Alþýðublaðið - 15.07.1940, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 15.07.1940, Qupperneq 1
V XXI. ÁRGANGUR MÁNUDAGUR 15. JÚLÍ 1940. 160. TÖLUBLAÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN J t Stríðinu verður haldið áfram 1941 og 1942, segir Churchill. --------♦------- En l»á verður vðrninnl snáið upp í sðkn. Enginn veit, hvort eða hvenær til innrásar kemur, sagði iorsætisráðherrann, en Bretar vilja heldur sjá London lagða í rústir, en að vita hana ofurselda smánarlegum þrældómi. "O RETAR búa sig nú ekki aðeins undir það að heyja stríð ' á þessu ári, heldur og einnig árið 1941 1942, en þá mun stríðið komast á nýtt stig, hætta að vera varnarstríð og sókn hef jast. Þetta sagði Winston Churchill forsætisráðherra Breta í á- hrifamikilli útvarpsræðu, sem hann flutti í London í gærkveldi. Stríðið verður langt og hart, sagði hann á öðrum stað í ræðu sinni. Og enginn getur sagt, hvenær innrás kann að bera að höndum. Ef til vill verður það í kvöld, ef til vill í næstu viku, en ef til vill líka aldrei. En vér munum verja* hvert þorp, hvern bæ og hverja borg. Vér viljum heldur sjá London lagða í rústir og ösku, en að vita hana ofur- selda smánarlegum þrældómi. 7 af 40 stejfpiflng- fftlu sbotnar niðnr SJÖ AF FJÖRUTÍU þýzk- um steypiflugvélum, sem réðust á brezka skipalest í Erm- arsundi, voru skotnað niður af orustuflugvélum Breta í gær. Hinar lögðu á flótta inn yfir Frakkland. Aðeins ein hrezlc flugvél fórst í viðureigninni. Ein þýzk flugvél til, sú átt- tmda, var skotin niður í gær af brezkri loftvarnarbyssu. Brezkar flugvélar gerðu nýj- ar árásir á hernaðarstaði í Hol- landi, Belgíu og Þýzkalandi, m. a. á hafnarmannvirki í Ham- borg, Bremen og Wilhelmshav- e.n, Emden og olíustöðvar, járn- brautarstöðvar, vörugeymslu- stöðvar og verksmiðjur í Hol- landi, Belgíu og Frakklandi. Úr öllum þessum flugleiðöngr um vantar aðeins þrjár brezkar flugvélar. Ein þýzk flugvél var skotin niður. Brezkui tudnrspiili sðbhtf Hiðjarðarhali AÐ var tilkynt í London í gær, að brezka tundurspill- Frh. á 4. síðu. í ræðu sinni, sem var flutt á þjóðhátíðardegi Frakka, gerði Churchill að umtalsefni sambúð Frakka og Breta fyrr og síðar og þær ráðstafanir, sem Bretar voru tilneyddir að gora, þótt sárt væri, eftir uppgjöf Frakka, til þess að hindra að Franski flot- inn kæmist undir yfirráð Ljóö- verja og ítala. Af hinum stóru herskipum Frakklands væri „Jean Bart“, sem ekki er fullgert, hið eina, sem eftir væri, nokkur herskip í Tou- Joo og víðar, en þessi herskip gætu ekki á nokkum hátt sett vald Breta á sjónum í hættu. Vér munum láta þessi herskip í friði, sagði Churchill, nema því að eins, að þau leitist við að komast til þýzkra eða ítalskra hafria. Að svo mæitu snéri Churchill sér að því að ræða framtíðina. Þennan dag fyrir einu ári var ég í París, sagði hann, og var á- horfandi að hlnni stórkostlegu hergöngu franska hersins um götur Parísar. Þá hefði enginn :getað séð fyrir, hvað gerast mundi. Og það væri heldur ekki liægt nú. En traust og trú er mönnunum gefin, sagði hann, og ég Jýsi yfir því, að ég trúi því og treysti, að sumir okkar, sem ipú erum uppi, muni lifa það, að franska þjóðin fagni aftur frelsi og sjálfstæði 14. júlí, eins og^ hún hefir gert um langan aldur. Og þá veit ég, að öll franska þjóðin mun hugsa með hlýleik til Jieirra Frakka, sem ekki vildu beygja sig undir okið, en börð- ust áfrain fyrir frelsi og sjálf- stæði landsins, þeirra Frakka, karla og kvenna, sem ekki glöt- uðu traustinu. fíver sienr Breta skref í ittiia til frelsis. Churchill kvaðst ekki vilja á- saka neinn og síst vini, sem ó- lánið hefir heimsótt. Þeirra velferð sé skylt að hera áfram fyrir brjósti, og Bret- ar og Frakkar ættu enn sömu hagsmuna að gæta; hin gagn- kvæma vinsemd væri enn ríkj- andi, oig málstaðurinn, sem þeir iiefðu farið í stríð fyrir, væri enn beggja málstaður. Churchi]] kvaðst vilja styðja þá hluta Frakkaveldis, sem mist liefðu sambandið við Frákkland, viðskiptalega og á annan hátt, og vér munum reyna að kóma þannig fram, að Frakkar og allar þjóðir, sem hafa giatað frelsi sínu, gleðjist yfir hverjum sigri Frh. á 4. síðu. FjSrntiu flðlskyldur flytja w r« i nyju IGENDUR hinna nýju verkamahnabústaða í Rauðarár- holti eru nú sem óðast að flytja inn í íbúðir sínar. Vegna styrjaldarinnar urðu verkamannabústaðirnir miklu síðbiinari en áætlað var í upphafi, því að mjög erfiðlega gekk um útvegun ýmiskonar efnis til þeirra. Síðan 14. maí í vor, er íbúarnir urðu að flytja úr íbúðum þeim, sem þeir höfðu — hafa þeir ýmist hafst við í tjöldum eða litlum herhergj- um út um bæinn, en húsgögn sín hafa þeir geymt í kjöllur- um bústaðánna og víðar. Það eru um 40 verkamanna og iðn- aðarmannafjöldskyldur, sem nú eru að flytja í þessa mynd- arlegu verkamannabústaði, sem standa á einhverjum feg- ursta stað í bænum. Enn er ekki alveg lokið að ganga frá öllu í bústöð- unum, eftir er að leggja síðustu hönd á ýmislegt smávegis. I Byrjandi sólmyrkvi. Nýjasta gamanmyndin af Winston Churchill, SfldaratItan |afnmikill og á sama tima i fyrra -----4---- Um 4 hundruð þúsund hektólitrar. AÐ mun láta nærri, að í dag sé síldaraflinn orðinn ó- líka mikill og þennan dag í fyrrasumar. Þá voru komnir á land 408 þús. hektólítrar. Á laugardagskvöld voru komnir á land um 360 þúsund hektólítrar, en síðan hefir niikið bætzt við og í morgun biðu skip eftir löndun við flestar verksmiðjur. Hjá ríkisverk- smiðjunum á Siglufirði biðu 25 skip í dag kl. 11. Á laugardagskvöld höfðu all- ar verksmiðjurnar fengið afla eins og hér segir (þó vantar þau skip, sem lönduðu hjá ríkisverk smiðjunum á laugardagskvöld frá kl. 7—2 á miðnætti, en það var ekki mikið). Síldin er talin í hektólítrum: Húsavík 7.144 Raufarhöfn 51.832 Ríkisverksmiðjan 153.973 Djúpavík 6.091 Hjalteyri 54.056 Dagverðareyri 25.309 Neskaupstaður 16.215 Seyðisfjörður 14.791 „Grána“, Sigl. 7.473 „Rauðka“, Sigl. 16.753 Samtals: 353.637 Veður er gott og veiði mikil. Mest af síldinni hefur síðustu tvo sólahringa fengist út af sléttu. Til Siglufjarðar hafa komið og landað síðustu tvo sólahringa, eftirtalin skip: Jakob 500 mál, Grótta 550, Björninn 650, Gull- toppur og Hafaldan 700, Guide me 450, Erlingur I. og II. 6560, Pilot 350, Skúli og Frigg 600, Lagarfoss og Freyja 600, Árni 550, Nelley 500, Freyja 350, Vé- björn 550, Ver og Huginn 700, Olav 600, Óðinn og Ófeigur 550, Kári 550, Sigurfari 900, Helgi 1700, Bragi og Bjarni Ólafssón 500, Reynir og Víðir 400, Sæ- björn 600, Víðir 450, Keilir 850, Maí 700, Birkir 700, Ársæll 500, Sæhrímnir 1100, Hringur 800, Jón Þorláksson 750, Fiskaklett- ur 700, Geir goði 550, Dóra 800, Höskuldur 600, Hrafnkell goði 750, Björn austræni 700, Gunn- vör 1300, Rafn 1100. Signrðnr Jðnasson kanpir Bessastaði. |J|IÐ FORNA HÖFUÐBÓL, Bessastaðir á Álftanesi, voru seldir síðastl. laugardag. Seljandi var Björgúlfur Ólafs- son, en kaupandi Sigurður Jónasson. Tók Björgúlfur upp í jörðina húsið Árnes við Skerja- fjörð. Björgúlfur mun þó búa á Bessastöðum til hausts. Söluna annaðist Lögfræðis- og fasteignaskrifstofa Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk og Geirs Gunnarssonar. Skuggi fortíðarinnar, heitir myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna. Aðalhlutv. leika: Sylvia Sidney og George Raft.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.