Alþýðublaðið - 28.06.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1940, Blaðsíða 3
alþyðublaðið FÖSTUDAGUR 28. JÚNÍ 194«. míwmmm Rilstjóri: F. R. Valdemarsson. í fjarveru hans: Stefán Pétursson. Símar 4902 og 5021 (heima). Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Sellandsstíg 16. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu gengið inn frá Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2,50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H . F . Skattfrelsi stríðsgróðamannanna. Snmarstarf Alpjfönfiokksfélaoanna. EGNA stórkostlegrá erfið- " leika, vaxandi atvinnu- leysis og þar af leiðandi auk- ins fátækraframfæris, af völd- um stríðsins, verða menn nú um allt land að taka á sig þyngri útsvarsbyrðar en nokkru sinni áður. Aðeins hér í höfuðstaðn- um hefir í ár verið jafnað nið- ur einni milljón króna umfram það sem gert var í fyrra. Allir tala um þörfina á því að herða á innheimtu skatta yfirleitt til þess að hægt sé að standast straum af hinum auknu út- gjöldum. Og fyrir aðeins örfá- um dögum síðan var það til- kynnt hér í bænum, að hin nýju háu útsvör yrðu innheimt sam- kvæmt lögum frá síðasta al- þingi, sem eiga að tryggja það, að útsvör hvers árs séu greidd að fullu einum mánuði eftir að árið er á enda. Við því er í sjálfu sér ekkert nema gott að segja. Það er hverju nútímaþjóðfélagi nauð- syniegt. að tryggja sér örugga og reglubundna innheimtu skatta. Og flestir skilja full- komlega nauðsyn þess, að hið opinbera fái sína skatta og skyldur skilvíslega á þeim erf- iðleikatímum, sem nú eru. En það er annað, sem menn sætta sig ekki við: Á sama tíma og þannig' er gengið hart eftir því, að allur almenningur, sem á við dýrtíð og atvinnuleysi að stríða af völdum ófriðarins, — greiði skilvíslega skatta, sem hann fær varla úndir risið, er eina stéttin í landinu, sem grætt hefir á stríðinu, og það meira að segja stórgrætt, stórútgerð- | armannastéttin, látin njóta skattfrelsis í skjóli laga,sem fyr- ir löngu eru hætt að eiga nokk- urn rétt á sér. Það var fullkomlega rétt- lætanlegt fyrir tveimur árum, þegar mörg stærstu útgérðar- fyrirtækin í landinu voru á heljarþröm, að veita þeim slíkt skattfrelsi í bili. Og öll þjóðin sýndi skilning sinn á erfiðleik- um útgerðarinnar og vilja sinn til þess að reisa hana úr rústum með því að taka möglunarlaust á sig afleiðingar gengislækkun- arinnar. En enginn gerði ráð fyrir því, þegar lögin um geng- islækkunina og skattfrelsi út- gerðarfélaganna voru sett, að stríðsgróðatímabil væri að fara í hönd fyrir útgerðina. Meira að segja Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra hefir nýlega látið þau orð falla, að vafasamt væri, að til þess úrræðis hefði verið gripið, að lækka gengi krón- unnar, ef það hefði verið vitað, að stríð væri í aðsigi. Maður skyldi því ætla, að at- vinnumálaráðherrann og flokk- ur hans, Sjálfstæðisflokkurinn, væru því að minnsta kosti ekki til fyrirstöðu, að bundinn yrði endi á það hneyksli, að stór- útgerðin sé skattfrjáls, eftir að hún er búin að raka saman milljónagróða í skjóli stríðsins. En hvað kom í ljós, þegar Al- þýðuflokkurinn fór fram á það á alþingi í vor, að sérstakur skattur yrði lagður á ísfisksölur togaranna til þess að afla fjár til atvinnubóta fyrir verkafólk- ið í landi, sem hafði misst at- vinnu sína vegna þess að salt- fiskvertíð togaranna féll niður? Hver var það annar en Ólafur Thors atvinnumálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sem þá stóð upp á þingi og lýsti yfir, að það væru svik við út- gerðina, ef skattfrelsi hennar væri þannig afnumið? Og hvað sagði Sjálfstæðis- flokksmeirihlutinn í bæjar- stjórn höfuðstaðarins, eða Bjarni Benediktsson prófessor fyrir hans munn, þegar því var h:'eyft af Alþýðuflokknum þar, að þess yrði farið á leit við út- gerðarmenn, að þeir greiddu hærri útsvör í ár en árið 1938, enda }>ótt þeim bæri ekki skylda til þess samkvæmt bókstaf úr- eltra laga, og tækju þannig á sínar herðar einhvem hluta þeirrar auknu útsvarsbyrði, sem jafna varð niður á bæjar- búa? — Sjálfstæðisflokkurinn sagði nei. Hann sá ekki eftir al- menningi, að greiða eina millj- ón króna í auknum útsvörum í ár. Én við sérréttindum stórút- gerðarinnar mátti ekki hreyfa. Hvarvetna úr heiminum berast nú fréttir um miskunarlausan skatt á allan stríðsgróða. Á Englandi er a 11 u r stríðsgróði tekinn sem skattur í fjárhirzlur ríkisins. Þar er stríðsgróða- skatturinn 100%! En hér eru stríðsgróðamennirnir skatt- frjálsir og stærsti flokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn, berst með hnúum og hnefum fyrir því að viðhalda slíku hneyksli! Hve lengi á þjóðin að þola slíkt? í blaði eins stjórnarflokks ins var það gefið í skyn fyrir nokkru síðan, að ákveðinn vilji myndi vera fyrir hendi hjá meirihluta stjórnarinnar að binda enda á skattfrelsi stríðs- gróðamannanna, en að heyrst hefði, að einn ráðherranna hefði hingað til hindrað það með hótunum um að rjúfa stjórnarsamvinnuna. Er sá orðrómur sannur? Þjóðin á heimtingu á því að fá að vita það. Og hvað sem'því líður, vill hún ekki lengur sætta sig við þá forsmán, að stríðsgróða- mennirnir haldi áfram að vera skattfrjálsir, þegar aðþrengdur almenningur verður að taka á sig váxandi og lítt bærar skatta- byrðar. ÞAÐ mun ekki vera óal- geng skoðun, að starfsemi stjórnmálafélaga sé varla ger- legt að halda vakandi yfir sum- artímann, þá séu allar aðstæður óhagstæðar fyrir slíkt starf. Og rökin, sem fram eru færð þessu til stuðnings, eru einkum tvenns konar: í fyrsta lagi það, að fólk megi ekki vera að því að sinna félagsstarfsemi svona um hábjargræðistímann, og í öðru lagi sé það mjög erfitt að fá fólk til að sitja á löngum um- ræðufundum inni í mollulegum fundarsölum, þegar úti sé sól- skin og gróandi. Ég geri ráð fyrir, að þeir, sem þesum rökum halda fram, hafi rétt fyrir sér að sumu leyti. Ómótmælanlegt er það t. d., að sumarið er víðast hvar mikill annatími, þótt það sé misjafnt, eftir því, hver staðurinn er. Og víða flyzt fólk burtu úr heima- högum um sumarmánuðina til þess að leita sér atvinnu á öðr- um stöðum. En er nokkurt vit í því, að þeir, sem heima sitja, hætti að hafa með sér samstarf og viðræður um hugðarefni sín á pólitísku sviði? Ekki stöðvast þó gangur stjórnmálanna á „hærri stöðum“ í heiminum umhverfis okkur, í stjórn lands- ins eða í atvinnumálum. En ég geri líka ráð fyrir því, að síðari ástæðan, sem ég drap á áðan, sé einnig að nokkru leyti rétt. Fólk er miklu latara að sækja langa umræðufundi í húsum inni, þegar úti er sól og sumar. Það vill miklu fremur njóta sinna fáu tómstunda úti í náttúrunni og sumarblíðunni. Og þetta er heldur ekkert nema eðlilegt og sjálfsagt og á- stæðulaust að fjargviðrast út af því, svona er okkur víst öllum háttað. En þó að þetta sé nú hvort tveggja viðurkennt um erfið- leika á sumarstarfi Alþýðu- flokksfélaganna, þá er það þó ekki þar með játað, að óhjá- kvæmilegt sé, að félagsstarf- semin liggi algerlega í dái um sumarmánuðina. ÖIl getum við sjálfsagt orðið sammála um það, að það sé mjög óheppilegt •—- jafnvel skaðlegt, að í félags- starfsemi séu „dauð“ tímabil. Á þeim tapast alltaf eitthvað og það kostar oft stórum aukna fyrirhöfn að hrinda öllu aftur í gang á haustin og yfirvinna tregðu athafnaleysisins. Það er ekki ósvipað um félög, sem svo stendur á fyrir, og vélar, sem lengi standa ónotaðar og ó- smurðar. Þau verða svifaseinni, þegar aftur á að fara að starfa. En ráðið til þess, að starfsemi Alþýðuflokksfélaganna þurfi ekki með öllu niður að falla um sumartímann, er eflaust það að breyta um starfsháttu yfir sum- arið. Félagsstarfið þarf að vera í lausari skorðum og léttara formi en á vetrum. Það er eng- in ástæða til að sitja inni í sam- komuhúsum, sem félögin e. t. v. eiga ekki, og oft eru rík af ryki °g myglulykt. í næsta hvammi og næstu brekku getur verið til- valinn samkomustaður. Þar er hægt að rabba saman um nauð- synlegustu félagsmál og atburð- ----------+---------- ina, sem eru að gerast. Látum vetrarfundunum eftir löngu ræðurnar og fastskorðuðu mælskuna. Undir bláum himni er óhætt að sleppa slíku. Og veigamikið atriði til þess að félagshugur og samstarf við- haldist og eflist í Alþýðuflokks- félögunum að sumrinu eru skemmtiferðir. Slíkar ferðir hafa margfalda þýðingu bæði fyrir félagið í heild og hvern einstakling. Mjög víða segja menn, að í slíkar ferðir sé ekki fært að ráðast vegna mikils kostnaðar, einkum nú í sumar. En það er mesti misskilningur, að slíkar ferðir þurfi alltaf að vera langar og íburðarmiklar. Menn seilast oft um hurð til loku, þegar leitað er að áfanga- stöðum í slíkum ferðum. I ná- grenninu eru alltaf einhverjir staðir, sem skemmtilegt er að dveljast á í rólegheitum, þegar tómstund gefst. Og betri er stutt ferð en engin ferð. Flest fólkið í félögum okkar er al- þýðu- og verkafólk, sem enga peninga hefir til langra skemmtiferða, en þarfnast hins vegar þess fremur en aðrir að lyfta sér upp, þótt ekki sé nema einn sunnudag í einu. Það er fullkomlega í verkahring Al- þýðuflokksfélaganna að gang- ast fyrir svona ferðum, þær hvíla og hressa hug og hönd og treysta samstarfið. En heppilegast er þó, að fé- lög af ýmsum stöðum geti hitt hvert annað og eflt með sér kynningu. Á því er félöguaa Al- þýðuflokksmanna mikil nauð- syn, og ég vil mjög hvetja félög t. d. í tveimur kauptúnum, sem ekki eru of fjarlæg hvort öðru, að reyna að koma á með sér mótum á heppilegum stöðum. Því fleiri félög, sem tekið geta þátt í einu móti, því betra. Heimsóknir félaga hvers til annars geta líka orðið mjög á- nægjulegar. Fyrir öllum slíkum mótum og heimsóknum vill skrifstofa flokksins hér í r Reykjavík greiða eftir mætti, en auðvitað verða félögin sjálf að hafa aðalforgöngu og fram-~ kvæmdir, ,svo að stakkur sé sniðinn eftir vexti um kostnað og tilhögun. Þótt sumar þessar leiðir, sem ég hefi lauslega bent hér á í sambandi við sumarstarfsemi j Alþýðuflokksfélaganna séu áð- ur kunnar og hafi sums staðar verið farnar, þá er þó fyllilega ástæða til að minna á þær. En aðalatriðið er þetta: Starfsemi Alþýðuflokksfélaganna má hvergi liggja í dvala um sum- armánuðina, en henni verður að haga mikið á annan veg en vetrarstarfinu. Umfram allt léttara snið! Og hér eru í ríkum mæli verkefni fyrir ungt og efnilegt flokksfólk. — Verum þess minnug, að sístarfandi og sívaxandi Alþýðuflokksfélag á hverjum stað eflir og treystir flokkinn í heild og starf hans í þágu hinnar vinnandi alþýðu á íslandi. R. J. Gistihústð Ásólfsstaðir í Þjórsárdal tekur á móti gestum til lengri og skemmri dvalar. Lánar hesta í ferðalög og fylgdarmenn. Ferðir annanhvorn dag með 1. flokks bifreiðum. Afgreiðsla Hverfisgötu 50. Sími 4781. SiAsgluverð á neftóbafei má ekki vera hærra en hér segir: ANCHOR STOCKHOLM SNUS í Reykjavík og Hafnarfirði kr. 1.50 dósin. Annarsstaðar á landinu kr. 1.55 dósin. Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta legið við að brjóta ákvæði tóbakseinkasölulaganna um útsöluverð ,í smásölu. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. leyfejavlk — Aknreyri. Hraöterölr alla daga Bilreiðastöð Akureyrar. Bifreiðastöð Stelndörs. — ÚTBREIÐIÐ ALÞÝBUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.