Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 14
ÞRIÐJA RIKIÐ WILLIAM L. SHIRER ‘>.íí , samið um Dawes ..... Y o uu.g-á æ tl un i n a, sem líEeJckuðu skaðabótagreiðslurn iar það mikið, að Þýzkaland var um að greiða það, sem eftir ýar, og árið 1925 hafði hann verið eim? sSaJmaðurinn í því að gera uppkastið að Locarno-isamningn- um, sem færi VesturEvrópu fyrsta fríðinn, sem hinar stríðsþreyttu. þjóðir, er svo mjög höfðu verið þjakaðar með deilum, höfðu kytnnzt í heilan mannsaldur. Þremur vikum eftir að Strese- mann lézt, 24. október, varð hrun á verðbréfamarkaðinum í Wall Street. Afleiðinganna varð brátt wart í Þýzikalandi — og það á óheillavænlegan hátt. Hornsteinn þýzkrar velmegunar hafði verið lán frá öðrum löndum, aðallega frá Bandaríkjunum, og svo heims- verzlun. Þegar svo lánaflóðið stöðvaðist og að því leið að hefja þyrfti endurgreiðslur á gömlum iánum, var fjárhagur Þýzkalands ekkj fær um að standast þá raun. Þegar heimsverzlunin fór að drag ast saman eftir hið almenna verð- hrun, gat Þýzkaland ekki lengur flutt út nægilega mikið af vörum til þess að greiða fyrir nauðsyn- legan innflutning á hráefnum og matvörum, sem landið þarfnaðist. Án útflutnings *gat þýzki iðnaður inn ekki fylgt áætlunum sínum og framleiðsian minnkaði nær því um helming frá 1929 til 1932- Milljónir manna urðu atvinnulaus ar. Þúsundir smáfyrirtækja fóru á höfuðið. í maí 1931 varð stærsti banki Austurríkis, Kreditanstalt, gjaldþrota og á eftir fylgdi gjald- þrot eins af aðalbönkum Þýzka- lands, Dramstádter und National- bank, sem neyddi stjórnina í Ber- iín til þess að loka öllum bönkum landsins um stundarsakir. Jafnvel ' frumkvæði það, sem Hoover for seti átti td þess að koma á bráða- birgðalögum um, @ð öllum skaða- bótagreiðslum skyldi hætt, þar á meðal Þýzkalands, gat ekki orðið til þess að stöðva flóðbylgjuna, en lögin gengu í gildi 6. júlí. Öll hin vestrænu lönd urðu fyrir árásum afla, sem foringjar þeirra skildu ekki, og fannst vera hafin yfir stjórn mannsins. Hvernig gat það átt sér stað, að skyndilega gæti riðið yfir svona mikil fátækt, svona miklar mannlegar þjáningar í miðjum slíkum allsnægtum? Hitler hafði sagt fyrir um þessa skelfingu, en hann skildi e'kki frekar en aðrir stj'órnmálamenn, hvað það var, sem hafði komið henni af stað. Ef til vill var skiln ingur hans jafnvel minni en flestra annarra, þar eð hann var bæði fáfróður og áhugalaus um efnahagsmál. En hann var ekki áhugalaus eða fáfróður um tæki- færin, sem kreppan færði honum skyndilega. Þjáningar þýziku þjóð- arinnar vöktu ekki meðaumkun í brjósti hans, þrátt fyrir það að líf hennar bæri enn ör eftir hina skelfilegu reynslu, sem fylgdi hruni marksins, aðeins tíu árum fyrr. Þvert á móti, á dimmustu dögum þessa tímabils, þegar verk smiðjurnar voru hljóðnaðar, þeg- ar tala atvinnulausra var komin yfir sex milljónir og biðraðir fólks ins til þess að ná í brauð urðu margar húslengdir í hverri borg landsins, gat hann skrifað í naz- istablöðin: „Aldrei á ævinni hef ég verið jafnglaður og. ánægður innra með mér sem nú. Því að harður raunveruleikinn hefur opn að augu milljóna Þjóðverja fyrir dæmalausu svindli, lygum og svik um marxista-svikara þjlóðarinnar,‘. Þjáningar bræðra hans, Þjóðverj- anna, voru ekki neitt, sem vert var að eyða tíma sínum í að hafa meðaumkun með, heldur breyta, með köldu blóði og þegar í stað, í stjórnmálalegan stuðning til handa hans ei’gin metnaði. Þetta var það, sem’ hann byrjaði á að gera síðla sumars 1930. Hermann Miiller, síðasti sósíal- demo'kratíski kanslari Þýzkalands og forsætisráðherra síðustu stjórn arinnar, sem byggð var upp af samvinnu demokrataflokkanna, sem höfðu stutt Weimar-lýðveldið, hafði sagt af sér í marz 1930 vegna deilu flokkanna um tryggingasjóði atvinnulausra. í hans stað hafði Heinrich Briining, forystumaður Kaþólska miðflokksins á þingi, tekið við embætti, en hann hafði fengið járnkrossinn sem höfuðs- 60 maður vélbyssusveitar í stríðinu og hinar öfgalausu, íhaldssömu skoðanir hans í þinginu höfðu vak ið athygli hersins á honum, og þá sérstaklega athygli hershöfðingja nokkurs, Kurt von Sohleichers að nafni, sem þá var óþekktur þýzk- um almenningi. Schleicher var hé gómlegur, fær, metnaðargjarn „s!kri'f'Stofuliðsforingi“, sem þegar hafði verið viðurkenndur innan hersins sem hæfileikum gæddur og ósvífinn bragðarefur, hafði stungið upp á Briining við' von Hindenburg forseta. Hinn nýi kanslari var frambjóðandi hersins, enda þótt hann hafi ef til vill ekki gert sér fulla grein fyrir því sjálf- ur. Briining, sem var maðúr, er bjó yfir ósviknum pers'ónuleika, var óeigingjarn, hógvær, heiðar- legur, fullur áhuga og dálítið óþýður, vonaðist til þess að geta komið aftur á fastri þingbundinni stjóm í Þýzkalandi og bjarga land inu frá kreppunni, sem stöðugt fór vaxandi, og stjórnmálaringul- reiðinni. Það var óhamingja þessa lýðræðissinnaða föðurlandsvinar, ■sem ætlaðist gott eitt fyrir, að um leið og hann reyndi að koma á stjórninni, gróf hann óafvitandi gröf þýzks lýðræðis og þannig, án þess að ætla sér það, ruddi veg- inn að valdatöku Adolfs Hitlers. Briining tókst ekki að fá meiri- hluta þingsins til þess að sam- þykkja sérstakar aðgerðir í sam bandi við fjárhagsáætlun hans- Þar af leiðandi fór hann þess á leit við Ilindenburg, að hann gripi til 48. greinar stjórnarskrárinnar og með því valdi, sem hún gæfi, samþykkli fjáriögin með forseta- úrskurði. Afleiðingin varð sú, að greitt var atkvæði um að krefj- ast þess, að úrskurðurinn yrði aft urkallaður. Hin þingbundna stjóm var í þann veginn að falla, þegar efnahagsvandræðin gerðu það hvað nauðsynlegast, að stjórn in væri sterk. Sem tilraun ti'l þess að finna leið út úr ógöngunum bað Briining forsetann að leysa upp þingið í júlí 1930. Ákveðið var, að nýjar kosningar skyldu fara fram 14. september. Það er spurning, sem aldrei verður svar- að, hvernig Bruning hugsaði sér, að honum gæti tekizt að fá örugg- an þingmeirihluta með nýjum kosningum. Hitler gerði sér á hinn bógin.n grein fyrir því, að tæki- færi ' hans hafði komið, fyrr en hann hafði sjálfur búizt við. Hið aðþrengda fólk krafðist þess, að fundin yrði leið út úr hinu illa ástandi. Milljónir atvinnu lausra vildu fá atvin.nu. Verzlun- armennirnir vildu aðstoð. Eitt- hvað um fjórar.milljónir unglinga, sem fengið höfðu kosningarétt frá því í síðustu kosningum, vildu eignast framtíðarvonir, sem að minnsta k'osti lofuðu þeim nægi- legu lífsviðurværi. í hvirfilvindi kosningabaráttunnar bauð Hitler öllum þessum milljónuin óánægðra það, sem þeim í þján- ingum þeirra virtist vera von um úrlausn. Hann ætlaði að gera Þýzkaland sterkt aftur, nieita að borga stríðsskuldirnar, neita að viðurkenna Versala-samnin.ginn, binda endi á alla spijlingu, ná í skottið á öllum peningabarónum (sérstaklega væru þeir Gyðingar) og sjá til þess, að sérhver Þjóð- verji hefði alvinnu og bra 1. Þetta var ekki árangurslaust ákall til manna, fullra vonleysis, sem leituðu ekki einungis huggunar. heldur nýrrar trúar og nýrra guða. Þrátt fyrir það að vonir Hitlers hefðu verið glæstar, varð hann undrandi nóttina eftir 14. septem- ber 1930, þegar kosningaúrs’litin komu. Tveim árum áður hafði flofckur hans fengið 810.000 at- kvæði og 12 fulltrúa kjörna á 18 kringdi hana, mjúkan legubekk- inn, sem hún lá á, gat hún ekki með nokkru móti sofnað. Hún hugsaði og hugsaði um það, sem Petrov hafði sagt henni og hún hugsaði um hina furðulegu uppá stungu hans. Hún skildi ekki, hvers vegna hann hafði borið hana fram. Því skyldi það skipta hann nokkru máli, hvað um hana yrði? Hann var ekki hrifinn af henni, það var greinilegt, þá hefði hann reynt að fá hana með sér til Rúss lands, þegar ’ hann öneri þangað aftur. Hann hafði gert henni það fullkomlega ljóst, að hann kvænt- ist henni aðeins til að geta vernd- að hana og hjálpað henni til Tien- stin og þaðan með bát til Hong Kong. Og kæmist hún þangað stóð hún efcki ein uppi lengur. Þetta virtist svo ofur einfalt, en jafnvel þótt hún hefði orðið snort in af göfugmiannlegu boði hans og þótt þetta á margan hátt eðlileg lausn, þá fór hún nú að brjóta heilann um, hvort þetta væri í rauninni eins einfalt og það leh út fyrir að yera. Hann gat ómögulega ætlað að taka á sig þá hættu að senda hana aftur til Englands, þar eð þá mátti búast við að hún segði yfirvöld- unum allt af létta um John Mars- den. Kannski treysti hann, að ást hennar á Dorothy og tviburunum myndi hindra hana í að gera eða segja nokkuð, sem gæti skaðað þau. En það var djarfur leikur. Hvernig gat hann verið viss um, að hún myndi ekki segja frá hon um lika og slá flóttanum stórt upp með því að selja blöðunum söguna? Ef yfirmenn hans fregn- uðu það, myndi hans eigið líf ekki verða mikils vert. Nei, hann gat ekki treyst henni SVONA tak- markalaust. Það öruggasta fyrir hann myndi vera að hafa hana hjá sér og hann var sjálfsagt það athugull og skarpur, að hann sá, að ekki mýndi þurfa miklar fortölur til. Hún roðnaði við tilhugsunina og fékk hjartslátt. Það var tilgangs- laust að neita því lengur. Hún elskaði hann og hafði gert það frá fyrstu stund. Auðvitað átti hún að hata hann, skynsemi henn ar sagði henni það, samt sem áð- ur gat hún það ekki og hún vissi, að hún myndi fúslega afsala sér allri von um að snúa aftur til ætt- jarðar sinnar, ef hún fengi að eyða ævidögunum við hans hlið. En hann vildi efcki hafa hana þar. Það var bersýnilegt. En hvers vegna hafði hann þá stungið upp á að þau gengju í hjónaband? Hún fann ekkert svar við þeirri spurningu. Hún bylti sér í rúminu. Ef hún hefði aðeins vitað, hvað hún átti til bragðs að taka. Þegar öliu var á botninn hvolft, vissi hún ekki nokkurn skapaðan hlut um Petrov — ja, hún vissi ekki einu sinni hvað hann hét að fornafni. Hvern ig gat hún verið viss um, að hann segði sannleikann um Dorothy, börnin og veslings John? Nei, hún gat ekki vitað það, en samt sem áður hafði hún verið neydd til að trúa, að hann segði satt. Kannskij höfðu þau verið myrt og hann hafði komið henni undan vegna þess að hann girntist hana? Kannski hafði kínverska lögregl- an alls ekki ætlað að handtaka hana, kannski hafði hann flutt hana af djunkaranum, vegná þess að hann vildi hafa hana fyrir sig. Kannski var þetta tal um hjóna- band aðeins skálkaskjól hans raun verulegu fyrirætlana. Ef hún héldi að þau hefðu verið gefin saman, yrði honum ekkí erfitt að láta hana hlýðnast sér. Kannski myndi hann hafa hana sem ástkonu sína þar til hann fékk leiða á henni og síðan . . . honum yrði ekki skota- Á HÆTTUSTUND Mary Richmond skuld að losna við hana. Þessi Ghang myndi fús að hjálpa hon- um, kannski hafði hann líka lof- að að láta Ohang fá hana, þegar hann sjálfur hefði fengið nóg af henni . . . Hún hrökk við, þegar henni varð ljóst, hvert hugsanirnar leiddu hana og hún áminnti sjálfa sig. Hún mátti ekki láta sitt fjör uga ímyndunarafl hlaupa með sig í gönur. Hingað til hafði Petrov alltaf komið vel fram við hana. En hún hafði líka verið með fjöl- skyldu sinni þar til nú. Nú var hún ein og hafði ekki annan en Petrov að treysta á. Það var ofur auðvelt fyrir hann að nota sér það. Hún viidi svo gjarnan trúa og treysta honum, en hún gat það ekki. Hún gat ekki einu sinni fengið að vita með vissu, hvar Dorothy var niður’komin. Ef hún reyndi að komast út úr þessu herbergi, yrði hún hindruð í þvi. Þótt hún hefði sagt Petrov, að hún ætlaði að giftast honum, var vörðurinn enn fyrir utan dyrn ar hjá henni. Hún vissi heldur ekki, hvar hún var, né í hvaða átt hún skyldi fara. Hún kunni ekki eitt einasta orð í kínversku og gæti því ekki spurt neinn til veg ar. Hún mundi að hún hafði séð nokkra verkamenn úti á hrís- grjónaakrinum, en það yrði henni ekki til mikillar hjálpar, þótt hún kæmist að því, hvar hún var nið- urkomin. Og ef þeir sæju hvita konu í kínverskum fötum, myndu þeir nota fyrsta tækifæri sem byð ist að tjá yfirvöldunum. Hún yrði bandtekin og flutt á næstu lög- reglustöð — eða herbækistöð. Og þá — já, hvað þá? Og ef Petrov hafði í raun og veru sagt henni satt, þá myndi hún með því setja hann og Ferskjublóm í mikla hættu, þar eð yfirvöldin myndu krefjast þess að fá vitneskju um, hvar hún hefði falið sig, hvar hún hefði fengið fötin og hver hefði hjálpað henni. Og jafnvel þótt hún reyndi að komast hjá að ljóstra því upp, höfðu þeir sínar aðferðir til að losa um túlann á fólki . . . Nei, hún varð að halda hér kyrru fyrir og bíða og sjá til, en hún ætlaði að heimta að fá að hitta Dorothy, áður en hún sam þykkti það, sem Petrov hafði stungið upp á. Undir morgun féll hún í óværan svefn og dreymdi hina furðulegustu drauma. Þegar hún vaknaði, var hún dauðþreytt, eins og hún hefði reynt á sig líkamlega, Hún fór í bað og klæddi sig í kínversku fötin, sem Ferskjublóm hafði léð henni og skömmu síðar kom Petrov inn tU hennar. Hún sagði honum frá ákvörðun sinni og hann hrukkaði ennið og sagði: — Það er mjög erfitt að upp- ,fylla ósk þína, douragaya. Systir 'þín er lausmálg í meira lagi og ég vil helzt ekki að hún frétti neitt um ráðagerð okkar. — Ég heiti því, að ég skal ekki orða þetta við hana, sagði Blanche. Ef þú leyfir mér bara að tala við hana, svo að ég sé viss um, að henni og börnunum líði vel. — Þeim líður vel, þú getur haft mín orð fyrir því. Þegar hún anzaði ekki, bætti hann við: — Eða trúir þú mér kannski ekki? Ef til vill er það eðlileg tortryggni. Samt sem áður sver ég, að fjölskylda þín er í góð um höndum og ég geri allt, sem í mínu valdi stendur tii að þú sért örugg líka. Orðin hittu hana í hjartastað og hún skammaðist sín vegna þess að hún hafði efazt um einlægni hans. Hún treysti honum, hún varð að treysta honum, annars var hún glötuð. — Ég bið afsökunar, sagði hún. — Yður hlýtur að finnast ég mjög vanþakklát, en . . . allt er svo óskiljanlegt og ég held, að ég hafi ekki náð mér til fulls eftir ópíum- ið . . . — Ég veit það. Gott og vel, ég skal gera það, sem ég get til að þú fáir að hitta systur þín-a, en það getur verið að þú verðir að bíða nokkra daga. — En . . . hún verður varla svo lengi hér, mótmælti Blanche. — Um leið og John hefur lokið verki sínu fara þau ó brott. — Það mun taka Marsden TÍMINN, þriðjudaginn 2. apríl 1963 — 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.