Alþýðublaðið - 03.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 03.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ o*6i naf e aaavaaHiAöiw ---------MÞÝÐUBLAÐIÐ ---------------------- Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Hvað á verzlunarfólkið að gera? -----t----- ’T'ímaritið „frjáls verzl- UN“, júníheftið, sem nýlega er komið út, skýrir frá því, að Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur hafi snúið sér til ríkisstjórnar- innar seinnipartinn í maí og far- ið þess á leit, að dýrtíðaruppbót á laun verzlunar- og skrifstofu- fólks yrði fyrirskipuð með bráða- birgðalögum. Svar við þessari málaleitun mun vera ókomið enn. Og svo von- iegt sem það er, að' verzlunar- -fólkið sé óánaegt yfir því órétt- læti, sem því er sýnt, þá virðist þó ekki óeðlilegt að ætla, að rikisstjómin muni reynast treg til þess að fyrirskipa það með bráðabirgðalögum, sem ekki fékkst samþykkt á alþingi í vor. En eins ag öllum mun vera í fersku, minni, sem fylgst hafa með baráttu ' verzlunarfólksins fyrir dýrtíöaruppbót á laun sín, var að tilhlutun Verzlunarmannar íélags Reykjavíkur flutt frumvarp til laga um það á alþingi í vor, að fyrirskipa dýrtíðaruppbót á laun verzlunarfólksins á sama hátt og lögboðin hafði verið ákveðin kaupuppbót fyrir aðrar stéttir launþega. Alþýðuflokkur- ínn greiddi atkvæði með þessu fmmvarpi á alþingi. Framsóknar- flokkurinn hindraði hins vegar, <að það næði fram að ganga, með því að neita um afbrigði frá þingsköpum, sem nauðsynleg vóru til þess að hægt yrði að af- greiða það áður en þingi væri slitið. Og þó að frumvarpið væri flutt af einum þingmanni Sjálf- síæðisflokksins, liggur ekki fjarri að ætla, að nokkur hluti þess flokks að minnsta kosti hafi un- að þvi sæmilega, að frumvarpið var þannig svæft. Því að eins og kunnugt er, er það ekki fyrst og fremst starfsfólkið, sem sá flokkur ber fyrir brjósti, þegar hann er að tala um verzlunar- fólkið, heldur kaupmennirnir, og það meira að segja enn þá þrengri höpur: heildsalarnir. Það er engin furða, þótt verzl- unar- og skrifstofufólkið yrði fyrir sárum vonbrigðum yfir þeirri afgreiðslu, sem frumvarpið um dýrtíðamppbót á laun þess fékk á alþingi, og finni sig rang- indum beitt. En verzlunarfólkinu er áreiðanlega enginn greiði gerður með því, að breiða yfir þá sök, sem þaÖ á sjálft á því, hvernig fór, og að töluverður hluti þess verður nú aÖ vinna fyrir raunverulega miklu lægri laun en það hafði áðUr en verð- hækkunin og dýrtíðin af völdum stríðsins hófst. Verzlunarmannafélag Reykja- víkur segir sjálft í bréfi sínu til ríkisstjórnarinnar, sem birt er í „Frjálsri verzlun“, að verkamenn, sjómenn og iðnaÖarmenn hafi betri aðstöðu til þess að knýja fram kröfur sínar við atvinnu- rekendur vegna þess, að þessar stéttir hafi með sér stéttarfélög og þau einnig með sér landssam- band, Alþýðusambandið. Það er alveg rétt. En þegar því er bætt við • í bréfi Verzlunarmannafé- lagsins, að alþingi hafi álitið nauðsynlegt að lögbjöða dýrtíð- aruppbótina á laun þessara stétta, „þó að“ þær hefðu slík samtök sín á milli, þá er það aftur á móti mikill misskilningur. Verkamenn, sjómenn og iðnaðar- menn fengu ekki dýrtíðamppbót sína lögboðna og lögákveðna af alþingi þ ó að þeir hefðu með sér stéttarsamtök, heldur a f þ v í a ð þeir höfðu þau. . Ef verzlunarfólkið hefði verið búið að stofna með sér stéttarfé- lag eins og aðrar lauraastéttir í landinu, þá hefði það áreiðanlega fengið dýrtíðamppbót á laun sín lögboðna um leið og þær. Og að slik stéttarsamtök verzlunarfólks- ins, skipulagslega óháð vinnu- veitendum þess, skuli ekki enn vera ti! — það er sú sök, sem verzlunarfólkið á sjálft á því ó- réttlæti, sem það er nú beitt. En verzlunarfólkið á, þrátt ‘ fyrir allt, ekki að sætta sig við óréttlætið. Það á að læra af því. Það hefir rekið sig á það, að vinnuveitendur þess neita margir hverjir að verða við sanngjarnri kröfu þess um dýrtíðaruppbót af því, að það hefir ekki samtök til þess að knýja hana fram. Og það hefir einnig rekið sig á það, að alþingi sinnir ekki málaleitun þess, urn að lögbjóða dýrtíðar- uppbótina, af sörnu ástæðu. Af slíkri reynslu verður ekki nema ein skynsamleg ályktun dregin: Verzlunarfólkið verður að stofna með sér stéttarfélag og ganga í allsherjarsamtök verkalýðsins í landinu hið allra fyrsta, éí það Reykjavfknrmötið (MEISTARAFLOKKUR) f kvöld kl. 8.30 keppa R. og Valur Altaf melra spennandi. Hvor vinnnr nú? Yfir ÍO þúsimd (é- lagar i Stórstúkunni ---—4--- 103 fnlltrúar sitja stérstúku~ þingið, sem ml er háð í bænum. TÓRSTÚKUÞIN GIÐ sem sett var hér í bæn- um s.l. laugard. sitja 103 full- trúar svo að segja allsstaðar af landinu. Þingið starfar í Góðtempl- arahúsinu. Undanfarið hafa orðið nokkrar deilur innan Reglunnar, en allt utlit er fyrir því, að fuilar sættir tak- ist, eftir því, sem Alþýðu- blaðið frétti í morgun. Samkvæmt skýrslu fram- kvæmdanefndar Störstúkunnar voru í Reglunni 1. febrúar s. 1. 116 stúkur, þar af 67 undirstúk- ur og 49 barnastúkur. Reglufé- lagar voru þá samtals 10064, þar af í undirstúkum 5 526 og í barnastúkum 4528. víll ekki eiga það á hættu, að réttur þess verði á sama hátt fyrir borð borinn í framtíðinni. ■ Nokkuð hefir bæzt við í Regl- una síðan. Stórstúkuþingið hefir gert nokkrar ályktanir. Meðal annars eftirfarandi: „Stórstúkan felur framkvæmd- arnefnd sinni að vinna að því, að hafin verði almenn fjársöfnun um land allt til heilsuhælis fyrir drykkjumenn, og að haft TCrði um það samstarf við annan Bmd- indisfélagsskap í landinu, eftir því sem við verður komið. Jafnframt er framkvæmdar- nefndinni falið að afla sem full- komnastra upplýsinga um þörf- ina fy.rir slíkt hæli og beita sér fyrir ráðstöfunum, sem bætt gætu úr hinni brýnustu nauðsyn unz fullkomið hæli er fengið.“ „40. þing Stórstúku Islands samþykkir að skipa sjö manna nefnd til að ræða við rikisstjórn- Frh. á 4. síðu. Þetta, sem nú var sagt, voru aðeins augnabliksmyndir af því, sem hefir verið að gerast í Þýzkalandi síðustu 7 árin. Tveim lífsskoðunum, tveim trúarbrögðum hefir lostið sam- an, lífsskoðun National Social- ismans, sem stefnir til algildra heimsyfirráða, og lífsskoðun kristindómsins, sem sömuleiðis stefnir til algildra heimsyfir- ráða. Til þess að gera sér grein fyr- ir, hvernig í þessum árekstri liggur, er nauðsynlegt að fara nokkrum orðum um hugmynda- grundvöll National Socialism- ans. Sá grurídvöllur var alls -ekki full mótaður um það leyti, sem hið pólitíska vald féll Nazistaflokknum í skaut á Þýzkalandi. — En hann -var í myndun og ákveðin grundvallarsjónarmið gáfu raunverulega beina vísbend- ingu um það, hver og hvílíkur grundvöllurinn myndi verða. En enginn gat rennt grun í, hversu víðtækar valdakröfur stefnunnar myndu verða. Flest- ir munu hafa álitið að þær myndu aðeins snúast um ytri yfirráð. En það er algjör mis- skilningur á National Social- ismanum að halda, að hann láti sér nægja ytri yfirráð. — Hann lætur sér ekki nægja minna en að umskapa sál hinn- ar þýzku þjóðar, og þaðan stefn- ir hann að andlegri byltingu um gjörvalla jörð. í þessu efni er National Socialisminn að mínu áliti eins róttækur og kommúnisminn, nema fremur sé. Bók Hitlers, ,Mein Kampf,1 er fyrst og fremst pólitískt stefnu- skrárrit. Bókin er til orðin í sinni upprunalegu mynd meðan flokkurinn átti í vök að verjast og því er skiljanlegt, að vægi- lega sé í sakirnar farið í við- kvæmum efnum. Þó stendur á bls. 506 í umr. bók klausa, sem gefur sínar upplýs. Þar segir á þessa leið: Hið blinda ofstæki kom fyrst inn í veröldina með kristindóminum, því hann er af gyðinglegum uppruna og Gyð- ingdómurinn er einn í heimin- um um þessháttar blint og hat- ramt ofstæki. En það skiptir ekki máli, hvaðan þetta er komið. Aðalatriðið er hitt, að þetta er til staðar enn þann dag í dag — og slík lífs- skoðun, sem er borin uppi af djöfullegu hlífðarleysi og of- stæki verður ekki sigruð nema með nýrri hugsjón, sem er bor- in uppi af sama anda og' barizt er fyrir af jafnsterkum vilja, en er um leið hrein og til fulln- ustu sönn. Pólitískir flokkar geta brætt sig saman og átt í hrossakaupum, en lífsskoðanir aldrei.“ Hér er skýlaust og skilyrðis- laust skorin upp herör gegn kristinni trú, enda þótt þessum ummælum sé á vissan hátt svo hagað, að menn hafa naumast almennt gert sér grein fyrir, hvað þau þýddu, fyr en atburð- irnir sjálfir leiddu það í ljós. Greinilegri og óhjúpaðri eru um mæli eins og t. d. þessi, en þau eru prentuð í blaðinu Bayrisch- er Kurier í maí 1925: „Vér vilj- um enga aðra guc?i hafa en Þýzkaland eitt.“ Nazistaflokkurinn hafði á stefnuskrá sinni þessi frægu orð: Flokkurinn, sem slíkur, fylgir jákvæðum kristindómi, án þess að binda sig við ákveðna játningu. Hvert barn taldi sig skilja þýðingu þessara orða. — En hvað þau raunverulega þýða verður fyrst ljóst, ef athugaðar eru kenningar þess manns, sem er viðurkenndur aðal-hugmynda smiður Nat. soc., en það er Al- fred Rosenberg. Hann gaf út bók árið 1930, sem heitir „Der Mythus des zwanzigsten Jahr hunderts“, Goðmál 20. aldarinn- ar. Þessi bók er útbreiddasta bók hins þýzka heims, næst áð- urnefndri bók Hitlers. Hún hef- ir komið út í meir en 140 úr- gáfum. Höfundurinn Alfred Rosenberg var árið 1934 skip- aður opinber yfirmaður og for- ingi allra uppeldismála um giörvallt Þýzkaland. Það er þessi maður, sem hefir fundið upp að greina á milli jákvæðs og neikvæðs kristindóms í þeirri merkingu, sem hefir mót- að afstöðu 3. ríkisins til krist- innar kirkju, og hann skilgrein- ir sjálfur í bók sinni á þessa leið: Hinn jákvæði kristindómur er hin norræna trúrækni. Aftur á móti er hin kirkjulega, sýr- lenzk-gyðinglega trúrækni nei- kvæð, vegna þess að hún hefir drepið hinar menningarfrjóu hugsjónir hins norræna kyn- flokks. Þessi gyðinglegi kristin- dómur er eiturefni, sem hefir eitrað hina þýzku þjóð. Nú verður að hreinsa það burt. Hin germanska trúrækni verður að vakna til lífs á ný. Að dýrka kynflokkinn er að dýrka Guð, því að blóð hans, hið hreina ar- iska blóð, sem í æðum hans flýt- ur og líf hans í öllum þess mynd um nærist, af, það er heilagt, það er guðdómurinn. Að fella lífshræringar þessa blóðs í fjötra gyðinglegs hugsunar- háttar er glæpur, að leyfa það að í ariskar æðar sé veitt ó- hreinum blóðstraumum hins as- iatiska þræls, það er sú synd gegn heilögum anda, sem ekki verður fyrirgefin. Hvað sið- fræðina áhrærir, þá verður hin nýja trú, samkvæmt skoðun Rosenbergs, að afneita og út- rýma kenningum kristindóms- ins um undirgefni, sjálfsafneit- un, auðmýkt og kærleika. í staðinn verður að koma metnað- ur, heiður og hreysti. Þetta er hinn jákvæði krist- indómur Alfreds Rosenbergs og National sósíalista. En þessi trú, þessi opinbera yfirlýsing Nati- onal-sósíalistaflokksins í trú- málum, er auðvitað enginn kristindómur, því hér er hverj- um bókstaf og gjörvöllum anda hins sögulega kristindóms af- neitað eins greinilega og frekast verður á kosið. En þetta er hin opinberlega viðurkennda trú Þriðja ríkisins, trú, sem venju- lega er játuð og tjáð með þess- um þrem slagorðum: Blut, Bod- en, Rasse, blóð, móðurmold, kyn. Þessar 3 grundvallarstað- reyndir hins germanska manns eru holdi klæddar í foringjanum Adolf Hitler. Hann er ekki dýrkaður vegna afreka sinna og yfirburða fyrst og fremst, held- ur eru yfirburðir hans opinber- un og staðfesting á tign og veldi hinnar germönsku sálar, hins germanska blóðs. Þess vegna er Foringinn guðdómur og ber hverjum þeim manni, sem vaxið hefir til germanskrar vitundar hann að óttast, hann að elska og honum einum að treysta. Hvað siðfræðina áhrærir, þá verður hún að miðast við köll- un og ætlunarv. hinnar þýzku þjóðar, sem skráð er í skipan alheimsins frá upphafi, en það er að aukast og margfaldast og gera lönd og' þjóðir sér undir- gefin, til þess að hin ariska menning og arisku verðmæti, nái til þess að verða til þeirrar blessunar á þessari jörð, sem þeim er ætlað að verða. E. t. v. fer það nú að skýrast, hvernig kjör kristin kirkja á við að búa í Þýzkalandi, á meðan hún vill ekki sverja sig frá þeirri játn- ingu, sem er líf hennar og til- verugrundvöllur, á meðan hún hefir á vitundinni, að henni sé önnur köllun í hendur seld en sú að vera þý ákveðinna þjóð- arhagsmuna. Það fer og að verða ljóst, að það er enginn stráksskapur, þegar þjóðinni er boðið að þakka Foringjanum fyrir fenginn frið, en ekki Guði. Það er annað en stráks- skapur, það er alvara. Frh. á 4. síðú.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.