Tíminn - 06.04.1963, Síða 2

Tíminn - 06.04.1963, Síða 2
mmsmi mm mm ímíité POUL REUMERT ÁTTRÆDUR Hinn frægi d,anski leikari Poul Eeaumrt, eiginmaður Önnu Borg, sem flestir íslendingar kannast við, átti áttræðisafmæli þann 23. marz síðastliðinn og var mikið veður gert út af þess- um merkisatburði í Danmörku, þar sem Paul er einn bezti og vinsælasti leikari þeiri'a. Það er vel sæmandi fyrir okkur hér á íslandi, að minnast Paul lítil- lega vegna afmælisins, ekki ein- ungis af þvi ag hann er kvæntur íslenzkri konu, heldur og vegna þess, að við höfum fengið að njóta mikilfenglegra hæfileika hans oftar en einu sinni, þegar hann hefur leikið hér í gesta- leikjum. Poul Reumert er fæddur 23. marz árið 1883, og voni foreldrar hans þau lijónin Elith og Athalia Reumert, sem bæði voru leik- arar. Paul átti því ekki langt að sækja hæfileikana. í einu af dönsku blöðunum segir, að hann hafi erft sviðsöryggi sitt, fram- komu og útlit frá föður sínum, en skapferlið, kæruleysið og óró- leikann frá móður sinni. Poul valdi þann kostinn að vera ekki heima á afmælisdag- inn, en slapp samt ekki við eitt- hvað umstang. Sjónvarpinu tókst að fá hann til að lesa upp úr verkum .Bíckens fyrir sig, og var þeirri sendingu sjónvarpað heiman frá honum, og gefnar voru út tvær bækur á afmælis- dagnin, Bogen om Paul Reumert, sem skrifuð er af vinum og kunn ingjum, og Teatrets kunst, skrif- ug af Reumert sjálfum. Fjöldi af frægum dönskum leikurum og öðru fólki skrifar í fyrri bókina, og í formála hennar, sem Mic- hael Reumert, hæstaréttarlög- maður og sonur Pauls skrifar, segir orðrétt í bréfi frá Paul sjálfum til Michaels. — Það, að verða áttræður, er eins og hver önnur óheppni, sem alla getur hent, og það er ástæðu laust, að íleiri þurfi að gjalda þessarar óheppni en ég. Hugsaðu þér allar þær manneskjur, sem mundu þurfa að setjast niður og skrifa um það, hve vel ég hefði haldið mér í næstum heila öld. Heldurðu ekki, að það mundi vera skeinmtilegra og athyglis- verðara fyrir komandi kynslóð- ir, að gefa út bók meg nafninu, Bókin um Paul Reumert, skrifug af óvinum hans. Það yrði sjálf- sagt skemmtileg bók. En eins og þú veizt, er ég ekki afskipta- samur, en þar verð ég að gera eina undantekningu. Ef útgef- endur þessarar vinarbókar vilja fá einhverja af fjölskyldumeð- limunum, eins og Önnu eða þig tfd., til að skrifa í bókina, þá verð ég að taka í taumana. Vinarbók þessi fær annars ágæta dóma í Danmörku, þó að öllum gagnrýnendum beri saman um, að bók Pauls, Teatrets kunst, sé öllu betii. Norðurlönd- in eiga hvert sinn fulltrúa í vin- arbókinni, þar sem Paul hefur leikið í þeim öllum. Fyrir hönd íslands skrifar prófessor Sigurð- ur Nordal, og hyllir hann Reumert sem „tengdason ís- lands“, en Reumert hefur alla tíð verið mjög hlyfrntur öllu sem ís- lenzkt er. Leikstjón sá, er skrifar fyrir hönd Finnlands, vitnar í það sem Reumert hefur sagt um at- vinnu sína við han. — Eg er aldrei hamingjusam- ari en eftir langan vinnudag, þeg ar ég kem heim úr leikhúsinu, og sit í minu eigin eldhúsi með „smörrebröd og ölflaske". Það er allt kyrrt i húsinu og minning- Þó ag Paul Reumert sé í hug- um flestra tákn um velgengni og fi-ægð, þá þekkir hann einnig hugtakið misheppnað hlutverk. arnar um atburði dagsins eru Ijóslifandi. Þessi stund styrkir þau bönd, sem binda mig við líf- ið, ég endurlifi gamla og nýja viðburði og geri mér ljóst, að ég stend gagnvart miklum leynd ardómi. Og einn fulltrúi yngii kynslóð- arinnar, sem skrifar í bókina. Það er ekki nema mannlegt og ’eðlilegt, að svo sé. í endurminn- ingum síuum segir hann frá þeim þremur hlutverkum, sem Jörgen Reenberg, segir meðal annars: — Eg vissi vel, að Paul fór mjög seint að sofa, og það vita flestir, en þegar 66 ára gamall maður fer á fætur kl. 7 um morg uninn, skrifar nokkur bréf, les yfir langt leikrit, sem hon- um hefur verið sent, og skrifar um það aihugasemdir, hristist í langferðabil 4—5 tíma, leikur aðalhlutverk um kvöldið, hefur gesti frá kl. 12 um nóttina til 4,30, fer svo á fætur eftir þriggja tíma svefn, fer í bað, lýkur af bréfaskriftum með því að skrifa ein 30 bréf, og fer síðan að fá sér morgunverð kl. 10,30 og mæt ir mér í forstofunni, grútsyfjuð- um og ómögulegum, með orðun- um: Góðan daginn, góðan dag- inn. Heyrðu mig, Reenberg, þú lítur ekki vel út, hvað er þetta, svafstu ekki vel; þá er ekki um annað en hreina uppgjöf að ræða. Og Bodil Ipsen, ein frægasta leikkona Dana leggur sinn skerf til bókarinnar með orðunum: Kaefi hr. Paul Reumer. Eg skrifa ekki um stjörnurnar, en gleg mig yfir leik yðar, með ein- lægri aðdáun, yðar vinkona, Bodil Ipsen. Þetta nær yfir eina blaðsíðu í vinarbókinni. Margar skemmtilegar myndir prýða auk þess bókina, en um þær hefur systir Önnu Borg, Auda Borg séð. Við treystum okkur ekki til ag fjölyrða um leikhæfileika Paul Reumert, en danskir gagn- rýnendur eru allir sammála um að hann sé snillingur, hvort sem þeim líkar það svið, sem snilli- gáfa hans liggur á, vel eða ekki. Þeir segja m.a., að hann sé óháð- ur öllum breytingum tímans, hann leiki Shakespeare, Ibsen og Diirrenmatt alla með jafnmik illi leikni, og ef aldurinn hefði ekki komið í veg fyrir það, hefði hann getað leikið í Galilei, eftir Brecht. Hann hefur ótrúlega mikið vald yfir áhorfendum, og þegar hann er á sviðinu er hann aðal- atriðið, hann stelur áhrifum frá hinum leikumnum. Þetta er með fæddur eiginleiki, sem fólki lík- ar annaðhvort vel eða illa. Það er ekki nóg meg það, að Paul hafi verið einn bezti leikari Dana á leiksviðinu, heldur hefur hann einnig verið vinsæll kvikmynda- og sjónvarpsleikari, og þó að hann hafi hingað til verið van- ur að leika aðalhlutverk, tekur hann nútímaleiklist með bjart- sýni og kjar'ki, og hann vinnur sína sigra þar, eins og annars staðar. algjörlega hafi misheppnazt í meðferð hans. Þetta eru hans eigin orð: Maður ætti að þakka sínum sæla fyrir það, að eitthvað mis- heppnast hjá manni. Ef maður vill vita eitthvað um sjálfan sig og afstöðu annars fólks til sín, þannig aS hæfileikar manns verði notaðir á réttan hátt, þá er velgengnin óneitanlega skemmtileg, en hættuleg. Það er betra að læra af óhöppunum, því að þegar ég hugsa málð vandlega, kemst ég að raun um, að alltaf má læra eitthvað mikilvægt af óheppn- inni. Óheppni krefst þess eigin- lega, að maður bæði skilji hana og geri sér leyndardóma hennar Ijósa. Sjálfur segir Reumert, að sín misheppnuðu hlutverk hafi ver- ig dr. Stockmann í leikriti Ib- sen, Andreas Belgnæb og Hákon jarl. Það getur verið að danskir gagniýnendur séu ekki sammála þessu, en þetta eru að minnstá kosti þau mistök. sem Reumert hefur lært af. HIN MISHEPPNUÐU HLUTVERK Dr. Stockmann, Andreas Blegnæb, Hákon Jarl. Stjórnarblöðin hafa nú lýst yfir því, að a'lþingiskosning- arnar verði lá'tnar fara fram 9. júní næstkomandi. Ríkisstjónnin ákveður kosn- ingarnar þannig þ?-emur vikum fyrr en Alþinigi hefur ákveðið í kosningalögunum. Að vel at- huguðu ráði, var það ákvcðið • samhijóða á Alþinigi, er kosn- | ingalögin voru sett, að bezti ' kosningadagurinn væri seinasti sunnudagurinn í júní. Þettia var bygigt á því, að þá væri minnst hætta á, að veð;-átta hindraðl kjörsókn. Þess eru mörg dæmi, að vor- veðrátta hafi verið þannig liér á landi, að 9. júní sé hæpinn kjördagur af þessari ástæðu. Ríkisstjórnin hefur liins veg- ar af einhverri ástæðu talið heppilegt áð víkja frá fyrir- mælum kosningalaganna. Sú á- stæða liggur og nokkum veg- inn í augum Uippi Nær allir kaupsamningar eru lausir og upplausin og ringulreið í launa- málum meiri en nokkru sinnl fyrr. Hvenær, sem er, getur komið til átaka á þessu sviði. Ríkisstjórnin vill fyrir alla muni láta kjósa áður. Af því ættu menn m.a. að geta álykt- að, hveriar fyrirætlanir henn- ar séu. Sióraivinnurekandinn sigraði Mikil átök áttu sér stað inn- byrðfs hjá Sjálfstæðismönnum í sambandi við framboð þeirra í Reykjavík. Stóratvinnurek- endur og gróðamenn flokksins lögðu mikið kapp á að korna Sveini Gu'ðmundssyni, forstjóra Héðins, á þing. Þeir bentu m.a. á, að þcir liefðu lagt fram stórfé í útgáfu Vísis, og vildu sjá, að það væri nokkurs metið. Launþegar, sem fylgja flokkn- um, gerðu liins vegar kröfu til þess, að þeir fenigju fulltrúa í eitthvert af áttá efstu sætun- um á listanum, og munu eink- um hafa fylkt sér um Guðmund H- Gayðarsson. Ungir menn í flokknum vildu hins vegar fá rnann úr sínum röðum og fylktu sér einkum um Þór Vil- hjálmsson, sem þeir töldu gott þingmannsefni. Eins o-g vænta mátti, urðu bæði launþegarnir og umgu mennirnj,- að láta í minni pokann. Það var stór- gróðavaldið, sem sigraði. Fulltrúar hfá bandalagi Það gctur vart fari'ð hjá því, að ýmsir Iesendur Morgun- bliaðsins liafi rckið upp stór augu, er þeif lásu það i gær- mongun. Um nokkurt skeið hef- ur Mbl. rekið þann áróður, að Efnahagsbandalag Evrópu væri eiiginlega úr sögunni. Þa'ð væri nánast sagt dautt bandaliag, A. m k. myndu íslendingar ekki þurfa að hafa nein afskipti af því. f gæ;-morgun birtir svo Mbl. ]já frétt, að ríkisstjórnin sé búin að skipa sendifulltrúa hjá þessu foandalagi! Var það þá eftir allt saman ekki dautt! Var það ekki meira en það úr sögunni, að ísland verður að hafa sendifulltrúa hjá því! Og ætli það eigi ekki eftir að koma eitthva'ð nieira á daginn eftir kosningar. T f M IN N , Iaugardaginn 6. apríl 1963 — 2

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.