Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 5

Tíminn - 06.04.1963, Blaðsíða 5
|; íþrc ITTIR Ifalll Ml.ll ■ . í: 11111 ÍÞRÚTTIR 111 |1 KR leikur þrjá leiki í Danmörku f íyrradag skýrðu dönsku blöðin PolUiken og Aktuelt írá fyrirhug- uðu keppnisferðalagi KR-inga til Dánmerkur á sumri komanda á vigum SBU — sjálenzka knatt- spyrnusambandsins — en eins og ; kunnugt er kom úrvalslið frá sam s bandinu hingag til lands í fyrra sumar og lék nokkra leiki hér. Blöðin skýra frá því, að KR muni leika þrjá leiki ytra — að öllum líkindum um mánaðarmótin júlí—ágúst — en ekki sé enn þá ákveðið hvaða lig það verði, sem KR mætir. Þó er talað um fjögur lið í þessu sambandi, sem öll koma til greina en þag eru AB — 1. deildarlið — og Lyngby, Hol- bæk og Hilleröd. Eins og skýrt var frá hér í blað inu á sínum tíma, hafa KR-ingar tekið flugvél á leigu til utanfarar- innar og munu 2. og 3. flokkur fé lagsins verða samferða meistara- flokknum út, en 3. flokkur leikur í Danmörku og 2. flokkur að öll- um líkindum í Svíþjóð. RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON ! ^ Hástökkvarinn heimsfrægi, Rússinn Valery Brumel, er miög Iið- tækur i fleiiri greihum frjálsra íþrótta en hástökki. Á innanliússmóti í Leningrad nýlega náði hann 5873 stigum í sex grelnum — sem | er bezti árangur, sem náð'st hefur. Sérfræðingar telja mjög líklegt, ag Brumel gæti með smáæfingu í nokkrum greinum bætt heims- | metið í tugþraut verulega. Á myndinnii sést Brumel varpa kúlu og náði 14.61 metra — en hann hefur nokkrum sinnum varpað yfir 15 metra. (Ljósm.: TASS). Lokahelgi handknaiileiksmótsins: U rslit aleikir ogfallbarátta í dag. -17 íslandsmótið í bridge hefstj á landsmótinu spilað í tveim- í dag kl. tvö í Skátaheimilinu ur flokkum, landsliðsflokki og og stendur fram á 2. í pásk- meistaraflokki, 64 spil í leik um. Fyrst verður spiluð sveita í landsliðsflokkum, en 40 í keppni og er nú í fyrsta skipti meistaraflokknum. Eftir helgina varpa hand knattleiksmenn okkar önd- inni léttara og leggja skóna á hilluna í bili, en um helgina lýkur löngu og viðburðaríku keppnistímabili þeirra, sem staðið hefur yfir nær sleitu- laust frá því í október. — Satt að segja er maður ekki al- mennilega farinn að átta sig á því, að keppnistímabilinu sé að Ijúka — en hlaupandi knattspyrnumenn um allar jarðir og hækkandi sól tala sínu máli — vetur konungur er að kveðja og þá um leið handknattleikurinn. í fyrsta skipti í mörg ár, skeður það nú, ag síðasti leikurinn í 1. deild hefur enga úrslitaþýðingu — Fram hefur tryggt sér titilinn fyr- j ir leikinn við FH á sunnudaginn j — og að sjálfsögðu má búast við að töflunni, og reynt að útskýra spil- j spenningurinn, sem jafnan hefur in eftir föngum. ríkt er þessir aðilar mætast, sé fyrir bragðig rokinn út í veður os vind. En til að bæta mönnum þetta upp, verður háður á sunnudaginn annar leikur í 1. deild — milli KR og Þróttar — um fallsætið, sem verður örugglega baráttuleik ur. Annars kemur unga fólkið til Framhald á 15. síðu. AGF vann alla leikina Danska knattspyrnuliðið AGF, sem undanfarig hefur verið í keppnisferðalagi í Bandaríkjunum sigraði á miðvikudaginn banda- rísku meistarana New York Hunga ria með 3—1, eftir að hafa haft yfir í hálfleik 1—0. — Þetta er áttundi leikur AGF í förinni og er ekki hægt að segja annað en liðinu hafi vegnað vel, því það kemur ósigrað til baka og hefur unnið alla átta leikina. Gisli Halldórsson, forseti ÍSÍ í fréttatilkynningu frá orðurit- ara segir, að hinn 29. marz s. 1. hafi forseti íslands sæmt forseta ÍSÍ, Gísla Halldórsson, arkitekt, riddarakrossi fálkaorðunnar fyrir slörf hans í þágu íþróttahreyfing- arinnar. — Gisli hefur í áratugi unnið íslenzku íþróttahreyfingunni mikig og óeigingjarnt starf — hann hefur um árabil verið for- maður íþróttabandalags Reykjavk ur og var á sl. ári kosinn forseti ÍSÍ. Þær sex sveitir, sem rétt hafa til að spila í landsliðsflokki, eru sveitir Einars Þorfinnssónar, Agn ars Jörgenssonar, Brands Brynj- ólfssonar og Þóris Sigurðssonar frá Bridgefélagi Reykjavíkur, sveit Laufeyjar Þorgeirsdóttur frá Bridgefélagi kvenna, og sveit Jóns Magnússonar frá Tafl- og bridge- klúbbnum. í 1. umferðinni, sem hefst kl. 2 í dag, spila þessar sveitir saman í landsliðsflokknum. Jón og Þórir, Agnar og Ólafur, Einar og Laufey. í meistaraflokki spila 11 sveitir, átta frá Reykjavík, ein frá Akur- eyri (Mikhaels Jónssonar), ein frá Hafnarfirði og ein frá Kópa- vogi. Sveitakeppnin stendur fram á skírdag. f kvöld verður einnig spilað, allan sunnudaginn, mánu- dagskvöld, þriðjudagskvöld, allan miðvikudaginn og ein umferð á skírdag. Á laugardag hefst fslandsmótið í tvímenningskeppni og verður þar einnig spilað í tveimur flokk um, landsliðs- og meistaraflokki. í landsliðsflokknum verður baró- meterkeppni; í meistaraflokki venjuleg^ tvímenningskeppni. Nú- verandi fslandsmeistarar eru Egg- ert Benónýsson og Þórir Sigurðs- son í sambandi við íslandsmótið verða leikirnir sýndir á sýningar- Landskeppni ísland — U-Noregur KEPPNIN VERÐUR I ÁLA- 6.-7. ÁGÚST N. K. Á norræna frjálsíþróttaþing- inu í nóv. s.l. hófust viðræður milli norska og íslenzka frjáls (íþróttasambandsins um mögu- leika á að taka upp samskipti á ný milli íslamss og Noregs á sviði frjálsíþrótta. Töldu full- trúar íslands ekki koma til greina annað en keppni milli Vestur-Noregs og íslands, þar sem styrkleikahlutföll eru svip uð þarna á milli. Síðan í haust hafa norska og íslenzka frjálsíþróttasambandið staðið í bréfaskiptum varðandi þetta mál og hafa samningar tekizt á gagnkvæmum grund- velli þannig, að íslenzka lands- liðið mun fara utan og mæta landsiiði Vestur-Noregs í Ále- sund dagana 6. og 7. ágúst n.k. Norska landsliðið mætir íslend ingum síðan í Reykjavík 1964. Það land sem sér um fram- kvæmd landskeppninnar i hvert sinn sér um uppihald allt að 35 manna hóps í fjóra daga og greiðir ákveðna fjárupphæð jafnháa í hvort skiptl í ferða styrk til þeirrar þjóðar, sem ekki keppir á heimalandinu. Stjóm FRÍ ákvað að ganga til endanlegra sámninga um þessi samskipti, þar sem fjár- hagslegur grundvöllur virðist tryggur, þó þannig aðeins, að landslið fslendinga verði ekki fjölmennara en 23—24 kepp- endur. enda þykir sýnt. að slík ur hópur fullskipi landsliðið. Áætlað er, að landsliðið fljúgi utan 3. ágúst og mæti keppend um íslands á Norðurlandameist aramótinu í Osló þann sama dag og haldi því næst áfram til Álasunds. Þar sem dagarnir 6. og 7. ágúst voru einu dagar sumars- ins, sem hægt var að ná sam- komulagi um fyrir landskeppn ina, mun íslandsmeistaramótið færast aftur til daganna 12. og 14. ágúst í stað 10.—12. ágúst. Heimkoman verður 9. ágúst. Samkvæmt afrekum 1962 þá er 10 stiga munur á heildarút- komu stigaútreiknings þjóð- anna, Norðmönnum í vil. Er því sýnt. að í keppnin verð ur mjög tvísýn og jöfn. T í MIN N , Iaugardaginn 6. apríl 1963 5

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.