Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR WBBM ÞINGFRETTtR ÞINGFRÉTTIR Endurskoða þarf strax Iögin um try ggingar gegn áföllum í búrekstri Þeir Ásgeir Bjarnason, Gísli Guðmundsson, Ásgeir Þor- valdsson og Karl Kristjánsson hafa lagt fram tillögu til þings ályktunar um búfjártrygging- ar, tryggingar gegn uppskeru- bresti og fleira. Kveður tillag- an á um að milliþinganefnd verði látin endurskoða lög um búf jártryggingar og enn fremur lög um Bjargráðasjóð fslands og miðist endurskoð- unin fyrst og fremst gegn upp skerubresti og öðrum áföllum í landbúnaði með hliðsjón af aflatryggingasjóði sjávarút- vegsins. Skal Alþingi kjósa 3 menn í nefndina, Búnaðarfé- lag fslands tilnefnir einn og Stéttarsamband bænda einn. Skal nefndin hafa lokið störf- um fyrir lok október n.k. í gremargerð, sem þessari til- lögu fylgir, segja flutningsmenn: Með tillögu þessari til þingsá- lyktunar er Alþingi ætlað að hafa frumkvæði um endurskoðun lag- anna um búfjártryggingar og lag- anna um Bjargráðasjóð íslands, og að leltazt verði við að byggja upp á grundivelli þessara laga allsherjar tryggingastofnun fyrir elzta atvinnuveg þjóðarinnar, land búnaðinn, þar sem bótagreiðslur kæmu til bænda, ef þeir yrðu fyr- ir tjóni af völdum náttúruham- fara, uppskerubrests vegna kais í túnum, óþurrka eða grasleysis, enn fremur vegna vanhalda í bú- peningi: íslendingar munu hafa verið einna fyrstir þjóða til þess að stofna eins konar búfjártrygging- ar. Á því tímabili í sögu þjóðar- ínnar, sem nefnt er þjóðveld'istíma bilið, voru hreppsfélögin eins kon- ar tryggingafélög. En regíurnar voru þær í sambandi við tjón á búfé, að ef bóndi missti XA hluta af einhverri búfjártegund sinni eða þar yfir, þá skyldu aðrir bændur í þeirn hreppi bæta hon- um hálfan skaðanin. Þetta var einn þáttur af fleirum, sem hin forna hreppaskipan gerði búendur sam ábyrga um, að bæta skaðann, er urðu ’ fyrir stórfelldum óhöppum. Um margar aldir mun slík starf semi hafa fallið niður hér á landi. Það er ekki fyrr en á þessari öld, að aftur er hafizt halda um sam- hjálp, þegar náttúruhamfarir eða 1 stórskaðar verða á vissum svæð- um eða sveitarfélögum, en það var með stofnun Bjargráðasjóðs íslands 1913. Árið 1928 beitti þáverandi for- sætis- og atvinnumálaráðherra, Tryggvi ÞórhallsSon, sér fyrir setn ífía þarf heimagönguskóla Bjöm Pálsson hefur flutt á- samt Gunnari Gíslasynl tillögu til þingsályktunar um endur- skoSun á reglum um unglinga fræðslu utan kaupstaða. Kveð- ur tillagan á um að ríklsstióm- in gefi út nýja reglugerð' um unglingafræðsluna, þar sem m. a. séu ákvæði um, að aSstoð vegna ólögboðinnar unglinga- fræðslu utan kaupstaða verð'i aukin þannig, að kennarar vlð hana njóti svlpaðra launakjara og aðrir kennarar. Ákveðið verðí um skiptingu kostnaðar við milllferðlr, húsnæð'i og fl. og reglur settar um námsgrein- ar og próf, sem tryggi það, að unglingafræðslan í heimagöngu skólum sé hliðstæð og í tveim- ur fyrri bekkjum gagnfræðá- skóla og miðskóla. Björn Pálsson mælti fyrir þessarl tillögu í sameánuðu Al- þingl í fyrrl viku, og segði hann m.a., að heimavistarskólar, þar sem ungllngar úr sveitum og minni kauptúnum geta stund- að nám, væru of fáir, þannig að árlega verði að neita mörg- um um skólavist. Fræð'slumála kerfi okkar er að mestu byggt á lögum frá 1946. Samkvæmt þeim er unglingum i kaupstöð- um skylt að stunda nám í tvo vetur að loknu barnaprófi. — Kröfur til menntunar hafa auk izt mjög. Gagnfræðaskólar og mið'skólar með landsprófi hafa verið stofnaðtr í kaupstöðum og stærri kauptúnum. Þar er námsaðstaða unglinga sæmilega góð. I sveitum og minnl kaup- túnum er aðstaða unglinga til náms önnur og lakari. Hérað's- skólum í sveitum hefur raunar verið breytt þannfg, að ungling ar geta lokið þar gagnfræða- prófi eða landsprófl. En slíklr skólar eru of fáir, til þess að allir unglingar dreifbýlisins geti notið þar skólavistar. — Nokkur sýslufélög hafa enga heimavistarskóla fyrlr unglinga. — Allir hljóta að viðúrkenna að fræðsluþörf unglinga er jöfn, hvort sem þelr eiga heima í dreifbýli eða kaupstað. Þjóð félaginu er skylt að gera að- stöð'u unglinga til fræðslu og þroska sem jafnasta eftlr því sem við verður komið. Núver- andi ástand þarf úrbóta. Tvær leiðir eru til, og sennllega er bezt að fara báðar. Það er að stofna fleiiri. heimavistaskóla í drelfbýlinu ög efla helmagöngu skóla í sveitum. Reglugerð um heimagöngu skóla utan kaupstaða er frá 1930 og sett skv. lögum frá 1930. Reglugerðin er miðuð við aðrar aðstæður og að'ra tíma en nú eru. Heimagönguskóla þarf að miða við það, að ung- lingar njóti þar sömu mennt- unar og í tveim fyrri bekkjum gagnfræð'askólanna. Yrði þá um eins vetrar nám að ræða hjá unglingum, sem hefðu Ioldð fullnaðarprófi, en tveggja vetra hjá þeim, sem aðelns hefðu lok ið barnaskólaprófi. Ákveða þari í reglugerð um rétttndii og skyldur slíkra skóla. Samræiha laun kennara og ákveða um skiptingu kostnaðar við milli- ferðir, húsnæði, kennslu og fleira niilli ríkissjóðs; sveitar- félaga og nemenda. Ánið 1961 tll 1962 hefur ríkissjóður styrkt heimagönguskóla á 12 stöðum. 95 nemendur nutu þar kennslu og ríklssjóður greiddi 165 þús. kr. til þessara skóla eða kr. 1740 fyrir hvern nemanda. — Héraðsskólar með 100 nemend um kostar ríkið um 1 milli. á ári eða kr. 10 þús. á hvern nemanda. Með tilliiti til væntan legra launahækkana verður sá kostnaður ca. 12 þús. kr. á ári fyrir hvern nemanda. Elgi muní fjarri lagi að námskostnaður unglinga í slíkum skólum sé 15 þús. yf ir veturinn. Heildarkostn aður hjá ríkú og nemanda vert^ ur því ca. 25 til 27 þús. kr. — í heimagönguskólum er náms- kostnaðurinn annar og minni. Það kemur sér betur fyrir for- eldra ef börn þeirra geta haft fæði oig húsnæði í heimahúsum, en að greiða fyrir það annars staðar. Víða eru efnl takmörk- uð að miinnsta kosti þar tll unglingamir geta sjálfir farið að vinna fyrir námskostnaði. Mest er þörfin fyrir helma- gönguskóla í sýslum, þar sem ekki eru héraðsskólar. Skályrði til að starfrækja þá eru mjög inisjö'fn. Strjálbýli má eigi vera rnikið, samgöngur þurfa að vera góðar og húsakostur viðunan- legur. Víða eru þessi skilyrði fyrir hendii ef þjóðfélagið léti sinn hlut eigl eftir ltggja. Veturinn 1961 til 1962 vom 26 nemendur í ' helmagöngu- skóla á Staðarstað og Reykhól- um 17. Ríkissjóður grelddi 88 þús. kr. fcil þessara skóla. Ef þessir 43 nemendur hefðu dval tg á héraðsskóla myndi það hafa kostað ríkið 5 sinnum meira. Þessi mismunur er bæði ósanngjam og óvlturlegur. Það er fullt verk fyrir kennara að kenna 20 nemendúm. Eðlilega er ekki hægt að fá menn fcil að kenna vlð heimagönguskóla nema þeir hafi svipuð kjör og stéttarbræðra þeirra hafa við héraðsskólana. All víða munu prestar hafa kennt við slíka skóla og sætt sig vi® lág kennslulaun af því þeir hö'fðu aðrar tekjur. — Engin von er þó fcil þess að prestar leggi á sig mikla aukavinnu án þess að fá fyrir það viðunandi greiðslu. ingu laga um búfjártryggingar. Þau lög voru síðan endurskoðuð árið 1943 og aftur 1952 og þá nokk uð breytt. Samkv. búfjártrygginga lögunum er ekki skylt að tryggja búfé nema kyinbótaggripi, sem notaðir eru í kynbótafélögum, en hins ’vegar er heimilt að tryggja þar einstaka gripi, sem fengið hafa verðlaun á sýningum og heil kúabú og sauðfjárbú gegn van- höldum og slysum, er nema meira en 5% á ári. Á árunum 1952, 1953 og 1954 greiddi rikissjóður í búfjártrygg- ingarsjóð 100 þús. kr. á ári, alls 300 þús. kr. Á fjárlögum yfirstandandi árs eru 160 þús. kr. til búfjártrygg- inga. Er sú þátttaka ríkisins allt of lítil, miðað við verðlag og gildi peninga nú. Bændum þykja ið- gjö'ld til trygginganna of há, og nota þeir þvi lítið heimild lag- anna um að tryggja bústofn sinn. Framhald á 15 síðu. Á ÞINGPALLI ★★ Frumvarpið um tónlistarskóla var til 2. umr. í neðri deild I gær. Ingvar Gíslason flytur tvær breytingatillögur við frum- varpið. Meg frumvarpinu á að lögfesta, að’ stuðningur ríkislns við tónlistarskóla megi ekfei nema meiru en sem svarar einum þriðja af rekstrarkostnaði skólanna. Ingvar taldl hér allt wf skammt genglð, þegar verið væri að setja löggjöf til frambúð- ar um stuðning ríkisins við tónlistarfræðslu og of lítið skref fram á við miðað við það, sem veitt er nú til þessara skóla á fjáriögum. Skólagjöld í tónlistarskólum nema nú allt að kr. 2.400,00 á nemanda og það er því varla nema á færi efna- melri foreldra að setia börn sín almennt til tónlistarmennta. Leggur Ingvart il að skólarnir fái úr ríkissjóði allt að helmingi og aldrei minna en einn þriðja hluta rekstrarkostnaðar, en þó ekkl lægri upphæð, en sem nemur framlagi hiutaðeigandi sveit arfélags. Enn fremur að rekstrarstyrkirnir skuli ákveðnir í fjárlögum í samráffii við skólastjóra. Sagði Ingvar, að það sem fyrst og fremst vekti fyrír sér me? flutningl breytingatillagn- anna væri að koma í veg fyrir að skólagjöld séu svo há að þau getl orðið til trafala þeim, er vilia sækja tónListarskóla, þótt efnalitlir séu. Helzt ættu skólagjöld með öllu að falla nlður og með tillögunum væri gerð tilraun til að reyna að koma á helm'mgasbiptum á rekstrarhagnaðl skólanna milli ríkis-, bæjar- og syeitarfélaga. ★★ Óskar Jónsson sagði, að fagna bæni þessu frumvarpi, sem spori í rétta átt, en kvaðst vllja taka undir vtð tillögur Ingvars Gísla sonar, að rétt hefði verið að ganga lengra, þegar löggjöf værl sett um þessi mál. ★★ í efri deild var frumvarpið um almannatryggingar til 2. umr. — Karl Kristjánsson sagði, að þær bótahækkaniir, sem frum- varpið gerði ráð fyrir væru hvergi nærri nógar til að vega upp á móti þeim gífurlegu hækkunum á framfærslukostnaði, sem orðlð hefðu vegna aðgerða núverandi ríhisstjórnar. Ýmsar mikilsverðar breytingar hefðu verig gerðar á þessari löggjöf á undanfömum ámm, enda væri þetta löggjög, sem þyrfti að vera í sífelldrl og vakandi endurskoðun og henni á að breyta jafnóðum til samræmás við þá þróun, sem þjóðfélagið tekur. ★★ Páll Þorsteinsson gerði athugasemdri við ýmsar greinar fmm- varpsins. Minnti hann á m. a., að yfirleitt hefði þeirri reglu verið fylgt, að krónutölu á bótum almannatrygginga hefði verið breytt hverju sinni til samræmis við launahækkanir hjá opin- berum starfsmönnum. Nú standa fyrir dyram miiklar hækkanir á launum opinberra starfsmanna og beð'ið samninga eða kjara- dóms um úrslit þeirra mála. Rétt væri því ag bíða með: þetta frumvarp fram tll haustþings, því að skv. frumvarpinu ættu hækkanlmar hvort eð er ekki að koma til framkvæmda fyrr en á næsta ári. Ef fylgja ætti áfram hinni sjálfsögðu og eðlilegu reglu um að láta bætur hækka til samræmis við launahækkanir opinberra starfsmanna þyrfti aftur að breyta lögunum í haust. Sagðist Páll vllja í þessu sanfbandl spyrjast fyrir um það, hvaða stefnu ríkisstjórnin hygðist taka í þessum málum. ★★ Þá benti Páll á, að undanfarið hefðu breyfcingamar á almanna- tryggingalögunum einkum beinzt í þá átt að afnema hin ýmsu skerðingarákvæðl sem í þeim liafa verið. Nú efttr heildarendur skoðun ætti samt að viðhalda skerðingarákvæði varðandi dag- peninga vegna slysa- og veibinda. Væri þetta ákvæði mjög ranglátt og væri ólíkt verra hinum skerðlngarákvæðunum, sem fyrir hefðu verið, því að þau hefðu takmarkag sig við miklar tekjur, en þetta væri takmarkað við mjög lágar tekiur. Hvað snertir húsmæður væni t.d. þannig frá gengið, að þær ættu enga von til að geta fengið slíkar bætur skv. fmmvarpinu. 6 T í MIN N. briðiudaginn 2. aDrfl 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.