Tíminn - 08.03.1963, Side 16

Tíminn - 08.03.1963, Side 16
Býst við, að segulbanda- æðið hiaðni KH.Reykjavík, 7. marr. Hnn voru segularmböndin auglýst í útvarpinu í dag, í þetta sinn eru þau komin til Vestmannaeyja. Sig- urður Sigurðsson, landlæknir, sagði i viðtali við blaðið í dag, að aug- lýsendur gætu með ýmsu mót farið f kringum bann hans við auglýslngu vörunnar, og gæti hann ekkert við því gert. Ingólfur afneitar Sveini á Egilsst. TK-Beykjavík, 7. marz. Þau tíðindi gerðust á Al- þingi í gær, að' landbúnaðar ráðherra, Ingólfur Jónsson, afneitaði Sveini á Egilsstöð um sem Sjálfstæðismanni. Sveinn á Egilsstöðum hefur um árabd verið flokksbund inn Sjálfstæðismaður og oft nefndur í sambandi við framboð flokksins. Ekki er vitað, að Sveinn hafi sagt sig úr flokknum, þótt hann hafi verið ósammála aðgerð um flokksins í einstökum málum. Afneitun Ingólfs Jónsson- ar á Sveini sem Sjálfstæðis- manni kom fram í sambandi við umræður um landbúnað armál, þar sem skattgjaldið á bændur til Stofnlánadeild arinnar bar á góma. Benti Ágúst Þorvaldsson á, að það væru ekki einungis Fram- sóknarmenn, sem væru and- vígir þessu gjaldi, eins og ráðherrann vildi vera láta. Tvö stærstu hagsmunasam- tök bænda hefðu lýst sig andvíg skattheimtunni og ekki væri lengra síðan en í gær, að flokksmaður ráð- herrans, þ.e. Sveinn á Egils stöðum, hefði haft fram- sögu fyrir tillögu, þar sem þessu gjaldi á bændur var mótmælt. Ráðherrann sagðist ekki vita í hvaða flokki Sveinn á Egilsstöðum væri. Hann væri ekki Sjálfstæðismaður og líklega ekki Framsóknar maður. Svo hefði Sveinn skrifað grein í Frjálsa þjóð. Blaðinu er ekki kunnugt um að Sveinn hafi sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum. Landlæknir sagði, að hann mundi óska þess við auglýsingastjóra út- varpsins, að hann fengi að fylgjast með þessuir. auglýsingum. Ekki bjóst hann við að banna þær með cllu, enda ekki gott að koma því við. Lagagrein sú, sem hann styðzt við, 17. grein laga nr. 47 frá 1932, bannar auglýsingar á lyfjum og hvers konar lækningatækjum, en í sambandi við segularmböndin virðist auðvelt að fara í kringum þessa lagagrein. — Eg tel skaðsemi þessa í sjálfu scr enga, nema að verið er að not- færa sér bjátrú fólksins. En ég býst við, að þetta æði lognist út aí innan fárra mánaða, sagði land læknir að lokum. Hitinn náfgast ðiundrað ÞJ-Húsavík. 7. marz. . Borholan hér er nú orðin um IJ00 metrar á dýpt, en lítið eða ekkert vatn hefur enn fundizt. — Ilitinn hefur hins vegar vaxið og er hitinn neðst í hólunni nú 90,3 gráður. Enn hefur borinn ekki náð þeirri dýpt, sem hann getur, en þegar hann nær ekki lengra er íyrirhugað að hefja boranir á öðr um stað, jvokölluðu Húsavíkur- túni, sem er nálægt miðbæ Húsa- víkur. Gunnar Böðvarsson, verkfræð- i.ngur og Jón Jónsson, jarðfræðing ur hafa verið hér fyrir norðan : undanfarna daga til þess að kanna j aðstæður allar. Ekki er talið úti- lokað, að vatn sé dýpra en borað j hefur verið og er nú verið að at- huga, hvort unnt sé að fá tæki frá Svíþjóð. til þess að unnt sé að bora eitthvað dýpra. w KVARTETT KNUDSENS BÓ-Reykjavík, 7. marz. Ósvaldur Knudsen sýnlr f Gamla bfói á morgun og næstu daga fjórar nýjar litkvikmyndir, sem hann hefur gert á undanförnum árum. Sýningar verða þrjár á dag, á venjulegum tíma, klukkan S, 7 og 9. Fréttamenn heimsóttu Ósvald í dag og horfðu á kvikmynd- irnar, sem eru gullfallegar og fróðlegar í senn. Voldugasta myndin er Eldur í Öskju, kvik- mynd um Öskjugosið í október og nóvember 1961. Þar tókst í fyrsta sinn að kvikmynda hér myndun helluhrauns, sem víða setur svip á íslenzkt landslag. Þar gefur að líta glóandi hraun elfur, kvikar hrauntjarnir og storknandi lög, sem sporðreis- ast í leðjunni o-g hverfa í svelg inn með boðaföllum. Þá má sjá hin stórfenglegustu hraun- gos, sem fáeinir voru svo heppnir að sjá úr lofti eða af landi. Dr. Sigurður Þórarinsson talar með myndinni og mcð henni er flutt tónlist, sem Magnús Blöndal Jóhannsson samdi og felldi sérstaklega að þessari kvikmynd. Tónlist Magnúsar hæfir kvikmyndinni prýðdega og magnar áhrifa- mátt hennar. Þá er sýnd kvikmynd um NóbelBskáldið Ilalldór Kiljan Laxness, brugðið upp myndum af æviferli hans; ljósmyndir af skáldinu í bernsku, foreldrum hans, myndir af bréfum sem Halldór skrafaði ungur, fylgzt með honum á ferli um landið, á söguslóðum Gerplu og Ljós- víkings og brugðið upp mynd- um af heimilislífi skáldsins. — Menn sjá skáldið á gönguferð um nágrenni Gljúfrasteins, sjá það við ritstörf að morgni dags og á næðissömu síðdegi. Þá er brugðið upp myndum frá af- hendingu Nóbelsverðlaunanna í Stokkhólmi og frá heimkomu skáldsins og þeim fagnaði, sem þá átti sér stað. Dr. Kristján Eldjárn talar með þessari mynd, og Magnús Blöndal Jó- hannsson samdi, einnig við hana, sérstaka tónlist. Önnur fallegasta myndin nefnist Fjallaslóðir. Hún sýnir eins og nafnið bendir til há- lendi íslands og öræfaleiðir. Þar er komið við á dvalarstöð- um kunnasta úllaga þessarar þjóðar, Fjalla-Eyvindar, sýnd hreysi hans og menjar, sem þau Ilalla létu eftir sig. Dr. Sigurður Þórarinsson lalar með myndinni. Fjórða myndin kallast Barnið er horfið, kvikmynd tim atburð sem gerðist á Snæfellsnesi seint á liðnu sumri, er lítill drengur týndist í hraungjótu. Ósvaldur fór vestur skömmu eftir atburðinn, sem var leik- inn frammi fyrir kvikmynda- vélinni. Menn sjá börnin halda út í hraunið og koma heim, einu færra. Móðirin leitar að týndum syni og íbúar Hellis- sands eru kvaddir til leitar. — Slysavarnafélagið skerst í mál ið og flugvél úr Reykjavík er send vestur með sporhund frá búi Karlsens minkabana. Og loks eftir langa m'æðu finnst sá litli sofandi í gjótunni. Magnús Blöndal Jóhannsson valdi lög við þessar tvær síð- asttöldu myndir. Það er raunar óþarft að mæla með þessum kvikmyndum, sem með réttu mætti nefna kvart- ctt Ósvalds Knudsen, þær mæla með sér sjálfar, en full ástæða er til að vekja athygli á sýn- ingu þeirra, enda mun vart annað boðlegra á ferð í kvik- myndahúsum borgarinnar um þessar mundir. Ósvald vlð kvikmyndaskoðunartæk ið. (Ljósmynd: TÍMINN—GE) SJALFVIRKA KERFID ER EKKI NOGU MB-Reykjavík, 7. marz. Undanfarið hafa margir aðilar hringt til blaðsins og kvartað yfir þvf, hversu erfitt væri að ná sam- bandi við númer i gegnum sjálf- virku stöðvarnar á Suðurnesjum Þetta hefur heldur ekki farið framhjá blaðamönnum þessa blaðs og annarra, sem þurfa að ná sam bandi suður eftir Á aðalannatíma Dlaðmanna mun vart ofmælt, að ekki ‘bera nema þriðja til fimmta hver hringmg þann árangur- að hringi í viðkomandi númer. Fyrst eftir að númerið er valið kemur þögn í góða stund síðan heyrist sónn, sem gefur til kynna að núm- erið sé á tali, eða þögnin heldur afram. Ástæðan til þessa mun vera sú, of mikið álag sé á línunum suður eftir, eða með öðrum orðum að at etnhverjum ástæðum eru ekki r.ægilega margar línur milli sjálf vrrku stöðvanna suðurfrá og Reykjavíkur Nú stendur fyrir dyrum, að fjölmargar landsíma- stöðvar víðs vegar um landið kcmi inn a sjálfvirka kerfið. Þvi er ekki að neita, að blaðamenn a m. k hugsa til þess með tals- /erðum kvíða. ef ekki verður auð- veldara að ná í menn í gegnum þær stcðvar en i gegnum sjálf- virku stöðvarnar á Suðurnesjum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.