Alþýðublaðið - 03.07.1940, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 03.07.1940, Qupperneq 2
iiIÐVIKUDAÖUR i. JÚLI 1940. ALÞYÐUBLAOSO Kápubúöin á Laugavegi 35 tilkynnir: Sel kápur, svaggera og frakka með tækifærisverði þessa viku. Einnig nokkur stykki, sem hafa upplitast lítið eitt. Einnig smá-gallaðar ekta kven-leðurtöskur, hanska, ferða- blússur, ullarpeysur, sokka, sem hafa legið í glugganum, en sér lítið á. Slæður á 2.50. Ódýrir Georgette-klútar. Nokkrir silfurrefir með sérstöku tækifærisverði. Verð frá kr. 150.00. Nýtízku kápur og svaggerar koma fram í búð- ina daglega. Taubútasala í nokkra daga. SIGURÐUR GUÐMUNDSSON. Sími 4278. Smásðluverð á ensku neftóbaki má eigi vera hærra en hér segir: Kendal Brown Snuff í 1 lbs. dósum í Reykjavík og Hafnarfirði Kr. 14.40 dósin. * Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar Kr. 14.85 dósin. Athygli skal vakin á því, að háar sektir geta legið við að brjóta ákvæði tóbakseinkasölulaganna um útsöluverð í smá- sölu. Tóbakseinkasala ríkisins. Reykjavík — Akoreyri. Hraðterðfr alla daga Bifrefðastðð fkurepar. BifreiðastSð Steindörs. 4-------------------------------------------—----—t Innilegustu hjartans þakkir til allra þeirra, er minnt- ust mín á 70 ára afmæli mínu, þann 24. júní f. m., með heimsóknum, blómum, gjöfum og skeytum. Bið ég góðan guð að launa þeim öllum, þegar mest á liggur. ÞÓRHILDUR MAGNÚSDÓTTIR. Bðrnin að Siinnoapolli. TT GÆR kl. l.i/á fóru héðan úr bænum börn þau að Sil- ungapolli, er þar eiga að hafa sumardvöl aÖ þessu sinni. Pau eru 72 talsins. Er þetta 23. sum- arið síðan starfsemi Oddfellowa hófst á þessu sviöi, en það var árið 1918 og þá uppi í Borgar- firöi. Öll þessi ár hefir dvöl barnanna að Silungapolli verið í 'té látin án nokkurs kostnaðar fyrir þau eða aðstandendur þeirra. Tíefir það ávalt verið föst regla félagsins að taka aðeins fátæk og veikluð börn til sumar- dvalar, sem eftir læknisráði og að áliti forstöðunefndar hafa haft þess mesta þörf. Reynzla margra ára sýnir, að börn þau, er þar hafa dvalið, hafa hlotið þar hina beztu heilsubót og búið að veru sinni þar í mörg ár. Forstöðu- konur að Silungapolli n'ú í sujnar verða þær Vigdís Blöndal, lækn- isfrú frá Stafholti, og ungfrú Katrín Magnúsdóttir frá Gils- bakka. Hafa þær gegnt þessu vandasama starfi mörg undan- farin sumur við ágætan orðstír. Heimilislæknir að Silungapolli verður nú eins og áður Árni Pét- ursson, pg hefir hann séð um læknisskoðun á öllum þeim böm- um, sem sótt var um fyrir, en að henni lokinni eru fátækustu og veikluðustu börnin valin úr til sumardvalar, í samráði við læknir og fátækrafulltrúa bæjar- ins. Framkvæmdastiórn og um- sjón með starfinu annast nefnd úr Oddfellowreglunni, og hefir meirihluti þessarar nefndar starf- að að þessum rrfelum frá upp- hafi starfseminnar. Barnaheimilið að Silungapolli er talið standa jafnfætis beztu bamaheimilum erlendis að öllu leyti, enda ekkert til sparað, að svo megi verða. -------UM DAGINN OG VEGINN —------------------- Þegar börnin lögöti af stað. Foreldrarnir og sælgætið. Samstarfið getur komið miklu góðu til leiðar. Áframhaldandi starf nauðsyn- legt. Ný aðferð til að safna fé. Þakkir til starfsmannanna, -------ATHUGANIR HANNESAR Á HORNINU------------ EEGAR BÖRNIN voru að leggja af stað í gærmorgun í stórum hóp til Norðurlandsins, tók ég eftir því, hve margt foreldr- anna gaf börnum sínum sælgæti, brjóstsykur, súkkulaði, gosdrykki o. s. frv. SKILJANEEGT er það. að for- eldrar vilji gleðja börnin áður en þeir skiljast við þau, en sælgætis- gjafir þessar eru ekki aðeins dýrar og óþarfar, heldur og hættulegar framtíð barnsins og heilsu þess. E>að virðist svo, sem fólk ætti að hafa annað með aura sína að gera um þessar mundir en að eyða þeim fyrir einskisverðu sælgæti. J»AÐ VAR SANNARLEGA ánægjulegt að sjá litlu angana, þegar þeir voru að leggja af stað í gær. Allir voru þeir glaðir og gátir og fullir af ferðahug. Sum þessara barna höfðu aldrei farið fyrr burtu, jafnvel þó að þau væru orðin 7—9 ára gömul. Þetta gátum við Reykvíkingar í sameiningu, þó að þeir væru ekki margir, sem höfðu trú á því fyrst í vor að hægt væri að koma flestum eða öllum börnunum burtu. Við gátum þetta, af því að við vorum vel samtaka, en við þurfum að gera meira. í FVRSTA LAGI þurfum við að kaupa alla happdrættismiðana, sem eftir eru óseldir — og svo þurfum við að styðja þá fjársöfn- un, sem nú fer fram hjá einstakl- ingum og fyrirtækjum. í öðru lagi þurfum við að setja þessa starfsemi i fast form og halda henni áfram. í DANMÖRKU var og er víst enn til stofnun, sem heitir „Börn- enes kontor.” Hún hefir unnið að því að koma börnum í sumardvöl úti um sveitir' landsins og hefir hún starfað í fjölda mörg ár. Er starfsemin rekin óslitið allt árið. Ein af aðferðum ,Börnenes kontor’ til að fá fé, er sú, að senda lista í stórfyrirtæki, verksmiðjur, verzl- unarhús og aðra vinnustaði og fá fólk til að lofa að leggja frarn vissan hundraðshluta af kaupi sínu einn dag á ári. ÞETTA ER MJÖG góð aðferð. Engan munar um að leggja fram 10% af dagkaupi sínu einu sinni á ári, en á þennan hátt myndi nást miklu meira fé en með samskotum, sem ekki eru þannig skipulögð. — Ættu þeir, sem staðið hafa að þess- ari starfsemi hér, að athuga þetta vegna framtíðarinnar. FORELDRAR BARNA, sem nú eru farin og' eru að fara í sveit, standa í mikilli þakklætisskuld við það fólk, sem undanfarið hefir sýnt dæmafáan áhuga og ósér- plægni og laun fær það engin fyrir þetta starf — önnur en þau, að sjá árangur verða af því. Margt af þessu fólki hefir eytt öllum tóm- stundum sínum í meira en mánuð í þetta starf, og allir hafa unnið vel. Sérstaklega þykir mér rétt að lofa Arngrím Kristjánsson skóla- stjóra, sem fyrstur kom með hug- myndina um sameiginlegt átak allra þeirra, sem að þessum málum hafa unnið, — og lagt hefir fram feikna starf undanfarið. italir búair að missa 13 kafbðta. "EÍREZKA flotamálaráðuneytið tilkynnir, að 4 ítölslcum kafbátum hafi verið sökkt dag- ana 27.—30. júní, og sé þá búið að sökkva samtals 13 ítölskum kafbátum, síðan Italía för í stríð- ið. — Talið hefir verið, að ítalir hefðu átt um 150 kafbáta. Orustunni við Kaputzovígi er enn ekki lokið. Vertu ekki hrædd, litla hjörð. --->---- Synoduserindi séra Sigurbjörns Einarssonar flutt i Dómkirkjunni í Reykjavík þ. 28. júni 1940 G kynntist ungum, þýzk- um stúdent. Hann dvaldi eins og ég í námserindum í Uppsölum. En dvöl hans varð skemmri en mín, skemmri en hann hafði gert ráð fyrir. Hann var fyrirvaralaust kvaddur heim til Þýzkalands. Hann lét ekki neitt uppi sjálfur um á- stæðuna fyrír þessu, en ég komst að því síðar, hvernig í því lá. Sú saga er bæði ljót og sorgleg, en verður látin ó- sögð hér, ekki vegna þess, að hún varpi neinum skugga á þenna ónefnda vin minn, langt frá því, heldur af öðrum ástæð- um. Við kvölddum hann á braut- arstöðinni nokkrir sænskir vinir og 1 íslenzkur. Það var enginn Þjóðverji, þó margir þeirra væru ýmist staddir eða búsettir í Uppsölum. En þessi ungi mað- ur var útilokaður úr samfélagi samlanda sinna, hann var raun- verulega ekki framar viður- kenndur sem sannur Þjóðverji. Hann var utanveltu í hinu nýja, sterka, alþýzka samfélagi, já, meira en það, hann var hættu- legur maður, þjóðarsvikari. Hvað kom til? Var hann ó- þjóðrækinn? Nei. Ég hefi a. m. k., að ég held, aldrei kynnst eins brennandi ættjarðarást eins og einmitt hjá honum. Var hann Gyðingur? Nei. — Hann var af gamalli, vestfalskri embættismannaætt. Var hann bolsévíki? Nei. Því fór mjög £jarri. Hvert var þá ólán hans? Hver yar sök hans? Hann var kristinn, lærisveinn og játandi Jesú frá Nazaret. Hann var hviklaus sonur kirkju hans og hans helgasta meðvitund var vissan um hjálpræðið í honum einum. Fyrir þessa vissu lagði hann í sölurnar heiður sinn og æru í augum leiðandi manna lands síns, hann þoldi það að vera tor- tryggður sem svikari síns elsk- aða lands, já, hann sá fram á lífskjör, sem eru mjög á annan veg en þau, sem unga menn yf- irleitt dreymir um að njóta. Fáum dögum fyrr en við kvöddumst hafði ég fengið fregnir af þýzkum presti, sem ég þekkti til. Hann hafði verið tekinn fastur og fluttur í fanga- búðir í fjarlægum landshluta, tekinn og fluttur burt frá konu og 5 börnum í ómegð. Hver var hans sök? Hún var sú, að hann hafði á alvarlegum tímum hvatt þjóð sína til iðrunar og yfirbótar fyrir Guðs augliti, til þess að hún drægi ekki yfir sig ófrið eða annað þvílíkt böl. Honum var hátíðlega tilkynnt, að hinn þýzki maður hefði einskis að iðrast og einskis að biðja fyrirgefningar á. Við þetta sat í það sinn. En nokkrum dögum síðar greiddist úr ófriðarblikunni, sem yfir hafði vofað. Bráðabirgðastjórn hinnar játningartrúu kirkju skipaði svo fyrir, að sérstakar þakkarguðsþjónustur skyldu haldnar í kirkjunni og Guði færðar þalckir fyrir það, hversu vel greiddist úr. Kirkjumála- ráðherrann, embættismaður Hitlers, lét það boð út ganga, að þessar guðsþjónustur skyldu bannaðar og hver, sem stæði fyrir þeim, skyldi lýstur í fjand- skap við ríkið: „Það er Foring- inn einn, sem oss ber að þakka fyrir friðinn." Þessi fyrirmæli veraldar- valdsins höfðu menn Játning- arkirkjunnar yfirleitt að engu. Þeir fluttu sínar þakkarguðs- þjónustur, en afleiðingin varð afsetning og fangelsun fjöl- margra presta. Einn meðal þeirra var sá, sem ég var að tala um. Ég hefi haft samband við aldurhniginn heiðursmann, prest í ónefndum bæ á Þýzka- landi. Þegar ég vissi síðast til hafði hann 6 sinnum verið kall- aður fyrir rétt á einu ári. í ekkert skiptið hafa legið fyrir neinar-kærur. Hann, þessi hálf- sjötugi embættismaður, er sannarlega enginn pólitízkur undirróðursmaður. Hann hefur þjónað Þýzkalandi með fórn- fýsi og hoilustu og hvern dag lífs síns hefur hann verið reiðu búinn til þess að fórna lífi sínu fyrir velferð þess. — En hann er kristinn. Hann veit að hver einasta mannvera er minni en smá í Guðs augliti, jafnvel hinn voldugasti foringi hinnar vold ugustu þjóðar. Hann veit, að í Guðs augliti eru einstaklingar, þjóðir og þjóðflokkar jafnir, jafnir í smæð, jafnir í sekt, jafnir í þörfinni fyrir frelsara. Þessi sannfæring, þessi boð- skapur, er sök hins aldurhnigna manns. Því hann er ófáanlegur til þess að ganga til neins sam- komulags um þessi meginatriði, ófáanlegur að draga úr alvöru þessa sannleika. Því þetta er, skv. vitund hans og vissu, eilíf- ur sannleikur, sem ekkert tíma- bundið ástand, engar þarfir eða kröfur nokkurar þjóðar, getur haggað við. Fyrir þessa sann- færingu og þenna boðskap þolir hann þá opinberu minkunn, sem er bitur og sár í meðvitund gamals, þýzks embættismanns, að vera kallaður fyrir rétt hvað eftir annað, þar sem reynt er að leiða ótvírætt í ljós hollustu- leysi hans við þjóð sína. Því hann lifir í Þýzkalandi Nati onal-Socialismans. Svo kvaddi ég minn unga, þýzka bróður á brautarstöðinni í Uppsölum. Honum var ekki létt um hjartað, því hann hafði hugsað gott til þess að fá að dvelja í nokkrar vikur við frjálst nám í hinu fagra, frjálsa landi. En um leið og hann steig upp í vagninn, leit hann upp og mælti fram á grísku, hóg- vært en ákveðið hina fornu játn. ingu postulanna og frumkristn- innar: Kyrios Jesús: Jesús er drottinn. Hann var að fara til Þýzkalands — National Social- ismans, — til baráttunnar í ofsóttri kirkju. Vel hefði hann getað umflúið þessa baráttu, að minnsta kosti í bili, með því að hverfa til einhvers þess lands, þar sem samskonar bar- átta er enn ekki hafin. En það vildi hann ekki, ég varð aldrei þers var, að það hvarflaði að honum. ,,Fái ég ekki að starfa,“ sagði hann, ',,þá skal ég biðja og fái ég ekki að biðja, fái ég ekki að halda lífinu, þá skal þó dauði minn verða vitnisburður um það, hver sé minn^ lifandi drottinn og frelsari.“ Ég veit, að þér, kristnir menn og konur, sem mál mitt heyrið, munuð öll taka undir með mér er ég segi.: Guð blessi þann ásetning hans. Guð gefi trú hans sigur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.