, hvernig nýbyggingum vita á landinu verði hagað í fram- tíðinni. Lýstu þingfulltrúar á- nægju sinni yfir því, sem áunn- izt hafði í þessu máli og töldu það sigur fyrir Sambandið, en það hefir frá stofnun sinni beitt sér mjög ákveðið fyrir umbót um á öllu því, sem snertir vita- mál landsins. 3. mál. I því var gerð sú á- lyktun að fela stjórn Sambands- ins að skrifa ríkisstjórninni og beina þeirri áskorun til hennar, að hún hlutist til um það við viðkomandi brezk yfirvöld, að íslenzkir sjómenn fái leyfi til landgöngu í enskum höfnum eftir þörfum og svo sem venja hefir verið til. 4. mál. I því var sú ályktun gerð, að fela sambandsstjórn að fylgjast vel með því, að um- rædd lög séu haldin af viðkom- andi aðiljum, og enn fremur að fá ríkisstjórnina til að skrifa öllum skráningarstjórum á landinu og brýna fyrir þeim, að gefnu tilefni, að framfylgja nefndum lögum án nokkurrar tilslökunar. 5. mál. Þingið ályktaði að fela sambandsstjórn að vinna að því, að veðurfregnum (veður- lýsingu) verði framvegis, með einhverjum hætti, komið til ís- lenzkra skipa, sem stunda veið- ar eða sigla með ströndum landsins. 6. mál. í þessu máli gerði þingið þá ályktun, að fela stjórn Sambandsins að vinna að því, að lögum um Síldarverksmiðj- ur ríkisins verði breytt á þá lund, að þeim aðilum, sem að- allega skipta við verksmiðjurn- ar og hafa þar mestra hagsmuna að gæta, gefizt kostur á að til- nefna menn í stjórn verksmiðj- anna í eðlilegu hlutfalli við hagsmuna-afstöðu þeirra. 7. mál. í þessu máli var gerð ítarleg ályktun um márg- víslegar breytingar á Fiskiveiða sjóðslögunum og var stjórn Sambandsins* falið að beita sér fyrir, að þær nái fram að ganga á Alþingi. 8. mál. Þingið ályktar að fela stjórn Sambandsins að beita sér fyrir því, að gerðar verði þær breytingar á lögunum um Síld- arútvegsnefnd, sem tryggi rétt- láta íhugun viðkomandi hags- muna-aðilja um það, hvernig nefndin sé skipuð á hverjum tíma. Stjórn Sambandsins til næstu tveggja ára. Ásgeir Sigurðsson skipstjóri var endurkosinn forseti, en meðstjórnendur voru 'kosnir þeir Sigurjón Einarsson, skip- stjóri, Konráð Gíslason, stýri- maður, Júlíus Ólafsson, vél stjóri. Guðbjartur Ólafsson, skipstjóri (allir endurkosnir), Hallgrímur Jónsson, vélstjóri og Friðrik Halldórsson, loft- skeytamaður. í varastjórn voru kosnir: Þorgrímur Sveinsson, skipstj., Þorsteinn Árnason, vélstj. og Henry Hálfdánarson, loft- skeytamaðúr. Endurskoðendur voru kosn- ir þeir Hafsteinn Bergþórsson skipstjóri og Tyrfingur Þórð- arson, vélstjóri, báðir endur- kosnir. Hæstiréttnr ómerkir tnðlsmeðferð í héraði ÆSTIRÉTTUR kvað í fyrradag upp dóm í málinu Stjórn og byggingarnefnd UMF Langnesinga gegn skólanefnd Sauðanesskólahéraðs í N.-Þing- eyjarsýslu og gagnsök. Mál þetta er risið út af því, að U. M. F. Langnesinga hafði gert samning við skólanefnd Sauðanesskólahéraðs um leigu á samkomuhúsi félagsins til skólahalds til 5 ára, ef ekki yrði reist skólahús á þeim ár- um. Hafði svo skólanefnd, eða formaður hennar, skyndilega tekið skólann burtu úr húsinu, vegna sundurlyndis, er varð milli hans og ráðamanna húss- ins. Taidi U. M. F. Langnesinga að með þessu hefði félaginu ver- ið bakað tjón og krafði skóla- nefnd um greiðslu á húsaleigu fyrir nál. 4 ára tímabil, samtals 1240 krónur. Undirréttur, sýslumaður N.- Þingeyjarsýslu, sýknaði skóla- nefndina á þeim grundvelli, að framkoma ráðamanna hússins hefði verið með þeim hætti, að réttmætt hefði verið að fara með skólana burtu úr húsinu fyrirvaralaust. U. M. F. Lang- Frh. á 4. síðu. Anglýsing til atviDHarekenda. Atvinnurekendur í bænum, sem hafa í þjónustr sinni fastráðið starfsfólk, eða að staðaldri iðnað- armenn, verkamenn og annað starfslið, eru vin- samlega beðnir að fylla nákvæmlega út skýrslm um slíkt starfsfólk, sem þeim eru sendar þesst dagana. Atvinnurekendur, sem ekki hafa fengið skýrslui til útfyllingar, geri innheimtuskrifstofu bæjarin: aðvart í síma 1200. Bopgarstlóriim. AkDreyri. Elraðferðlr alla daga BKrejrðastðð Akureyrar. Bifretðastöð Steindór

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.