Alþýðublaðið - 27.06.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.06.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUH 27. JÚNI 1§4*. Öll prentun fíjótt og vel af hendi leyst. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Alþýðuprentsn»iðja» h.f., Alþýðuhósinu, Hv.erfis- götu 8—1». Sími 49*5. FIMTUDAGUR Næturlæknir er Björgvin Finns- son, Laufásvegi, sími 2415. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 13.00 Guðsþjónusta í dómkirkj- unni. Synódus-setning (Pré- dikun: séra Hermann Hjart- arson). 19.30 Hljómplötur: Lög eftir Joh. Svendsen. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Fréttir. 20.30 Frá Ferðafélagi íslands. 20.35 Útvarpshljómsveitin: Lög úr óperunni „Madame Butter- fly,” eftir Puccini. 21.00 Synódus-erindi í dómkirkj- unni: Kristindómurinn í dag séra Jón • Auðuns. fríkirkju- prestur í Hafnarfirði). 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Matstofan Brytlnn. Hafnarstræti 17. Hér eftir ávalt til sölu ,fish and shfps4 (innbakaður fiskur með frönsk- um kartöflum) framreiddur á veitingastofunni eftir kl. 4, ,en sendur allan daginn út um bæ- inn. Fimmtudagsklúbburinn. heldur dansleik . Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10. — Ágóðanum verður varið til sumar- dvalar barna í sveit. Aðalf uedar Presta- I. O. 6. T. ST. SÓUEY nr. 242. Fundur í kvöld kl. 8V2 í Bindindishöll- inni. FREYJUFUNDUR anna'ð kvöld kl. 8V2- Venjuleg fundjamtörf. Fjölmennið. Æð’Stítemplar. J\ ÐALFUNDUR Prestafé- 4* lags íslands fór fram í gær og hóf^t með bænasam- komu í kapellu háskólans. Stjórn Prestafélagsins var endurkosin, en hana skipa: Próf. Ásm. Guðmundsson, form., próf. Magnús Jónsson, síra Friðrik Hallgrímsson pró- fastur, síra Árni Sigurðsson, fríkirkjuprestur og séra Guð- mundur Einarsson, Mosfelli. Endurskoðendur eru síra Þor- steinn Briem og síra Kristinn Daníelsson, præp. hon. NORSKIR FLÖTTAMENN Frh. af 1. síðu. Noregi til annarra landa, marg- ir til Englands, og voru notað- ar allar þær fleytur, sem sjó- færar voru. Norsku flóttamennirnir, sem hingað komu, komu fyrst upp til Fáskrúðsfjarðar og þaðan hingað. FRAKKAR OG NÝLENDURNAR Frh. af 1. síðu. að fjöídi þekktra franskra stjórnmálamanna séu komnir þangað, og séu þar á meðal Le- on Blum, foringi franskra jafn- aðarmanna, Edouard Herriot, forseti fulltrúadeildar franska þjóðþingsins, Edouard Daladier fyrrverandi forsætisráðherra og hermálaráðherra, og Paul Bon- cour, sem einnig hefir mörgum sinnum verið ráðherra. Kænfre Frestur til að kæra til yfirskattanefndar út af úrskurðum skattstjóra og niðurjöfnun- arnefndar á skatt- og útsvarskærum renn- ur út þann 10. júlí n.k. Kærur skulu komn- ar í bréfakassa skattstofunnar á Alþýðu- húsinu fyrir kl. 24 þann dag. Ensk tataefni nýkomln i f]ölbreyttu úrvall. G. Bjarnason & Féldsted e.m. Aðalstræti 6. ;;; *).• f BJÖRGUNARAFREK Frh. af 1. síðu. Veður var gott meðan á björg- unarstarfinu stóð, og tókst það því mjög vel, en þröngt var um borð í Skallagrími, I>egar úm 870 manns voru konynir um borð í hann. “^ar skipið þakið mönn- um stafna á millí, svo að hver blettur var upptekinn. Þegar skipbrotsmennirnir voru allir komnir um borð, sigldi Skallagrímur áfram. Á sunnudagskvöldið versnaði veðrið og fór þá skipbrotsmönn- unum að líða verr, enda lágu þeir flestir mjög óhægt, og eng- ar vistir voru til handa svona mörgurn mönnum. Á sunnudagsnótt kom stór Sunderlandsflugbátur að Skalla- grími og fylgdi hann skipinu eft- |r í 4—5 tíma. Síðan flaug hann á burt og niun hafa gert tundur- spilli aðvart, því að á mánudags- kvöld kom tundurspillir að tog- aranum, sem lagðist upp að hlið hans, og voru skipbrotsmennimir látnir um borð í hann. Skipstjórinn á Skallagrími í þessari ferð telur, að hjálpar- beitiskipið, sem bað hann um hjálpina, hafi pá ekki verið langt frá- slysstaðnum, en ekki þorað á vettvang af ótta við kafbátinn. Kafbðtnnm sSkkt? Lundúnafregn í morgun hermir, að þegar ,,Andania“ var að sökkva, hafi kafbáturinn, sem skaut á það tundurskeytinu komið öðru sinni upp, en skytt- ur skipsins höfðu þá ekki enn yfirgefið það, og er kafbátur- inn sást aftur, hæfðu þær hann, nálægt turninum. Kafbáturinn sást ekki eftir þetta. HANNES Á HORNINU. Frh. af 2. siðu. stofnunum, um slíka framkomu. Þar finnst auðvitað fólk, sem er kurteist og sýnir fulla viðleitni í því að verða þeim að liði, sem leita til þeirra. En hið mótsetta er því miður svo áberandi og algengt, að slíks munu fá eða engin dæmi með- al annarra þjóða. Ég hefi heyrt fjölda útlendinga tala um þetta, menn, sem hafa dvalið hér lengur eða skemur. Þessir menn hafa furðað sig stórlega á þeirri ólund — þverúð, og jafnvel fyrirlitningu, sem afgreiðslumenn í opinberum stofnunum sýna almenningi.“ „í AUGUM ÞESSARA ÚT- LENDU MANNA er slík framkoma bæði auðvirðileg og hlægileg. fyrir utan það að hún er skaðleg. Hvað hefir fólk gert illt af sér, að það þurfi að fara með það sem auð- virðilega betlara eða flækinga — þó það þurfi að koma inn í opin- bera stofnun — t. d. til þess að borga sitt útsvar?“ G. V. M. SKRIFAR MER: ,.Ég vil hér með skrifa þér viðvíkjandi símaleysi sundlauganná. Baðgestir sundlauganna eru mjög illa settir þar sem enginn sími er í laugun- um og virðist þó ekki síður vera þörf á síma þar heldur en í Sund- höllinni, sem er þó svo að segja í miðbænum, en sundlaugarnar þó nokkuð fyrir utan bæinn.“ KOLRYÐGAÐ SPJALD hefir lengi prýtt hornið þar sem Tún- gata og Suðurgata mætast, Spjald þetta er langt frá því að vera bæj- arprýði og ætti það að hverfa sem M CiAMLA BlO fiðbarðarík nétt. Afar spennandi amerísk leynilögreglumynd með LLOYD NOLAN og GLADYS SWARTHOUT. Börn innan 16 ára fá ekki aðgang. NYJA 810 W Á flðtta anhierf- is Amerísk stórmynd frá United Artists. Fredrie Múrek. Jbaia Benmett. Jarðarför konunnar minnar Kristjönu Kristjánsdóttur fer fram á' morgun, föstud. 28. júní, frá fríkirkjunni. Athöfnin hefst með húskveðju kl. 1,30 e. h. á heimili hennar, Laugavegi 86. Jarðað verður í gamla kirkjugarðinum. Ingjaldur JónssoH. Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu og velvild við and- lát og jarðarför Gunnlaugs Einarssonar, bónda. Vandamena. FIM MTUÐ AGSD ANSKLÚBBURIN N i Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu i kvöld klukkan 10. Aðgöngumiðar á kr. seldir eltir kl. 8 í kvöll Til ágéða fyrir snmardvðl barna. Snnldnámskelð hefjast að nýju í Sundhöllinni mánud. 1. júlí. — Þátttakend- ur gefi sig fram í dag og á morgun kl. 9—11 f.h. og kl. 2—4 e, h. Upplýsingar á sömu tímum í síma 4059. ATHS.: Að gefnu tilefni skal þess getið, að ekki verður hægt að halda námskeið í Austurbæjarbarnaskólanum í sumar. LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR. Stnndom «g stnndnm ekki Sýning annað kvöld kl. 8%. SÍÐASTA SI.NN! Aðgöngumiðar frá 1,50 stk. seldir frá klukkan 4 til 7 í dag. Bifrelðaverksiæbi Tpygflva Frakkastíg — Skálagotu — Ssml 4748. Allar bifreiðaviðgerðir fram~ kvæmdar fljétf eg vefi. Hleð rafgeyma. Saeugjarnt verð. fyrst. Vil ég vinsamlega mælast til þess af eigendum, plöntusölunnar þarna í nágrenninu, að þeir skipti um spjald. Þetta, sem nú er þar, er engum til sóma og sízt af öllu eigendum þess. Lítil íbúð til leigu nú þegar. Fyrir fámenna fjölskyldu. Upp- lýsingar í síma 4900.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.