Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 2
Þarna er brúSkaupsmyndin, er sá metnaðargjarnl giftir sig, og tengdapabbi, hin eiginlega bráð, trónir í miðjunni. Höfundur Parkinsons-lögmáls- ins, C. Northcote Parkinson, er löngu heimsfrægu fyrir reglur sínar um skrifstofulífið og skatta málin, og nú hefur hann gefið út nýja bók, þar sem hann legg- ur metnaðargjörnu fólki lífsregl- urnar, og verði það lögmái not- að á réttan hátt, mun það leiða til tíðra mannaskipta í helztu embættum og stöðum þjóðfélags- iní á næstunni. „Hotv (,o win friends and in- íluenee people" eftir Dale Carnegie, verður framvegis ekki lesin, en sú bók hefur í lengri tíma verið biblía þeirra fram- gjörnu og metnaðargjörnu. Nú má fá áhrifaríka handbók um nýja Parkinsons-lögmálið, og þeim sem breytir eftir því leyf- ist ekki neitt framtaksleysi. Þeir, sem gefið hafa mönnum ráðleggingar um það, hvernig ,hægt sé að komast áfram í heim- ' inum, hafa lagt áherzlu á það, að fólk verð'i að vera duglegt, snúningalipurt, samvizkusamt og þægilegt og heiðarlegt í um- gengni við aðra, en Parkinson ræður frá þessu öllu saman. Þann ig fóik getur þar að auki séð um sig sjálft, segir hann. Tilgangur- inn með nýja lögmálinu er að hjálpa einnig hinum heimsku, lötu, kærulausu, ósamvinnuþýðu og leiðinlegu til að ná miklum frama í liíinu. Það er aðeins eitt sem sá metn aðargjarni verður að útvega sér upp á eigin spýtur, það er staða á skrifstofu, hitt mun svo Park- inson sjá um. Fyrsta skrefig á leiðinni til frægðar og frama, er það að láta loga ijós á skrifstof- unni hjá sér alla nóttina. Og þá segir samstarfsfólkið á morgnana, en hvað habn er vinnuharður, bann býr bara á skrifstofunni. Og það er einmitt atriðið, fórnar- lambinu er ráðlagt að búa á skrif stofunni, pví að með því spari hann öll önnur útgjöld. Annað hollráð er það, að eyða sumarleyfi sínu í grennd við þekktan heimavistarskóla eða liáskóla og taka með sér álíka metnaðargjainan vin, sem breytt hefur nafm sinu í eitthvað reglu iega fínt. Svo er alltaf hægt að minnast á eitthvað, sem áður- nefndur vinur hafi sagt, þegar þig voruð saman i Oxford. Þann- ig er hægt að koma af stað þeim orðrómi, að góð menntun og sam bönd séu fyrir hendi, án þess að l.iúga. Næsta skref á framabrautinni er að fara í utanlandsreisu til einhvers sérkennilegs staðar, og skrífa bók um ferðina, þegar heim er komið. Þægilegast er að skrifa bókina áður en lagt er af stað, og finna svo einhvern stað, sem kemur heim og saman við iýsingar hókarinnar. Ef eitthvað óvenjulegt kemur fyrir á ferða- lagi.nu, er bezt að bregða sér í gervi blaðamannsins. Það er ekki endilega nauðsynlegt, að skrifa fyrir ,,Times“ eða „Daily Tele- graph". Það eru lltaf til blaðsnepl ar ,sem ráða hvern sem er til að skrifa fyrn sig, ef hann fer til Nepal eða Kína á eigin kostnað. Þá er sá metnaðargjami búinn sð koma sér fyrir í þjóðfélaginu sem háskólaborgari, sem gengið hefur í rétta skóla, sem víð'för- uli heimsmaður og duglegur við- skiptamaður, og nú er komið að aðalatriðinu, að velja tengdaföð- ur. Parkinson hefur nefnilega gert þá uppgötvun, að allir mæt- ir menn séu tengdasynir réttra manna. í þessum tilgangi er rétt að rannsaka lávarðabókina og myndablöð. Það er mjög mikii- vægt fyrir hinn unga metnaðar- gjama mann ,að þekkja afstöðu fjölskyldumeðlimanna hvers til annars í þeirri fjölskyldu, sem hann velur að tengjast. Komist hann ag því, að tilvonandi tengda föður, jarlir.um, er meinilla við elzta bróður sinn, markgreifann og hina ógiftu fpænku sína, en vel við yngsta bróður sinn, þá getur hann gert sínar hernaðar- áætlanir. Elzti bróðirinn dundar kannski við að rækta angora-kan ínur, og frænkan leggur stund á yoga í Tíbet og yngsti bróðirinn safnar gömlum vopnum. Sá metnaðargjarni sezt því nið ur og skníar grein um það, að ræktun angora-kanína sé óþokka- nragð, sem jafnvel ódæðisverk Neros komist ckki,. í^hájfkviíti við, hann ásakr yogadýrkand- ann fyrir það, að hafá aldrei ver ið í Tíbet, og hann útvegar sér nokkra sjaldgæfa byssuhólka, sem hann sendir yngsta bróðurn um til umsagnar. Geti hann minnzt á þetta allt — helzt þannig að hann skjóti angora-kanínu nieð byssuhólk og særi yogadýrkandann örlítið í leiðinni — i ræðu, sem hann held ur St. Agöthu-kvennaskólanum, en skólastjórinn er góður vinur eiginkonu iarlsins, þá mun ekki líða á löngu áð'ur en honum er í fyrsta skipt.i boðið heim til til- vonandi lengdaforeldra. Loks þegar sá metnaðargjarni er orð- inn tengdasonur gamla mannsins er honum borgið, því að engin fín fjölskylda hefur ráð á því, að láta eitthvað ósæimilegt koma fyr ir einn fjölskyldumeðliminn, og staða tengdapabba í þjóðfélaginu krefst þess, að tengdasonurinn sé að minnsta kosti forstjóri. Þeir, sem gera þá vitleysu, að giftast litlu ljóshærðu skólasyst- ur sinni, eða rauðhærða einka- ritaranum, sem fyrst tók niður eftir þeim, hafa einnig tækifæri til að komasf áfram í lífinu, en þeii' standa alllaf verr að vígi, segir Parkinson. Samt getur enginn, sem les áfram í bókinni misst alla von. að eru gefin óteljandi brögð og rág'leggi'ngar um það, hvernig sá metnaðargjarni kemst betur áfram. T.d. er sagt frá því, hvern ig hægt er að koma hugmyndum sínum um rekstur fyrirtækisins og sinn eigin framgang á fram- færi, án pess að gefa höggstað á sjálfum sér. Ekkert getur gert mann eins óvinsælan á skrif- stofu, og það, að hugmyndir hans séu framkvæmdar, þess vegna verður að koma þeim á framfæri í gegnum aðra, en það verður að. haga þvi þannig til, að allur heið- urinn falli ? mann sjálfan. Aðrir kaflár bókarinnar fjalla um það, hvernig hægt sé að nýta vinnutímann sem bezt og hafa hemil á pappírsbunk- anum á skrifborð'inu, einnig eru kennd aðalatriðin í nefnd- arfræði, og hvernig hægt sé að hafa töglin og hagldirnar á öll- um aðalfundum. Þegar því tak marki hefur verið náð, að kom- ast í hærri stöðu, tekur það vandamál við, hvernig hægt sé að treysta á það, að taka alltaf léttar ákvarðanir. Parkinson viðurkennir það, að fólk sem alltaf geri það rétta sé ekki til, aftur megi finna fólk, sem næst um því alltaf geri vitleysur, og þær manneskjur séu nauðsyn- legar fyrir öll fyrirtæki, ef far- ið er þá ieiðina, að breyta allt- af gagnstætt því sem þær segja. Parkinson ráðleggur því öllum metnaðargjörnum, að reyna að finna mann gæddan þessum hæfileikum, og prófa hann með því ,að leggja fyrir hann verkefni, sem lausnin er þegar vituð á. Loks er svo kafli, sem fjallar um það, hvernig sá metnaðar- gjarni tekur við forstjórastöð- unni og heldur henni. Þegar svo langt er komið og fyrirtæk- ið er í blóma, getur Parkinson ekki setið á sér, og segir, að öll víðtækari þróun fyrirtækis- ins sé mjög flókin, og allt sem sé mjög fiókið hljóti að ganga illa. Þá hafi forstjórinn eitt ráð eftir, og það sé að spara. Einn- ig verði hann að geta tekið skjótai ákvarðanir, vera tilbú- inn til að leggja eitthvað á sig, framkvæma hlutina í staðinn fyrir að tala um þá, og hann verði að geta hlegið. Hvað siðustu atriðunum við- víkur, þá er ekki ólíklegt, að einhverjir skrifstofumenn geti haft gagn af þeim. Rangæingar athugið ViS seljum hinar viðurkenndu Esso brennsluolíur, benzín og smurningsolíur. Enn íremur hina kunnu sjálfvirku Gilbarco olíubrennara, ásamt miðstöðv- ardælum og miðstöðvarkötlum Olíutankar venju- legast fyrirliggjandi í ýmsum stærðum á hag- kvæmu verði. Kynnið ykkur verð og greiðsluskil- mála í þessum tækium hjá okkur áður en þið fest- ið kaup annars staðar. Félagsmenn athugið sérstaklega. Arður er greiddur af þessum sem öðrum við- skiptum. KAUPFÉL.AG RANGÆINGA Olíusöludeild. Framsóknarflokkurinn kom í veg fyrir gönu- hlaup í EBE máiinu í Ingólfi, b'la'ði Framsóknar- man.na í Reykjaneskjördæmi segir m.a. svo um ‘ Efnalnags- bandalagsmálið: „Þótt næstu kosningar muni að meglnhluta snúast um „við- reisnarstefnu" ríkisstjómar. innar og núverandi áhrif henn- ar á afkomu almennings, hlýt- ur afstaðan til Efnahagsbanda- lagsins einniig að koma þar mjög við sögu. Þ*ð er öllum vitanlegt, a'ð nú- verandi stjór.n hefur liaft allan vilja til að gera okkur að „hlut- höfum“ í því fyrirtæki, og væri fyrir löngu búimn að sækja um aðild þar ef hún hefð.i þor- að ið gera það. Hinn skefja- lausi áróður stjórnarblaðanna fyrir þátttöku okkar í EBE er öllum kunnur, og væri fljótlegt ð fylla eitt Ingólfsblað því til sönnunar. Þjóðþrifastarf Fram- sóknarflokksins Að við erum enn þá óbundn- ir af samningum við EBE er fyrst og fremst að þakka hinnl eindregnu afstöðu sem Fram- sóknarflokkurinn tók strax gegn aðild okkar að þessari ríkjasamsteypu, og hinni skel- eggu baráttu forsvarsmanna flokksins gegn hvers konar skuldbindinigum því viðvíkj- andi — En, ekki þarf að fara í neinar' grafgötur um, hvers við megum vænta eftir næstu H kosningar ef núverandi stjórn- arflokkar næðu þá meirihluta- aðstöðu. Þá myndi ekki líða Langur tími þar til við værurn á ernhvem hátt ánetjaðir í þetta „drauganet“ auðjöfra V.- Evrópu, og saga okkar sem sjálfstæðrar þjóðar væri öll. Það er sjálfsblekking á háu sttgi, ef nokkur hrfdur að við verðum einhvers megnugir um ákvarðanir og framkvæmdir og fnamkvæmdir þessarar ríkja- samsteypu, né gætum á nokk- uni hátt gert okkur að gild- andi aðila um afdrif mála. Hlutverk okkar yrði það eitt að Ísegja já og amen við öllu því sem yfirstjórn EBE teldi sig þurfia að fá samþykki hverju sinni. ,,Floftheit“ Það eru flott orð að vena „FULLGIDUR AÐILI Á JAFN- RÉTTISGRU\DVELLI“ meðal stórþjóðanna, en við höfum reynslu fyrlr, hvemiig það liefði orðið í framkvæmd og hver mun þá okkar hlutur verða innan hlekkja Rómarsáttmál- ans? Innlimun Með innlimun okkar í Efna- hagsbandalagið yrði sjálfsá- kvörðunarréttur vor borinn fyrir borð og ekki auðsótt um endurlielmt hans. Til að hafa okkur góða, fengjum við e.t.v. einhverjar ívilnanlr fyrst í stað, en ENGAR er tímar líða fram. Þessa þurfia menn að vera minnugir við næstu kosning- ar, svo úr því fáist skorlð svo ekki verði um villzt, hvcr sé vilji okkar hér um. Kosninigarnar í vor munu mestu ráða um það, hver hlut- ur okkar verður í framtíðinni í vlðskiptum við umheiminn." 2 T í MIN N . briðiudacinn 2. aDrh 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.