Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 9
eftir ævintýri, sem hafði góðan | endi, er ég eitt sinn lenti í. For- eldrum Þórðar, konu og börnum votta ég samúð mína. Stefán Magnússon flugstjóra þekkti ég hins vegar vel og með þessum línum langar mig til að minnast hans og senda honum kveðiu mí'na. Það eru víst um 14 ár síðan ég hóf flugfreyju-1 starf hjá Loftleiðum. Þar voru þá margir ungir flugmenn, þeir höfðu það allir sameiginlegt að áhugi þeirra fyrir flugi var mikill; þeir voru því starfsglaðir, og hópur sá sem með beim starfaði varð fyr ir áhrifuiii frá þessum frumherjum í þessari nýju atvinnugrein. Loftleiðir áttu þá eflaust í margs konar erfiðleikum sem eðlilegt er um ungt félag. En flugmennirnir trúðu á starfið og héldu áfram ó- trauðir og létu ekki erfiðleikana hafa lamandi áhrif á sig. Traust fyrirtæki, sem er landi og þjóð til sóma, er árangurinn af elju, dugn aði og bjartsýni fliugmannanma fyrstu. Einn af þessum flugmönn um var Stefán. Hann hafði starfað í tvö ár hjá Loftleiðum — þegar ég kom þangað. Komungan hafði flugið hrifið hann og hjá honum var strax stefnan ákveðin. Stefán lærði flug í Ameríku og þegar ég fór að fljúga með honum var hann þeg- ar orðinn einn af okkar beztu flugmönnum. Flug Stefáns varð í þetta sinn len.gra en reiknað var með, því verður lengra til samfunda en til stóð. En það er sama hvað langt eða stutt verður þangað til við förum í okkar langa og síðasta flug — þegar þar að kemur, — verður Stefán þar til að taka á móti okkur. ' Stefán var frekar lágur vexti, ljós á hörund og laglegur; glaður, raungóður og ákveðinn í gjörðum sínum. Oft átti hann það til að ganga aflur eftir vélinni og spjalla við farþegana, tókst honum það vel. Hann var vel gefinn, víða heima og átti þægilegt með að halda uppi samræðum. Stefán var ágætur flugmaður strax í upphafi og flugfróða menn hef ég heyrt tala um hann sem afbragðs flugstjóra. Stefán var kvæntur Svövu Þórð ardóttur og áttu þau þrjú börn. — Harmur Svövu og barnanna, svo og foreldra og systkina Stefáns er mikill. Orð fá þar litlu megnað. Mikil huggun má það þó vera þeim öllum hve dásamlegar endurminn ingar, allir sem hann þekktu, eiga um hann. Svava mín! ég veit að góður Guð hjálpar þér og börn- unum í þ'essari miklu sorg. Ingigerður Karlsdóttir. SAMFERÐAMENNIRNIR á lífs- leiðinni koma og fara. Sumir eiga samleið með okkur um langan veg, aðrir stuttan spöl. Allir skilja þeir eftir eitthvað af persónulegum minningum í meðvitund okkar. — Minningar um suma eru fyrirferð- armiklar. Og þeim mun dýpra, sem við skyggnumst í hugarheiminn, þeim mun stærri verður mynd þeirra. Þannig er því farið með Stefán Magnússon flugstjóra, sem kvaddur er hinztu kveðju í dag. Kynni okkar Stefáns voru ekki ýkja löng en á hinn bóginn voru þau mér lærdómsrík og til óbland- innar ánægju. Hann var einn þeirra manna, sem óx við kynn ingu og ávann sér bæði traust og vir'ðingu þeirra, sem hann um- gekkst, vegna einstakrar prúð- mennsku sinnar, glaðværðar og traustleika. Það var fyrir níu ár um, eða um svipað leyti og Stefán gerðist flugstjóri á millilandaflug- vélum, að nokkrir ungir og bjart- sýnir en efnalitlir menn hófu bygg ingu sambýlishúss, þar sem hver um sig ætlaði að eignast eigin í- búð. Þessi hópur var mjög samstæð- ur og honum tókst að ná því marki, sem að var stefnt. Ég kynntist Stefáni nokkuð þá strax. Hann var Þdrður Úlfarsson flugmaður í dag, þriðjudaginn 2. apríl, fer fram í Dómkirkjunni í Reykja- vík, minningarguðsþjónusta um þá félagana Stefán Magnússon flug- stjóra, og Þórð Úlfarsson flug- mann, sem fórust með flugvél Flugsýnar á heimleið frá Ný- fundnalandi. Þórður Úlfarsson''var fæddur í Kaupmannahöfn 14.6 1939, son- ur hjónanna Úlfars Þórðarsonar, læknis og konu hans Unnar Jóns dóttur. Þórður Úlfarsson fór utan til flugnáms og lauk prófi atvinnu- flugmanns í Sviss með ágætum vitnisburði árið 1959. Að loknu námi hvarf hann heim að nýju og hugði á flugstörf hjá íslenzku fiugfélögunum. Atvinnuhorfur fyr- ir flugmenn eru oft slæmar, óg svo reyndist einnig er Þórður knúði á dyr flugfélaganna. Þáð var ekki að skapi hans að leggja árar í bát við svo búið, heldur tók hann að nema loftsiglingafræði ef það mætti auka atvinnumögu- leikana. Vinnumarkaðurinn var enn of þröngur hér heima, og leitaði því Þórður eftir atvinnu erlendis, eins og margur flugmenn hafa orðið að gera til að sjá ár- angur af kostnaðarsömu námi, og til að geta unnið við þau störf, sem áttu hug hans allan. í Luxem- borg hóf hann störf sem flug- leiðsögumaður í leiguflugi, og öðl aðist dýrmæta reynslu. Þessu flug félagi þjónaði Þórður um hálfs árs skeið, unz rofaði til hér heima, og honum bauðst starf hjá Loft- ieiðum h.f. Þórður vann fljótt traust samstarfsmanna sinna og yfirboðara með prúðmannlegri framkomu, og öryggi í starfi sem flugleiðsögumaður. Að ári liðnu voru honum falin ábyrgðarmeiri störf á vegum félagsins. Gekk hann á skóla til að kynna sér eig inleika og byggingu DC-6B flug- véla, og stóðst öll próf þar að lútandi með mestu prýði, og hóf störf sem aðstoðarflugstjóri á þeirri flugvélategund. Ég minnist ákafa hans og áhuga, er hann var að undirbúa sig undir hið lang- þráða starf. Ekkert var látið ógert eða órannsakað, ef það mætti auka þekkingu hans um allt er laut að flugi. Gáfulegar spurningar hans, og hæfni hans sem flugmanns, bentu ótvírætt til þess að þar færi ungur maður, sem mikils mætti vænta af í framtíðinni, enda komst það orð fljótt á, að hann væri einn sá efnilegasti úr hinum stóra flugmannahóp, sem réðist til Loftleiða um líkt leyti. Það var ávallt tillhlökkunarefni að hitta Þórð, hvort sem var hér heima eða erlendis. Frásagnargáfa hans var með eindæmum, og nutum við fitarfsisystkini hans þess hverju sinni að heyra hann segja frá, hvort sem það var um atvik úr fluginu eða hinu hversdagslega lífi. Hann átti auðvelt með að finna hina spaugilegu hlið máls- ins, svo að hinar annars hversdags legu sögur urðu gjarnan hláturs- efni. Sjaldan lauk svo viðræðum okkar á milli, að ekki væri komið inn á vandamál flugsins, og sann aðist mér alltaf betur og betur, hversu vel að sér þessi ungi og glæsilegi maður var um hin flókn ustu tækniatriði varðandi flug. — Framtíðin virtist vera hans, þess vegna er svo erfitt að gera sér grein fyrir því, að Þórður sé horf inn úr okkar hópi, svona ungur og í blóma lífsins, en minningin um góðan dreng mun lifa áfram í hugum okkar. Eg votta eiginkonu hans, Guðnýju Árdal og börnum þeirra hjóna, foreldrum og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Guðl. Helgason. pruðmennið í hópnum en jafn- framt mesti æringinn, þegar þvi var að skipta, röskur og ákveðinn að hverju sem hann gekk. Hann var enginn hálfvelgjumaður. Þann ig kom hann mér fyrir sjónir við fyrstu kynni og nánari samskipti okkar á milli staðfestu þetta álit. Ég held að starfið og heimilið hafi verið Stefáni allt. Hann var frábær heimilisfaðir og að allra dómi, sem til þekktu, frábær starfs maður. Hann var ábyggilega á réttri hillu í lífinu. Flugið var honum meira en atvinnan ein. — Hann naut þess í ríkum mæli, enda kom fljótt í ljós, þegar rætt var um flugmál, að þar var ekki aðeins kunnáttumaðurinn, sem tal- aði um starf sitt, heldur áhuga- maðurinn og brautryðjandinn, sem lifði sig inn í starfið og hafði brennandi áhuga á öllu, sem því kom við. Þetta veitti honum ekki aðeins ánægju í starfi sínu held- ur gerði það hann hæfari til að leysa það af hendi með slíkri prýði að sérstakt orð fór af. Kunnáttu- maður um flugmál lét þau orð falla í minni áheyrn eigi alls fyr- ir löngu, að hann teldi Stefán Magnússon í hópi okkar allra beztu flugstjóra. Hin dugmikla sveit flugmanna okkar hefur misst góðan liðsmann, sem mikil eftir- sjá er að. Því er stundum líkt við krafta- verk, hve ótrúlega fljótt okkur íslendingum tókst að hagnýta okk ur flugið til stórbættra sam gangna innanlands og við umheim inn. Þetta var hægt aðeins vegna þess, að við áttum þanm efnivið sem mest valt á, unga menn, sem gerðu flug að atvinnu sinni og hafa með starfi sínu áunnið flugfélögunum íslenzku traust jafnt hér innan lands sem erlendis. Það er vissu lega sómi að hafa verið í fremstu röð fyrstu kynslóðar íslenzkra flug manna og skilað þar miklu og vandasömu dagsverki á stuttri ævi. En Stefán var ekki aðeins góð- ur flugmaður. Hann var góður ná- granni og heimilisfaðir Heimili hans var fallegt. Og þar ríkti kær- leikur og gagnkvæml traust. Eiginkona Stefáns, Svavr Þórð ardóttir, var manni sínum góð- ur og ástríkur lífsförunautúr og börnum þeirra góð móðir. Þau hafa misst mikið. En slíkur mað- Framhaid á 13 síðu. JEPPI TIL SÖLU Góður rússneskur jeppi, ekinn tæpa 80 þús. km. árgerð 59 með Egilsstálhúsi frá 1961. Gírkassi, drifbúnaður dínamór, startan. stýri og s.v.f. allt ný yfirfarið, aftur og framsætj með nylon áklæði. Toppgrind, varahjólfesting Góð gúmmí, sólhlífar. Upplýsingar í síma 19113 eða pósthólf 1173, Reykjavík. Merkt „gas“. BÖTAGREIÐSLUR almannatrygginga í Reykjavík Vegna páskahátíðarinnar hefjsst greiðslur eftir- talinna bóta almannatrygginga í aprílmánuði fyrr en venjulega sem hér segir: Greiðsla ellilífeyris hefst fimmtudaginn 4. apríl. Greiðsla örorkulifeyris hefst föstudagnn 5. apríl. Greiðsla barnalífeyris, mæðralaun, ekkju- og makabóta hefst mánudaginn 8. apríl. Tryggingastofnun ríkisins Til sölu Fordson Major dráttarvél, með ámoksturstækjum. Afhending getur farið fram í bvrjun júní n.k. Verð tilboð sendist til undirritaðs fvrir 15. apríl n.k. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. Stjórn Ræktunarfélags Gnúpverja. KostaboS okkar er: 3 árgangar (960 bls.) fyrir 100 kr. HeimilisbíaP SAMTÍÐIN býður, þrátt fyrir síaukinn útgáfukostnað, óbreytt áskriftarverð 1963. 10 blöð á ári fvrir aðeins 71 kr Blaðið flytur: Smásöcjur, skopsögur getraunir, kvennaþætti, stjörnuspádóma skákgreinar, bridge- oreinar, samtöl og greinar við allra hæfi. SAMTlÐIN er heimilisblað allrar fjölskyldunnar. Nýir áskrifendur fá 3 árganga fyrir 100 kr. Póstsendið i dag eftirfarandi pöntun. Eg undirrit óska að gerast áskrifandi að SAMTTÐINNl og sendi hér með 100 kr. fyrir ár- gangana 1961. 1962 og 1963. (Vinsamiegast sendið þett.a i ábyrgðarbréfi eða póstávísurt). Nafn; Heimili: \ ............................................................. Utanáskrift akbar er SAMTÍÐIN — Pósthólf 472, Rvík. T í MIN N , þritjjudaginn 2. apríl 1963 — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.