Alþýðublaðið - 18.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 18.07.1940, Blaðsíða 2
Veggfóður fjSlbreytt úrval fyrirliBBÍandi. Málningarvörur allar tegnndir. Verzlunin BRTNJA Stáloll með og án sápu. B Ó N í pökkum. Kristalssápa 1.10 pk. Afþurrkunarklútar nýkomnir. BREKKA Ásvallagöta 1. Sáai 1678 Tjarnarbðóin Simi 3570. SEMJA EKKI VIÐ HITLER. (Frh. af 1. síðu.) sem amerískir blaðamenn segja, að Hitler ætli að leggja fram, eða bjóða Bretum upp á. Sum brezku blöðin kalia skilmálana „ÚrslÍtafriðarkiOStÍ“. Stjómmálafréttaritarar ■ blað- anna segja, að svo mismunaindi fregnir hafi borist um þessa frið- arskilmála, að ekki sé auðið að giöggva sig á því, hvað sé um •Ö ræða, en svo virðist sem Hitl- •r ætli að gera tilraun til þess •b fá enda bundinn á styrjöldina, Þannig, að hann geti orðið mestu ráðandi um hina nýju skiparn í Evrópu og fengið pví framgengt seau hann hefir keppt að, en af því mundi leiða að Bretland yrði ekki lengur í stórvelda tölu. Margir, sem um málið skrifa, draga mjög í efa, að fregnirnar séu réttar, en aðrir leiða athygli að því, að ýmislegt bendi til að Hitler hafi sannfærst um að inn- fás í Bretland muni ekki ganga eins greiðlega og hann hefði hugsað. Bæði'ítalir og Þjóðverj- ar óttist langt stríð, en leiðtogar þeirra geta ekki með nokkru móti skiiið, að lýðræðissinnuð þjóð, geti verið sameinuð og sterk, og þess vegna gera þeir sér enn vonir um, að geta spilt sam- vinnu ríkisstjórnar Frakklands og þjóðarinnar, en það mu'ni engan árangur bera, þvi að allt Breta- veldi standi sameinað að baki Winston ChurchiIIs. Vitna blöð- in óspart í seinustu ræðu Churc- hills. Þau ummæli hans, að ekki yrði samið við nazista og að landið yrði varið þorp fyrir þorp, og götu fyrir götu. Churchill hafi í rauninni fyrirfram svarað þeim friðarskilmálum eða „friðarúr- slitakostum", sem Hitler ef til vill — og ef til vill ekki — bæri fram. „New York Heraid Tribune“ gerir væntanlega ininrásartilraun að umtalsefni og segir að meðan Bretar ráði á höfunum og séu ekki sigraðir í lofti séu engar líkur ‘fil að innrás Þjóðverja heppnist. Fjöldi Bandaribjananna villflapoal brezha berinn Fjölda margir Bandaríkja- þegnar gera nú tilraunir til þess að komast í brezka herinn, að- allega flugherinn. Af því tilefni hefir brezka flugmálaráðuneyt- ið bent á, að ekki sé hægt að taka í herinn aðra en þá, sem koma til brezks lands. Ennfrem ur, að Bretland geti ekki beðið annarra þjóða menn að ganga í herinn. Dómsmálaráðuneyti Banda- ríkjanna hefir tilkynnt, að Bandaríkjaþegnar sem gerast sjálfboðaliðar í Bretlandi, glati ekki borgararéttindum sínum, nemá því aðeins að þeir sæki um borgararéttindi þar. Bandaríkjamenn hafa gefið 150.000 sterlingspund til þess að kaupa sjúkrabíla handa Bretum. Ráðgert var að safna 100.000 sterlingspundum, en næstum þegar í stað söfnuðust 130.000. Þegar hafa 100 sjúkra- bílar verið sendir til Bret- lands og hafa þeir verið teknir í notkun víða um land. T-------------------------— VANTAR SMURNINGSOLÍU. (Frh. af 1. síðu.) Rúmeníu til Istambúl, í samtali við fréttaritara „Yorkshire Post". „Smurningsolían er áreiðanlega veikasta atriðið í stríðsviðbún- aði Þýzkalands, því að fyrir stríð fluttu Þjóðverjar inn 90 % af neysluþörf sinni á smurningsolíu frá Mexicó og Texas, en brezka hafnbannið hefir nú algerlega lokað fyrir þennan innflutning þeirra. 1 Rússar geta ekki látið nema mjög takmarkaðar olíubirgðir af hendi við Þjóðverja. Þeir hafa hýlega selt Þjóðverjum 12 þús. smálestir af smurningsolíu, og er það ekki nema um 3°/o af því, sem Þjóðverjar þarfnast. Auk þess er rússnesk smurningsolían ákaflega léleg að gæðum og al- gerlega ónothæf fyrir fluigvélar. Rúmenía framleiðir ekki meira af smurningsolíu en hún notar sjálf, bg geta Þjóðverjar ekki fengið neitt keypt þar“. Ameríkurfkj aráðstefna i Bavana nm næstn taelflf Ameríkuríkjaráðstefnan kem ur saman í Havana á Kúba næstkomandi sunnudag. Þar verður m. a. rætt um fjárhags- og viðskiptasamvinnu Amer- íkuríkja, undirróðursstarfsemi nazista í Ameríku og fleira. Enn •fremur mörg hagsmunamál þeirra ríkja, sem ráðstefnuna sækja, en það eru 21 lýðveldi, sem senda fulltrúa á hana. Cordell Hull, utanríkismála- ráðherra Bandaríkjanna, hefir gert uppkast að samkomulagi, sem lagt verður fyrir ráðstefn- una. ALÞYÐUBUÐIO FIMMTUDAGUfí 18. JÚLÍ 1940 XwÍwávK i I i Brezkir skriðdrekar nýkomnir úr vopnaverksmiðjunum. Svíar vilja enga verod Þjóðverja. Harðorð flteio í Social- Demokraten 1 Stokktaðlml SÆNSKA blaðið „Social-De- mokraten11 birti í gær samkvæmt Lundúnafregn for- ystugrein undir fyrirsögninni „Nýtt taugastríð“, og fjallar greinin um þær kenningar, sem rithöfundar þýzkra nazista, Ro- senberg og Megérle, hafa ný- lega sett fram um framtíðar- skipulag Evrópu. Segir í grein- inni, að bersýnilegt sé, í hverja átt hin þýzka útþenslupólitík stefni, undir forystu þessara postula sinna, sem aðallega pre- diki þýzka yfirdrottnun og skerðingu á mannfrelsi. „Þó að hverjum einasta Svía sé það ljóst, hve alvarleg að- staða lands vors er orðin, þar sem það er raunverulega inni- lokað milli ófriðaraðilja, þá er það skýlaus krafa vor, að þjóð- frelsi vort og mannfrelsi verði virt og að öll skipti vor við hina voldugu nágranna vora byggist á virðingu þeirra fyrir ríkisrétt- indum Svíþjóðar. Það er ekki til neins að bjóða oss upp á ,,vernd“ og vér eigum einnig erfitt með að skilja það, að oss beri að leggja niður forn mannréttindi, vegna þess að aðrar þjóðir eiga í stríði. Hug- leiðingar Rosenbergs um „bandaríki Evrópu“, sem byggð verði upp líkt og Bandaríki Am- eríku, stranda á því einu, að am- erísku Bandaríkin byggja skipulag sitt á lýðræði og virð- ingu fyrir mannréttindum. Æðstu verðmæti lífsins, frelsi og menningu, verður aldrei hægt að taka frá þjóðum mann- kynsins, án þess að undan svíði. Sænska þjóðin verður að gera sér það ljóst, að það er betra að berjast fyrir frelsi sínu — og falla — en að gefast upp fyrir kúgaranum. En sízt af öllu ætti sænska þjóðin að óttast það, að hún yrði sigruð „innan frá“. Knattspyrnninót ís- lands hefst 8. ágðst Félogin æfa nú af mikln kappi KNATTSPYRNUMÓT Ís- lands hefst 8. ágúst næst- komandi. Knattspyrnuráðið gaf blöð- unum í gær svohljóðandi til- kynningu um þetta aðalknatt- spyrnumót ársins: „íslandsmót í I. flokki byrjar 26. júlí og íslandsmót í III. flokki hefst 23. júlí. Þátttakend- ur í þessum mótum verða að hafa tilkynnt þátttöku til K. R. R. fyrir næstkomandi sunnu- dag. Félög, sem ætla að taka þátt í I. flokks mótinu og hafa viðurkennda meistaraflokka, verða að tilkynna K. R. R. nöfn beggja kappliðsflokkanna sam- tímis. Seinni umferð í I. flokki (Rvíkurmót) hefst 14. ágúst til 17. sept. Seinni umferð í II. fl. byrjar 1. ágúst til 5. sept. Seinni umferð í III. fl. (Rvík- urmót) byrjar 13. til 28. ágúst. Haustmót IV. flokks byrjar 11. ágúst, og. að síðustu verður Walters-keppnin 15. september. Knattspyrnumenn, munið eft dr mótunum og æfið dyggilega.“ A bökknm Bolafljéts Ný bók eftir Guðm. Ðaníelsson "C1 FTIR fáeina daga kemur á bókamarkaðinn ný bók eftir Guðmund Daníelsson frá Guttormshaga. Er það fimmta bók þessa unga rithöfundar. 23 ára gam- all gaf hann út fyrstu bók sína, Ég heilsa þér, sem var ljóðabók. Síðan hefir hann gefið út þrjár skáldsögur og er þetta sú fjórða. Er þetta viðburðarík saga, sem hefst hér í Reykjavík, en gerist að mestu leyti á Suður- landsundirlendinu, á bökkum Bolafljóts. Útgefandi bókarinnar er Þor- steinn Jónsson á Akureyri. hýzk blöð rððast ná ð JfigislavlD. Saka stjórn henuar og her- foringja um mök við Frakka. ÝZK blöð ráðast nú með allmiklum ákafa á Júgé- slava og er orsökin sögð vera sú, að franski sendiherrann í Bel- grad efndi til minningarsam- komu við leiði franskra her- manna þar þ. 14. júlí, á þjóð- minningardegi Frakka. Átelja þýzk blöð og útvarp, að aðstoð- arhermálaráðherra Júgóslavíu, yfirmaður herforingjaráðsins og fjöldi háttsettra yfirforingja voru viðstaddir. Meðal blaða þeirra, sem um þetta rita, eru „Börsen-Zei- tung“ og „Deutsche Allgemeine Zeitung“. Sendihérrann hefir aldrei, að því er blöðin halda fram, efnt til slíkrar minningarsamkomu fyrr en nú, og saka hann um að hafa gert það til þess að ræða við herforingja Júgóslavíu. Þá. er því haldið fram, að sendi- herrann „dáist að de Gaulle her- foringja á laun“. DREN G JAFÖTIN frá Spörtu, Laugaveg 10. BERJABÓKIN Dr. Gunnl. Claessen og Kristbjörg Þorbergsdóttir matráðskona á Landsspítalanum hafa samið bókina. — Þetta eru leiðbeiningar um meðferð og geymslu á alls konar berjum, rabarbara, sítrónum, tómötum, gúrkum, salötum og niðursuðu berja. Bókin kostar aðeins 2 krónur og fæst hjá öllum bók- sölum. Bókaverzlun ísafoldarprentsmiðju.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.