Alþýðublaðið - 20.07.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 20.07.1940, Blaðsíða 1
RITSTJORI: STEFAN PETURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ARGANGUR LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1940 165. TÖLUBLAB 1 stað árásarinnar á Bret- land, sem boðuð hafði ver- ið, hélt Hitler ræðu i gær. Skemtiför itóöa- flokksfélaganna nm næstn heigi. RÁÐGERT er að Al- þýðuflokksfélögin efni til skemmtifarar um næstu helgi. — Verður skemmtiförinni hagað þannig, að s'em flestir geti tekið þátt í henni, og því er ekki háegt að fara mjög Iangt. Vel verður vandað til skemmtifararinnar, ým- issa skemmtikrafta o. fl. Búið ykkur undir að taka þátt í þessari skemmtiför. Breytingar á yf- irherstjórn Breta Allan Brooke tekur við af Ironside heima á Englanði. ||/|IKILVÆGAR breytingar voru gerðar í gær á yfir- herstjórn Breta. Sir Edmund Ironside herforingi, sem fyrir nokkru var skipaður yfirmaður landvarnanna heima fyrir, læt- ur nú af því embætti, en í hans stað kemur Sir Allan Brooke. Sir Edmond er nú orðinn sex- tugur. Hann hefir verið sæmdur titlinum „marskálkur í hern- um“. Sir Edmund verður við því búinn, að inna af hendi frekari störf í hernaði, ef þess reynist þörf. Gort lávarður hefir verið skipaður til þess að gegna yfir- •eftirlitsstörfum með þjálfun brezka hersins, eri hann var yf- irmaður hrezka hersins í Frakk- landi og Belgíu þangað tií bar- dögum lauk þar. Sir Allan Brooke er 57 ára að aldri. Hann hefir unnið manna mest allra herforingja Breta að því að koma hernaðarskipulag- inu í nútímahorf og verið hvata- maður þess, að allar hersveit- irnar fengu vélknúin hergögn. Hjónaband. í dag verða gefin saman í hjónaband af herra Sigurgeir Sig- urðssyni biskupi ungfrú Þóra Þórðardóttir, Leifsgötu 9, og Dýri Baldvinsson. Leifsgötu 10, verk- :stjóri í Velsmiðjunni Héðni. Heim- ili þeirra verður að Ægisgötu 10. Mann sagðist alltaf hafa viljað frfð og aldref hafa ætlað sér að eyðfleggfa hrezka hefmsveldiðf --------4-------- UITLER flutti ræðu þá fyrir þýzka ríkisþinginu seinni- •*• partinn í gær,' sem heyrst hafði að hann ætlaði að halda. Hóf hann ræðuna kl. 5 og stóð hún í hálfan annan klukkutíma. Ciano greifi var viðstaddur þingfundinn. Hitler kom ekki með neitt ákveðið ,,friðartilboð“, eins og spurzt hafði í lausafyegnum. En hann sagði: „Ég sé enga ástæðu til að halda stríðinu áfram. Þess vegna ætla ég enn að skírskota til skynseminnar. Ég geri mér að vísu enga von um, að það beri árangur. En ég hefi þá að minnsta kosti létt á samvizku minni með tiíliti til þeirra viðburða, sem í vændum eru.“ „Ef stríðið heldur áfram,“ sagði Hitler, „þá mun mikið heims- ríki líða undir lok. Því að stríðinu verður þá ekki lokið fyrr en annaðhvort brezka heimsveldið eða Þýzkaland hefir verið mol- að. Churchill heldur, að það verði Þýzkaland, en ég held, að það verði Bretland.“ Hitler talar í ríkisþinginu í Krollóperunni. Göring í forsetasæti. Á bak við hann: En Hitler sagðist aldrei hafa óskað þess að eyðileggja brezka heimsveldið. Hann hefði yfir- leitt ekki viljað stríð, heldur ætlað sér að byggja upp menn- ingarríki. En nú væri hann hindraður í því af eintómum núllum. Sigorbrós Hitlers. Annars var hin langa ræða Hitlers lítið annað en lýsing á stríðinu hingað til frá sjónar- miði nazista og lof um þýzka herinn og stjórn hans. Lauk þeirri lýsingu'með því, að Hitler sæmdi fjölda herfor- ingja nýjum nafnbótum. Mest lof bar hann á Göring. Gerði hann Göring að því loknu að ,,ríkismarskálki“ og sæmdi hann stórkrossi járnkrossorð- unnar. Næst talaði hann um af- rek Ribbentrops, Sem hann sagði, að um aldur og æfi myndi verða minnzt sem utanríkis- málaráðherra Stór-Þýzkalands á þessum tímum. En auk þeirra nefndi hann nöfn helztu naz- istaforingjanna í þessari röð: Hess, Lutze, Göbbels og Himm- ler. Af herforingjunum voru meðal annarra von Brau- chitsch, yfirhershöfðinginn, Keitel, forseti herforingjaráðs- ins, von Rundstedt, Bock, von Reichenau og von Witzleben gerðir að ,,hermarskálkum“, enn fremur Milch, foringi flug- hersins. En fjöldi annarra, þar á meðál von Falkenhorst, for- ingi þýzka innrásarhersins í Noregi, voru gerðir að „general- offurstum“. Fádæma sildvelái er nú á Grimseyjarsimdi. ■ -----4----- Skipin hlaða á örskömmum tíma, en verða að bíða lengi löndunar á Siglufirði ------4------ FÁDÆMA MIKIL síldveiði er nú á Grímseyjarsundi. Þar er svartur sjór a£ síld á stóru svæði og hlaða skip á mjög skömmum tíma. Bretar svara: Loftárás á Kruppsmiðjumar í Essen. ----^---- Orðum Mitlers ekki treystandi. Það var tilkynnt í gærkveldi í London, að brezkar sprengju- flugvélar hefðu gert loftárás á hinar heimsfrægu vopnaverk- smiðjur Krupps í Essen, og hefðu miklar sprengingar orðið x þeim og reykjarmekkir gosið í loft upp. Loftárásir voru einnig gerðar á fjölda marga aðra hernaðar- lega þýðingarmikla staði við Emden, Bremen, Hannover og Paderborn á Þýzkalandi. Rott- erdam á Hollandi og Genf í Belgíu. B.rezku blöðin sögðu í morg- un um ræðu Hitlers, að í henni hefði ekkert nýtt komið fram og orð Hitlers væru yfirleitt ekki alvarlega takandi eins og nægilega oft væri búið að sýna sig. Ræðu Hitlers hefði líka þegar fyrirfram verið svarað af Churchill í síðustu ræðu hans. „Daily Herald“, málgagn Frh. á 4. síðu. Sem dæmi um aflann má geta' þess, að línuveiðarinn Fjölnir frá Þingeyri kom í gær til Hjalteyrar með full- fermi og er aftur þar í morg- un með fullfermi. Árni Fri'ðriksson fiskifræ’öing- ur sagði við fréttaritara Alþýðu- blaðsins í morgun að nú væri miklu betra útlit fyrir góðri síld- arvertíð, þar sem sjórinn er nú 1—11/2 gráðu kaldari en undan- farin sumur. í morgun biðu löndun hjá rík- isyerksmiðjunum á' Siglufirði 30 skip. Nokkúr skip biðjj og hjá hinum ve'rksmiðjunum. Ailar þrær eru fullar hjá verksmiðj- unum á Siglufirði. Talið er að ríkisverksmiðjurnar hafi tekið á mófi uni 160 þúsund málum. Rauðka* hefiv tekið á móti 17 þúsund málum, en 'fékk alls -í fyrrasumar 25 þús. mál. Grána hefír tekið á móti 8 þúsund mál. Hjaltéyrarverksmiðjan hefir feng- ið um 62 þúsurid mál. Til Djúpuvikur komu í gær togarinn Rán með 1400 mál og var það fyrsti togarinn sém komr ið hefir inn með' síld. Garðar úr Hafnarfirði kom nokkru síð- ar með 2600 mál. Þá kom Rifs- nes með 1100 mál. Djúpavíkur- verksmiðjan hefir tekið á móti urn 18 þúsund málum. Síldaraflinn mun nú vera orð- inn allmiklu meiri en í fyrra- sumar á sama tíma. Hjóðverjar láta greip ar sópa nm vdrn- birgðir f Frabbiandi. FJ AILY EXPRESS“ birti grein í gærmorgun, sem nefnist „Herfangið í Frakk- landi“, eftir Sefton Delmer. Er því Iýst í greininni, hvernig Þjóðverjar ræna miskunnar- laust þjóðarauði Frakka til hernaðarþarfa. „Þetta er meira en hið venju- lega rán sigurvegaranha, því að í hondum nazistá héfir þetta orðið að skipulagsbundnu ráni og yfirgangi, líkt og þegar þýzk- ir Gyðingar voru sviptir eignum sínum, aðeins í miklu stærra stíl. Frankinn hefir verið verð- festur við hið verðlausa þýzka ríkismark, og gilda 20. frankar eitt mark. Hið raunverulega verðmæti marksins miðað við frankann er átta frankar mark- ið. Bannað er að hækka útsölu- verð á vörum, enda hafa þýzkir hermenn og eiginkonur herfor- ingja óspart notað sér hið lága gengi frankans til að láta greip- ar sópa um birgðir vöruhús- anna. Silkisokkar og aðrar ó- sviknar vörur, sem ekki hafa sést árum saman í Þýzkalandi, Frh. á 4. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.