Alþýðublaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐU8LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JOLÍ 1940. M.ÞÝBÐBLAÐ1Ð Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Sírnar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5821: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. VerS kr. 2.50 á rnánuði. 10 aurar í lausasölu. ■ ALÞÝDUPRENTSMIBJAN H. F. Pílatusarpvottur. RÍKISSTJÓRNIN hefir nú svarað þeirri málaleitun Verzlunarmannafélags, Reykjavík- »r, að ' dýrtíðaruppbóí á ,launfl •srzlunar- og skrifstoíufólks yrði %:rirskipuð og ákveöin með bráðabirgða 1 ögum. Það svar er á þá leið, eins og við mátti bú- ast eftir þá afgreiðslu, sem frum- varp' til laga um sama efni fékk á alþingi í vor, að samkomulag hafi ekki náðst um málið innan stjórnarinnar. Eftir slík málalok er ekki ann- •að sjáanlegt, en að verzlunar- fólkið verði að sætta sig við það hróplega ranglæti, sem það hefir verið beitt, þangað til það getur af eigin rammleik knúið kröfur sínar fram. Það geldur þess nú, og einskis annars, að það vantaði stéttarsamtökin í til þess að gera rétt sinn gildandi á sama hátt og aðrar stéttir laun- þega í landinu. Þess vegna hafa vinnuveiteiídur verzlunarfólksins ýmist neitað að verða við sann- girniskröfu þess eða farið í krimg um hana með því að lækka laun- in um leið og dýrtíðarupphötin var veitt. Og þess vegna, og af engu öðru, var málaleilun verzl- unarfólksins einnig vísáð frá af alþingi í vor. Morgunblaðið var í gær í rit- stjórnargrein sinni á mjög ó- hönduglegan hátt að reyna að þvo Sjálfstæðisflokkinn og vinnu- veitendur verzlunarfólksins hreina a'f þeim þætti, sem sá tvíeini áðili hefir hingað til átt I því, að það hefir ekki ennþá fengið þá dýrtiðaruppbót á laun sín, sem því ber. Morgunblaðið minnist yfirleitt ekki á þá óbil- girni, sem vinnuveitendurnir hafa sýnt verzlunarfólkinu í þessu máli. Það veltir allri sökinni á alþingi og „meirihluta ríkisstjðrn- arinnar“ — með því orðalagi á víst að læða þeirri hugsun inn hjá verzlunarfólkinu, að Sjálf- stæðisflokksráðherrarnir hafi bor- ið hag þess eitthvað meira fyrir brjósti en hinir og verið ofurliði bornir! —og gefur jafnvel í skyn, að alþingi og „meirihluti ríkis- stjórnarinnar" vilji með því að: neita verzlunarfiólkinu um dýr- tíðaruppbót neyða það til þess að stofna með sér stéttarfélag og ganga í Alþýðusambandið! Það er mikið, að Morgunblaðið skuli ekki segja, að kaupmennirnir, sem hingað til hafa þverskallast við kröfu verzlunarfólksins um dýrtíðaruppbót, hafi gert það í sama tilgangi! Nei; það er þýðingarlaust fyr- ir Morgunblaðið, að ætla sér að blekkja verzlunarfólkið með öðr- um eins þvættingi. Alþingi og „meirihluti rikisstjórnarnnar“ hef- ir víst engá ósk um það, frekar en kaupmennirnir, að verzlunar- fólkið stofni með sér stéttarfélag og gangi í Alþýðusambandiö. Santðl 11111 laids og skipa hafa nú alveg veiið bðnnnð ---:—«----- Neyðarráðstöfun vegna styrjaldarinnar. Það er aðeins einn flokkúr á al- þingi og í ríkisstjöminni, sem hefir bent verzlunarfólkinu á nauðsyn þess„ Alþýöuflokkurinn. Maður skyldi því ætla, að hánn hefði samkvæmt kenningum Morgunblaðsins verið því mót- fallinn, að verzlunarfólkið fengi dýrtíðaruppbót á laun sín lög- ákveðna af alþingi í vor fyrr en það væri búið að stofna með sér stéttarsamtök. En hver varð reyndin? Hún varð sú, að Al- þýðuflokkurinn var eini flokkur- inn á alþingi, sem heill og ó- skiptur greiddi atkvæði með frumvarpi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur um lögskipaða dýr- tíðaruppbót fyrir verzlunarfólkið! Hinir stjórnarflokkarnir, Fram- . sóknarflokkurinn og Sjálfstæðis- flokkurinn, voru sumpart opin- berlega á móti því, en sumpart leynilega, þótt einstakir þing- menn þættust vera með því, enda hafa báðir flokkarnir beinna vinnuveitendahagsmuna að gæta gagnvart verzlunarfólkinu, Fram- sóknarflokkurinn kaupfélaganna Sjálfstæðisflokkurinn kaupmanna. Vísir sagði í ritstjórnargrein sinni í gær, að „ekkert mál hefði fengið jafn fantalega meðferð á alþingi í manna minnum og launamál verzlunarmanna á síð- asta þingi“, og áfelltist harðlega ög þö ekki nema að maklegleik- uin þá þrjá Framsóknarmenn, sem gengu opinberlegast ' fram í því í efri deild að stöðva framgang frumvarpsins um dýrtíðaruppbót verzlunar- fólksins með því að neita um af- brigði f?á þingsköpum til þess að það igæti orðið útrætt áður en þingi var slitið. En treystir Vísir sér til þess, að þvo flokk sinn, Sjálfstæðisflokkinn, hreinan af því, að frumvarpið var þannig svæft og verzlunarfölkinu þar með neitað um sama rétt og öðrurn stéttum launþega? Hann segir sjálfur, að 8 atkvæði í efri deild hafi vérið greidd með því, að veita afbrigði frá þing- sköpunum til þess að frumvarpið gæti orðið útrætt, en 3 á móti; 4 sátu hjá. Til þess að afbrigði frá þingsköpum verði veitt þarf hins vegar s/4 hluta greiddra at- kvæða. Það þurftu því 9 að greiða atkvæði með því í þessu tilfelli í stað 8. En einn þing- manninn vantaði í efri deild við atkvæðagreiðsluna og það var — Sjálfstæðismaður! Var það bara tilviljun? Eða fyrirfram gert sam- komulag innan Sjálfstæðisflokks- ins til þess að hinir Sjálfstæðis- flokksþingmennirnir gætu látizt vera með frumvarpinu án þess, að þurfa að óttast að það yrði samþykkt? Eða var áhugi hans fyrir þessu réttlætismáli verzlunar- fólksins ekki meiri en það, að hann léti sig vanta, þegal mest reið á? Hvernig sem því er varið, I> ÓST- OG SÍMAMÁLA- ^ stjórnin hefir ákveðið að banna samtöl milli lands- og skipa — og herða yfirleitt mjög á notkun talstöðva. Munu menn skilja hver á- stæðan ér fyrir þessari leiðu ákvörðun. Með þessu 'cr öryggi sjómanna minkað, og færumst við í því efni nokkur ár aftur í tímann. Tilkynning póst- og símamála- stjórnarinnar er svohljóðandi; „Með tilliti til ástandsins í landinu eru hér með settar eftir farandi reglur um viðskipti tal- stöðva og loftskeytastöðva í ís- lenzkum skipum: 1. Öll samtöl við éinstaklinga í landi eru bönnuð. 2. .011 viðskipti við land, hvort sem er frá talstöðvum eða loft- skeytastöðvum, fari fram í sikíeyta formi, ojg afrit af skeytunum sendist póst- og símamálastjórn- inni strax eftir hver mánaðamót. 3. Öll sSfntöl milli skipa fari að eins fram á 188 métra ölduiengd, en þ»ó skal 181,8 metra öldu- lengd notuð til þiess — og ein- ungis til þess — að kalla upp aðrar stöðvar og tii neyðarþjón- ustu. 4. Samtöl miiii skipa mega að- eins innihalda nauðsyniegustu tilkynningar, er varða beinlínis fiskveiðarnar eða vsiglingu skips- ins. I Samtöi, er xela í sér áulmái, eru stranglega bönnuð, svo og samtöl á öörurn íungumálum en islenzku. 6. Dulmál og símnefrii í loíí- skeytum og talskeytum eru bönn- uð. 7- Fuilt naxn sendanda skaí vera undir hverju skeyti. 8. Öll loftskeytaviðskipti, nema neyðarþjónusta og uppköliun annara stöðva, skal fara fram á 800 metrá öldulengd, en loft- skeytaviðskipti á 188 metra öldu- lengd. Hins vegar á að nota 600 metra öldulengd og 181,8 metra öldulengd til neyðarþjónustu og til þess að kalla upp aðrar stöðv- ar, en einungis til þess. 9- í ’nvert skiþti, sem skipatai- stöð kallar á annað skip eða strandarstöð, skal hún nefna greinilega nafn skipsins, sem hún er í, og unidæmlsbóksíaíi og tölu. 10. Brot gegn þessum reglum hefir í för meö sér tafarlausa lokun stöðvarinnar, endurköllun leyfisbréfs og sta rí sskí rteinis, nema þyngri refsing liggi við samkvæmt lögum. 11. Framangreindar reglur ganga i' gildi þegár í stað.“ Stálnll með og án sápu. B Ó N í pökkum. Kristalssápa 1.10 pk. Afþurrkunarklútar nýkomnir. BREKKA Ásvallagðtu 1. Sími 1873 Sími 3570. skýlis. Flugvellir verða að koma hér upp, þeir eru lífsnauðsyn fyrir flugmálin, og þau skipa æ meiri þátt í lífl þjóðanna. Það verðnr að gera flug völl hér við ReykjavilL ----—♦—--- Hér eru þrjár flugvélar en enginn vollur ¥ GÆR ojg dag hara nokkroim sinnum sveimað tvær fagur- rauðar fiugvélar yfir bæníum. Þetta er helmingur íslenzka íoftfiotans, flugvéiarnar TF Örn og TF SGL, hvortveggja ágætar amerískar Waco-vélar fyrir fjóra farþega og flugmann. Þann 3. febrúar s. 1., skemmdist TF Örn allmikið og var ákveðið að kaupa aðra slíka, flugvéi. Sú véí er, eins og kunnugt er komin og er nú tilbúin til síldarleitai', en TF Örn hefir nú verið gerð upp sem landflugvél. Hefir „Stál- hnsgögn" séð um endurbygging- una undir stjórn þeirra Gunnar Jönassonar og Bjarnar ólsen. Vélina lagaði Brandur Tómas- Son. TF SGL er sámskonar vél og TF Örn var, með rúrni fyrir 4 farþega eins og áður er tekið fram. Hefir hún fulikomin sendi- og móttökutæki, svo að hún get- ur alltaf haft samband við loft- skeytastöðvar. Einnig má flytja þá verður því ekki neitað, að á hans atkvæði valt það, hvort frumvarpið fengist afgreitt. Þannig voru heilindi Sjálfstæð- isflokksins í launamáli verzlunar- fólksins á alþingi í vor. Það er von að hann setji nú upp vand- lætingarsvip og þvoi hendur sín- ar eins og Pílatus forðuni- einn sjúkling og tvo farþega í vélinni. íslendingar eiga nú fjórar flug- vélar, þrjár landvélar og eina sjóvél, en skilyrðin eru mjög slæm, sérstaklega fyrir landflug- vélarnar. Lang verstar eru þó aðstæðurnar í Reykjavík, því að mýrin, sem nú er notuð er alls ófuilnægjandi. Hefir verið fund- inn staður fyrir æskilegan flug- völl. Er það skammt austan við túnið, sem nú er notað. Þarf að rækta þar landið, svo að gott, hart tún fáist þar. Þykir flugmönnum æskilegt, að bærinn . kaupi túnið, og þjóðast þeir þá til að verja sjáifboða- iiðsvinnu til að fullgera' það. Nú þegar er farið að vinna að flugvelli að Egilsstöðum og á Akureyri er verið að rannsaka landið. Á Hornafirði ^r þegar langt komið með byggingu flug- Ferðafélagiðíerþrjðr skemntiferðir m helgiaa. "C1 ERÐAFELAG ÍSLANDS fer þrjár skemmtiferðir um næstu helgi. Þjórsárdalsferð. Á laugardag- inn kl. 4 e. h. ekið í bílum að Ásólfsstöðum (118 km.) og gist þar. Sunnudagsmorgun ekið að Hjálparfossi og síðan um Gjána að afréttargirðingunni, en geng- ið þaðan að Háafossi (414 fet) og með Fossá niður fyrir Stang- arfjall og þar í bílana. Þá verða skoðaðar hinar fornu bæjarrústir, sem grafnar voru upp síðastliðið sumar. — Þjörsárdalurinn hefir mikla fjölbreyttni og margs kon- ar fegurð að bjóða. Þar er hæsti foss iandsins, annar vatnsmesti fossinn, Þjófafoss, og einn feg- ursti fossinn, Hjálparfoss. Gjáin er eitt af uhdrum landsins, og hvergi er Hekla fallegri en séb frá Ásólfsstöðum. Þá er ráðgert að fara ferðirn- ar, sem fórust fyrir um seinus.tu helgi: gönguför á Hekíu og að Hagavatni. Hekluför. Lagt af stað á laug- ardag síðdegis, kl. 4, og ekið austur að Galtalæk á Landi og gist þar. Snemma sunnudags- morguns farið ríðandi upp fjallið við Löngufönn, en gengið þaðan á hæsta tind Heklu (1447 m). Að Ilagavatni. Ekið austur að Geysi á laugardagseftirmiðdag, lagt af stað kl. 4 frá Steindörs- stöð. Gist í gistihúsinu hjá Sig- urði Greipssyni. Snemma sunnu- dagsmorgun farið ríðandi inn xneð Sandfelli að Fagradalsfjíalli og að vatninu. Gengið á Fagra- dalsfjall. Verði mögulegt, farið út á jökul og gengið á Hagafell og Jarlhettur. Kornið heim á sunnudagskvöld. Áskriftarlisti á skrifstofu Kr. ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5, og séu þátttakendur bún- ir að taka farmiða fyrir kl. 7 á föstudagskvöld. Reykjavík — Mnfeyri. Hraðferðir alla daga BifreiðastSð flkureyrar. Bífreiðastðð Steiudórs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.