Alþýðublaðið - 26.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.06.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUÐA&UR 29. J@Nf 194«. Öll prentuo íljótt og vel af hendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. AlþýSuprentsnaiðjan h.f., Alþýðuhústou, Hverfis- götu 8—10. Sími 4905. MBfiAMLA BIOM Kapphlaup um fréttir. Framúi’skarandi spennandi amerísk stórmynd, er lýs- ir hinu hættulega starfi ljósmyndaranna, er taka fréttakvikmyndirnar. Að- alhlutverkin leilca hinir vinsælu leikarar CLARK GABLE og 1 MYRNA LOY. _____§ LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. StQDdnm oi stundnm ekki Sýning í kvöld lsl. 8 Vz. Næstsíðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 1 í dag. , f kvold kl. keppan K. A. ®f Valur ¥alnr er leykiavikurraeisíari! K. A. Akureyrarraeisíari! Seljum í falleg drengpföt Ódýrar Sportbliissur Útlent Ceviot Efnl í peysnfafafrafeko Sparta Laugaveg 10 Akranes - Svignaskarð - Borgarnes. Bílferbir FJéra daga viknnnar. Upplýsingar í Borgarnesi: Bifreiðastöð Finnboga Guðlaugsspnar. í Reykjavík hjá STEINDÓRI. Magnús Gunnlaugsson, Akranesi. SNIYIA B9Ö Á flótta umhverf- is jörðina. Amerísk stórmynd frá United Artists. Fredrie Marefe. Joan Oennett. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Bergsveinn Ól- afsson, Hringbraut 183, sími 4985. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Spurningar og svör. (Form. útvarpsráðs). 20.45 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V. Þ. G.). 21.15 Strokkvartett útvarpsins: — Kvartett nr. 22, d-moll, eftir Mozart. 21.35 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli kl. 9 í kvöld undir stjórn Alberts Klahn. Hjónaband. í gær voru gefin saman í hjóna- band hjá lögmanni ungfrú Vilborg Ingimarsdóttir kennari á Húsayík og Stefán Sigurðsson, skólastjóri að Reykholti í Biskupstungum. Heim- ili þeirra verður þar. Verð fjarverandi allt að 14 dögum. Páll Sigurðs- son læknir gegnir héraðslækn- isstörfum á meðan. Skrifstofa mín verður opin eins og áður, sími 5054. Héraðslæknirinn í Reykjavík, 23. júní 1940. MAGNS PÉTURSSON. Sendlsveiflfl Röskur og áreiðanlegur drengur óskast til sendiferða 1 nýlenduvöruverzlun. ■— Tilboð merkt „Prúður“ sendist Al- þýðublaðinu íyrir föstudag. I. O. G. T. St. Frón nr. 227. Fundur ann- að Tcvöld kl. 8. — Dagskrá: Venjuleg fundarstörf. — Skemmtiatriði að loknum fundi: 1. Step-dans. 2. Upp- lestur. 3. Systraatriðið. 4. Ðans. Þeir Stórstúkuþings- fulltrúar, sem komnir verða til bæjarins utan af landi, eru sérstaklega boðnir á fundinn. Reglufélagar, fjölmennið og mætis annað kvöld kl. 8 stundvíslegá. Útbreiðið Alþýðublaðið. VOPNAHLÉI0 Frh. af 1. síöu. undantéknum, sem franska stjórnin fær að hafa til að haldu uppi sambandi við nýlendur sín- ar, og skulu herskipin afvopnuð' í þeim höfnum, sem Mussolini og Hitler ákveða og undir þeirra eftiriiti. Samkvæmt þessu á því raunverulega að afhendi þau Þjóðverjum og Itölum. Að endingu er það ákveðið, að Þjóðverjar geti sagt upp vopnahléssamningnum hvenær sem þeim sýnist, en hins vegar tekið fram, að þeir séu bindandi fyrir Frakkland. larðir dðmar í LoDdon. Vopnahléssamningar Frakka við Þjóðverja hafa vakið mikla beizkju í Loindon. Churchill skýrði frá þeim í ítarlegri ræðu, sem hann flutti í gær og sagði m. a., að brezka stjórnin hefði gert það að skilyrði fyrir sam- þykki sínu til þess að Erakkar tækju upp samningaumleitanir við Þj'óðverja um vopnahlé, að franski flotinn yrði fluttur í brezkar hafnir, meðan á þeim samningaumleitunum stæði. Þessu hefði verið hátíðlega lofað !a.f stjórn Reynauds, en verið rofið af stjórn Petains. Frönsk stjérn i London. Mikill viðbúnaður er nú af hpndi háttstandandi franskra her- íoringja og stjórnmálamanna, sem komnir eru til London, til þess að skipuleggja franskan her á Englandi og halda stríðinu á- fram, þrátt fyrir vopnahléssamn- ingana. Hefir De Gaulle hers- höfðingi forastu í Jæssum sam- tökum, og hefir hann þegar myndað franska stjórnarnefnri, sem starfandi er í London, en búizt er við, að formleg frönsk stjórn verði mynduð innan skamms einhvers staðar í nýlend- um Frakka. Knattspyrnufrétilr: K.R. Vaflfl Fram. Víkingur vann Akureyringa. EYKJAVIKURMÓTIÐ hélt áfram á mánudagskvöld og kepptu þá K. R. og Fram. Þetta varð. að ýmsu leyti óvenjulegur leikur. Fram lék undan allsterkum vindi í fyrri hálfleik, og töldu allir víst, að því myndi takast að setja nokkur mörk, en það fór á allt annan veg. K. R. setti tvö mörk á móti vindi í þess- um hálfleik, og lá mjög oft nærri að fleiri rnörk yrðu sett. Fram komst sjaldnar í færi í þessum hálfieik, þó að alllanga stund væri allt í þvögu um vítateig K.-R.-inga, en allt kom fyrir ekki. Yfirleitt var framlina Fram á ringulreið, mjög óviss, klaufsk og hikandi. Er þetta óvenjulegt um Fram. I síðari hálfleik sótti K. R. undan vindi, og lá allajafna á Fram, en ekkert mark var sett. Fram komst enn nokkrum sinn- um í gott færi, en án þess að nokkuð yrði úr. Eitt sinn fékk það vítisspyrnu á K. R., en sá, sem spara, senti knöttinn upp fyrir stöngina miðja. Dómari var Guðjón Einarsson. Yfirleitt dæmir hann mjög vel, en það verður aÖ finna að því, að svo virðist, sem dómarar séu ,,á eftir“ Byrgi Guðjónssyni. Það er rétt, að ■ hann gætir stöðu sinnar oft illa, en dómaramir dæma hann líka rangstæðan án minnsta tilefnis. Þetta kom þrisv- ar sinnum fyrir á þessum kapp- leik. Víkingur hefir nú 7 stig og á eftir að keppa við Val og Fram. Valur hefir 4 stig og á eftir að keppa við Viking og Frarn. K. R. hefir 5 stig og á eftir að keppa við Val. Fram hefir 2 stig. Fyrsti leikurinn við meistarana frá Akureyri var háður á sunnu- daginn og kepptu Víkingar þá við þá. Leikar fóru svo, að Vík- ingur vann með 5 gegn 2. Sagt er, að margir mjög' snjallir leik- menn, sérstaklega í framlínunni séu í liði Akureyringa. í kvöld keppa þeir við Val. Prú Pórey Jénsdóttir Snð- nrgötn 1G eröOáraf dag ÓREY er Skaftfellingur að ætt og uppruna, en hefir átt hér heima um 30 ár. Hún er einn af stofnendum verkakvenna- félagsins Framsókn og hefir ver- lið félagi þess alla tið síðan, og er ein af tryggustu og einlæg- ustu félagskonum þar. Hún er prýðilega greind kona og mjög rökföst og ótrauð að verja sinn málstað, ef henni finnst á hann hallað. Hún er yfirlætislaus og fásíkiptin, en tryggð og trúfesta einkennir öll störf hennar. Þórey er gipt Vilhjálmi Árna- sjni trésmið, og eiga þau eina dóttur uppkomna. Félagssystur hennar í verka- kvennafélaginu senda henni inni- fegar hamingjuóskir á afmælinu og þakka henni margra ára sam- starf og viðkynningu. J. E. Ægir tók niðri f gær I gær, þegar varðskipið Ægir var á leið frá Hafnarfirði hingað til Reykjavíkur, tók það niðri og mun stýri skipsins eitthvað hafa laskast. 1 dag mun kafari rannsaka skenrdirnar. Fyrsti trillBbáta hóp- urinn átti að fara I fjrrrakvcld. Eveður hefur verið svo óhag- stætt, að ekki hefur enn orð ið lír forinni. T T PP UNDIR 40 trillubát- ar alls fara héðan til veiða á verstöðvar vestan lands, norðan- og austan — næstu daga. Þrír þeirra eru þegar farnir, en hinir fara, hvenær sem veður leyfir. Óðinn átti að legígja af stað með bátana í fyrrakvöld, en þá hvessti og var hætt við að fara. Hins vegar mun varðskipiö Ægir leggja af stað hvenær sem veður leyfir með tólf trillubáta á þilfari, og fer hann ef til vill með aðra tólf seinna. Óðinn fer svo með þá, sem eftir verða, þeg- ar veður lægir. Verstöðvarnar, sem bátarnir verða gerðir út frá í sumar, eru þessar: Skálar á Langanesi, Heiðarhöfn á Langanesi, Húsavík við Skjálfanda, Flatey á Skjáíf- anda, Siglufjörður, Sauðárkrókur, Skagaströnd, Hólmavík, Drangs- nes við Steingrímsfjörð, Ihgólfs- fjörður á Ströndum og Önundar- fjörður. l--------------------------------- Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík heldur fund annað kvöld kl. 8.30 í Iðnó, uppi. Dag- skrá: Skýrsla 1. maí-nefndar o. fí. Aðalfundur Í.S.f. hefst annað kvöld klukkgn 8.3« í Varðarhúsinu. Hefi sjálfstæða Gúmmi-og skóvinnustufu í HAFNARSTRÆTI 23. Bið viðskiptamenn að athuga, að frá kl. 3—6 hefi ég hrað- vinnu með þrem mönnum og vélum þennan mánuð á enda. Virðingarfyllst. FRIÐRIK P. WELDING.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.