Alþýðublaðið - 12.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ •---------- ALÞÝÐQBLAÐIÐ -----------------------• Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefón Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. A L Þ Ý Ð U PRENTSMIÐJAN H. F. ------------—----------------------------------» Hræðslan við samtök verzlunarfðiksins. AÐ hefir síðustu dagana ekki um annað meira verið talað í blö'ðum höfu'ðstaðarins, en um baráttu verzlunarfólksins fyrir því, að fá dýrtíðaruppbót á laun sín eins og aðrar stéttir launpega í landinu. Við skynsamlega íhugun hlýt- ur öllum að verða það 1 jöst, að .árangursleysi þeirrar baráttu híngað tíl stafar ekki af neinu öðru en því, að verzlunarfölkið vantar stéttarsamtök *til þess að knýja fram hinar sanngjörnu kröfUr sínar. Það hefir hé:r' í höf- uðstaðnum engan annan félags- skap með sér en Verzlunar- mannafélag Reykjavíkur, þar sem vinnuveitendur þess eru einnig meðlimir og raunverulega öllu ráðancli, þannig að félagið er al- gerlega ófært um það, að gæta hagsmuna verzlunarfólksins gagn- vart þeim. í vitund þess iiafa kaupmennimir líka þrjózkast við að verða við kröfum starfsfólks- ins Um dýrtíðaruppbótina. Og þó að stjórn félagsins léti í vor flytja frumvarp til laga á alþingi um að lögbjöða dýrtíðaruppbót- ina, þá er það engin sönnun þess, að ráðandi klíkan í félaginu hafi ekki um leið tryggt sér þaV nð þáð fmmvarp yrði fellt, e:rs og raun varð á. Það er að minnsta kosti nú að fullu upplýst, að það voru fleiri en Framsóknarmennimir þrír í efri deild, sem áttu þátt í því, að frumvarpið var svæft. Við at- kvæðagreiðsluna um það, hvort afþrigði skyldu veitt frá þing- sköpum til þess aö frumvarpið gæti orðið útrætt, vantaði ekki nema eitt atkvæði, til að nægur meirihluti fengizt meÖ því. En þá kom það einkennilega í ljós, að einn þingmaðurinn var fjar- verandi — og það var einmitt Sjálfstæðismaður! Vísir var í gær að reyna áð klóra yfir þessa ó- þægilegu staðreynd með þeirri mótbám, að það hefði hvorki gert til né' frá, þótt þetta at- kvæði hefði komið frpm við at- kvæðagreiðsluna, því að þá hefði formaður Framsóknarf I okksin s, sem opinberlegast beitti sér gegn fmmvarpinu, getað fengið ein- hvern af þeim fjórum flokks- mönnum sínum, sem sátu hjá við atkvæðagreiðsluna, til þess að veita honum lið og tryggja það, að framvarpið yrði undir öllum kringumstæðum svæft. En allir sjá, hve léleg málsvörn þetta er fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem þannig lét frumvarp verzl- unarfólksins falla á því, að einn af fulltrúum hans vantaði við at- kvæðagreiðsluna, svo að ekki sé minnzt á hitt, að Vísir veit ekk- ert um það, hvort nokkur jreirra fjögra Framsóknarmanna, sem hjá sátu, hefðu fengist til þess að greiða atkvæði með því, að frumvarpið yrði svæ-ft. Vísi er það líka bersýnilega ljöst, hve óverjandi þau óheil- indi em, sem Sjálfstæðisflokkur- inn sýndi á alþingi í þessu máli. Þess vegna er hann nú að reyna að reka slyÖruorðið af þeim flokki með því, að gera sem mest úr því, hve vel ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins hafi gengiö fram í því í rikisstjórninni, að hlutur verzlunarfólksins væri réttur með bráðabirgöalögum. Það skal al- veg ósagt látið, hve einlægir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa verið í þessu máli. En að þeir hafi „sótt það fast“, eins og Vísir segir, að gefin yrðu út bráðabirgðalög um dýrtíðarupp- bót fyrir verzlunarfólkið, verður að minnsta kosti ekki með nein- um sanni sagt, eftir þær upplýs- ingar, sem nú eru fram komnar, að erindi Verzlunarmannafélags Reykjavíkur hafi legið vikum saman í ' stjórnardeild annars Sjálfstæðisflokksráðherrans án þess að á það væri minnzt við hina ráðherrana! Annars hefir fullkomin skýring nú verið gefin á neitun ríkisstjómarinnáf með þeim upplýsingum félagsmálaráð- herrans í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær, að bráða- b i r g ð a 1 ö g séu ekki gefin út af stjórninni, nerna ráðherrar allra flokkanna séu sammáta. Fyrir verzlunarfólkið era varn- arskrif og yfirklór Sjálfstæðis- flokksblaðanna í launamáli- þess ákaflega lærdómsrik. Þau vilja reyna að telja verzlunamrfðlkinu trú um, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi barizt og berjist enn fyrir því, að það fengi þá dýrtíðarupp- bót á laun sín, sem það hefir far- ið frain á og því beri með öll- um rétti. En þegar á reýndi á alþingi, greiddu ekki aðeins tveir Sjálfstæðismenn atkvæði beinlín- is á rnóti frumvarpí verzlunar- fölksins í neðri deild, heldur lét einn Sjálfstæðismaðurinn sig vanta við úrslitaatkvæðagreiðsl- luna í efri deild til þess að tryggt væri að frumvarpið yrði svæft! Og svo koma bæði Sjálfstæðis- flokksblöðin og segja, að alþingi hafi neitað verzlunarfólkinu um dýrtíðaruppbótioa í þeim tilgangi að knýja það til að stofna með sér stéttarfélag og ganga i Al- þýðusambandið! Hvernig það á að koma heim og saman við þá staðreynd, að Alþýðufiókkurinn greiddi allur atkvæði með frum- varpi verzlunarfólksins á alþingi og að ráðherra han sstuddi mála- leit'un þess á sama hátt í rikis- stjórninni, má hamingjan vita! Það ættu þá að vera Framsókn- arflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn, sem væm svo áfram um það, að verzlunarfólkið stofnaði með sér stéttarfélag og gengi í Alþýðusambandið. Því að þeir svæfðu málið í ágætri samein- ingu og með bróðurlegri verka- skiptingu á alþingi. Nei, Sjálfstæðisflokkurinn ótt- ast það nú, að verzlunarfólkið 'sjái í gegnum svikavefinn, inyndi með sér stéttarfélag og gangi í allsherjarsamtök verkalýðsins til þess að knýja fram rétt sinn. Þess vegna j>arf nú að vekja andúð verzlunarfólksins á sam- takaleiðinni með því að reyna að telja því trú unr. að það eigi að kúga það inn í stéttarsamtök launþeganna í landinu. Verzlun- arfólkið ætti að íhuga þennan nýja loddaraleik Sjólfstæðis- flokksins í launamáli þess vel. Þá sér það, hvað það er, sem vinnuveitendur þess og flokkur þeirra, Sjálfstæðisflokkurinn, ótt- ast. Það skal að vísu alveg ó- sagt látið, hvort óttinn við það, að verzlunarfólkið stofni með sér stéttarsamtök, nægir til þess að vinnuveitendur þess láti nú loks- ins undan og verði við hinni sanngjörnu kröfu þess. En hvað sem því líður, er hitt öruggara, að gera nú þegar alvöru úr því að stofna stéttarfélag verzlunar- manna. Og í öllu falli er sú ráð- sföfun ein varanleg trygglng fyrir því, að hagur verzlunarfólksins verði í framtíðinni ekki fyrir borð borinn á eins ósvífinn hátt og nú. Auglýsið í Alþýðublaðinu. FÖSTUDAGUR 12. JÚLI 1940. Það bezta er aldrei of gott! ; nýtt | Naut&kjöt ;! Hakkað kjöt ;; Hangikjöt '; Kjötfars ;; Kjöt af fullorönu. !; Kindabjúgu ; | Miðdagspylsur !; Folaldakjöt ;! Enn fremur adlan áskurff. ;j ff anL 's.sæ, með og án sápu. B Ó N í pökkum. Kristalssápa 1.10 pk. Afþurrkunarklútar nýkomnir. EEEKMA Asvallagötu 1. Sími 1678 marfjir llfir, nýkomlð VeggfóOrarinn. Slml 44S4. Reiðhjólaviðgerðir eru fljót- ast og bezt af hendi leystar í Reiðhjólasmiðjunni Þór, Veltu- sundi 1. Daglega nýrra lífskjara, getur þetta ekki af eigin ramleik og þá verður að veita því til þess opinbera hjálp í einhverri myndi Á Eskifirði eru nú um 700 íbúar. Af þeim eru um 4 hundr- uð á aldrinum 18—60 ára eða sem kalla mætti vinnufært fólk. Um 300 manns eru því börn og unglingar og gamalmenni. Eru þeíta svipuð hlutföll og í öðr- um kauptúnum þó þar séu til- tölulega fleiri börn en í öðrum svipuðum þorpum. Stafar það " vafalaust af því, að barnmörgu fjölskyldurnar eiga örðugra með að flytja sig burtu en hinar, sem færri hafa börnin. Eins pg ég áður sýndi fram á, er með öllu ókleift fyrir það fólk, sem er nú á Eskifirði að bjargast þár án þess hið opin- bera leggi þangað hjálp í ein- hverri mynd. Sú hjálp hefirbing- að til verið Jögð þangað í bein- um ríkisstyrk til fátækrafram- færslu, atvinnubótafé og fátækra- jöfnunarfé. Hefir þetta flest árin nuinið um og yfir 50 þúsundlim króna samanlagt. Allmargt dugandisfólk á Eski- firði hefir komið sér þann veg fyrir þar, að um það j>arf ekki að hugsa og það mun bjargast þar hjálparlaust áfram. Þö er nauðsynlegt, eins og ég mun síð ar víkjá að, að gera ráðstafanir til j>ess að bæta aðstöbu þess' fólks, sem eftir yrði og síðar tæki sér þarna bólfestu. Við lauslega athugun virðist mér sem flytja muni þurfá burt af Eskifirði 20 fjöískyldur og koma þeim fyrir á þeim stöðuin sem þeini er kleift að bjargast hjálparlaust. Eru þetta flest barn- margar fjölskyldur, en þó ekki allar. Er á vegum þeirra sam- tals um 200 manns. En hvað á þá að gera við þetta fólk? Um það hefi ég þessar tillögur: 1. Vattarnes. > Yst í Reyðarfirði sunnanverö- um liggur kostajörðin Vattarnes. Þessi jörð er einna bezti útræðis- staður á Austfjörðum og þó víð- ar væri leitað, fyrir svökallaða „trillubáta“. Örstutt að róa og oft góður aíli, Jörð þessi er hvað landkosti snertir hin ágætasta, lándrými mikið og góð ræktunarskilyrði, bagbeit góð á sumram og fjöru- beit fyrir fé á vetmm. RíkissjÓð- ur á jörðina og nú býr þar mað- ur 6ð ára að aldri er á næstunni mun hyggja að bregða búskap ef liann getur komist að s^emi- lega lífvænlegu starfi. Ég tel, að á þessari jörð ætti að skipuleggja nýbygð þar sem því væri svo fyrir komið, að hver ábúandi hefði nægilegt land til að geta haft 1 kú, 20—30 kind- ur og hæfilega stóran matjurta- garð fyrir heimili sitt, en aðal- lega væri ætlast til að björgin kæmi úr sjónum og ættu hverjir tveir ábúendur að vera saman !um trillubát. 1 sumar mun land- ið verða mælt upp á Vattarnesi og þarf að því lokriu að gera skipulagsuppdrátt að þeirri ný- bygð þar á nesinu, sem koma ætti. Á þennan stað mætti flytja flestallar þær fjölskyldur, sem frá Eskifirði þyrftu að fara og er enginn efi á því, að flestar þeirra mundu geta komist þar af hjálp- arlaiust í framtíðinni. Auðvitað er að hið opinbera þarf að hjálpa til við flutning fólksins þangað og til þess að útvega því bú- stofn og framleiðslutæki. En vart mun'di það kosta meira en nú er lagt á 2 árum til frain- færslu og opinberrar hjálpar á Eskifirði. Sjálfsagt tel ég að sú hjálp sem til þessa yrði veitt væri látin í té að nokkru sem styrkur en að nokkm setn vaxta- laust lán, sem endurgreiða mætti á löngum tíma. Væri með því fengin trygging fyrir því að ný- byggjarnir seldu ekki eða förg- uðu á annan hátt því, sem þeim yrði fengið í hendur. 2. Hólmar í Reyðarfirði. í mjólkurvandræðum Eskfirð- inga hafa þeir gripið til þess ráðs að fá leigða stórjörðina Hólma í Reyðarfirði og hefir ver- ið lagt þar í allmiklar ræktunar- framkvæmdir. Af þessum fram- kvæmdum og Hólmum yfirleítt hefir sveitasjóðurinn stórar byrð- ar. Leigurnar greiðast illa og blettirnir mjög misjafnlega hirt- ir af þeim sem hafa þá. Hólmar liggja í 8—10 km. fjar- lægð frá Eskifir'ði og er yfir á og brattan háls — Hólmaháls- inn — að fara. Sæmilegur bíl- vegur er að vísu þarna á milli en telja má ógerlegt fátækum mönnum að hugsa um grasnyt þar, því svo mikill hlýtur að vera aliur tilkostnaður. Áburðúr sá, sem tilfellur á Eskifirði hagnýtist þar heldur ekki' og verður því útlendur áburöur einn notaður þar. Að mínum dómi á að hætta þessum Hólmabúskap. Hann er of erfíður og of kostnaðarsamur. Hólmana tel ég að ætti að taka og gera að 3—4 nýbýlum, þar sem eingöngu væri stundaður landbúnaður. Að vísu er oft fisk- ur í Reyðarfirði, þó lítið sé nú hjá því sem áður var, og er ekki að efa að dugandismenn er þar byggju gætu aflað sér þar nægi- legs fiskjar til heimiia sinna. Dúntekjan, sem þar var um eitt skeið mjög mikil, er nú óðum að minka, mest fyrir vanhirðu og vantandi eftirlit. Er ekki að efa- að ef rækt væri við lögð mætti auka dúntekjuna á Hólm- um stórkostlega. Sjálfsagt væri að þeir sem nýbýlin reistu á Hólmum væra frá Eskifirði. Sá staður hefir mest til ræktunar- innar lagt og er því rétt að hann verði hennar aönjófandi. Niðurlag á morgun. Y. K. F. Framsðkn biður allar þær konur, sem eru atvinnulausar, að koma til við- tals í skrifstofu fclagsins í dag kl. 4—10 og á morgun frá kl. 10 árd. til 10 e. h. STJÓRNIN.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.