Alþýðublaðið - 09.07.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 09.07.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR ÞRIÐJUDAGUR* 9. JOLÍ 1940. 155. TÖLUBLAÐ ðlDla eiosi- P©Ir samtafis 14® pslsimd kréii®rf sem piirSfl fil werklegra framkvæmda. En hér í Reykjavík eru togararnir látnir greiða sama útsvar og árið 1938, þegar verst gekk! Aiiiúii veaaviBHa: NiUar nmbætnr Hellisheiðarveii. RÍKISSTJÓRNIN hef- ir ákveðið að verja allmikilli aukafjárveitingu til vegagerðar í sumar. Er þetta bæði gert vegna mjög aukinnar umferðar og til þess að auka atvinn- una. Aðalframkvæmdirnar : verða á Hellisheiði. Þar : verða ýmsar breytingar og ! Iagfærslur gerðar á vegin- um. 35 verkamenn eru ; þegar byrjaðar að vinna ’ þar, en alls verða Iátnir ! vinna þar 50 verkamenn. SAMKOMULAG hefir tekizt milli bæjarstjórnar Hafn- arfjarðar og togaraútgerðarfélaganna þar, um út- svarsgreiðslu þeirra til bæjarsjóðs. Greiða togaraútgerð- arféiögin í útsvar samtals um 140 þúsundir króna og er það allmiklu meira en þeim ber samkvæmt lögum. Það fer ekki hjá því, að þessar fréttir frá Hafnarfirði veki mikla athygli hér í Reykjavík. í bæjarstjórn Reykjavíkur var mikið deilt um útsvarsgreiðslur togaranna um það leyti, sem verið var að ákveða hækkun útsvaranna og lögðu fulltrúar Al- þýðuflokksins í bæjarstjórn það til, að þess yrði farið á leit við útgerðarmenn, að þeir féllust á að greiða hærri útsvör til bæj- arsjóðs en þeim bæri samkvæmt lögum. En Sjálfstæðisflokks- meirihlutinn í bæjarstjórn fylgdi sömu línu í þessu máli og þingmenn Sjálfstæðisflokksins á alþingi, hann þverneitaði að sam- þykkia tillögu Alþýðuflokksins. Afleiðingar þess geta menn meðal annars séð á hinni ný- útkomnu útsvarsskrá. Þar hafa útgerðarfélögin sama útsvar og 1938, þrátt fyrir milljónagróða sinn síðan stríðið hófst, en allur almenningur stórhækkuð útsvör síðan í fyrra. í vetur börðust þingmenn Alþýðuflokksins fyrir því, að Segir Lebrun Frakk landsf orseti af sér ¥ ----♦--- Péfalai naarskálkiar á ad verða eInsM@ii^r Wrsme® F'rakMands. PÉTAINSTJÓRNIN gefck í gær frá hinu nýja fasist- íska stjórnarskrárfrumvarpi, sem lagt verður fyrir nokkurn hluta franska þjóðþingsins í dag í Vichy. í sambandi við stjórbarskrár- breytinguna skrifar blað eitt í Grenoble, sem talið er vera mál- gagn Pétainstjórnarinnar, að Lebrun Frakklandsforseti kunni að segja af sér, og muni Pétain marskálkur þá fá svipaða stöðu og þá, sem Franco hefir á Spáni. En eins og kunnugt er, var Pétain sendiherra Frakka á Spáni, þegar Reynaud bauð honum sæti í frönsku stjórninni seinnipartinn í maí. Franska stjórnin hefir tekið sér einkunnarorðin: „Starf, heimili, föðurland,“ og munu þau eiga að koma í stað orð- anna: „Frelsi, jafnrétti, bræðralag,“ sem hafa verið eink unnarorð frönsku þjóðarinnar, síðan á dögum stjórnarbylting- arinnar miklu. Frakklaed framvegis tjrzb matvælanílenda Brezk og amerísk blöð harma það, hversu mjög Frakkar hafa orðið að beygja sig undir ok nazismans. Blaðið „Times“ segir, að á yf- irborðinu verði fyrirkomulag allt frekar með fasistasniði en naz- ista, en Bretar verði að gera sér ljóst, að blákaldur sannleikurinn sé, að nazistar hafi öll ráð Frakka í hendi sér, franska þjóð- in verði hér eftir að framleiða hergögn og matvæli handa Þjóð- verjum, og utanríkismálastefna Frh. á 3. síðu. Síldarverksmiðjurnar á Siglufirði í gangi. Myndin er tekin úr flugvél yfir höfninni. LaUberðsr a! síld frá Alnfirl til togaraútgerðarfélögunum ■ yrði gert að skyldu að fara á saltfisk- veiðar í 4 — 5 vikur. Var stefnt að þessu í þeim tilgangi að bæta úr hinu mikla atvinnuleysi með- al manna. Þetta mætti harðri mótstöðu frá þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins og hafði sjálfur at- vinnumálaráðherrann, Olafur Thórs, orð fyrir þeim. Hélt hann þá meðal annars fram, að ef tog- urunum yrði gert að skyldu að fara á saltfiskveiðar myndu þeir tapa 1600 kr. á dag. Fram- sóknarmenn sem virtust fylgja málinu í upphafi heyktust á því. Þá báru Alþýðuflokksmenn fram tillögu um breytingar á útsvarslögunum, sem stefndi að afnámi útsvarsfrelsis togaranna. En þetta var líka drepið, enda hélt atvinnumálaráðherrann því fram, að ef þetta yrði sam- þykkt, væru útgerðarmenn sviknir. Hinsvegar var leyfilegt að leggja á togarana ekki hærra útsvar en 1938, en þá var af- koma þeirra, eþis og kunnugt er, afar slæm. Alþingi skildi þann- ig við þessi mál í algjörðu öng- þveiti. FrnmkvæOl Bæjarðtgerð- ar flafoarfjarfiar. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Frh. á 4. síðu. PSstiIf|Hii*ðHip, Eakkafjdrðiip og Yopnafjifrliiip ælveg fnlilr æf sfild ------_♦-------- T ANDRURÐUR er af síld á Siglwfirði og öðrum bræðslustöðvum þaðan og til Norðfjarðar. — Þist- ilfjörður, Bakkafjörður og Vopnafjörður eru svartir af síldinni og fylla skipin á skömmum tíma. Munu nú vera komin að landi yfir 100 þúsund mál og er það miklu meira en á sama tíma í fyrra. Alls staðar hefir verið unnið mesta aflahrota á svo skömmum af fullum krafti að löndun, en þrær em ýmist orðnar fullar eða eru að fyllast. Kl. 11 í dag, Jér Alþýðublaðið hafði samtal við fréttaritara sinn á Siglufirði biðu 20 skip eftir löndun þar, en þrærnar voru að fyllast. Er þetta talin einhver tíma, sem komið hefir í mörg ár. Miklu færri skip stunda nú síldveiðar en undanfarin ár. Eng- inn togari er á síldveiðum og fáir línuveiðarar. Vélbátarnir munu vera álíka margir og í fyrra. Margir línuveiðarar og vélbátar eru nú að búast til veiða, og er nú hafður hraðinn á. Bretar báast við mis* knenarlansri umsát. Teskömmtun foyrjuð og ým&ir matvæla skammtar mmnkaðir í varúðar skyni. AÐ var tilkynnt í London í gær, að teskömmtun yrði nú þegar hafin í Englandi, þann- ig, að hverjum manni yrðu út- hlutaðar 2 únzur á viku hverri. Sykurnotkun hefir verið tak- mörkuð enn meira en áður, t. d. við kökugerð. Bannað er að framreiða kjöf og fiskrétt í einu á matsölustöðum. / Woolton lávarður, matvæla- ráðherra hefir gert grein fyrir. hinum nýju lákvörðunum, og sagði hann, að þær hefðu verið fyrirskipaðar í varúðarskyni, en ekki af þvi, að birgðir væru tak- markaðar. Þjóðverjar munu nota hvert tækifæri til þess að sökkva skipum vorum, sagði hann, og þótt vér vonum, að unt verði að halda uppi flutningum, verðum vér að gera ráð fyrir miskunar- lausri umsát, og allir verða áð vera við því búnir, að leggja hart að sér. Ég hefi áður tilkynnt, sagði hann, að ég mun fyrirskipa frekari takmörkun, ef þörf kref- ur„ og gera það án þess að biðj- ast afsökunar. Sjö þýzkar flugvélar voru skotnar niður við Bretland í fyrradag og sex í gær. í loft- árásum Þjóðverja á England í gær varð nvorki mikið eigna- eða manntjón.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.