Alþýðublaðið - 22.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.06.1940, Blaðsíða 3
LAUCrAKDAGUR 22. JONI 1948. sgO Ritstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsiiiu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms-, son (heima) Brávallagötu 50'. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötui Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . JF. Vestmannadagurinn á morgun ÞJÓÐRÆKNISFÉLAG Íslend- 'inga, sesm stofnað var hér í fyrra, gengst fyrir Vestmanna- dég!i á moirgun. Fyrsti ' Ve'st- mannadagurinn var haldinn hér í fyrrasumar á Þingvöllum; tókst hann ágætlega, og va.r.;. þátttaka almeinnings mjög mikil. AÖ pessu sinni var talið heppilegast aÖ halda daginn hátíðlqgan hér í Reykjavík, af ýmsum ástæðum. Veistur-Islendingar hafa um 'margra ára skeið haldið íslend- ingadaga í byggbum sinum vest- ur í Ameríku. Eru þessir dagar einhverjir beztu Og áhrifamestu hátíðisdágar lánda okkar vestra, enda eru þeir þjóÖhátíðardagar þeirra og hafa þeir ekki sízt orð- ið til þess áo viðhalda ástinní til ættjárðarinnar og þeim andleg- um verðmætum, er landnemarnir tóku með sér heðan að heiman ,,ög afkomendur þeirra hafa síðan efíí; fil skamms tíma hefir ekki verið skipulágt félagslegt sam- band milli þjóðarsystkina okkar vestan haf s og okkar hérna heima. Höfum við hérna megin hafs- ins. átt alla sök á þessu, og er það okkur til lítils sóma. Það er fyrst á allra síðustu árum, að náið samband , hefir komist á milli heimaþjooarinnar . sem heirdar og þjóðarbrotsins vestra. En allt bendir til þess, að al- menningur hér á landi skilji þýð- ingu þeirrar samvinnu og vilji . styðja ¦ hana af alefli. Það sýndi meðal annars Vestmannadagur- inn í fyrra. Þióðræknisf élög Islendinga beggja megin hafsins eru liður- inn, sem tengir okkur saman. Þjóðræknisfélagið hér heima hef- ir ekki starfað lengi, en því hefir þó" orðið vel ágengt. Það er þetta félag, sem gengst fyrir Vestmannadeginum á morgun og heitir á alla Reykvíkinga að taka (þátt í honum af áhuga. Hér eru nú staddir nokkrir af kunnustu löndum vorum vestra, menn, sem allir standa og hafa lengi staðið framarlega í þjóð- ernislegum félagsskap Vestur- Islendingá. Allir hafa og þessir menn sýnt í verki, svo að aldrei mun gleym- ast, ást sina tii móðurlandsins, og má þar á meðal nefna undir- tektir þeirra og Vestur-íslendinga yfirleitt undir stofnun Eimskipa- félags íslands. Við stofnun fé- lagsins má segja, að mjög tví- sýnt hafi verið, hvernig fyrir- tækinu reiddi af, en það haml- aði ekki löndum vorum frá því að leggja fram svo mikið fé að þao tryggði það, a5 hægt vaéri að stofna félagið og kaupa þann skipakost, seni var lífsnauðsyn- íegur grundvöllur undir allá starfsemi þess. I mörgu fleiru verklegu hafa Vestur-íslendingar sýnt hug sinn til okkar hér heima. Þeir menn, sem nú eru hér staddir, eru Gunnar Björnsson ritstjóri og frú hans, í boði Þjóðræknisfélagsins, Ásmundur P. Jóhannesson og* frú og Árni Eggertsson og frú, í boði Eim- skipafélagsins af tilefni 25 ára afmæjis þess, og Soffonías Þor- kellsson, iðjuhöldur frá Winni- peg. Þessir menn em allir gránaðir, það er satt, en þeir hafa allir unglegan og brennandi áhuga fyrir velferðarmáium gamla landsins — og þeir standa allir eins og áður er sagt fremst í fylkingu þeirra, sem halda uppi þjóðernislegri baráttu meðal landa okkar vestrá. Slík barátta er enginn leikur. Þjóðarbrotið er lítið í saman- burði við mannfjöldann í Vestur- heimi, en meðal annars fyrir atbeina þessara manna hefir Is- lendingum tekizt betur að vernda sín eigin þjóðarverðmæti í þeirri mergð en nokkru öðru þjóðar- broti. * Og það vita allir Islendingar hér heirha, að landar okkarvestna hafa orðið frægir meðal Vestur- heimsbúa fyrir dugnaö, gáfur, drenglyndi og áreiðanleik, og enga betri auglýsingu var hægt a"ð gefa því landi, sem fæddi þá og gaf þeim kjarnann. \ I samkvæminu að Hótel Borg annað kvöld fá Reykvíkingar tækifæri til að kynnast öllum þessum gestúm okkar. Þeir munu allir flytja þar ræður, en hátíðahöldin hefjast með hljóð- færaslætti og ræðuhöldum við alþingishúsið kl. 2 á morgun. Plöntur og grænmeti selt dag- lega frá kl. 9—12 á daginn við Steinbryggjúna og á laugardög- um einnig á torginu vi'ð. Njálsg. og Barónsstíg. nin -\ 2?--; w 2. Ákveðið hefir verið að innheimta útsvör til hæj- arsjóðs skv. lögum nr. 23, 12. fehr. 1940, 1. gr. a- og b-lið, sbr. c-lið. Samkvæmt því verður lagt fyrir allá kaupgreið- endur að HALDA EFTIR AF KAUPI STARFS- MANNA sem hér segir: 1. Af kaupi allra FASTRA STARFSMANNA allra, sem vinna að staðaldri hjá kaupgreið- anda fyrir föstu kaupi, hvernig sem kaupið er greitt, upphæð, er nægi til greiðslu útsvarsins í 7 JÖFNUM HLUTUM, af kaupi fyrir mán- uðina júlí, ágúst, september, október, nóvem- ber, janúar ög febrúar næstk. (desember und- anskilinn). Af kaupi daglaunafólks, farmanha, fiskimanha, ákvæðisvirinufólks, og annarra, sem ekki eru á föstu árs- eða máttaðárkaupi, 10% AF KAUP- INU. Þó skulu þessir gjaldendur hafa lokið útsvarsgreiðslu fyrir áramót. Dráttarvextir falla ekki á útsvör éða útsvarshluta þeirra gjaldenda, sem nú voru taldir og greiða á þann hátt, er að framan getur. Hins vegar koma útsvarsgreiðslur til frádráttar við ákvörðun skatts á næsta ári, aðeins að því leyti, sem greitt verður fyrir áiramót, á sairia hátt og undanfarin ár. Þeir, sem taka kaup hjá öðrum, verða því að sýna kaupgreiðanda skilríki fyrir greiðslu útsvars eða a. m. k. 1/7 hluta þess, um leið og þeir taka við kaupi fyrir júlímáriuð, ef þeir vilja komast hjá því að haldið verði eftir af kaupinu. öðrúm en launþegum ber að greiða útsvör sín á sama hátt og verið hefir méð 1/5 hluta útsvarsins mánuðina júní—október, 1. dag hvers mánaðar, ög er FYRSTI HLUTINN ÞVÍ FALLINN í GJALD- DAGA. j I Borgarst]ériiiii. sigurför prentlistarinnar var jáfnframt sigurför þekkingar- innar. Fyrst voru raunar eink- um prentaðar guðsorðabækur, því að þá þótti mest undir því komið að kenna lýðnum krist- in fræði, en smám saman tóku fleiri fræðigreinar þetta dásam- lega útbreiðslutæki í þjónustu sína. Á vorum dögum er svo komið, að engin stéfna eða starfsgrein getur án prentlistar- innar verið. Hvernig færi fyrir öllum stjórnmálaflokkunum án hennar? Satt er það að vísu, að prentlistin er tvíeggjað sverð, og veldur miklu, að þeir, er öfl- ugast beita þessu hvassa vopni á hverjum tíma, hafi þann þroska hugar og hjarta til að bera, að g'ott megi af hljótast. Þegar útvarpið kom fram, töldu margir, að það myndi verða prentlistinni hættulegur keppinautur. Reynslan virðist þó benda til þess, að fremur muni verða um samvinnu en samkeppni að ræða milli þess- ara menningartækja, og er það vel farið. Má t. d. benda á það, að mörgum þeim, er hlýða á snjallt útvarpserindi um „bæk- ur og menn" eða málefni, mun verða það hvatning til að kynna sér efnið nánar með því áð út- vega sér bók um það og setjast við að lesa. Vitur maður hefir líka komizt að orði eitthvað á þessa leið: ,,Að horfa á kvik- mynd er frumstig menningar, næsta stigið er að hlýða á ræðu, en að lesa, það er að vera menntaður maður." Á bernskudógum prentlistar- innar bar mest á guðsorðabók unum í prentuðu máli, svo sem áður er að vikið. Nú eru það dagbíöðin, sem hafá þennan heiðurssess, og þykir mörgum nóg um. En allt um það myndi nútímamaðurinn sennilega ekki fremur vilja véra án þeirra en forfeður okkar án guðsorðabók- anna. Með aðstoð vélanna hefir prentlistin hjálpað til að skapa þetta stórveldi nútímans: dag- blöðin. Prentlistin hefir verið öflugasta hjálparmeðal tækn- innar í sigurför hennar. Prent- listin mun verða öflugasta hjálparmeðal þess, að beina tækninni á þær bíautir, að til heilla verði fyrir mannkynið. Margt hefir verið snjallt og J fallega sagt um prentlistina og margir lofsöngvar kveðnir i henni til dýrðar. Get ég ekki stillt mig um að taka hér upp tvö erindi úr bráðskemmtilegu og snjöllu kvæði, er Þorsteinn skáld Gíslason orti fyrir minni prentlistarinnar á 400 ára af- fnæli hennar hér á landi árið 1930: „Því allt með letra-lærdómum er lýðnum kennt, og þeir, sem ráða ritstjórum pg röskri sveit af prenturum, eru' herrar nú í heiminum með hæstri mennt. Þeir eiga heimsins úrvalslið og æðsta' og mesta stórveldið er prent. Þótt reist séu' oft í ritum stríð og róstumál, það hefir fólkið fyrr o'g síð til framtaks vakið, taylt um tíð: og rétt við margt hjá landsins lýð og lyft hans sál. Því vaxi, prentlist! völd þín enn, og vígist þér sem taeztir menn. Þín skál!" Franska skáldið Victor Hugo (1802—1885) hefir komizt svo að orði um prentlistina: „Þar til á dögum Gutenbergs var byggingalistin hið al- menna heimsletur. Þar til á fimmtándu öld var hún hin yf- irgripsmikla veraldarsaga. Á fimmtándu öld umbreyttist þetta gersamlega. Mannsand- inn öðlaðist nýtt tæki til þess að gefa afrekum sínum varan- legt líf, tæki, sem var ekki ein- ungis haldbetra og gætt meira viðnámsþrótti en byggingalist- in, heldur líka óbrotnara og auðveldara í meðförum. Bygg- ingalistinni var steypt af stóli. Eftir bergletur Orpheusar kom blýletur Gutenbergs. Uppfundning prentlistarinn- ar er mesti stórviðburður sög- unnar, allra byltinga móðir, umskopun mannlegra tjáning- artækja frá grunni. A prenti er hugsunin eilíf, vængjuð, óbilug, ósigrandi, hluti af loftinu. Sjá ekki allir (svo að það sé sagt einu sinni enn), að í þessari mynd er hún gersamlega óvinn- andi? í stað þess að hún var áð- ur varánlég vegna bundins þunga, þá er hún nú ódauðleg vegna liðleikans. Bjarg er hægt að sprengja í mola, en hversu má því útrýmt verða, sem alls staðar er fyrir?" * Svo sem að líkindum lætur, hefir jafn þýðingarmikils við- burðar sem uppfundningar prentlistarinnar verið minnzt á veglegan hátt um allan hinn menntaða heim á merkisafrnæl- um hennar. Þess er getið, að prentarar Lúthers hafi gengizt fyrir fyrstu hátíðahöldunum af tilefni 100 ára afmælis prent- listarinnar 24. júní 1540. Síðan hefir afmælisins jafnan verið minnzt með hátíðahöldum á hverjum 100 ára fresti, meira að segja þegar þrjátíu ára stríðið geisaði, enda hefir því verið haldið fram, að blýið í letri setjarans væri máttugra blýinii í byssukúlu hermanns- íns. Hér á landi stofna prehtarar riú í fyrsta skipti til slíkra há- tíðahalda. Hefir það orðið aS ráði hjá þeim, ao fara með fjöl- menni „heim að Hólum", vöggu íslenzkrar prentlistár, minnast þar meistara síns Gutenbergs á nafndegi hans, 24. júní, og jafn- framt þess^.að Jón biskup Ara- son stofnaði þar fyrstu prent- smiðju íslands fyrir 410 árum. Þá minnast þeir og Guðbrands biskups Þorlákssonar, er ein- hver ágætastur prentlistarfröm- uður hefir verið hér á landi, og fleiri merkra ágætismanna, er stutt hafa að eflingu „hinnar svörtu listar" og starfað að henni. Þessi leiðangur prentara til Hóla er, eins og segir í plaggi nefndar þeirrar, er undirbúið hefir ferðalagið, hugsaður sem „pílagrímsför vinnustéttar til að heiðra framliðna brautryðj- endur friðsamlegrar menning- ar, en þó til hressingar og end- urnæringar þreyttum taugum á erfiðum tímum", og jafnframt í minningu þess, að það er prentlistinni að þakka, að dýr- mætústu andleg verðmæti þjóð- anná geta ofðið almennings- eign.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.