Alþýðublaðið - 16.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.07.1940, Blaðsíða 2
Verð á sandl, mðl 09 mnlniigi hjá sand 09- og grjótnámi bæarins er sem hér segir: Sandur 0.45 pr. tunnu Möl nr. I 0.55 — — Möl nr. II 1.05 — — Möl nr. III 0.75 — — Möl nr. IV 0.50 — — Salli 1.55 — — Mulningur I 1.75 — — Mulningur II 1.75 — — Mulningur III 1.35 — — Mulningur IV 1.35 __ _ Bæjarverkfræðingur. Sjerleyfisleiðin Rejrkjavik - Keflavík - Rarður - Sandgerði Tvær ferðir á dag alla daga ÞJÓÐFRÆGAR BIFREIÐAR Steindór, sími 1580. 4----------------------- * ► Hefi sjálfstæða fiámmi- og skðiinnastola S í HAFNARSTRÆTI 23. Bið viðskiptamenn að athuga, að frá kl. 3—6 hefi ég hrað- vinnu með þrem mönnum og vélum þennan mánuð á enda. Virðingarfyllst. FRIÐRIK P. WELDING. Afli sildveiðiskipamia: Gunnvðr og Dagný frá Siglnfirði enn |»á hæst. HÆSTA skipið í síldarflot- anum var á laugardags- kvöld móðurskipið Gunnvör frá Siglufirði með 4426 mál, næst- hæst var mótorskipið Dagný, einnig frá Sigluíirði, með 4285 mál. Hér fer á eftir skýrsla Fiskifélagsins yfir afla síldviði- skipanna, eins og hann var á laugardag kl. 12 á miðnætti. Líniugufuskip: Aldan 2298, Ancley 2416, Ár- mann 1919, Bjarki 2156, Björn Austræni 1189, Fjölnir 2637, Freyja 2734, Fróði 3076, Hringur 923, Málmey, 695, ólav 1340, Ólaf- ur Bjarnason 4331, Pétursey 3662, Reykjanes 1397, Rúna 2918, Sig- rún 1164, SkagfirSingur 1143, Sæ- borg 1174, Sæfari 1507. Mótorskip: Aldan 287, Ágústa 654, Árni' Árnason 1921, Ársæll 1201, Ás- björn 1777, Auðbjörn 985, Baldur 793, Bangsi 558, Bára*787, Birkir 1238, Björn 1621, Bris 2572, Dag- ný 4285, Eldey 3624, Erna 2729, Fiskaklettur 2019, Freyja 410, Frigg 337, Fylkir 2366, Garðar 2979, Gautur 658, Geir Sigluf. 2148, Geir goði Rvík 3794, Glaður 2033, Gotta 1247, Grótta 658, Gull toppur 1832, Gullveig 1565, Gunn- björn 1715, Gunnvör 4426,, Gylfi 1133, Haraldur 975, Heimir 2385, Helga 1567, Helgi 1459, Hermóður Akr, 496, Hermóður Rvík 1427, Hilmir 1238, Hjalteyrin 627, Hrafnkell goði 1723, Hrefna2561, Hrönn 1823, Huginn 1.2125, Hug- inn II. 2776, Flugjnn III. 3137, Hvít ingur 644, Höskuldur 1076, ísleif- ur 874, Jakob 389, Jón Þorláksson 1938, Kári 1015, Keflvíkingur 2836 Keilir 2509, Kolbrún 1977, Krist- ján 3809, Leó 1279, Liv 2280, Már 2142, Marz 152, Minnie 2356, Nanna 1476, Njáll 556, Olivette 1084, Pilot 816, Rafn 2048, Sigur- fari 2262, Sjöfn 779, Sjöstjarnan 1860, Snorri 1164, Skaftfellingur 767, Stella 2584, Súlan 373Ó, Sæ- björn 1978, Sæfinnur 3695, Sæ- hrímnir 1888, Sævar 967, Valbjörn 1473, Vébjörn 2071, Vestri 854, Víðir 421, Valur 270, Þingey 1126, Þorgeir goði 1013, Þórir 1089, Þorsteinn 2812, Sæunn 829. Frh. á 4. síðu. ALMMfBLAÐeo ÞRIÐJUDAGUR 1S. JÚLÍ 1940. \ SIGURVEGARAR REYKJAVÍKURBOÐHLAUPSINS í ár urðu K.R.-ingar, eins og flestum mun kunnugt. Hér birtist mynd af sveitinni. Mennirnir eru, efri röð frá vinstri: Baldur Jónsson, Guð- mundur Gíslason, Karl Maack, Ásgeir Guðjónsson, Sigurður Finnsson, Knútur Hallsson, Gunnar Huseby, Þorsteinn Magnússon og Rögnvaldur Gunnlaugsson. í neðri röð frá vinstri: Sverrir Jóhannesson, Jóhann Bernhard, Óskar A. Sigurðsson, Indriði Jónsson og Anton B. Björnsson. Á myndina vantar Georg L. Sveinsson. 59 þátttakendur í Allsherjarmótinu. Stjomnrnar Mba á lofíi Frestur til tilkynninga um þátt- töku í Allsherjarmótinu var út- runninn síðastliðið laugardags- kvöid. Voru þá fjögur félög í Reykjavík og Hafnarfirði búin að tilkynna og þrír menn utan af landi. Þessir menn eru: Axel Jónsson úr íþróttafélagi Kjósarsýslu, Sig- urður Guðmundsson og Þorvaldur Friðriksson, báðir úr Borgarfirði. Alls verða þátttakendur 59 tals- ins. Það er athyglisvert, að oft hafa fleiri menn keppt, á „blóma- tímum frjálsu íþróttanna,” en aldrei hefir jafn mikill fjöldi góðra íþróttamanna keppt, aldrei verið jafnmikil von um góðan og jafnan árangur. Flestir eru þátttakendur í spretthlaupunum. í 100 m. 16 og 200 m. 17. Verður gaman að sjá keþpnina þar milli þeirra Brands Brynjólfssonar og Sveins Ingv- arssonar, sem hefir gengið illa að ná þjálfun í vor vegna meiðsla í baki. Fæstir eru þátttakendur í 5 og 10 km. hlaupunum, þ. e. 5 í hvoru. Má það heita gott, að svona jöfn og mikil þátttaka skuli vera í öllurri greinum. Það, sem hefir háð frjálsum íþróttum hér á landi mjög undanfarin ár, hefir verið mikið „stjörnuskin,” þ. e. einstakir menn hafa skarað svo fram úr, að enginn hefir getað keppt við þá að gagni. Þessu þer nú minna á, enda verða keppnirnar nú æ meir spennandi. Ákveðið hefir verið, hvenær undanrásir í spretthlaupunum skuli fara fram. Verðuf það sem hér segir: 100 m. sunnudag 21. júlí, kl. 2. 200 m. sunnudag 21. júlí, kl. 6. 400 m. miðvikud. 24. júlí, kl. 5V2. Knattspyrna. Síðastliðinn sunnudag sigruðu Þjóðverjar Rúmena með 9:3 í knattspyrnu. Þjóðverjinn Syring setti í fyrradag nýtt þýzkt met í 10 000 m. hlaupi. Hljóp hann á 30:06,8 mín. Fyrra metið, sem Syr- ing átti sjálfur. var 30:40,0 mín. Þessi tími er með allra beztu tím- um, sem náðst hafa í þessu hlaupi. Heimsmet Finnans Maki er 29:52,8 mín. Missti 4 tennur; setti heimsmet, sem stóð í 12 ár. Oft hafa íþróttafrömuðirnir sagt: „Þetta er hámark. Það kemst aldrei nokkur mannleg vera fram- ar í þessari íþrótt!” Álíka oft hafa sömu menn orðið að éta ofan í sig þau ummæli, þegar nýir menn hafa komið og sýnt, að ekkert er ómann- legt. Eitt af þessum ómannlegu met- um hefir þó staðið öðrum fremur, þ. e. heimsmet Arne Borg í 1500 m. sundi, frjáls aðferð. Það var sett 4. september 1927 í Bologne, suður á Ítalíu, mjög merkilegan dag í sögu íþróttanna, því að sennilega hefir enginn maður unnið önnur eins sundafrek á einum degi, og Svíinn Arne Borg þá. Dagurinn hófst á því, að Svíar léku við Frakkland í vatnsknatt- leik. Leikurinn er fjörugur og Arne, er potturinn og pannan í liði Svía. Það dugir ekki til, því að Frakkar vinna 4:1, en eitthvað hafa þeir haft fyrir sigrinum, því að seint í leiknum braut Frakkinn Cuviler fjórar stíftennur úr Arne! Það var heilladrjúgt spark íyrir sundíþrótt- ina! Nokkrum mínútum seinna áttu úrslit 1500 m. sundsins að hefjast, og Arne var enn fjúkandi vondur yfir að missa tennurnar. Skotið ríður af — og Svíinn brun- ar af stað með ofsa hraða. Þjálfari hans þrútnar og roðnar af reiði, því Arne syndir míklu hraðar fyrst en til var ætlazt. Hann fer fyrstu 100 m. á 1:03,2 mín! Landar hans eru nú alveg að sleppa sér. „Hann springur á þessu, strákurinn!” „Er hann sjóðvitlaus?” æptu þeir og sáu það fyrir sér, þegar Arne gæf- ist upp og hefði þar með misst af Evrópumeistaratitlinum í 1500 m. sundi. En allt kemur fyrir ekki. Arne heldur sama ofsahraðanum og fer fyrstu 200 m. á 2:20,0 mín. og 400 m. á 4:56,5 mín! Hann er nú orðinn heilli laugarlengd (50 m.) á undan keppinautunum og fer fram hjá þeim seinasta, þegar 500 m. eru eftir af sundinu. Þeg- ar 880 yards eru komnir, er Arne 25 sek. undir heimsmetinu á þeirri leið. Hann öslar áfram á sama geysihraðanum — og 1000 m. fer hann á 20,2 sek. betri tíma en heimsmetinu! Áfram heldur hann — og þjálfarinn þurrkar svitann af skallanum og býst við, að öllu sé lokið eftir augnablik — og hann fái þá að bera Arne inn í klefann. En sundgarpurinn lætur engan bilbug á sér sjá. Hann eykur ferðina enn og kemur í mark 57 sek. undir sínu eigin heimsmeti, 175 metrum á undan Peretin, sem var nr. 2!! „Ég er eins og ég hafi aðeins synt 2—3 metra!” sagði meistarinn eftir þetta geysilega sund. Tíminn var 19:07,2 mín., heimsmet, sem stóð í 12 ár! En Arne Borg var ekki hættur þann daginn. Eftir dálitla hvíld fer hann enn í vatnsknattleik, þar sem Svíþjóð vann Austurr-íki með 4:2, og setti Arné tvö fyrstu mörk- in. Leiknum var varla lokið, þegar úrslitin í 100 metrum, frjálsri að- ferð, hófust. Það sund bjuggust menn við að yrði erfiðast fyrir Arne, því hættulegasti keppinaut- urinn, Ungverjinn Baranyi, hafði áður sigrað Arne í sama sundi. en Svíinn var búinn að lofa því, að láta Baranyi sjá undir iljarnar á sér, þegar meistaratitill Evrópu væri í veði. Þó var svo almennt álitið, að Baranyi myndi vinna, að vellríkur Ungverji gaf geysifallegan og stór- an biks1" til að keppa um. Þrátt fyrir allt gerði Borg eins og hann hafði sagt, sýndi keppinautunum undir iljarnar og vann á 60,0 sek., nýju sænsku meti, en Baranyi var á 63,2 sek. Enn liðu aðeins nokkr- ar mínútur, þar til síðasta sund dagsins hófst. Það var 4X50 m. boðsund. Þrír fyrstu Svíarnir töp- uðu 10 sek. á móti Þjóðverjum. Arne var hvínandi vondur og synti fjórða sprettinn sem óður væri. Hann brunaði fram hjá Ba- ranyi og vann stöðugt á Þjóðverj- ann Heinrieh. 10 sek. er mikið að vinna upp, en samt var Þýzka- land aðeins sjónarmun á undan. Kunnugir telja, að enginn nema Weissmuller hafi til þess tíma synt annað eins hraðsund og Arne Borg þessa 50 m. Gaman væri að vita, hvað Arne Borg hefir dreymt nóttina eftir að hafa unnið slík afrek á einum degi, en sennilega veit hann það einn. Nokkrum dögum síðar fór hann frá Bologna með öll verð- laun sín frá mótinu. Þau eru sam- tals talin 5000 kr. virði. Þrjú stórafrek í einmennings- sundum og tveir sundknattleikir ki einum degi! Geri aðrir betur! Æíí Sænsk skopmynd af sundkóngi. Evrópu, Arne Borg. Skemmtifund héldu Ái-mann, í. R. og K. R. s.l. sunnudagskvöld í Oddfellow. Voru þar afhent verðlaun frá 17. júní mótinu og Reykjavíkurboð- hlaupinu. Konungsbikarinn var að þessu sinni ekki afhentur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.