Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 13
Nýft þjálíunarkerfi Beiðíti tiS alfoSiða líkamsþjáifunar Heilbrigði — Hreysti Fegurð eftir stjörnuþjálfaranr og glímukappann George F. Jowett, sem í áratugi hefur þjálfað þúsuhdir ungra manna og vaskra. Neniendur Jowett, hafa .-áð glæsileg- um árangri í margs konar íþróttum svo sem glímu. lyft- ingum, hlaupum, stökkum, fimleikum og sundi Æfinga- kerfi Jowett er eitthvað það fullkomnasta, sem hefur ver- 1.8 búið til á sviði líkamsræktar og þjálfunar — eykur afl og styrkir líkamann. 10 þjálfunaráfanga; með 60 skýringar myndum — alit í einni bók. Æfingatimi. 5—10 mín á dag Árangurinn mun sýna sig eftir vikutíma. Pintið bókina nrax í dag — hún verður send um hæl. Bókin koscír kr. 190.00 Utaná- skrift okkar er: Líkamsrækt Jowett, Pósthólf 1115, Reykjavík. Eg undirritaður óska eftir að mér verði sen< eitt eintak af Líkams rækt Jowett og sendi hér með gjaldið kr. 100,00 (vinsamlega send- ið það í ábyrgðarbréfi eða póstávísunj Nafn: Heimili: VOLVO OLINDER- *MUNKTELL VOLVO-PENTA dieselvélar fást í eftirtöldum stærðum: MD 47 B 71—91 ha. 730'kg. TMD 47 B 90—115 ha. 750 kg. MD 67 C. 95—125 h. 925 kg. MD 96 B 133---.''.? ha - 1275 kg. TMD 96 B 1 170—200 ha. 1300 kg. VOLVO-PENTA ER VOLVO FRAMLEIÐSLA BOLINDER-MUNKTELL dieselvélar fást i eftirtöldum stærðun 23 ha — 2 cyJ * 46 ha — 4 cyl * 51,5 ha — 3 cyj * 68,5 ha — 4 cyl BOLÍNDER-MUNKTELL ER VOLVO FRAMLEIÐSLA VOLVO-PENTA og BOLINDER-MUNKTELL dieselvéíar eru fyrir löngu orðnar þekktar hér á landi fyrir sparneytni og öryggi. Allar nánari tipplýsingar hjá umboðinu, sem veitir yður aðstoð við vai á skrúfustærð og aðra tæknilega þjónustu. , i Auglýsingasími TÍMANS er 19-5-23 TÍMINN, briðjudaginn 2. aprítXS** -* MINNING frá Hvanná I dag fer fram frá Isafjarðar- kirkju jarðarför Jóns Jónssonar frá Hvanná. Jón var fæddur að Hvanna i Jökuldal 9. júní 1910. Sonur hjón- anna Jóns Jónssonar bónda þar og arþingismanns og konu ha^s Gunr, þóninnar Kristjánsdóttur Kröyer. Jón fluttist ungur til ísafjarð- ar og stundað'i hann nám í Gagn- fræðaskóla ísafjarðar og lauk prófi þaðan. Síðan stundaði hann nám í Samvinnuskóianum og lauk i þaðan burtfararprófi 1935. i Að lokinu Samvinnuskólanámi stundaði Jón kennslu stuttan tíma en hóf síðan störf hjá Kaupfélagi ísfirðinga, en þar vann hann alls um 20 ára skeið og lengst af sem aðaíbókari. Það má segja, að þrátt fyrir ýmis vandasöm störf, er Jón varð að sinna um dagana, að þá hafi tónlistin átt mest rúm í huga hans. Hann hóf snemma tónlistar- nám, fyrst hjá Stefáni í Bót í Hróarstungu og síðar í Reykjavík og á ísafirði. Dans og dægurlög voru honum sérstaklega hugleikin, enda eru kunn eftir hann mörg ágæt dægurlög, en alls mun hann hafa gefið út 4 eða 5 nótnahefti frumsaminna dægurlaga. Jón lék allt af mikið á hljóð- færi í ýmsum hljómsveitum sem hann stjórnaði tíðum sjálfur. Jón var tvíkvæntur. Fyrri konu sína Halldóru Halldórsdóttur missti hann eftir mjög stutta sam- búð. En síðari kona Jóns er Rann- veig E. Hermannsdóttir, Jónsson- ar frá Yzta-Mói í Skagafirði, iniikil hæf ágætis kona. Þau eignuðust 4 dætur, sem allar eru uppkomnar. • Fyrir réttum átta árum veiktist Jón aí þeim sjúkdómi er hann barðist við siðan jTnist á sjúkra- húsum eða hressingarhælum. Jón andaðist þann 26. marz s.l. * í Borgarsjúkrahúsinu 1 Reykja- vík. Við, sem þekktum Jón, vitum , að þar fór góður drengur, hrein- skilinn og velviljaííur. Blessun fylgi minningu hans. G.S. Minning (Framhaid ai 9 síOu.) ur var Stefán, að fráfall hans er ekki aðeins þungbært ástvinum og ættingjum, heldur ollum, sem honum kynntust. Stefán var greindur, svo sem hann átti kyn til. í almennum mál um fylgdist hann vel með, var á- kveðinn í skoðunum, þótt ekki væri það venja hans að halda þeim á loft. Hann var eindreginn stuðnings- maður Framsóknarflokksins og skipaði sæti á framboðslista hans hér í Reykjavík í kosningum þeim, sem framundan eru. Með Stefáni Magnússyni er góður dre'ngur og mikilhæfur horfinn af sjónarsvið- inu. Þessum fáu orðum vii ég ljúka með því að votta ástvinum hans og ættingjum innilega samúð — Blessuð sé minning hans Kr'stján Benediktsson. Frá S. Þ. Framiiald af 7. síftu. enn fleiri — svelti eða fái mjög einhæft fæði. -Búizt er við, að íbúatala heimsins muni hafa tvö faldazt kringum árið 2000, og verður hún þá 6000 milljónir Eigi allt þetta fólk að fá nóg að borða, verður matvælaframleiðsl an að þrefaldast. Hitaeiningamagn í Evrópu. Norður-Ameríku og á Kyrrahafs svæðinu er 20 af hundraði um fram þarfir. í nálægum Austur- löndum, Afríku og Suður-Ame ríku svarar það til þarfa. í Suð ur- og Austur-Asíu vantar 11 af hundraði á tilskilið magn. Aðeins tíundi hluti af þurr- lendi jarðarinnar er ræktaður. 18 af hundraði eru engjar og beitilönd, 29 aí hundraði skóg- ar, og næstum helmingur eða 43 af hundraði ófrjótt land eða byggt húsum. Til er landrými, sem taka mætti til ræktunar, ef kostur væri á nauðsyniegum tæknilegum og efnahagslegum bjargráðum. Ef t. d. væri tekinn til ræktunar þó ekki væri nema fimmtungur þess lands, sem nú er óræktaður í hitabeltinu, mundi það nema yfir 8 milljón- um vallardagslátta. Einnig mætti fá 400 milljón vallardagsláttur ræktarlands á svæðum sunnan við norðurheimskautsbaug, ef þörf krefði. Rúmlega 70 hundraðshlutar af yfirborði jarðar eru þaktir vatni. En fiskur, sem er einhver jurta- hvítuefnaríkasta fæða í heimi, nemur aðeins einum af hundraði þeirrar fæðu, sem mannikynið neytir. Sérfræðingar telja, að hafið muni geta fært mannkyn- inu jafnmikið magn fæðu o^g jörðin. Rannsókn á eynni Java í Indó nesíu hefur leitt í ljós, að stór hluti þeirra barna, sem létust á sjúkrahúsum á fjögurra ára tíma bili, hafi látizt af vannæringu: 9 af hundraði kornabarna, 36 af hundraði eins ára barna, 40 af hundraði tveggja ára barna og 9 af hundraði barna á aldrinum 4—6 ára. ísraei er gott dæmi um það, hvað gera má á stuttum tíma til að auka mjólkurframleiðsluna. Með nautgripum af kynstofni, sem fyrir var í landinu, gaf hver kýr af sér um 600 kíló af mjólk árlega. Með því að flytja inn nautgripi af frísneskum stofni og með því að bæta undaneldi, fóðrun og eftirlit með nautgrip unum hefur fsrael nú hæstu framleiðslutölu heims í mjólkur iðnaði — um 4000 kfló á kú ár- lega. (Frá skrifstofu S. Þ. í KaupmannahÖfn). 13 '*rs*l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.