Alþýðublaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.06.1940, Blaðsíða 2
ALI»?ÐUBLAð4& LAUGARDAGUR 29. fÚNI 1 Lokað á mðnndao Tryggingarstofnun rikisins. Reykjavik — Aknreyri. HraOferðir alla daga Bifreiðastði fikureyrar. Bifreiðastöð Steindðrs. Reykjafíkormétið (MEISTARAFLOKKUR) Á morgun, sunnudag kl. 8,30 keppa Valor Og VíkiDoar Leikurinn sem allir bíða eftir! f hálfleik nýjasta nýtt! • € Kassaboðhlaup (8 stúlkur) Bretar vlðnrkenna stjðrn de fianlle hershöfðinsja. -----p----— Fran&kur sjálfboðaliðaher stofnaður. ö REZKA STJÓRNIN til- kynnti í gær, að hún hefði viðurkennt stjórn þá eða stjórnarnefnd, sem de Gaulle, franski herforinginn, hefir stofnað í London. Við- urkennir brezka stjórnin hann sem leiðtoga allra frjálsra Frakka, sem samein- ast hafa til þess að berjast fyrir málstað Frakklands og Bandamanna. De Gaulle flutti ræðu í Lund- ímaútvarpið í gærkveldi. Sagði hann, að stofnaðar yrðu franskar landhers-, flughers- og sjóliðs- hersveitir í Bretlandi. Verða fyrst um sinn einvörðungu sjálf- boðaliðar í hersveitum pessum. De Gaulle kveðst hafa tekið að sér forystu allra Frakka, sem vildu berjast fyrir frelsi og sjálf- stæði Frakklands með Banda- mönnum, og skoraði hann á alla pá, sem vildu taka þátt í þessari baráttu, að gefa sig frám, þar sem Frakkar berðust. Landstjóra og herforingja í nýlendum Frakka bað hann að setja sig i samband við sig. Oefast nýlenduraar upp? Fregn frá Sýrlandi í gær herm- ir, að Mittelhauser hershöfðingi Frakka þar og landstjóri þeirra í Beirut hafi gefið út nýja yfir- lýsingu þess efnis, að franski herinn muni leggja niður vopn. En þvr er jafnframt yfir lýst, að franski fáninn haldi áfram að blakta yfir Sýrlandi. Berlínarfregn í morgun hermir, að Nogues yfirforingi Frakka í Norður-Afríku hafi einnig gefið út nýja fyrirskipun þess efnis, að franski herinn þar skuli leggja niður vopn sín. Sú frétl er þó óstaðfest annars staðar að. Bióio reyna að fá kvikmyid ir frá Englaadi og Ameriko. -----♦---- Fyrsfu fréttamyudirnur frá strið inu verða sýndar innan skamms KVIKMYNDAHÚSIN em nú svo að segja orðin kvik- myndalaus. Bæði hafa þau fengið kvik- myndir frá Norðurlöndum, aðal- lega um umboðsmennlna í Kfcup- mannahöfn, en sú leið hefir nú lokast algerlega fyrir löngu. Kvikmyndahúsin munu fyrir nokkru hafa snúið sér til amer- iskra og brezkra kvikmyndafé- laga, og lítur út fyrir, að takast muni að fá kvikmyndir bæði frá Ameríku og Englandi. Þetta er þó mjög miklum erf- iðleikum bundið. Amerísk kvik- myndafélög seldu kvikmyndir til Evrópu um umboðsmenn sína í París, er síðan höfðu umboðs- menn, er höfðu einkaumboð fyrir öll Norðurlönd. Þá gera hinar erfiðu póstsam- göngur þessa viðleitni kvik- myndahúsanna mjög erfiða. Talið er líklegt, að kvik- myndir beint frá Ameriku verði dýrari en leigan, sem kvikmynda- húsin hér hafa greitt fyrir mynd- ir. Auk þess er erfitt að fá góiðar niyndir, og allt er gert af fram- leiðendunum til þess að láta litl- ar aukamyndir fylgja hinum stærri myndum. Forstjórar kvik- myndahúsanna munu þó vera á verði gegn þessu og leggja á það alla áherzlu, að fá hingað göðar myndir bæði frá Ameríku og Englandi. Þá munu kvikmyndahúsin hafa ‘ gert itrekaðar tiiraunir til þess að fá nýjar fréttamyndir, sem sérstaklega eru mikið eftirsóttar á þessum tímum. I Bretlandi eru sýndar nýjar fréttamyndir vikulega af striðinu. Líklegt er, að hér verði sýndar innan fárra daga fyrstu frétta- stríbsmyndirnar, þar á meðal frá Noregi. Ef samningar takast um leigu ameriskra og brezkra kvikmynda hingað, þá verður tekin upp gamla aðferðin uin útskýringar á myndum. Enginn texti fylgir, aðeins talið, en efnið verður iskýrt í myndaskrám, sem seldar verða við hverja sýningu eins og í gamla daga. Prentarinn 1. tölublað 20. árg. er nýkomið út. Efni: Prentlistin fimm hundr- uð ára 1440—1940, Frá Hólanefnd- inni eftir Ól. B. Erl., Félagsprent- smiðjan h.f. 50 ára. Ritstjóri er Þorsteinn Halldórsson. — Nokkur eintök fást í bókaverzlun ísafold- arprentsmiðju ffÍlin Sakamálasaga eftir Seamark — Sást nokkuð á giuggunum eða hurðinni? — Nei, hve-rgi nokkur rispa. En það éf hægt að koma-st inn um gluggana á bakhlið hússins, án þess að nokkuð sjáist, ef maðurinn er varkár. Þeir gluggar eru opnir upp á gátt. Shaugnessy kinkaði ko'lli og benti á vinnustofuglugg- ana. — Hafa þessir gluggar verið opnir síðan líkið fannst? spurði hann. — ‘Nei. Gluggarnir voru svona, þegar þjónninn kom inn í morgun. Shaugnessy laut fram og hvíslaði að yfirmanni sín- um: — Það lítur svo út, sem hann hafi komið inn um gluggann. Delbury, sem var að athuga í veski hins látna, yppti öxlum og sagði honum að fara yfir að gluggan- um og athuga hann. En meðan Harper' var á leiðinni út að glugganum nam hann staðar við það, að Delbury rak upp undr- unaróp. — Hamingjan góða, Mick! Hváð er þetta? Delbury opnaði leynihólf í veskinu og tók þar fram spjald, sem datt á gólfið. Shaugne,ssy tók spjaldið upp. — Það er þrítugasta og sjötta spjaldið, sem ég sé þessarar tegundar, sagði hann. — Og það er það fyrsta, sem ekki ber utanáskrift Scotland Yards. Delbury leit á spjaldið. Það var skrifað utan á það til Willard Lyalfs í Highgate. Shaugnessy tók aftur við spjaldinu og rannsakaði það nákvæmlega. — Þetta er sams konar bréfspjald og þau, sem við höfum fengið, sagði hann. — Og hann hefir þrýst þumalfingri á vaxið eins og áður. Svo snéri hann sér að Harper og sagði: — Farið þér og rannsakió allt herbergið og vitið, hvort þér finnið ekki fingraför. — Þetta spjald gefur okkur töluverðar upplýsingar um málið, tautaði Delbury. — Það er mjög sennilegt, aÖ Lyall hafi haft grun um það, hver „draugurinn" var. — Mér er óskiljanlegt, sagði Shaugnessy og klóraði .sér í höfðinu, — hvers vegna draugurinn svíkur sjálf- an sig. Fyrst sendir hann okkur leyndarskjal númer 34, þar sem hann lýsir innbrotinu í Park Lane, og þar minnist hann á Willard Lyall, en þar segist hann ekki þekkja hann. En rétt á eftir sendir hann þessum sama Willard Lyall aðvörun. — Já, rég hefi veitt því athygti, sagði Delbury. — Mér datt fyrst í hug, að Dain sjálfur væri „draugui;- inn“. En maðurinn, sem leikur „drauginn", hlýtur að hafa umgengist glæpamenn alla sína æfi. Maður, sem býr yfir annarri eins þekkingu og hann á ferli glæpa- mannanna hér í London hlýtur aö hafa umgengist þá frá því hann kom úr vöggunni. En það eru fleiri imenn í vitorði. Hér er minnst á einhvern skartgripa- sala, sem heitir Tansy. Sendið eftir herbergisþjóninUm. Manders kom inn og var ofurlítið truflaður á svipinn. — Þér heitið Manders, er ekki svo? Og þér eruð' herbergisþjónn Valmon Dains. — Já, herra! Ég hefi verið í þjjónustu bans í fimm ár. Delbury, benti á líkið, sem lá við skrifborðið. — Hafið þér nokkru sinni séð þennan mann fyrr? — Nei, herra. En það er mynd af honum inni í bókasal herra Dains. Hún er við hliðina á myndinni af ungfrú Merciu Lyall. Þrátt fyrir sárið á andliti hans þekkti ég hann um leið og ég kom inn í her- bergið. — Hvað var klukkan, þegar þér komuð inn? Klukkan— var um hálf sjö. — Sáuð þér herra Dain í gærkveldi, áður en þér lokuðuð húsinu? — Já, herra; hann gaf okkur skipun uin að ónáða sig ekki. — Og hver var ástæðan? — Hann sagðist ætla að vinna alla nóttina. Hann gerir það oft, og þegar svo er, gefur hann alltaf samskonar skipanir. Og þá fær engirin að korna inn til hans. Jafnvel þjónarnir fá ekki að koma til her- bergis hans. Þeir mega ekki koma fyrr en í fyrsta lagi kl. 7 á morgnana. — Átti Dain von á því í gærkveldi, að. herrai Willard Lyall heimsækti sig? — Nei, herra, ekki vissi ég til þess, sagði þjónninn af sannfæringu. — Eruð þér sannfærður um það? — Já, alveg sannfærður uin það. Herra Dain átti ekki von á neinum í gærkveldi. Og hann gaf strangar skipanir um það í gærkveldi, að hann yrði ekki ó- rnáðaður. Hann sagði, að hann væri ekki við, jafnvel þótt ungfrú Lyall h'ringdi til sín, eða einhver frá Greydene. Delbury og Shaugnessy horfðu þýðingarmiklu augna- ráði hvor á annan. — Hefir hann nokkru sinni tekið þetta fram áður? spurði Delbury. — Já, oft. Ég er nú farinn að þekkja hann. Og um leið og ég heyrði þetta vissi ég, að hann myndi ætla að vinna um nóttina. Hann vinnur oft á nótturini, þegar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.