Alþýðublaðið - 22.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.07.1940, Blaðsíða 4
I MÁNUDÁGUR 22. JÚLÍ 194«. Kaupið bókiaa Hver var aS hlæja? og brosið meS! IADIÐ Hver var að hlæja? er bók, sem þér þurfið að eigaast. MÁNUDAGUR Næturlæknir er í nótt jþórarinn Sveinsson, Ásvallagötu 5, sími 2717. Næturvörður er í Reykjavíkur- eg Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ í DAG: 20.30 Sumarþættir (Einar Magnús son menntaskólakennari). 20.50 Einsöngur (Hermann Guð- mundsson: a) Bj.g.v. Guðm.: í dalnum, b) Árni Thorst.: Nótt. c) Jón Eaxdal: Berg- ljót. d) Karl Ó, Run.: Hirð- ingjaljóð. e) Páll ísólfsson: Vögguljóð. 21.10 Útvarpshljómsveitin: Hol- lerizk þjóðlög. Knattspyrnumótin. Landsmót 3. flokks hefst á morg- um kl. 7 með kappleik milli Vals og Vík. Kl. 8 lika K.R. og Fram. Lands mót 1. flokks hefst á föstudag. Þátttakendur eru þar 6, Reykja- víkurfélögin, Hafnfirðingar og ís- firðingar. Trúlofun. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Valgerður Halldórsdóttir forstöðukona á Laugalandi og Run- ólfur Sveinsson skólastjóri á Hvanneyri. Knockout, myndin, sem Gamla Bíó sýnir núna er tekin af Paramountfélag- inu. Aðalhlutverkin leika Irene Dunne, Fred Mac Murray og Char- lie Ruggles. I»egar Ijósin Ijóma á Broadway heitir skemmtileg tal- og söngva- mynd, sem Nýja Bíó sýnir um þessar mundir. Er hún frá Fox. Aðalhlutverkin leika: Dick Pow- ell, Alice Faye, Mádeleine Carroll ©g Ritz Brothers. •Niðursuðuverksmiðja Sölusambands íslenzkra fisk- framleiðenda hefir mjög fært út kvíarnar síðan í fyrra. Hefir'verk- smiðjan látið stækka reykhúsið mjög mikið, byggt stóra nýbygg- ingu áfast við verksmiðjuhúsið við Lindargötu. Verksmiðjan getur nú reykt og lagt niður um 30 þúsund dósir á sólarhring. Til marks um það, hversu risavaxið fyrirtækið er orðið, má geta þess, að þegar verk- smiðjan er í fullum gangi kaupir hún frá 50 til 250 tunnur af síld á dag og vinna þá 130 til 140 manns í verksmiðjunni. Markaður fyrir þessa reyktu síld er aðallega í Ameríku og Englandi, og fær var- an hið bezta orð. HANNES Á HORNINU Frh. af 2. síöu. ef um lengri leiðir er að ræða, þá getur maður haft prívatbílinn 1— 2 eða fleiri daga fyrir sætaverð.“ ÞAÐ ER ÓDÝRARA að nokkr- ir menn slái sér saman í ferðalag og leigi sér prívatbíl en að kaupa sæti í áætlunarbílunum og það á fólk því að gera. EYSTRASALTSLÖNDIN. Framh. af 1. síðu. göngu í ítiga, höfuðborg Lett- lands. Voru rauðir fánar með hamri og sigð, kröfuspjöld og myndir af Stalin bornar í kröfu- göngunni og það heimtað, að stjórnin bæði um innlimun landsins í Sovét Rússland! Eystrasaltslöndin eru samtals um 170 000 ferkílómetrar að stærð (Eistland 47 þúsund fer- kílómetrar, Lettland 65 000 og Lithauen 55 000) og hafa samtals um 6 milljónir íbúa (Eistland 1,2 milljónir, Lettland 2 milljónir og Lithauen 2,5 milljónir). Itrð lalifax flitnr it- Taiftrcii i kvSld. Lord Halifax, utanríkismálaráð- herra Bretlands, flytur ræðu kl.( 9,15 (brezkur sumartími) í kvöld. Ræðu þessari verður útvarpað til Bandaríkjanna og allra brezkra landa. Búizt er við, að Lord Halifax muni svara Hitler í ræðu slnní. ALLSHERJARMÓTIÖ. Framh. af 1. síðu. frægð. Einnig munu þeir Brand- ur Brynjólfsson, Haukur Claessen og Jóhann Bernhard gera þeim sigurinn dýrkeyptan, og hver veit, nema nýir menn skjóti upp höfðunum. í stangarstökki er ómögulegt að segja nokkuð fyrirfram, svo jafnir eru allir keppendurnir. Karl Vilmundarson keppir hér aftur eftir alllanga hvíld frá kappmótum. Langstökkið verður hörð keppni, milli þeirra Jóhanns Bernhard og Sigurðar Nordahl, en sennilega verða menn eins og Sigurður Sigurðsson, Oliver Steinn, Georg L. Sveinsson og Sigurður Guðmundsson ekki langt á eftir þeim. 1 kringlukasti er í fyrsta lagi um þrjá menn að ræða, sem raða sér að líkind- 'um í þrjú fyrstu sætin, þ. e. þeir Ólafur Guðmundsson, Vattnes og Huseby, en enginn veit, hvernig þeir raða sér, því þeir eru afar líkir. Skammt á eftir þeim eru svo margir góðir kastarar, sem munu berjast ufm fjörða sætið. Sigur- geir Ársælsso'n má heita viss með að vinna 800 m hlaupið, en í þess stað er bardagi um næstu sætin, Ólafur Símonarson, Indxiði Jónsson og óskar Á. Sigurðsson munu verða þar fremstir í flokki. IGAMLA ■ B60 Knockout M NYJA B1Ó 1 Þegar l]ésm Ijóma á Skemmtileg og spennandi amerísk kvikmynd, tekin af Paramount-félaginú. — Aðalhlutverkin leika: Irene Dunne, Fred Mac Murray og Charlie Ruggles. Aukamynd: Ný SKIPPER SKRÆK- íburðarmikil og hrífandi skemmtileg tal- og söngva mynd frá FOX, með mús- ík eftir hið heimsfræga tízkutónskáld Irving Ber- lin (höfund Alexander’s Ragtime Band). Aðalhlut- verkin leika: Dick Powell, Alice Faye, Madeleine Carrol, teiknimynd. RITZ BROTHERS. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að móðir mín, Guðbjörg Hannesdóttir, andaðist 21. þ. m. á heimili sínu, Sólbergi, Seltjarnarnesi. Fyrir hönd ættingja. Jóhanna Stefánsdóttir. Loks er svo 1000 m boðhlaupiS, þar sem fyrirsjáanleg er afar- hörð keppni milli höfuðandstáeð- inganna á móti þessu, Ármanns og K. R. Á eftir þeim koma svo B-sveitir sömu félaga, í. R., F. H. og loks G-sveit K. R. Allsherjar éfið hefst I kvold IL 8,30 Keppt verður í stangarstokki, liö m. klaapi langstökki, kringlukasti og 1000 m. boðhlaupi. lomið m sjáið @0 beste ipróttaieen iaedsms ieppa! # t Saiaffl^asaea eftir Seamark ósigrandi skila því til hans frá mér, að það §é vite tllgangslausí. Það er ekki hægt að taka mig fastan. Og þér megið ennfremur skila því til hans frá mér, að ég muni ®kki reyna til þess að 'flýja úr borginni. Verið þér sælar, Merc,a. Eftir að mál þetta er til lykta leitt beið ég milli vonar og ótta um það að vita, hvort þér viljið sjá mig framar eða ekki. Verið þér sælar. Hann hringdi af. t : ' ■ i Mercia snéri sér við. — Hann er búinm að hringja af. Delbury yppti öxlum. — Ég gat heyrt sumt af sam- talinu, sagði hann og gretti sig. — Og skollimn hafi það, að ég hafi minnsta grun um það, hvernig í jæssu; liggur. Hvemig í skollanum vissi hann, að ég var hér. Og hvernig vissi hann, að ég hafði sagt yður frá því, að ég ætlaði að taka hann fastan. Það virðist svo að þetta mál sé tengt göldrum og gerningum. .Hann tók símatólið. — Halló, miðstöð, segir hann. — Þetta er Highgate, maður frá Sootland Yard. Viljið þér athuga það fyrir mig, hvaðan var hringt hingað áðan. Náið í númerið >og verið viss. Og fiýtið yður. Eftir fáeinar mínútur kom svarið. Upphringingin kom frá almenningssímaklefa, í; Kingsway hótel. . Skollinn hafi það, sagði Delbury. — Þar hefi ég misst af honum aftur. Það virðist svo, sem heppnin vilji ekki vera með mér é þessu máli. Mercia kom við handlegg hans. Hún horfði beint Inn í augu hans. — Herra Delbury! Hvað átti herra Dain við, þegar hann sagði, að faðir minn hefði farið til Hendon í því skyni að myrða Dain. Hvers vegna vildi hann ekki segja mér hver ástæðan var? Hvað átti hann við, þegar hann sagði, að þessi frétt yrði verri en sú fyrri? Ég verð að fá að vita þetta. Þér vitið það, og þé.r eruð að reyna að leyna mig því. Við mæðgurnar höf- «m rétt á að fá að vita það. Delbury snéri sér við og horfði beint í augu ung- frú Merciu. — Ungfrú Lyall, sagði hann. — Þér ættuð ekki að spyrja mig um ástæðuna fyrir þögn herra Dains. Og ég hefi enga löngun til.þess að skýra frá því litla, sem ég veit meðan margt er mér hulið ennþá. — L"n það getur áreiðanlega ekki skaðað, þó að þér segið mér það, sem þér álítið um þetta mál. — Ungfrú, það fer sennilega fram yfirheyrsla í þessu máii, sagði Delbury. — Og yður er sennilega fyrir beztu að geyma spurningar yðar þangað til. Og þér verðlð vafalaust yfirheyrð líka. — Þá mun ég neita að svara fyrr en mér hefir verið skýrt frá því, hvað skeði og orsök þess, sem skeði í gærkveldi, sagði frú Lyall. — Ég er alveg á sania máli og dóttir mín um það, að ef við megum ekki fá að vita það, hver hefir þá ieyfi til að vita það? Leynilögreglumaðurinn strauk hökuna í mestu vand- ræðum. Hann var á báðum áttum. Það var rétt, að mæðgurnar áttu rétt á því að fá að heyra sannleik- ann, en málið var þannig vaxið, að hann vissi ekki, hvort það, sem hann áleit, væri rétt-eða ekki. Mercia tók nú aftur til máls. — Þér hafið vissulega sagt okluir súo siæmar fréttir í morgun, að þéf getið ekki ságt' okkur verri fréttir. Og ef þér segið okkur ,ekki sannleikann, mun ég ekki hika viH á# saia mér til Sootiand Yard. Delbury stundi þungan. — Jæja, sagði hann. — En þið verðið að minnast þess, að verið getur, að það, sem ég segi ykkur núná, sé á misskilningi byggt. Frú Lyall laut höfði. — Ef til vill gætuð þið hjálpað mér til þess aí varpa ljósi yfir þetta mál, sagði Deibury. Hann renndi augunum yfir vasabókarblöð sín. — Munið þið eftir viðburðunum síðast liðinn mánudag og þriðjudag? — Já, sagði frúin. — Hafði maðurinn yöar í hyggju að fara út á mánudagskvöldið, munið' þér eftir því? — Já, hann hafnaði boði Valmon Dains, vegna þess að hann hafði ætlað að gera eitthvað annað þetta kvöld. Delbury strauTr hökuna. — Það er mjög merkilegt, frú Lyall, sagði hann. — Og hvað ætiaði hann að gera? — Það hafði ég ekki hugmynd um. Ég hygg, að hann hafi ætlað að spila bridge. — Kom það oft fyrir, að hann væri fjarverandi við að spila bridge? — Það kom stundum fyrir. 7— Var hann fjarverandi alla nóttina? — Já, stundum. — Og hafði herra Lyall í hyggjn að spila bridge þessa nótt? — Já, því býst ég við. — Það var þessa nótt, sem uppfinning Dains var reynd; var ekki svo? — Jú, herra Dain bauð okkur öllum með sér til þess að horfa á tilraunina. — Já, og þessa nótt var rænt skartgripum hertoga- frúarinnar af Renburgh. En segið mér frú, fór maður- inn yðar út þessa nótt, eiris og hann hafði ætláð sárf 'i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.