Alþýðublaðið - 22.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 22.06.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR LAUGARDAGUR 22. JÚNÍ 1940. 143. TÖLUBLAÐ Skilmálar Þjóðverja afhent- ir Frökkum siðdegis i gær. ----«--- Á sama stað og í sama Járnbrautarvagni og Þjóðverjum í lok heimsstyrjaldarinnar 19181 Frðkkum var tflkpot að pelr pðn að fallasf á þá óbreytta eða hafna peim. Æflir ð að fiytja bðra. RÍKISSTJÓRNIN hefir ákveðiS að styðja á allan hátt að því, að hörn geti farið í sveit í sumar. Þegar hefir verið ákveð- ið að Ægir flytji börn, sem eiga að dveíja í skólunum að Núpi í Dýrafirði og að Reykjanesi við ísafjarðar- djúp. En auk þess verða fleiri skólar teknir. gæðar af svðtum alpiagishðssins. SAMNINGAMÖNNUM FRAKKA voru afhentir vopna- hlésskilmálar Þjóðverja í Compiégneskógi á Norður- Frakklandi síðdegis í gær, að Hitler viðstöddum. Voru skilmálarnir afhentir af Keitel hershöfðingja með þeim ummælum, að Frakkar yrðu að fallast á þá ó- hreytta, eða hafna þeim að öðrum kosti. Tók hann það fram, ♦ að skilmálarnir væru í aðalatriðum faldir í þessu þrennu: 1) að tryggja það, að Frakkar gætu ekki aftur gripið til vopna. t" 2) að tryggja Þýzkalandi aðstöðu til þess, áð það gæti haldið áfram stríðinu gegn Englandi, og 3) að skapa skilyrði fyrir friði, sem bætti úr þeim úrétti. sem Þýzkaland hefði verið beitt. Engar nánari fregnir hafa borizt af því, hvað skil- málarnir hafa inni að halda. Samningamenn Frakka hafa síðan í gær staðið í símasam- handi og loftskeytasambandi við stjórn sína, sem enn er í Bor- deaux. Stjórnin hélt fund þar í morgun, en ekkert hefir heldur verið látið uppi af hennar hálfu um skilmála Þjóðverja. Hvarvetna utan úr heimi rignir áskorunum frá Frökkum yfir stjórnina, í Bordeaux um að halda stríðinu áfram þar til yfir lýkur og ga'nga að tilboði hrezku stjórnarinnar um hrezk-franskt sambándsríki. kvölsl að Hótel Borg. \T ESTMANNADAGUR- ® . INN er á morgun. Hann hefst með f>ví, að Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur á Aust- urvelli kl. 2, en síðan tala af svölum alhingishússins Jakob MöIIer fjármáiaráðherra og Gunn- ar B. Björnsson, sem flytur kveðju frá Vestur-íslendingum Kl. 8,30 um kvöldið hefst kynn- ingarkvöld að Hótel Borg. Ræð- ur flytja Ásgeir Ásgeirsson, Ás- munður P. Jóhannsson, Árni Egg- ertsson og séra Friðrik Hall- grímsson. Karlakórinn Fóstbræð- ur syngur og flutt verður kvæði til vestur-íslenzku gestanna, eftir Jakob Thorarensen. Dansað verð- ur síðan fram eftir nóttu. Auk þessa eru mörg önnur skemmti- atriði. Það má fullyrða, að þarna verður mjög skemmtilegt og frjálsmannlegt. Þeir, sem unna aukinni vin- áttu milli okkar og Vestur-íslend- inga, taka öflugan þátt í Vest- mannadeginum. Munið, að tryggja ykkur að- göngumiða að Hótel Borg. Þeir eru sefdir í afgreiðslu Mgbl. í dag og til hádegis á morgun, en síðan að Hótel Borg og kosta kr. 2,50. Kort af Norður-Frakklandi. Nokkru ofar á kortinu en París og lítið eitt lengra til hægri, þar sem fljótin Oise og Aisne renna saman, sést bærinn Compiégne. í skógi skammt þaðan fara samningaumleitanirnar fram. SiMweilarnar sieta viU» efiast. Stjórain ákveðnF að greiða 12 kr. á mál. —------<.------ ¥©ii mm Mseira wertl pegar mliiffiMiiMii wili Hreta er tokll. Það reyndist rétt, sem orð- rómurinn bar út í gærmorgun: Hitler valdi Compiégneskóginn á Norður-Frakklandi, þar sem fulltrúar Þjóðverja skrifuðu undir vopnahlésskilmála Banda manna þ. 11. nóvember 1918 í lok heimsstyrjaldarinnar, sem samkomustað fyrir samninga- menn Frakka og Þjóðverja, sem nú eru að ræða um vopnahlé. En honum nægði það ekki: — Hann hafði séð fyrir því, að fulltrúar Frakka yrðu einnig að hlýða á vopnahlésskilmála Þjóðverja nú í sama járnbraut- arvagni og fulltrúar Þjóðverja haustið 1918. En sá járnbraut- arvagn hefir alla tíð síðan verið varðveittur í Compiégneskógi. Þýzku blöðin draga enga dul á það, að með þessu hafi átt að lítillækka Frakka, en allt annað fyrirkomulag fundarins í gær var líka eftir því. Þegar samningamenn Frakka komu í bifreið frá París síðdeg- is í gær, kl. 15.35, og stigu inn í járnbrautarvagninn, var Hitl- er þar fyrir, sitjandi við borð, og sátu öðrumegin við hann Göring marskálkur, von Brau- chitsch yfirhershöfðingi og Kei- tel yfirmaður þýzka herfor- ingjaráðsins, en hinum megin För Hitler af ótta Tö REZKA útvarpið gat þess í gærkveldi, að í hinni opinberu frásögn Þjóðverja um fundinn í Compiégneslsógi héfði vandlega verið þagað um fulltrúa Breta, sem þar hefðu verið viðstaddir. Þessi umrnæli útvarps- ins eru af ýmsum skilin á þá leið, að hrezkar flugvél- ar hafi verið á sveimi yfir skóginum. í sambandi við það er berft á fréttina um hina skyndilegu brottför Hit- lers og fylgdarmanna hans af fundarstaðnum. von Raeder sjóliðsforingi, Ru- dolf Hess, staðgengill Hitlers í nazistaflokknum, og von Rib- bentrop utanríkismálaráðherra. Flitler heilsaði- frönsku samn- ingamönnunum með nazista- kveðju. Síðan gaf hann Keitel hershöfðingja orðið, og las hann Frh. á 4. síðu. ö ÍKISSTJÓRNIN ákvað í gær að greiða 12 kr. á síldarmál í smnar og er það óaíturkræf fyrirfram- greiðsla. Tilkynning ríkisstjórnarinnar um þettá, sem gefin var út í gærkveldi, er svohljóðandi: „Undanfarnar vikur hefir ríkisstjórnin unnið að því, að tryggja rekstur síldveiðiflotans á þessu sumri, bæði með því að stuðla að aðdráttum nauðsynja útvegsins, sem og með því að láta vinna að sölu afurðanna. Aðdrættir hafa nú að mestu verið tryggðir, en hins vegar hefir enn ekki tekizt að selja afurðirnar. Ríkisstjórninni hefir að sjálf- sögðu verið Ijóst, að síldveiðar mega með engu móti falla nið- ur .Tók ríldsstjórnin því fyrir alllöngu þá ákvörðun að gera ráðstöfun til þess að flotinn gæti hafið veiðar og síldarverk- smiðjur ríkisins byrjað að veita síld móttöku eigi síðar en í lok þeirrar viku, sem nú er að líða, enda þótt eigi hefði tekizt að selja afurðirnar innan þess tíma. Ríkistjórnin hefir nú gert þessar ráðstafanir og hefir Landshanki íslands fyrir milli- göngu ríkisstjórnarinnar heitið því að gera verksmiðjum ríkis- ins kleift að hefja starfrækslu og greiða út á síldina 12 krónur á málið, sem er óafturkræf fyr- irframgreiðsla, en síldin verð- ur að öðru leyti fyrst um sinn tekin til vinnslu á áhyrgð síld- areigenda. Frekari upplýsingar um mál- ið geta menn fengið hjá stjór* síldarverksmiðja ríkisins.“ Jafnframt hefir stjórn síldar- verksmiðja ríkisins ákveðið að hefja starfrækslu verksmiðj- anna nú þegar. Eins og fram er tekið í til- kynningu ríkisstjórnarinnar er 12 kr. greiðslan á mál bráða- birgða lágmarksgreiðsla, en þess er fastlega vænst, að við endanlega samninga við Breta takist að ná því, að unnt verði að greiða hærra verð fyrir síld- ina. Eins og tekið var fram hér í blaðinu í gær, standa enn yfir samningar við Breta. Fyrir nokkrum dögum kom samn- ingatilboð frá brezku stjórninni til íslenzku stjórnarinnar, sem hún hefir síðan haft til ná- kvæmrar athugunar ásamt við- skiptanefnd, og hefir ríkis- stjórnin svarað því tilboði með tillögum af sinni hálfu, og mun viðskiptanefndin síðan halda á- fram viðræðum við brezku full- trúana. Talið er líklegt að vélbáta- flotinn byrji nú síldveiðar, en hins vegar er ekki ólíklegt að togarar og línuveiðarar haldi enn áfram ísfisksveiðum og sölu. 60 ára er n.k. mánudag, 24. þ. m., frú Nikolína J. Þorsteinsdóttir, Ljós- vallagötu 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.