Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 1
XXI. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLl 1940. 168. TÖLUBLAÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTFRSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN Þýakt valdboð í aðslgl soðnr á Balkanskaga? Forsætis- og atanrikisráðherrnm RiIiii- eníu og Búlgarfa stefnt til Þýzkalands. BAið að slðtra helfflinggam af bústofoi Dana? Roosevelt banda- RÍ K J AFORSETI gerði matvælaskortinn á meginlandi Evrópu að um- talsefni í viðtalstíma, sem hann hafði með ameríksk- um blaðamönnum í gær. Hann kvað horfurnar vera mjög skuggalegar. Þannig hefði Bandaríkja- stjórninni borizt vitneskja um það, að búið væri að slátra helmingnum af öll- um svínum, nautgripum og hænsnum í Danmörku, aðallega vegna fóður- skorts. Það eru afleiðingarnar af innrás Þjóðverja. A THYGLIMANNA um allan heim hefir í bili aftur beinzt að Balkanskaganum við þær fréttir, sem bárust út í gær, að forsætisráðherrar og utanríkismálaráðherrar Rúm- eníu og Búlgaríu hefðu verið kvaddir til Þýzkalands núna í vikulokin. Hafa ráðherrarnir frá Rúmeníu, Gigurtu forsætisráð- herra og Manulescu utanríkismálaráðherra, verið kvaddir á fund Ribbentrops utanríkismálaráðherra Hitlers í Salz- burg á föstudaginn, en ráðherrarnir frá Búlgaríu, Philoff forsætisráðherra og Popoff utanríkismálaráðherra, til Ber- lín á laugardag. Það þykir mjög líklegt, að þessar utanstefnur rúmensku og búlgörsku ráðherranna séu aðdragandi stærri tíðinda suður á Balk- ansskaga og þá sennilega beinna fyrirskipana af hálfu þýzku nazistastjórnarinnar um það, hvernig gert skuli út um landakröfur Ungverjalands og Búlgaríu á hendur Rúmeníu, ef samkomulag skyldi ekki nást um þær. En það eru fieiri, sem eru líklegir til að hafa hönd í bagga með skipun mála á Balkanskaga, og þá fyrst og fremst Rússar. italir aðvara RAssa. Ýmsar Iregnir eru um þetta allt birtar og koma fram ýmsar skoð- anir. Sumir ætla, að Þjóðverjar Tékkar og Slóvakar mynda bráðabirgðastjórn i London ----«---- Bretar hafa þegar viðurkennt hana. Jan Masaryk. HURCHILL, forsætisráð ^ herra Breta, tilkynnti í gær, að brezka stjórnin hefði viðurkennt hráðabirgða- stjórn, sem stofnuð hefði verið í London fyrir Tékkó- Eduard Benes. slóvakíu undir forsæti Benes fyrrverandi forseta. I stjórninni eiga sæti tólf ráð- herrar, þar af sjö Tékkar og fimm Slóvakar. Frh. á 4. síðu. hafi mestan áhuga á að treysta viðskiptalega samvinnu við Rúmena og vilji fá vitneskju um afstöðu Rússa gagnvart Rú- menum og ræða pau mál við Rúmena. Rúmenar sjálfir hyggja, að Þjóðverjar hafi sagt Ungverj- um að fara sér hægt. En fregnir um að Ungverjar og Rúmenar af- viopni heri sína eru vafasamar, og senniiega er afvopnunin aðeins á pappírnum. Afstaða Róínabiorgarblaðanna er pann veg, að augljóst er, að Jtalir gruna Rússa um að hafa frekari áform í huga á Balkan, pví að ,.Regima Fascista" varar Rússa við afleiðingum pess, að gera neitt í ópökk möndulveld- anna eða gegn peim, pví að Þjóðverjar myndu grípa til öfl- ugra gagnráðstafana. Knnnnr Bandamannavin- nr sendiberra Rðmenia i Meshva? Ein fregnin hermir, að Gafencu, kunnur stjórnmálamaður rúm- enskur og fyrrum utanríkismála- ráðherra, vinveittur Bandamönn- um, verði nú sendiherra Rúmeníu í Moskva. Enn ein fregn hermir, að Rússar hafi krafizt pess, að stofnuð verði róttæk stjórn í Rúmeníu. Þýzk 12 manna nefnd er komin til Moskva. Fór hún pangað loft- leiðis. Hlutverk hennar er að semja um heimflutning fólks af (þýzkum uppruna í Norður-Buko- vinu og Bessarabíu, p. e. héruð- um peim, sem Rússar tóku af Rúmenum. Er talið, að hér sé um 100 000 manns að ræða. Daladier. Mandel. Fyrrveraidi frðnskam ráð- herrum stefnt fyrir rðtt. Ofsóknir byrjaðar ekki vildu gefast gegn þeim, sem upp fyrir Hitler. AÐ' vekur mikla athygli, að tilkynnt hefir nú verið á Frakklandi, að fjórir fyrrverandi ráðherrar þar verði leiddir fyrir rétt, sak- aðir um að hafa yfirgefið skyldustörf sín á örlagastund þjóðarinnar. Þar á meðal eru Daladier, fyrrverandi for- sætisráðherra og síðast her- málaráðherra í stjórn Rey- nauds, Delbos, sem einu sinni var utanríkismálaráðherra, og Mandel, sem var síðast innanríkismálaráðherra í ráðuneyti Reynauds. Það vekur sérstaka eftirtekt, að þeir, sem kærðir eru, eru einmitt þeir af stjórnmála- mönnum Frakka, sem ekki vildu gefast upp fyrir Hitler og beittu sér fyrir því, að stjórnin færi úr landi til þess að halda stríðinu áfram við hlið Breta. Þá hefir og stjórnin í Vichy tilkynnt, að allir þeir, sem fóru án leyfis frá Frakklandi á tíma- bilinu frá 10. < maí til 30. júní, skuli sviptir borgararéttindum. landi. Og innan skamms verð- ur hún einnig hafin á ný bæði á sjó og landi. Baráttan byrjuð á segir De öaulle. De Gaulle hershöfðingi, sem hefir tekið sér forystu fyrir þeim Frökkum, sem berjast á- fram með Bretum frá útlönd- um, ávarpaði frönsku þjóðina í brezka útvarpinu í gær og skor- aði á hana að berjast áfram gegn óvinunum. Það má aldrei koma fyrir, sagði hann, að franskir verkamenn framleiði vopn, sem notuð yrðu til þess að drepa landa þeirra. Baráttan var hafin á ný í loftinu þ. 21. júlí með þátttöku franskra flug- manna í loftárásunum á Þýzka- fitiskemmtnn templ- ara að Jaðri. Síðastliðinn sunnudag (21. þ. m.) héldu Templarar í Rvík útiskemmtun að Jaðri, en þar hafa þeir, sem kunnugt er, numið land til þess að eignast útiskemmtistað og til ræktunar * á skógi. Á skemmtuninni voru á fjórða hundrað manns, þar á meðal 20 af 27 félögum stúk- unnar Sæbjörg í Höfnum. Kristján Guðmundsson setti skemmtunina, Guðjón Halldórs- son flutti ræðu, Hjörtur Hans- son bauð félaga Sæbjargar vel- komna, Guðgeir Jónsson, Þor- steinn J. Sigurðsson og Helgi Sveinsson fluttu stutt ávörp. Á milli ræðanna fór fram fjölda- söngur. Kaffiveitingar fóru fram í stóru tjaldi. Síðari hluti skemmtiskrárinnar voru íþrótta sýningar og gekkst íþróttafélag Templara fyrir þeim. Sýnt var m. a. langstökk og hástökk, kartöfluhlaup og eggjahlaup. Þá fór fram reiptog milli flokka frá nokkrum stúk- um og bar flokkur stúkunnar Víkings nr. 104 sigur af hólmi. Veður var prýðilegt, og fór skemmtunin í alla staði hið bezta fram. 3. flokks mótið hófst í gærkveldi. Valur vann Víking meS .3 gegn 0 og K.R. og Fram gerSu jafntefli 3 gegn 3.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.