Alþýðublaðið - 08.07.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 08.07.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR MÁNUDAGUR 8. IÚLÍ 1940. 154. TÖLUBLAÐ Pétaii lætur her rétt dæma de Gaalle I fangelsi! PÉTAINSTJÓRNIN hefir nú látið her- rétt í Toulouse dæma de Gaulle hershöfðingja, sem * stjórnar áframhaldandi vörn Frakka utan Frakk- lands, til fjögra ára fang- elsisvistar .og .er . honum gefið það að sök, að hann hafi hvatt franska borgara til óhlýðni við yfirvöld sín. Þá hefir Pétainstjórnin einnig gefið út fyrirskipun um að handtaka frönsku blaðamennina Pertinax de Kerillis og Madame Tabouis, en þau eru öll komin til London og styðja de Gaulle hershöfðingja í baráttu hans fyrir frelsi Frakklands. Mínnihluti franska þings~ ins látinn af nema lýðræðið! verðnr lagt niðnr og aðeins einn stjórnniálaflokkur leyfðnr í landinn. C AMKVÆMT þýzkum fréttum er nú unnið markvisst að því á Frakk- landi, að rífa niður lýðræðið og koma á algerri einræðis- stjórn eftir nazistískri fyrir- mynd. Hefir Laval, varaforsætis- x-áðherra Pétainsstjórnarinnar lagt fram uppkast, a'ð nýrri stjórnarskrá fyrir Frakkland, þar sem gert er ráð fyrir, ,að þingið vei'ði afnumið og Pé- tain marskálki fengið raunveru- legt einræðisvald. Þá er og gert ráð fyrir því, að aðeins einn stjórnmálaflokkur, sem stofn- Allt að 85 pás. raál síldar komfn á land. •----■*--*— Prýli!@gt weliir o§f gél w©lil wlé Laiagænes og Hrfmsey. ¥ DAG er skínandi gott veður fyrir Norður- íandi, en þoka og fremur slæmt veiðiveður er fyrir Austurlandi. Mikið af síld barst til verk- smiðjanna á Siglufirði, Rauf- arhöfn, Húsavík, Seyðisfirði og Norðfirði um og fyrir helgina. I gærkveldi kl. 6 voru allar verksmiðjurnar á Siglufirði teknar til starfa, og var í gær, í Wótt og í morgun unni'ð af full- tim krafti að löndun. í morgun snemma biðu nokkur skip á Siglufirði eftir löndun. Mest af síldinni barst til Rauf arhafnar og voru í gærkveldi komin um 30 þús. mál í þrær heggja verksmiðjanna þar. I dag um hádegi var enn ekki fyrir hendi yfirlit yfir allan síld- araflann, sem kominn er á land. En hann er ákaflega mikill, þeg- ar tekið er tillit til hins stuttia tíma, sem veiðarnar hafa staðið og einnig þess, að nú er togara- flotinn ekki á síldveiðum. Vérksmiðjurnar á Sigiufiröi höfðu í dag um hádegi tekið á móti yfir 40 þúsund ' málum. , í gær lönduðu þessi skip á ‘Siglufirði. Nanna 500 mál, Fróði 400, Sæfinnur 100, Garðar 750, Björn 400, Eggert 200, Höskuldur 300, Heimir 350, Sæbjörg 300, Stella 30, Geir goði 130, Minnie tvisvar samtals 800 mál, Árni Árnason 200, Freyja oig Skúli fógeti 150, Hrönn 200, Þórir 170, Ársæll 200, Már 100, Ólafur Bjamason 1500, Jón Porláksson 300, Gulí- toppur og Hafsteinn 550, Keflvík- ingur 1000, Helga 530, Eldey 1000, Sæfinnur 1000, Geir 650, Freyja 400 og Erna 900, eða samtals um 15 þúsund mál. Auk þessa kemur aflinn úr þeim skipum, sem landað var úr í morgun. En það voru þessi skip: Rúna 600 mál, Snorri 500, Hrafnkell 750, Veiga & Gísli Johnsen 600, Sæhrímnir 500, Gunnbjörn 500, Sæbjörn 550, Óðinn og Ófeigur 530, Gulltopp- ur 550, Sigurfari 750, Hrefna 550, Björn Jónsson 350, Nanna 450, Ásbjörn 600, Huginn III. 750, Anna og Einar úveræingur 600, Puginn II. 750, Þorsteinn 700, Fróði 850, Haraldur 450, Ársæll 500, Dagný 1400, Olav 650, Glað-' ur 750, Björn og Bragi 500, Bjarki 1100, Víðir og Jón Finns- son 600, Vinúr og Jón 650, Hug- inn I. 750, Valbjörn, 550, Sæ>- hrímnir 1000, Vestri 700, Skag- firðingur 450, Pilot 400, Vé- björn 450, Fiskaklettur 600, Hösk- uldur 550, Báran 350, Sæfari 600 Erlingur I. oig II. 400, Kári 550, Keilir 850, Eggert 700, Jón Þör- láksson 500, eða samtals um 27 þúsund mál. Frh. á 3. síðu. aður verði til stuðnings stjórn- inni, fái að starfa í landinu. — Allir aðrir stjórnmálaflokkar verði bannaðir. Laval er sagður hafa lýst því yfir, að Frakkar yrðu að breyta stjórnarfari sínu til samræmis við stjórnarfar einræðisríkj- anna til þess að tryggja sér góða sambúð við þau. LLeifar pinssios eiga aS mæta á morgnn. Pétain hefir stefnt báðum deildum franska þingsins sam- an á fund í Vieky á morgun, en ♦þar hefir nú stjórn hans tekið sér aðsetur. Er talið víst, að þar eigi að ræða og samþykkja hina nýju, nazistísku stjórnar- skrá. En það er kunnugt, að aðeins 415 þingmenn séu. komnir til Vicky, og að fleiri muni ekki taka þátt í þingfundum. í báð- um þingdeildum, fulltrúa- deildinni, eiga hinsvegar sæti 932 þingm., og verður hin nýja stjórnarskrá því aldrei sam- þykkt nema af minnihluta þingsins. Það er ekki einu sinni gerð tilraun til þess að leggja málið undir dóm frönsku þjóðarinn- ar og er þó fordæmi fyrir því, að þingkosningar hafa farið fram á Frakklandi, þó að tölu- verður hluti landsins væri í ó- vinahöndum. Það var í lok ó- friðarins 1870—1871. Þing Pétains verðpr því ekk- ert annað en skrípaleikur. Alla þekktustu og reyndustu þing- menn og stjórnmálamenn Frakka vantar þar, þar á meðal sjálfan forseta fulltrúadeildar- innar, Herriot. Ennfremur Le- on Blum, foringja franskra jafnaðarmanna, Reynaud fyrr- verandi og síðasta löglega for- sætisráðherra Frakklands, Man- del, fyrrverandi innanríkismála ráðherra, Daladier og Boncour — svo að aðeins örfá nöfn séu nefnd. Stjðrmnálasaiibandi við England slitið. T AVAL tilkynnti á föstu- dagskvöldið í nafni Pétain- stjórnarinnar, að stjórnmála- sambandi hefði verið slitið við Frh. á 2. síðu. Heimingi fleiri flng- vélar framleiddar á Englandi nd en I jðnimánnði i fjrrra. ¥ ORD BEAVERBROOK, flug- vé 1 afram 1 eiös 1 u ráðherra Bret- lands, gerði flugvélaframleiðsl- 'una í Bretlandi að umtalsefni í gær, og hvernig horfði um það, að Bretar gætu framvegis fengið allar þær flugvélar og flugvéla- hreyfla, er þeir þarfnast til styrj- aldarþarfa. Lord Beaverbrook sagði, að í júnímánuði síðast liðnum hefði flugvélaframleiðslan í Bretlandi verið helmingi meiri en í júní í fyrra, ög flugvélahreyflafram- leiðslán meira en helmmgi meiri. Gat hann þess jafnframt, að í júní í fyrra hefði flugvélafram- leiðslan verið komin í hið bezta horf. Drjár milljðnír nndir vopniim á Inglandi A LAUGARDAGINN fór fram skrásetniug í brezka herinn, og hafa nú verið skrásettar í hann þrjár milljónir manna sam- kvæmt herskyldulöguniim. Mikill hluti þessara þriggja miiljóna hermanna hefir þegar fengið hernaðarlega þjálfun. Auk þess er fastaherinn, nýlenduher- irnir og heimavarnasveitirnar. Hefir aldrei verið meiri herafli í Bretlandi en nú. PETAIN. Brezk tnndnrdufl frá Nordkap suð nr að Ermasnndi. REZA flotamálaráðuneyt- ið tilkynnir nú, að búið sé að leggja mjög öflugar tundur- duflagirðingar meðfram allri Noregsströnd suður um Skage- rak meðfram Jótlandsströndum og norðvesturströndum Þýzka- lands og muni fyrst um sinn verða stórhættulegt fyrir Þjóð- verja að gera tilraun til þess að brjótast í gegn um þessar tundurduflagirðingar. Þessi lönd séu bókstaflega lokuð inni, en brezkir kafbátar þekki renn- ur, svo að hægt sé fyrir þá að sigla yfir hið lokaða svæði og herja á flutningaskip Þjóð- verja. Frh. á 4. síðu. Reyna Þjóðverjar að ná Irlandl á sitt vald? —---.---- Uretar éttast, að írar verði ekki Særir um að verja landið. TT AXANDI VIÐBÚNAÐUR ® er nii á írlandi til þess að geta vai’ið landið gegn þýzkri innrás, ef reynd yrði. Víða á Englandi eru þó látnar nokkrar áhyggjur í ljós út af því, að það muni verða írska fríríkinu Eire, um rnegn, að verja hendur sínar ef á það verð ur ráðist, en hingað til hefir það haldið fast við hlutleysi í styrjöldinni, ekki slitið stjórn- málasambandi við Þýzkaland og ekki haft neina samvinnu við England um vörn landsins. Hins- Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.