Tíminn - 06.04.1963, Síða 7

Tíminn - 06.04.1963, Síða 7
HARRY SGHYífARTZ Otgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- íngastjóri: Sigurjón Davíðsson. áitstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7. Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. t lausasöiu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — -----r —---------------------------------------------------------- Krustjoff þarf að glíma við mörg erfið efnahagsleg vandamál Hinn miklí víghúnaður veldur ekki sízt örðugleikum. Stjórnin og vextirnir Þegar rætt var í fyrradag á Alþingi um frv. Framsókn- armanna um lækkun útlánsvaxta frá 1. maí n.k., komst viðskiptamálaráðherrann, sem talaði ai hálfu ríkisstjórn- arinnar, í hið versta skap. Hann lýsti þeirri skoðun sinni, að það væri árás á sparifjáreigendur og hið mesta glap- ræði, ef vextir væru lækkaðir frá því, sem nú er. Þórarinn Þórarinsson, seip mælti fyrir frumvarpinu, rifjaði það upp í tilefni af þessum ummælum ráðherrans, að Alþingi hefði á rúmu ári fengið tvær útgáfur á skoð- unum hans í þessu máli. Fyrir réttu ári, þegar rætt var um gengisskráninguna á Alþingi, hefði ráðherrann m. a. látið orð falla á þessa leið: „Sem betur fer, stefnir nú á svo mörgum sviðum í rétta átt, að sá tími er vonandi ekki langt undan, að hægt sé að færa vextina aftur niður í það, sem þeir voru, áður en til viðreisnarráðstafana núv. ríkisstjórn- ar var gripið." Með öðrum orðum: Fyrir réttu ári sagði ráðherrann, að vonandi væri þess ekki langt að bíða, að vextirnir yrðu lækkaðh', en nú kallar hann það árás á sparif.járeigend- ur og efnahagslegt glapræði! Þannig halda ráðherrarnir fram einu í dag, en öðru á morgun, en eitt er óbrigðult, þótt orð þeirra sé lítið að marka: Verðbólgan heldur stoðugí áfram að vaxa og gerir spariféð verðminna með hverjum degi. Háir vextir eru sparifjáreigendum vissulega enginn ávinningur, ef þeir leiða af sér verðbólgu og kaupskrúf- ur eins og á sér stað hér. Ef vextir yrðu lækkaðir, myndi það bæta aðstöðu rnargra, sem bágast væru staddir, og draga þannig úr kaupþrýstingi. Slíkl væri hagur fvrir sparifjáreigendur. Fyrir sparifjáreigendur skiptir mestu, að sem minnst röskun verði á verðgildi gjaldmiðilsins. Ótvírætt er það, hverjir verða fyrn tiltölulega þyngst- um búsifjum af völdum hinna háu vaxta. Það eru hinir efnaminni einstaklingar, sem hafa ráðizt í framkvæmdir, t.d. íbúðabvggingu, og þó alveg sérstaklega unga fólkið. sem er að stofna heimili eða koma fótum undir atvinnu- rekstur. Á þessu fólki bitna okurvextirnir verst. Þetta er einmitt það fólk, sem ríkisstjórn og Alþingi eiga að hjálpa til sjálfbjargar og efnalegs sjálfstæðis. Það er ekki sízt hægt að gera með afnámi okurvaxtanna. En okurvextirnir verða ekki afnumdir, ef núv. stjórnar- flokkar halda völdum. Það var ljósí af ummælum við- skiptamálaráðherrans á Alþingi í fyrradag. Hækkun áburðaríns Morgunblaðið skýrir frá því í fyrradag með fyrirsagna- letri, að „tilbúinn- áburður11 lækki í verði um 2—3%. Sé frásögn blaðsins lesin nánar — en hún er frá Áburð- arverksmiðjunni h.f. — kemur í ljos. að lækkunarfrétt- in með stóra letrinu er blekking blaðsms. Meginhlut: tilbúna áburðarins, þ e. allur köfnunar- efnisáburðurinn bæði innlendur og innfluttur, hækkar um 6% — sex af hundraði — eða um lf>0 kr. smálestin. Það magn þessarar áburðartegundar, sem nú er ráðgerð sala á, hefði með verSinu í fvrra orðiS um fjórum og hálfri milljón kr. frá fyrra árs verði. miðað við að salan hefði þá orðið eins og hún er áætluð nú 2—3% lækkun á öðrum tegundum nemur um 1 millj. kr. Af þessu er augljóst mál. að bændur lgndsins munu verða að greiða 3,5 millj. kr. meir afyrir áburðinn núna heldur en þeir hefðu greitt i fyrra fyrir sama magn. Þetta heitir lækkun á máh Morgunblaðsins. INÝAFSTAÐNAR breytingar á efnahagsáætlunum og fram- kvæmdum í Sovétríkjunum hafa sýnt berlega, hve alvarleg efnahagsvandamálin eru fyrir ríkisstjórn Krustjoffs forsætis ráSherra. Meðal hinna nýju breytinga rná nefna fráhvarf frá sjö ára áætluninni í hálfu kafi, en hún átíi að gilda til ársins 1965. Efnahagsvandamál Sovétríkj anna eru margvíslegs eðlis, og Íþeirra gætir á flestum sviðum efnahagslífsins. Ef benda ætti á veigamestu atriðin í sém ein- földustu og stytztu máli, mætti leggja megináherzlu á eftirtal- in fjögur atriði: Ií fyrsta lagi: í landbúnaði Sovétrikjanna hefur náðst rnjög ófullnægj- andi árangur undangengin fjög ur ár. Snemma á árinu 1959 voru birtar áætlanir um mjög öra aukningu á framleiðslu landbúnaðarins á matvælum og hráefnum. í reyndinni hef. ur ekki tekizt að nálgast þann árangur, sem gert var ráð fyr- ir. Sú litla aukning, sem orðið hefur, nægir naumlega til að vega á móti fólksfjölguninni. Af þessu hefur leitt skort á sumum fæðutegundum, eink um kjöti, auk verulegra verð bólguáhrifa, sem fram komu til dæmis á s. I. vori. þegar kjöt- verð var hækkað um 30% og smjörverð um 25%. Meðal al- mennings gætir nokkurrar óánægju yfir þessu. í öðru lagi: Seint á síðaslliðnu ári kom í ljós hættuleg jafnvægisröskun í sambandi við aukningu iðnað arins í Sovétríkjunum Sumar greinar sýndu jafnvel örari aukningu en áætlað hafði ver ið, eins og til dæmis stáliðnað urinn. en aðrar greinar vorti langt að baki því, sem gert hafði verið ráð fyrir, einkum þó efnaiðnaðurinn, og dró það R verulega úr grósku á ýmsum sviðum efnahagslífsins. í þriðja lagi: Mikill vanmáttur og sóun há efnahagslífi Sovétríkjanna veru lega. Þetta dregur ekki aðeins úr gróskunni heldur rýrir það einnig verðmæti þess, sem framleitt er. Þessir lestir eru af mörgum rótum runnir. Til dæmis ei-u dýrar innfluttar vél ar oft látnar liggja í vöru- geymslum eða ryðga úti und- ir beru lofti mánuð eftir mán- uð, og jafnvel ár eftir ár. Mikið af framleiðslu Sovétríkjanna er lélegt að gæðum, tæknilega úi-elt eða þannig að tegund og gefð, að engan fýsir að kaupa. Þá veldur slæm samvinna mis- munandi greina oft verulegum töfum. Þó að gert sé til dæmis ráð fyrir að reisa verksmiðju á tveimur eða þremur árum. þá kunna að líða fimm, sex ár cða meira, áður en hún er full- byggð og getur hafið fram leiðslu_ í fjórða lagi: Stjórn Sovétríkjanna hefur átt í mjög miklum erfiðleikum vegna þess, að í áætlunum um efnahagslífið á undangengnum árum var ekki gert ráð fyrir KRÚSTJOFF þeim gífurlega auknu vígbúnað arútgjöldum, sem farið var að stofna t;I um mitt ár ár 1961 þessu leiddi brýna þörf á sparn aði, hvar sem mögulegt var, til þess að vega upp á rnóti þeirn feikistóru fjárfúlgum, sem horf ið hafa í vígbúnaðarhítina vegna aukinnar spennu í al- þjóðamálum. Stóraukinn kostn aður við geimrannsóknir hefur enn auldð á þessi vandkvæði, en hann leiddi aftur af þeirri bjartsýnu áætlun Bandaríkja- mánna, — sem stjórn Sovétríkj anna gat ekki séð fyrir, — að senda rnann til tunglsins á þess um áratug. . KRUSTJOFF hefur þegar gert margar mikilvægar ráð- stafanir lil þess að leysa þessi vandamál og önnur af svipuð um toga spunnin. Og talið er, að hann sé að hugleiða ýmsai róttækar breytingar. Hér á eft ir verða nefndar nokkrar ráð- stafanir, sem þegar er búið að' skipa fyrir um: 1. Búið er að ákveða að hætta við að framkvæma sjö ára áætlunina. Þetta er önnur stóráætlunin I efnahagsmálum. sem horfið er frá í miðjum kliðum. í þeirri áætlun, sem gerð var fyrir árið 1963 og eins hinni, sem gerð var fyrir árin 1964—1965, er gerbreytt um forgangsatriði og markmið frá því, sem var í sjö ára áætlun- inni. Þá er fjárfesting í járn- og stálframleiðslu stóraukin, svo og ráðgerð aukning efna- iðnaðar, — þar á meðal fram leiðsla úlbúins áburðar, plasts, gerviefna o. fl. — og raftækja- framleiðslu. Til sparnaðar er aftur á móti gert ráð fyrir óbreyttum húsabyggingum i stað þess að auka þær nokkuð með hverju ári, eins og gert var á árunum fyrir 1960. 2. Síðastliðið misseri hefur verið framkvæmd róttækari endurskipulagning í efnahags- málunum en dæmi eru til síð- an fyrir 1957. Eitt atriði end- urskipulagningarinnar er sam- færsla valds í efnahagsimálum. Til * dæmis hefur svæðanefnd- um, sem stjórna sovézkum iðn aði, verið fækkað um 60%, um leið og völd yfirstjórnarinnar í Moskvu hafa verið aukin. Þá hefur emnig verið gerð tilraun til að beina allri fáránlegri orku Sovétstjórnarinnar og kommún istaflokksins að aukningu fram leiðsltinnar. Þannig hefur ná- lega öllum stjórnarheildum ríkisvaldsins og flokksins verið skipt í landbúnaðar- og iðnað- arstjórnir, sent falið hefur ver ið að stjórna landbúnaði og iðnaði, hverri á sínu svæði. Auk þe&sa hefur verið komið upp viðtæku kerfi sjálfboða- liða, sem eiga að fylgjast sem allra bezt með framvindu hinna ýrnsu greina athafnalífsins. 3. Krustjoff forsætisráðherra er að reyna að auka not Sovét- ríkjanna af orku og auðlindum, bæði innanlands og í sam- skiptum við aðrar þjóðir. Unn- ið hefur verið að því af ákefð síðan í fyrrasumar að breyta slofnuninni, sem fjallar um gagnkvæma efnahagsaðstoð kommúnistaríkjanna, í eitthvað sem sé sambærilegt við hinn sameiginlega markað Vestur- Evrópu. Þess er vænzt, að auk- in verkaskipting og veruleg sérhæfni í framleiðslu og auð veldari aðgangur að fáanlegu fjármagni í Austur-Evrópu og Sovétríkjunum muni auðvelda öllum aðildarríkjunum að nýta betur auðlindir sínar og ná ör- ai'i vexti í efnahagslífinu en unnt væri að öðrum kosti. 4. Stjórn Sovétríkjanna leit- ar í auknpm mæli til þeirra hluta auðvaldshéimsins, sem vilja við hana skipta, eink- um þó til Vestur-Evrópu og Japans, — um tækniþróun, vél ar og framleiðsluaðferðir, sem á þarf að halda til þess að bæta •’fköst og auka framleiðslu Sovétríkjanna. Japan hefur ver :ð boðið mikilvægt hlutverk við iðnvæðingu Síberíu í fram tíðinni, en Vestur-Evrópu hef- ur verið boðið upp á stóraukin vörukaup Sovétríkjanna, ef hún vill kaupa olíu .frá Sovét- ríkjunum og aðrar þær vörur. sem þau þurfa að selja til þess að gera greitt fyrir. þurftir sín- ar. Sovétstjórnin hefur nú þeg- ar aukið til mikilla muna gull- sölu í London, til þess að greiða með þann innflutning, sem ekki verður greiddur með vöruútflutningi. AUK ALLRA þessara mikil- vægu aðgerða er Krustjoff að hugleiða enn róttækari breyt- ingar á efnahagskerfi Sovét- ríkjanna og sovézkir hagfræð- ingar eru að ræða þær. Meðal annars er þar um að ræða að grípa í ríkum mæli til markaðs- kerfis auðvaldslandanna. Sum- ir hagfræðingar í Sovétríkjun- um krefjast þess. að stjórnend- um fyrirtækja verði veitt mun meira frelsi til ákvarðana en þeir nú hafa og heimila að reka fyrirtækin með sem allra mest an hagnað fyrir augum, og að eins gert að skyldu að lúta leið sögn ríkisstjórnarinnar í al- mennurn meginatriðum. Urn þessar og aðrar uppá- stungur er nú háð hin harð- asta barátta. Það liggur þegar Ijóst fyrir, að til þeirra fá- vika frá grundvrjlarskilnipgi 3 Krustjoff forsætisráðherra ari vextxi í efnahagslífinu en Framhald á 4 síðu 7i T í M I N N , laugardaginn 6. apríl 1963 —

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.