Alþýðublaðið - 11.07.1940, Side 1

Alþýðublaðið - 11.07.1940, Side 1
' fllfhnndarnir drápn eða sbað bitn 80 kindnr í Bafnarfirði. IGÆK smöluðu Hafn- firðingar fé sínu og komu þá nokkrar kindur illa útleiknar eftir úlf- hundana. Voru tvær kindur sér- staklega illa útleiknar. Eitt lamb var með sár á síðu og vár farið að maðka lif- andi. Ær hafði verið bitin á * læri og var sárið orðið hol- grafið svo að sá í beinið. Hafa úlfhundarnir í allt grandað um 80 kindum fyrir Hafnfirðingum. Tesarar Alliance að Ma sii á síidieiðar. TOGARAR Alliance eru nú að búa sig á síldveiðar. Ákvéðið er, að Tryggvi gamli og Rán fari, en óvíst er um önnur skip frá því félagi. Er verið að útbúa þessa tog- ara þessa dagana og munu þeir fara næstu daga. Línuveiðarinn Rifsnes fór í morgun á síldveiðar. DAGURINN í gær, 10. júlí, leið án þess, að þýzk innrás væri reynd á England eða írland eins og margir höfðu þó búizt við. En tilraunir voru gerðar til stórkostlegrk' loftárása og voru meiri loftorustur háðar yfir suðurströnd Englands og Ermar- sundi, en nokkru sinni áður síðan stríðið hófst. í þessum viðureigpum voru skotnar niður 14 þýzkar flug- vélar og 23 skemmdar svo, að vafasamt er talið, að þær hafi komizt til bækistöðvú sinna. Bretar segjast aðeins hafa misst. 2 flugvélar. Þfzkar ornstnflaivélar nnum. ; 'I - Hurri- Þýzku sprengjuflugvélarnar komu í stór hópum, margir t»ig- ir saman, og höfðu í þetta sinn orustuflugvélar, Messerschmitt flugvélar, sér til verndar gegn orustuflugvélum Breta. Á einum stað lögðu caneflugvélar og Spitfireflug- vélar Breta til atlögu við 70 flugvélar þýzkar og tókst eftir harða viðureign að rjúfa fylk ingu þeirra tvístra þeim og reka þær til baka á flótta yfir Ermar- sund. VíSa annarsstaðar urðu álíka átök við árásarflugvélar Þjóð- verja, en þeim lauk hvarvetna með því, að Þjóðverjar urðu frá að hverfa. Þegar fram á kvöld kom var loftorustunum lokið og í morgun hefir ekki borið neitt meira á loítárásatilraunum á England en endranær. Ókunnugt er enn hvaða tjón Halda Hitler og Hussolini í liilf -----♦---- Sagðir hafa ráðlagt Ungverium aðfresta landakröfum sínum á hendur Kúmeníu VIÐRÆÐURNAR í Miinchen í gær stóðu ekki nema þrjár klukkustundir, en áður höfðu fulltrúar Ungverja, Teleki greifi forsætisráðherra og Czaky greifi utanríkismálaráðherra, talað við Hitler í tvær klukku- stundir í húsi hans í Miinchen. Ciano greifi og fulltrúar Ung- ^verja eru farnir heim á leið, en ekkert hefir verið látið uppi um árangur fundarins. I tilkynningu, sem gefin var út að honum lokn- um, vár aðeins sagt, að sarna vin- átta og áður væri ríkjandi milli Þjóðverja, ítala og Ungverja. Óstaðfestar fregnir herma það þó, að pngverjum muni hafa vérið gefið það ráð, að reyna Frh. á 2. síðu. hefir orðið á suðurströnd Engl- ands af loftorustúnum. Brezkar sprengjuflugvélar héldu uppi loftárásum á Þýzka- land í gær eins og áður og réð- ust meðal annars á flotastöðv- arnar í Kiel og Wilhelmshaven, olíUhreinsunarstöðvar í Mann- heim og auk þess á flugvelli í Hollandi. En að þær hafa farið miklu lengra suður og austur, *' má marka af því, að útvarps- stöðvarnar í Breslau og Wien þögnuðu skyndilega í gær, en það eru útvarpsstöðvar Þjóð- verja vanar að gera, þegar brezkar flugvélar eru í nánd, fil þess að flugvélarnar geti síð- ur fundið þær og varpað á þær sprengjum. Brezka fasistasan- baidlð baonað. ■O REZKA FASISTASAMBAND- •*“* IÐ, „British Union“, hefir nú verið bannað með öllu, en áður var búið að taka forsprakka þess, Sir Oswald Mosley, fastan. Þá hefir brezka stjórnin til- kynnt, að allir hættulegustu er- indrekar Þjóðverja og ítala á Englandi, sem þar hafa verið teknir til gæzlu síðan stríðið hófst, hafi nú verið sendir til Kanada. Hafa samtals 6700 þýzk- ir og ítalskir fangar verið séndir þangað. Það er tilkynnt, að engir þýzk- ‘ir flóttamenn hafi verið á „Aran- dora Star“, heldur aðeins naz- istar og stuðningsmenn þeirra. Slys á Eskifirði. Það slys vildi til á Eskifirði sl. sunnudag, að stúlka á þriðja ári, Eygló, dóttir Ingvars Jónassonar, féll í sjóinn og drukknaði. Var hún nýfarin að heiman ásamt öðr- um börnum, þegar hennar var saknað. Ókunnugt er um hvað slys- inu olli. Líkið fannst á reki nokk- uð undan ströndinni. Læknir gerði lífgunartilraunir, en árangurslaust. Þannig er utsynið úr flugvél í loftorustu. ðl af sfld ern nð komin tH Siglqfjarðar. ------4,----- Sildin veiðist nu rétt út af Siglufirði. 1" TM hundrað þúsund mál af síld eru nú komin til Siglufjarðar. Og má heita, að sjór sé ennþá svartur af síld um allt veiðisvæðið, og virðist síldin nú vera á vesturleið. Sama veðurblíðan er fyrir norðan, sólskin og logn og á- gætt veiðiveður. Mörg skip biðu löndunar í morgun og eru allar þrær að fyllast. Búist er við, að skipin streymi inn með kvöldinu, þar sem þau hlaða sig af síld rétt í mynni fjarðarins. Til dæmis fékk vélbáturinn ,,Hjörtur“ 250 mál um klukkutíma stím út frá Siglufirði. Trillubátarnir fiska ágætlega ennþá og hefir hlutur orðið töluvert á annað hundrað krón- ur á dag. Fiskurinn er seldur í íshús eða fiskflutningaskip og er verðið 14—20 aura kg. Eftirfarandi skip komu inn í nótt og morgun: Kári með 520 mál, Fróði 850, Hilmir 500, Maí 600, Jón og Vonin 700, Hilmir frá Vest- mannaeyjum 750, Gotta 450, Hrönn 600, Bangsi 550, Kirja- steinar 1440, Hjörtur og Pétur 250, Sæunn 419, Gunnvör 800, Pétursey 350, Freyja 800, Villi og Snarfari 625. Ungir jafDaðarmenn í shemmtiferð nm næstn helgi. U.J. efnir til skemmti- ferðar að Tröllafossi um næstu helgi. Lagt verður af stað á laugardagskvöld og verður legið í tjöldum um nóttina. All- ar riánari upplýsingar viðvíkj- andi skemmtiferðinni verða í té látnar í afgreiðslu Alþýðu- blaðsins á morgun (föstudag) — frá kl. 7—-9 e. h. Sími 4900. Má gera ráð fyrir góðri þátt- töku, ef veður spillist ekki, — enda verða fargjöld mjög við- ráðanleg. Eins og allir vita, er mjög gaman að sjá Tröllafoss, ekki sízt í góðu veðri, eins og verið hefir undanfarið. Ungir Alþýðuflokksmenn! — Fjölménnið og takið með ykkur gesti. RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1940, 157. TÖLUBLAÐ ----4---- 14 þýzkar flngvélar vorn skotnar nfOHr. Mestu loftorustur yfir suður strond Englands og Ermar^ sundií gær síðan stríðiðjhófst t

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.