Tíminn - 06.04.1963, Qupperneq 9

Tíminn - 06.04.1963, Qupperneq 9
Ólafwr Ólafsson: Er kristniboð vítavert athæfi? Dag einn í janúarmán.'.Si 1854 sat aldraður prestur cinn á Vestfjörðum þungt hugsi við skrifborðið. Sonur hans hafði þá nýlokið prófi við Kaup- mannahafnarháskóla. Faðir hans hafði haft mikla gleði af að geta kostað hann til náms, þrátt fyrir þröngan efnahag. Langþráðu takmarki var nú náð. Ferðir til Danmerkur voru strjálar og óvissar. En hann gat ekki beðið degi lengur með að skrifa syni sínum og óska honum tii hamingju, en þó eink um til þess a"ð beina hug hans að heiliaríku framtíðarstarfi. En það var hann lengi búinn ag hugsa honum. Bréfið er skrifað að Eyri við Skutulsfjörð. Birtist það nú hér orðrétt og meg réttritun prests ins: Elskaði son! Jeg samfagna þér, að þú ert nú logsins sloppinn úr laungu og straungu stríði, já ég sam- fagna þer hjartanlega. Þó er þetta ekki aðalbréfsefnið í þetta sinn, heldur á það að verða einúngis spurning til þín, sem ég hefi ekki viljað leggja fyrir þig fyrri en nú, og sem ég ætlast til þú munir eptir eins leingi og þú manst til mín, hvert sem þú játar henni eða neitar. — Drottinn hefir sýnt þér mikla og sérlega náð, svo aðeins fáir af löndum þínum hafa hlotið hana meiri, eða kannske — jafnmikla, þegar allt er skoðað. Viltu nú ekki lýsa þakklát- semi þinni vig hinn háa algóð'a gjafara fyrir slíka náð, með því að gánga í víngarg hans þar, sem komskéran er mest, en verkamennimir fæstir , ept- ir að þú hefir feingið nægilega hvíld eptir fyrra stríðið, og meðan þú er ólúnastur, og heilsuhraustur? Viltu ekki fara til þeirra bræðra þinna, sem lifa án Guðs í heiminum, og einga hafa von, — og miðla þeim af þeim sjóði, sem þú hefir saínað þér með mikilli fyrirhöfn, og á laungum tíma æfi þinnar, — lýsa þeim með því ljósi. sem Guð hefir lénað þér, svo nokkrir þessara við þínar tilraunir að minnsta kosti fái tækifæri til að þekkja þann einasta sanna Guð, og þann hann útsendi Jesús Christ? Þá mundir þú mikillega gleðja kristniboðsvini í Danmörku og víðar, gleðja mig og fleiri ástvini þína hér niðri, og á himnum uppi, og sæma alla ætt þína miklum og lángvinnum heiðri. Jeg ætlast til að þú hug- leiðir þetta mál, þar’ til ef Guð leiíir okkur að sjást í sumar, og þá fæ ég^ð heyra svar þitt og vilja þinn. Þess vil ég og geta nú, að Einar bróðir þinn ætti ekki við þig að skilja, ef þú fjarlægist aft- ur föður og móður, frændur og föðuriand. Jeg tala þá ekki framar um þetta mál núna, verði Guðs vilji! Guð sé ætíð hjá þér! Þannig kveður þig nú. og þess óskar. þér jafnan. meðan hjarir hér, þ'nr h2i|sut.'nni elskandi fað- ir. U'.-náskrift b. éfsins er: Herr C. ! d. theolos H. (þ. e. Helgi) Hálídánsson, Kj.benhavn. Bréf ið ber með sér að það hefur ekki verið sent í pósti heldur með emhverjum trunaðar- manni prestsins. Síra Hálfdán, faðir sálma- skáldsins, Helga lektors, var fóstursonur heittrúarmannsins síra Jóns lærða, í Möðrufelli nyrðra, og kvæntur Álfheiði dóttur hans. f smáritum sínum fræddj síra Jón íslendinga fyrstur manna um kristniboð og hvers konar kristilegt sjálf- boðastarf. Hálfdáni Einarssyni hefur þvi á unga aldri veiið innrættur áhugi fyrir kristni- boði sem göfugasta og merk- asta máli í heimi. En sálma- skáldinu mikla og lærdóms- manninum syni hans, Helga Hálfdánarsyni, var annað hlut- verk ætlag en að verða kiistni- boði austur á Indlandi. Kærleikur föður hans til kristniboðs og fádæma fórnfýsi vegna þess, hefur samt orðið arfgengt í kirkju lands okkar, allt til þess er þvi málefni var komið i höfn, nákvæmlega hundrað árum eftir ag bréfið góða var skrifað. Það skeði með stoínun íslenzkrar kristni boðsstöðvar í Afríku, 1954. En þá rættist einnig bókstaf- lega spádómur, sem komið hafði frum tuttugu árum síðar en Háífdán Einarsson hvatti tvo sonu sinna til að gerast kristniboðar. I stórmerku ávarpi, sem Gurinar prófastur Gunnarsson, — bróðir hins þjóðkunna ágætismanns, Tryggva Gunnars sonar — sendi til þjóðhátíðar- innar 1874, segir: „Eitt er eftir, sem ég álít kórónu alls hins, það, sem ætti vera komið á fyrir mörgum áratugum, og sem þúsund ára hátíðin er langhæfilegust til að byrja, það er: að vér stofn- um íslenzét kristniboðs.félag! Enginn skyldi láta sér ógna það, sem ég nú segi, því þetta KONSÓBARN, sem á íslenzkrl hendi (Margrétar Hróbjartsdóttur) líf að launa. er Guðs vilji . . . Það verður stofnað kristniboðsfélag, til að kristna neiðnar þjóðir, undir innlendri stjórn, með innlend- um samskotasjóði, til að kosta innlendan mann til kristni- boðs, í samvinnu með kristni- boðendum einhverra annarra þjóða, á þeim stað hins heiðna heims, sem oss kemur sjálfum saman um. Þetta þori ég að frambera með allri djörfung, því ég finn það og veit það“. Með stofnun íslenzkrar kristni boðsstöðvar í Konsó, i Suður- Eþíópíu, árið 1954, rættist þessi 70 ára gamli spádómur bókstaflega. ★ Kristniboðsstög okkar íslend inga í Konsó, er enn ung og lítil. Eigi að síður á hún þegar merkilega sögu, svo að’ af henni má ráða nokkuð um þörf og H. Einarsson KONSÓ-BÖRN meS óeðlilega magaþembu, eiga erlndl við læknlnn. gagnsemi kristins trúboðs í Afríku almennt. Þegar á fyrsta ári var farið að vinna — að vísu í ákaflega smáum stíl — að hinum þrem aðalstarfsgrein- um kristniboðs: Kennslu, prédikun og lækningum. Og reynsla hefur sýnt að engin ástæða er til að efast um, að starf okkar í Konsó verði að gagni eða beri síður ár'angur tiltölulega en starf tugþúsunda annarra kristniboða í Afríku. Síðasta áratug fjölgaði kristn um mönnum í þeirri miklu heimsálfu úr 20 millj. upp í 35 eða 40 millj. (íbúar eru taldir vera 240 millj.) Til skamms líma voru 90 hundraðs hlutar af öllum skólum í Afríku stofnaðir og að verulegu leyti starfræktir af kristniboðinu. Langflestir af núverandi þjóða- leiðtogum álfunnar fengu — að minnsta kosti fyrstu — mennt- un sína hjá kristniboðinu. ★ Mannúðarleysi og hvers konar óréttlæti er nú hvergi meira í heiminum en annars vegar hja kristnum menningar- þjóðum, þar sem trúarlegt fráhvarf og vísindaleg efnis- hyggja hefur fætt af sér and- kristilegt pólitískt einræði, og hins vegar meðal þjóða, sem vegna ótrúmennsku og verald- leika knstinnar kirkju, hafa far ið á mis við fagnaðarboðskap- inn um Krist og þekkingu á lögmáli Guðs. Ef einhver kynni nú að halda að síður muni vera þöif á að prédika (eða veita kristindóms fræðslu) en að lækna og kenna, vil ég minna þá á ummæli tveggja manna, sem flestum mun þykia mark takandi á. Hinn fyrri er Albert Schweitzer f hinni ágætu bók Sigur- björns bískups Einarssonar, um Schweitzer, eru höfð eftir hon- um ummæli svo hljóðandi: „Hver, sem kynnist hugar- hejmi fiumstæðra manna, og þekkir óttann, hræðsluástand- ið, sem þeir eru í . . . getur aldrei framar efazt um, að oss beri að gera allt, sem unnt er, til þess ag losa þá við þessi hindurvitni.“ 0g enn seg- ir Schweitzen „Evrópumenn munu aldrei geita skilið til fulls, hversu skelfileg tilveran er þessum vesalings mönn- um . . . Þeir menn einir sem hafa séð þessar hörmungar í nærsýn, skilja, að það er skylda vor að flytja frumstæðum nýja lífsskoðun er losi þá við þá hugaróra, sem gera þeim lífið svo kvalafullt. í þessu tilliti myndu .lafnvel stækustu efa: semdamenn verða vinir kristni- boðsins, ef þeir kynntust mála- vöxtum“ . . „Skólamenntun nægir ekki, segir Schweitzer." Hinn síðari er einn af víð- lesnustu og vinsælustu ferða- bókahöfundum vorra tíma, WiIIard Price. í inngangsorð- um nýrrar bókar um Afríku, segir hann á þessa leið: „Tilfinningaríkt fólk, sem aldrei hefur stigið fæti í afrík- anskt þorp, er einatt með glam ur, líkt og Rousseau, um hinn „göfuga villimann“, er lifi í Paradís á jörð, laus við áhyggj- ur og erfiði vorra tima. Þeim virðist sem aðeins þar sé sannr ar lífshamingju að leita.“ „Hugmyndin er röng,“ segir Willard Price. „Líf manna i einangruðum frumskógaþorp- um, einkennist af hjátrú og ótta. Skógurinn er fullur af ó- sýnilegum ófreskjum, andar hafa yndi af að kvelja þá sem lifandi eru. Þjáningar og sjúk- dómar stafa frá kvikindum, sem skríða inn í líkamann, og' ekki verða út rekin nema með kröftugum seið. Galdrakukl fremja ekki aðeins viðurkennd- ir galdramenn, heldur er hverj um einum auðsótt að ná valdi yfir öðrum. Þeir sem fyrir því verða og fá vitneskju um það, deyja af skelfingu." Og enn segir Price: „Hve fátæklegt afríkanskt þorp er, trúa þeir einir sem séð hafa. Leir, og strá skýli með moldargólfi, nálega alger vöntun búsáhalda og fólk ið með sýnilegar menjar nær- ingarskorts." ' Þannig farast þessum kunna höfundi orð. f desembermánuði 1961 var Albert Luthuli, hinn heims- kunni foringi blökkumanna í Suður-Afríku, kallaður úr fang- elsi sínu til Óslóar, til þess að taka þar við friðarverðlaunum Nóbels. Að þeirri athöfn lok- inni var honum skilað aftur í hendur fangavarða Verwoerds, enda lítið heyrzt frá honum siðan. Áður en hann var kjöfinn til höfðingja, hafði Albert Luthuli verið um árabil starfs- maður kristinnar kirkju í föð- urlandi sinu, bæði sem kennari og prédikari. Hvað eftir ann- að fór hann miklum viðurkenn ingaroiðum um hverja þýðingu kristniboð hafði haft fyrir alla Afríku. Á fjölsóttri samkomu í dóm- kirkjunni í Ósló, sagði hann meðal annars: „Því má ekki gleyma, að kristniboðar hefðu ekki getað komið til vor án stuðnings frá ættlandi sínu. Með aðstoð ykkar, vinir mínir, skulum vér vinna að uppþygg- ingu hins nýja og góða. Til þess að svo megi verða, verðum Framhald á 13. síðu. J»«WI Is'ía>rd«slibi f. iqbA 1963 i V/ÚB

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.