Alþýðublaðið - 26.06.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.06.1940, Blaðsíða 1
XXI. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNI 1948. 144. TÖLUBLA® RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON Herforingjarnlr í Marokko Tunis og á Sýrlandi lýsa yfir að þeir haldi stríðinu áfram VOPNAVIÐSKIPTI HÆTTU Á FRAKKLANDI í fyrri- nótt kl. 1,35. Sex Idukkustundum áður höfðu vopna- hléssamningar Frakka og ítala verið undirritaðir. En í vopnahléssamningum Frakka og Þjóðverja, spm imdirritað- ir voru síðdegis á laugardag, var svo ákveðið, að vopnavið- sltipti skyldu hætta sex klukkustundum eftir að vopnahlés- samningur hefði verið gerður milli Frakka og Itala. Vopnahlessamningarnir eru gerðir ekki aðeins fyrir Frakkland, heldur og allar nýlendur Frakka, en eftir nýj- ustu fregnum að dæma virðist mjög ólíklegt að vopnahlés- xamningunum verði hlýtt í nýlendunum. í gærkveldi var það tilkynnt 1 London, að Mittelhauser, yfirhershöfðingi hins fjölmenna franska hers á Sýrlandi, sem skipulagður var af Weygand í vetur, hefði lýst því yfir að hann myndi halda stríðinu áfram. Og. í morgun bárust fregnir um það, að Noguet, hershöfðingi Frakka í Marokko, hefði látið útvarpa í gærkveldi sams konar yfirlýsingu, enn íreriiur hershöfðingi franska hersins í Tunis, sem lagði sér- staka áherzlu á það í yfirlýsingu sinni, að Frakkar héldu ænn öllu yfirráðasvæði sínu í Tunis og myndu vprja það. Vopnahlésskilmálar ítala voru birtir frönsku þjóðinni í útvarpsræðu, sem Petain mar- skálkur hélt í morgun. Samkvæmt þeim hafa Frákk- ar orðið að skuldbinda sig til ]þess að flytja her sinn burtu af allbreiðu svæði við landamæri Frakklands og Ítalíu, enda þótt ítalski herinn hefði hvergi ver- Ið kominn inn yfir landamæri Frakklands, þegar samningarnir voru gerðir. Á því svæði, sem Frakkar Verða að rýma er borg- in Nizza og nokkur hluti liér- aðsins Savoyen. Á sama hátt hafa Frakkar orðið að skuldbinda sig til þess að fara úr landamæragirðingum sínum í Tunis. Og í þriðja lagi skulu frönsku herskipahafnirn- ar við Miðjarðarhaf, Toulon á 'Suður-Frakklandi, . Ajaccio .á Korsiku, Bizería í Tunis og Or- an í Algier, gerðar ónothæfar undir efþrliti ftala. Að endingu er ákveðið, að Italir skuli fá frjálsan aðgang að hafnarborginni Djibouti í Franska Somalilandi í Austur- Afríku. Samkvæmt Lundúnafréttum á snnnudaginn, sein enn eru einu beimildirnar um vopnahlésskil- mála Þjóðverja, þar eð þeir hafa hvorki verið birtir opinberlega á Frakklandi eða Þýzkalandi, eru jfþðix í aðalatri'ðum pessir: Þjóðverjar halda öllu landi á Frakklandi, suður að fljótinu Loire og landamærum Sviss og Frakklandsy þar með öllurn hafnarborgum andspænis Bret- landseyjum, úm óákveðinn tíma, eða þar til friður er sam- inn. Frakkar skulu standa straum af setuliði Þjóðverja í þessum hluta Frakklands. Franski herinn skal afvopn- aður og franska stjórnin aðeins liafa leyfi til þess að hafa undir vopnum fámennan her í þeim hlutum Frakklands, sem ekki eru á valdi Þjóðverja. Skal stærð þess hers ákveðin af Hitl- er og Mussolini. Um leið og franski herinn er afvopnaður, skulu Frakkar af- henda Þjóðverjum öll vopn hans; þar á meðal flugvélar, fallbyssur, skriðdreka og vél- byssur, allt í góðu ásigkomu- lagi. Þá skal franski herskipaflotinn afvopnaður, að fáeinum skipum Frh. á 4. síðu. Noguet hershöfðingi, ingja Frakka í Marokko, (til hægri), ásamt frönskum sjóliðsfor í Casablanca, helztu hafnarborg landsins. VisMalagi 130 stig. laisp Ðagsbrúnarmanna hækfc- ar 11 lð anra á fclnfcfcntiiann. --------o------- F/' AUPLAGSNEFND hefir nú gengið frá útreikningum á vísitölunni, sem kaupgjald verður miðað við næstu 3 mánuði. Vísitalan verður að þessu sinni (meðaltal af mánúðunum apríl til júní) 130 stigi Kaupuppbót verður því í 1. flokki 22,5%, í 2. flokki 20% og í þriðja flokki 16,0%. Kaup Dagsbrúnarverkamanna hækkar samkv. þessu um 10 aura á klst. eða úr kr. 1,68 upp í 1,78. yísitalan hækkar frá síðustu vísitölu um 9 stig og stafar hækkunin aðallega af hækkun kolaverðsins í apríl. drnð bðrn Starfsemin um helgina har ágætan árangur. --------♦------- Drðseaidlssgf fil foreMranna. --------♦------- A Ð MINNSTA KOSTI um 600 börn héðan úr Reykjavík og Hafnarfirði fara á 9 barnaheimili, sem forstöðu- nefnd barnastarfseminnar hefir tekið á leigu um tveggja mánaða tíma 1 sumar. Er ráðgert að börnin fari um mánaðamótin og fyrstu hóparnir leggi af stað á mánudag og þriðjudag. Staðirnir, sem börnin eiga að dyelja á, eru þessir: Núpur í, Dýrafirði, Laugar í Sttöu r-; Þ i ngeyj a rsýslu, Staðarfell í Dölum, Sjúkrahúsið í Stykkis- hólmi, Brautarholt á Skeiðum, Strönd á Rangárvöllum, Ásar í Gnúpverjahreþipi, Þingborg í Flóa o,g Staðarbakki í Miðfirói. Síðustu ^agana hefir verið unnið að því að fastákveða út- búnað barnanna og skipa þeim á dvalarstað. Eiga foreldrar þeirra að koma til viðtals i Alþýðu,- þúsið í dag kl. 2—7, og verðux fyrirkomulagið þar skýrt fyrir þeim. Það er hins vegar alllangt frá því, að búáð sé að útvega nægi- legt fé til að standast áætlaðaa kostnað við dvöl barnanna. Alþýðublaðið hafði í dag tal af Arngrími Kristjánssyni skóla- stjóra, og sagði hann að fjár- söfnunin á laugardag og sunnu- dag hefði gengið tiltölulega mjög vel. Forstöðunefndin var mjög heppin með veður og má fu11- yrða, að sjaldan hafi sézt jafn- mikiil mannfjöldi á einum sta.ð og var í skemmtigarðinum á laugardag og sunnudag. Skemmtu menn sér hið bezta, og er líklegt, að flestir Reykvíkingar hafi þessa tvo daga láiit) eitthvað af mörk- um til starfseminnar, með kaup- um á merkjum, veitingum eð.a happdrættismiðum. Forstöðunefndin hefir enn ekki gert upp útkomu þessara tveggja daga, en það er óhætt að segja, að hún er góð, sérstaklega var það ánægjulegt, að happdrættis- seÖlarnir seldust mjög vel, en það, sem eftir er, verður selt næstu daga. Fjársöfnun meðal einstaklinga og fyrirtækja er nú hafin, og hafa berizt m. a. 3 þús. kr. ftri 3 einstaklingum og fyrirtækjum, eitt þúsund frá hverju, og 5ðt kr. frá litlum dreng. Er þess Frh. á 3. síðu. Vopnahléð á Frakklaoði I ■ f y rrliiétt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.