Alþýðublaðið - 13.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.07.1940, Blaðsíða 4
LAU6ARDAGUK 13. JÚLÍ 1M*. ©11 preatua fljétt og vel af hendi leyst. Alþý3upre»tsaftiSja« h.f. AlþýðuprentsmiSjaia h.f., Alþýðftíiíiaau, WverKs- götu 8—10. Sínai 4905. LAUGARDAGUR Næturlaeknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- ®g Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Kórlög. 20.00 Fréttir. 20.30 Upplestur: Orustan við Wat- erloo. eftir Stephan Zweig (Pétur Pétursson bankarit- ari). 11.00 Hljómplötur: Danssýningar- lög, etfir Glazounow. Bl.45 Fréttir. Ferðafélag íslands fer skemmtiför að Gullfossi og Geysi n.k. sunnudag (á morgun), ▼erður lagt af stað kl. 8 árdegis frá Steindórsstöð og ekið austur að Brúarhlöðum, en þaðan austur að Gullfossi og að Geysi. Ferðafélagið hefir leyfi fyrir að bera sápu í Geysi og verður reynt að ná fallegu gosi. Þá verður haldið til Skál- holts, hins fornfræga biskupsset- urs og skoðaðar fornar menjar. Farmiðar seldir á Steindórsstöð á frá hádegi í dag. Mjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband hér í Reykjavík Sigríð- ur Hallgrímsdóttir, Kristinssonar ► S'IC'I «fHI *I3S hleðnr n. k. priðjn* dag til Snðureyrar og ísafjarðar. frá Reykhúsum og Ingvar Brynj- ólfsson stud. phil. Á MORGUN: Næturlæknir er aðra nótt Al- freð Gíslason, Brávallagötu 22, sími 3894. Næturvörður er í Laugavégs- óg Ingólfs-Apóteki. 11.00 12.10 19.30 20.00 20.30 21.00 21.35 21.45 23.00 ÚTVARPIÐ: Messa í dómkirkjunni (séra Bjarni Jónsson). —13.00 Hádegisútvarp. Hljómplötur: Forleikirnir eftir Liszt. Fréttir. Leikþáttur: „Nilli í Naust- inni, I: Þorkatla vill giftast,” eftir Loft Guðmundsson — (Friðfinnur Guðjónsson og Bjarni Björnsson). Hljómplötur: a) Vínarvals- ar. b) 21.25 Yms sönglög (Olav Sandberg o. fl.). Danslög. Fréttir. Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: í dómkirkjunni kl. 11, séra Bj. Jónsson. Engin síðdegismessa. í fríkirkjunni á morgun kl. 2, sjéra Árni Sigurðsson. í Viðeyjarkirkju á morgun, sunnud. 15. júlí, kl. 13. Séra Hálfdán Helgason. í kaþólsku kirkjunni í Landakoti: Lágmessa kl. 6 Vi árd. Engin síðdegismessa. Frá sjúklingum í Kópavogi. Um leið og við færum þeim mönnum í Reykjávík og Hafnar- firði, sem drengilega gáfu okkur fé til bátakaupa, — okkar alúðar- fyllstu þakkir, erum við því mið- ur til neydd að tilkynna, að fé það er safnaðist getur ekki komið að tilætluðum notum, þar sem hælið verður lagt niður í þeirri mynd, sem það hefir verið, og við hrakin sitt í hvora áttina. Fyrir því höf- um við á fundi ályktað, að skipta fé því, er inn kom milli sjúkling- anna, og' vonum við, að gefendun- um sé það ekki ógeðfeld ráðstöf- un úr því sem komið er.Hressingar- hælið í Kópavogi. 30. júní 1940. F. h. sjúklinga. Gunnl. Sæmundsson, Baldvin S. Baldvinsson. Útbreiðið Alþýðublaðið. Sildarolía á afl vélar fiskiskipa ¥ NOREGI. hafa verið gerðar merkilegar tilraunir með blöndun síldarolíu og venjulegr- ar olíu til þess að knýja aflvélar fiskiskipa. Óþarfi er að breyta vélunum til þess að geta hagnýtt blönduna. Blandað er saman 80o/o síld- arolíu og 2()o/o venjulegri olíu. Pó er sá hængur á, að ef kaldara (er í veðri en 6 stig á Celsíus, verður síldarolían of þykk og þarf þá að hita hana, og má gera það með vatni því, sem hefir verið notað tfl að kæla vélina, én hefir hitnað við það. (FÚ.) Reumert um ís lenzka leiklist. LEIKARINN Poul Reumert hef- ir skrifað grein í „Politik- ens Magasin" um dvöl sína á íslandi. f greininni er' löcfð á- herzla á íslenzka gestrisni, feg- urð íslenzkrar tungu og lands- lags. Um íslenzka leikara segir Poul Reumert meðal annars: Enginn íslenzkur v leikari aflar sér lífsviðurværis með leiklist. Þetta mótar leikinn og gerir hann sterkan, upprunalegan og frjáls- mannlegan. Ireikflokkar á íslandi verða til vegna ríks áhuga á leiklistinni og brennandi löngun- ar til Ieikstarfsemi, en ekki vegna þess, að það gefi neitt í aðra hönd. Greininni fylgir mynd af Stef- aníu heitinni Guðmundsdóttur, leikkonu. F.Ú. GAMLA BÍÚ BuRdog Drummond i Afriku. Amerísk leynilögreglu- mynd eftir „SAPPER,“ með JOHN HOWARD og J. CARROL NAISH. Aukamyndir: Fréttakvikmynd og Skipper Skræk teiknimynd. Börn fá ekki aðgang. NYJA bio £§ vil eigiast raaoB (Woman chases Man). Sprellfjörug amerísk skemmtimynd, með tveim af frægustu stjörnum amé erísku kvikmyndanna í aðalhlutverkunum. Aukamynd: LOFTHERN- AÐUR. Dansleikur t B ®ES2ESSC2SE53ES3CS3C53C33ESaC»3ES3E53!5aC3!C53C23S3aS5aS53ES3ESaíH3ES2E2®' te.............. ■ h 0 0 0 0 e 0 0 B- B' . 0 ^ro^BiigqBMr^gi^pgro^gyaggagqrqgs^riagsgiggagggggagaggago^BaagqEoa^ í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 16. g Hljómsveit undir stjórn Fritz Weisshappel. 0 Aðgöngumiðar á 2,50 eftir klukkan 8 í kvöld. jjj ÖLVUÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR. Q Jarðarför föður míns, Vigfúsar Jónssonar, er andaðist 5. þ. m. fer fram frá dómkirkjunni n.k. mánudag. Húskveðja hefst á heimili hins látna, Fáíkagötu 23, kl. 4 síðd. Ásta Vigfúsdóttir. FLUGVÉLATAP ÞJÓÐVERJA Frh. af 1. síðu. nú 110 þýzkar flugv. verið skotn ar niður við Bretland og senni- lega 34 í viðbót, en frá styrjald- arbyrjun 191 og sennilega 43 til. Samkvæmt tilkynningu flug- mála- og öryggismálaráðuneyt- anna var sprengjum varpað úr þýzkum flugvélum á ýmsa stáði í norðausturhluta England*, Skotlandi ög Wales. Miklar skemdir urðu á húsum og biðu nokkrir menn bana. Auglýsið í Alþýðublaðinú. Hinn Sakamálasaga eftir Seamark ósigrandi ar þeir höfðu lokið við að rannsaka húsið. — Við förum til Greydene. Mig langar til að sjá Merci'u Lyall, sagði Delbury og gretti sig. — Komið (út í vagn.inn, ég vil fara nú þegar. Þeir fóru út að vagninum og biðu þar eftir tveim mönnum frá Scotland Yard, sem höfðu skýrslu yfir týnda muni o.g stoina. Þeir komu bráðlega á vettvang, •g Delbury skýrði þeim í fáum orðum frá því, sem hann hafði orðið vísari. — Ef hingað ko,ma menn til þess að heimsækja herra Tausy, þá takið þá fasta þegar í stað. Þetta gamla hús er bersýnilega glæpahreiður og fjöldinn allur af þeim skartgripum, sem stolið hefir verið nndanfarið í London, er þarna inni í bakherbergin'u. Og hamingjan má vita, hversu mikið af gulli hefir verið brætt þar undanfarna mánuði. Delbury kinkaði kolli til bílstjórans og vagninn rann af stað. Það. var ekki meira en um tuttugu mínútna akstur til Greydene. Delbury Var önnum kafinn við að grúska í iskjöl sín, sem hann hafði breitt á hné sér. Um leið og vagninn rann upp að hliðinu fyrir fram- an 'Greydene sáu báðir leynilö'greglumennirnir mann, sem þeir könnuðust við, á leiðinni upp veginn. — Þarna er Thomason. Hvern skollann er hann að gera hér? tautaði Delbury. Hann stökk út úr vagninum og hlj'óp á eftir mann- imtm. Thopiason heyrði fótatakið á eitir sér og snéri sér hva.tlega við. Þegar hann kom auga á Delbury, nam hann staðar og bar höndina. upp lað húfunni. — Gleður mig að sjá yður aftur, herra, sagði hann og var sem honum létti við komu Delbury. .í—: Hvað eruð þér að gera hingað? spurði Delbury. — Þetta venjulega erindi, sagði hann. — Ég hlýt að vera samúðarríkur á svipinn, fyrst mér er alltaf falið á hendur aö flytja sorgartíðindi. Ég á að tilkynna mæðgunum í Greydene, hvað komið hefir fyrir í Ií;end- on. Þér eruð sennilega í rannsóknarferð? — Já, og ég skal taka af yður ómakið, ef yður er nokkur þægð í því, sagði Delbury. Hver sendi yður? Ég var sendur beina leið frá Scotland Yard. — Hefir mæðgunum verið skýrt frá þVí, sem við hefir borið? — Nei, ekki svo að mér sé kunnugt. — Það hefir ekki verið hringt til þeirra, eða þeim gefið í skyn á nokkurn hátt, hvað við hefir borið? — Ekki svo mér sé kunnugt. — Ágætt. Yður er óhætt, Tliomason, að snúa við og fara heim. Ég skal færa mæðgunum sorgartíðindin. Það vir'ðist svo sem unga stúlkan hafi einhvern grun um það, sem við hefir borið. Mér þýkir vænt um, að ég náði yður, áður en þér fóruð inri í húsið. Segið' yfirmanninum, að ég verði koniinn til hans fyrir nón. Ðelbury hélt áfram leiðar sinnar einsamall. Er hann kom til Greydene hringdi hann dyrabjöllunni. Þerna hom v.| dyra og Delbu.ry srurði cftP Me.'Ui Lyall. Þernan hikaði ofurlítið við, og horfði á manninn frá hvirfli til ilja. Svo spurði hún hann, hviort hún mætti ékki færa henni nafnspjaldið hans. Delbury, fékk henni nafnspjaldið. — Lítið ekki á það, sagði hann — en færið ungfrúnni þa'ð og segið henni, aÖ ég óski eftir að fá að tala við hana einslega. Eftir tvær mínútur kom ungfrúin aftur föl í andliti og skjálfandi af ótta. Delbury sá það strax, ;að stúlkan hafði litið á nafnspjaldið áður en hún skilaði því. Hann glo.tti við. Honum var fylgt inn í vinnuherbergi herra Lyalls. Eftir ófurlitla stund kom Mercia inn. Hún nam staðar á þrepskildinum og horfði djarflega í augu Delburys. — Viljið þér gera svo vel 'og loka hurðinni, sagði Delbury. Delbury horfði hvasst á ungu stúikuna um leið og hún gekk inn gólfið.. Mercia virtist alveg óskelkuð, svo að Delbury fór að áííta, að hann hefði á röngu að stamlh. Delbury hafði hálft um hálft búist við því, að hún væri blóðsuga. En þetta ^var fögur stúlka og engin undirhyggjusvipur var á henni. Hann hafði búist við því, að hún væri slæg og léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Að hún væri lík. föður sinum. En í þess stað kom þarna inn á gólfið Ijómandi fögur stúlka, sem roðnaði eins og barn. Hún var hræði- lega óróleg og það var auðséð, að hún var nrjög áhyggjufull. Óttinn var auðséður í svíp hennar. En hún hafði allt um það fullkomlega vald á sjálfri sér. Deibury fann, að hann hafði haft á röngu að standa. — Þér hafið slæmar fréttir að færa, herra Delbury., Væri ekki betra, að móðir mín væri viðstödd? Mercia sagði þetta mjög rólega, en hendur hennar skulfu, þegar hún tók um stólbríkina. Nei, ungfrú. Ef yður er sama þá vildi ég helzt fá að tala við yður eina fyrst. Mercia laut höfði til samþykkis. — Jæja, ef þér óskið þess, þá skal ég hlusta á fréttirnar. En ég óska þess að þér segið mér fréttirn- ar formálalaust. Það er alltaf ervitt að taka á móti slæmum fréttum, en ég vil fá að vita strax, hvað fyrir hefir komið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.