Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.04.1963, Blaðsíða 16
200 BðRN VoBaskot ogstór- slys í Keflavík BÓ-Reykjavík, 1. apríl Þau slys urðu í Keflavík um helgina, ?.ö 14 ára piltur dó af voðaskoti og bekkjarsystir hans varð fyrir bíl, höfuðkúpu brotnaði og fótbrotnaði. Pilturinn, Freyr Sverrisson, Tún götu 13, var staddur ásamt þrem- ur bekkjar'oræðrum sínum í húsi einu í Kefiavík á sunnudagsnótt- ina Drengirnir voru þar að horfa á sjónvarp, en fóru síðan að hand- fjatla riffil, sem þeir fundu í hús- inu. Enginn fullorðinn var heima. Slysið gerðist laust fyrir kl. 1, að' Skot hljóp úr rifflinum í brjóst 1 Freys. Hann var látinn áður en læknir kom á vettvang. Telpan, Kolbrún Árnadóttir, Birkiteig 14, varð fyrir bifreið móts við Hringbraut 79 í Keflavík um kl. 9 á sunnudagskvöldið. Bíl- stjórinn segist ekki hafa orðið hennar var iyrr en hann var kom inn fast að henni. Kolbrún liggur nú á sjúkrahúsi. Hún var með'vit- undarlaus í nótt og í dag. Um kl. 4 í gær varð 5 ára dreng- ur, Eiríkur Karlsen, Bústaðar- hverfi 5 fyrir bíl á Bústaðavegi og Framhald á bls. ló Félagsmálaskóli FramsóknarfL ÁkveS'ið hefur veri-ð að halda nokkra fræðslufundl um verkalýðs og atvinnumál á vegum Félags- málaskóla Framsóknarflokkslns. Fyrsti fundurinn verður haldiinn miðvikudaginn 3. apríl kl. 8,30 að Tjarnargötu 26. Mun þá Jónas Guðmundisson, stýrimaður, flytja framsöguerindi um vinnuhagræð- ingu. Einnig verð'ur sýnd kvik- mynd. Fólk úr verkalýðsfélögun- uin er sérstaklega hvatt tiil að j mæta á fundinum. HÁDEGIS- KLÚBBURINN kemur saman á morgun á venju- legum stað og tíma. FLOKKSÞINGIÐ 13. flokksþing Framsókn armanna hefst í Reykjavík sunnudaginn 21. apríl n.k. kl. 1,30. Allir fundir flokks þtngsins verða haldnir í súlnasalivum í BændahlL- inní. KOLBRÚN ÁRNADÓTTIR SINUBRENNUR FARAí HÖND JK-Reykjavík, 1. apríl Nú fer árstíð sinubrennanna í j hönd. Síðustu daga hefur verið þurrt og gott veður sunnanlands og hefur viða sést rjúka upp af beitarlöndum. — HG tók þessa mynd fyrir Tímann í gær. Hún er tekin frá Hliðarenda í Fljótshlíð og sést suður yfir Austur-Landeyj- ar, þar sem geysiháir reykjar- strókar rísa upp af sviðinni jörð- mni. — Eitt af næstu verkefnum búnaðardeildar Atvinnudeildar Há skólans ver'ður að rannsaka kosti . ug galla sinubruna. Með uppskeru- jtí-Kópavogi, 1. apríl í fyrstu fermingarmessunni í Kópavogskirkju, er fram fór í gærmorgun las séi;a Gunnar Árnason, sóknarprestur, upp bréf frá hjónunum Margréti Ólafsdóttur og Ólafi Jenssyni, verkfræömgi, Þinghólsbraut 47 þar sem þau tilkynna, að' þau afhendi kirkjunni fé i minning arsjóð, er ber nafn Hildar dótt- ur þeirra, sem fórst af slysför- um í vetur, en hún átti að fermast ' vor. Tilgangur sjóðs- ins á að vera að stuðla að tón- list innan Kópavogskirkju, og má, ef nauðsyn ber til, nota allan höíuðstólinn til kaupa á kirkjuorgeli, en vöxtum skal varið til tónleikahalds og efl- ingar tónlistarlifs innan safn- aðarins. Nemur sjóðurin nú 55.760 krónum, sem eru minn- ingargjaíir frá skátafélögum, skólasystkinum og öðrum vin- Framh a bls 15 Drengur slasast er pokastæða hrynur JK-Reykjavík, 1. apríl. 13 ára gamall drengur höfuð- kúpubrotnaöi og slasaðist að öðru leyti mjög illa á höfði í dag í mjölskemmu í Hafnarfirði, er rúm lega þriggja metra liá mjölpoka- stæða hrundi skyndilega. Ingvar Sigurðsson heitir dreng- urinn. Hann var að vinna við. að taka sýnisliorn af mjöli, sem var verið að skipa út frá Lýsi og Mjöli h.f. Drengurinn hefur um nokkurt skeið unnið við þetta og fékk fri í skólanum í dag vegna útskipunar.nnar. Allmikið starfslið var í skemm- unni við að hlaða 50 kg. mjölpok- um á færiband, sem flutti pok- Bandaríkin lána Reykjavík, 29. marz 1963 Hinn 14. marz s.l. var undirrit- aður í Washington lánssamningur milli Framfarastofnunar Banda- rikjanna (AID) og Framkvæmda- banka íslands, að tilhlutan ríkis- stjórna íslands og Bandaríkjanna, um lán til Framkvæmdabankans, sem notað verður til þess að styrkja íslenzkt atvinnulíf með lánum til þýðingarmikilla fram- kvæmda. Samkvæmt- samningnum lána Bandaríkin íslandi, í ísl. kr. krónum, kr. 61.037,550. Lánið ör til 20 ára, afborgunarlaust í 3 ár og með 4% vöxtum. Lánið er veitt af fé því, er stjórn Bandaríkjanna eignast hér á landi samkvæmt samningi milli hennar og ríkis- stjómar íslands varðandi kaup h'nnar síðarnefndu á landbúnaðar Framiiald á bls 15 ana á bila. Enginn var að vinna við stæðuna, sem hrundi, og sneru flestir baki í hana, þegar slysið varð, þar á meðal drengurinn. Tal- ið er senmlegast að stæðan hafi missigið eitthvað, og það hafi vald ið hruninu Nokkrir fJeiri urðu fyrir pokum úr stæðunni og m. a. skrámaðist einn staifsmaður. Ingvar meiddist þó langmest og var mjög þungt haldinn, síðast er blaðið frétti. SK0GRÆKTAR- FÉLAGAR Skógræktarfélag Reykjavíkur heldur skenuntifund í Sjálfstæðis- húsinu í kvöld. Skemmtifundir fé lagsins hafa alltaf verið mjög vin sælir, og vandað er til dagskrár innar nú eins og endranær. Allir vinir skógræktar eru velkomnir. 5 mælingum verður kannað, hvenær bezt er að brenna sinuna og hvern- ig gróðrarrikið á svæðinu breyt- ist við endurteknar sinubrennur. Iíér er mikið gert af því að brenna sinu enda þykir mönnum jöiðin gróa miklu betur á eftir og skepn ur verða enn sólgnari í grasið. — Slökkviliðið : Reykjavík á í önn- um á hver;u vori, vegna þess að börn kveikja oft i sinu nálægt mannvirkjum. Er slökkviliðið vegna þessa oft kallað út mörgum sinnum á dag þurrasta vortímanri. í gær var það kallað út í fyrsta skipti í vor vegna sinubruna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.