Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐI® MIÐVIKUDAGUR 24. JCLÍ 114«. 2. dagnr Allsherjarmötsins. --------- K.R. lelHIr stigakeppnina meH 97 stigum, eu tveir dagar eru efitir. -------------.. Ritstjóri: Stefán Pétursssn. Ritstjórn: Alþýðuhúsinu viS Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Innlendar fréttir. 5021: Stefán Pét- urssow (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN H. F. Berin og AÐ hefir oft verið rétti- lega fyrir okkur brýnt síðan stríðið brauzt út, að við ættum að notfæra okkur betur gæði landsins, en gert hefir ver- ið hingað til, og lifa meira af þess afurðum til þess að komast hjá öllum óþarfainnflutningi, sem vafasamt yrði líka að telj- ast, að við ættum nokkra völ á við þau samgönguskilyrði við útlönd, sem stríðið væri líklegt til að skapa. Það verður ekki annað sagt, en þessum tímabæru fortölum hafi verið tekið af fullum skiln- ingi. Ræktun og neyzla inn- lendra matjurta hefir farið mjög í vöxt og flestir hafa sýnt góðan vilja á því, að notfæra sér þann jarðargróður, sem hér gefst, sVo sem föng eru á. Ein tegund þess jarðargróð- urs eru berin. Áður fyrr voru þau aðeins „börnum og hröfn- um að leik“ á sumrin. En nú eru húsmæðurnar líka búnar að uppgötva það, hvílík búnings- bót getur verið að þeim á vetr- um. Og fyrir aðeins örfáum dögum hafa þær nú eignast á- gætan leiðarvísi eftir Dr. Gunn- laug Claessen og Kristbjörgu Þorbergsdóttur til þess að fara eftir við geymslu þeirra og mat- reiðslu, Berjabókina. En húsmæðurnar þurfa sykur til þess að geta notfært sér ber- in. Og þann sykur fá þær ekki ...............♦ sykurinn. í ár, svo fremi, að ekki fari fram frekari úthlutun á sykri í því skyni, en hingað til hefir verið ákveðin. Aukaskammturinn, sem úthlutað hefir verið, er allt of lítill. Og hinn mánaðarlegi sykurskammtur einnig svo knappur, að ekki er hægt að ætlazt til, að nokkur afgangur verði af honum til saft- eða sultugerðar. Dr. Gunnlaugur Claessen gerði þetta að umtalsefni í einu af dagblöðum bæjarins í fyrra- dag, og hvatti til þess, a& ein- hver frekari úthlutun færí fram á sykri fyrir berjatímann, sem nú fer bráðum í hönd. En þá bregður svo einkennilega við, að Tíminn, sem éf ’til vill allra blaða mest hefir talað um nauð- syn þess að notfæra sér afurðir landsins, stekkur upp á nef sér og bregður doktornum um það, að hann sé að hvetja almenning til þess að „minnka ekki sykur- átið“! Mönnum verður, við svo fíflslegan útúrsnúning á svo skynsamlegri og tímabærri bendingu, á að spyrja, hvað blaðið hafi yfirleitt meint með því, að vera að hvetja menn til þess að notfæra sér gæði lands- ins, ef það vill neita þeim um það, sem nauðsynlegt er til þess. Það er nú einu sinni svo með berin, að það þarf sykur til þess, að hægt sé að notfæra sér þau, og meiri sykur, en hingað til ANNAR dagur Allsherjar- mótsins var í gær, og fór hann fram í ágætis veðri. Kl. 6 um daginn voru hlaupn- ir riðlar í 200 m. hlaupi. Þegar loks var búið að draga um þá, svo að allir voru ánægðir, fóru þessir tveir fram: 1. riðill: 1. Sv. Ingvarss., K.R. 24,2 sek. 2.-3. Ól. Guðm.,' Í.R. 24,8 — 2.-3. Baldur Möller, Á. 24,8 — 4. Sigurj. Hallbj., Á. 25,5 — 2. riðill: 1. Jóh. Bernhard, K.R. 24,2 sek. 2. Sig. Guðm., Sk. 24,5 — 3. Sigurg. Ársælss., Á. 25,1 — 4. Axel Jónsson, Í.K. 25,8 — Ólafur og Baldur voru hníf- jafnir iog urðu þeir því að hlaupa aftur um það, hvor hvor skyldi hlaupa til úrslita. Það hlaup fór þannig: 1. Ól. Guðm., Í.R. 25,0 sek. 2. Baldur Möller, Á. 25,5 — Um kvöldið var fyrst keppt í kúluvarpi. Úrslit: 1. G. Huseby, K.R. 13,14 m. 2. Sig. Finnss., K.R. ,13,02 — 3. Kr. Vattnes, K.R. 12,72 — 4. Sv. Stefánsson, Á. 12,12 — hefir verið úthlutað. Og það er vonandi, að skömmtunarnefnd- in eða stjórnarvöldin skilji það, þó að Tíminn skilji það ekki. En það blað virðist ekki vera ná- lægt því eins spennt fyrir því, að almenningur notfæri sér ber- in, sem ekkert kosta sjálf, eins og að hann kaupi tómata fyrir margar krónur kílóið hjá nokkr um helztu máttarstólpum Fram- sóknarflokksins. 5. Ól. Guðm., Í.R. 12,00 — 6. A. B. Björnss., K.R. 11,72 — Það hefir aldrei komið fyrir áður, að fimm menn hafi kastað yfir 12 metra. Keppnin var afar spennandi milli fyrstu mann- anna, og allt útlit er fyrir, að svo verði fyrst um sinn, er þeir eigast við. Á eftir kúluvarpinu fóru fram úrslit í 200 m. hlaup- inu. 1. Sv. Ingvarss., K.R. 23,9 sek. 2. Jóh. Bernhard, K.R. 24,1 — 3. Sig. Guðm., Sk. 24,4 — 4. Ól. Guðm., Í.R. 25,0 — Sveinn hljóp vel að vanda, en er greinilega ekki eins þrótt- mikill og oft áður. Jóhann er sterkur hlaupari, sem aldrei hefir hlaupið eins vel og á þessu móti. Sigurður er léttur og hefir lítið fyrir hlaupinu. Ólafur er helzt til stífur, en þegar hann hefir lagað það, er góður tími vís. Næst var keppt í 1500 m. hlaupi: mín.: 1. JSigurg. Ársælss., Á. 4:14,1 2. Evert Magnússon, Á. 4:23,1 3. Indriði Jónsson, K.R. 4:25,2 4. Ól. Símonarson, Á: 4:28,3 5. Óskar Sigurðss., K.R. 4:32,0 6. Árni Kjartansson, Á. 4:32,2 7. Hörður Hafliðason, Á. 4:38,9 Sigurgeir var eins og venjulega á undan frá byrjun, svo keppnin varð mest um seinni sætin. Evert kom nokkuð á óvart me'ð frammi- stöðu sinni, en hann er mjög lið- legur hlaupari. Árangurinn er mjög góður á okkar mælikvarða. I llO mgrindahlaupi fór þannig: 1. Jóh. Jóhannesson, Á. 17,8 sek. 2. Sig. Nordahl, Á. 19,5 — 3. ;Guðm. Sigurjónss. Á. 20,1 — 4. Ant. B. Björnss. K.R. 20,9 — 5. Þiorst. Magnúss. K.R. 21,1 •— Keppendur eru allir lítt vanir grindahlaupi, nerna Jóhann. Hástökkið fór þannig: 1. Sig- Sigurðsson, I. R. 1,70 m. 2. Sig. Nordahl, Á. 1,67 — 3. Oliver Steinn, F. H. 1,62 — 4. Gunnar Huseby, K. R. 1,53 — Hvað sem á dynur virðist Sig. Sig. alltaf geta stokkið hástökk! æfingalaust. Seinast fór fram 10 km. kapp- ganga. Gengið var á vellinum, 25 hringi. mín. 1. Haukur Einarss. K.R. 56:16,6 2. Jóhann Jóhanness. Á. 60:45,2 3. Ólafur Símonarson, Á. 62:26,8 4. Halldór Sigurðss. Á. 64:14,0 Áhorfendur höfðu mjög gaman af göngunni, iog stafar það af því að keppendur voru lítt æfðir kappgöngumenn, nema Haukur og Jóhann. Eftir annan daginn standa stig- in þannig: K. R. 94 sig. Ármann 63 stig. 1. R. 20 stig. í. H. 8 stig. Skallagrímur 7 stig. Eftir fyrri daginn hafði K. R. 55 stig, en ekki 15 eins og mis- ritaðist í blaðinú í gær. Þriðji dagúr mótsins. í kvöld verður keppt í 400 m. hlaupi; (undanrásir fara fram kl. 6). 5000 m. hlauþi. þrí- stökki, sþjótkasti, sleggjukasti og 4x100 m. boðhlaupi. Góður steinbítsriklingur í 10 og 20 kg. böllum. Fæst með tækifærisverði. SENDUM! — Sími 4928. raun í þá' átt, að græða upp auðnina. —- Þá kom mér í hug þessi samstæða: Þjóðlífið er í auðn af völdum áfengisins. En mitt upp úr þeirri auðn rís gróðurreitur vel varinn á allar hliðar fyrir utanaðkomandi skemmdaráhrifum. Þetta er Góðtemplarareglan, sem vill reyna að græða mein þjóðlífs- ins. — Þannig. fórust þessum manni orð um munn, og við get- um verið honum sammála. Reglan rís upp úr auðninni, líkt og gróðurreitur í eyði- mörku. Og við þann reit hafa vonir og þrár ferðalanganna verið bundnar — þeir hafa mænt eftir honum. Hillingum vafinn hefir hann risið upp úr eymdinni, vesaldómnum og sortanum, lýsandi og lífgandi. En hið sorglega hefir þó skeð oft á tíðum, að þreyttir og þjáð- ir ferðalangar urðu fyrir von- brigðum. Þeir fundu ekki það, sem þeir leituðu að, uppsprettu- lind mannkærleikans. I fjar- lægð var staðurinn, sveipaður ljóma hugsjónarinnar, þess dýrmætasta, sem lífið hafði gefið. En þegar að var komið, fundu menn ekki það, sem þeir þráðu, heldur þvert á móti — einmitt það, sem þeir héldu sig vera að flýja, óánægju og óein- ingu. Það hefir öft verið þannig á- statt, að innan Reglunnar ríkti ekki sá andi, sem var hugsjónin ein, heldur gætti þar margra grasa, oft miður góðra. Hug- sjónin fjarlægist starf þeirra, sem ekki lifá samkvæmt henni, því þeir hafa gleymt höfuðat- riðunum. Þetta er hin sorglega reynsla liðinná ~'ára, og nú, já, einmitt nú, ber oss hverju fyrir sig að stuðla að því, að framtíðin beri það með sér, að vér höfum hald- ið brautina fram, og að vinna fyrir málefni Reglunnar í fullri einlægni hvert til annars. Til þess eigum við að læra af reynslunni og varast pað, að missa sjónar af tilgangi Regl- unnar. Góðtemplarareglan vill græða meinin, og þá fyrst þau, sem mestri spillingu valda og mest hætta stafar frá. Þess vegna hefir hún tileinkað sér bindind- isstarfið og krafizt þess, að hin- um beizka kaleik áfengisæðisins sé vikið frá hinni íslenzku þjóð. Að börnin séu ekki látin gjalda synda feðranna, heldur varin gegn áhrifum áfengisins og öllu því, sem eyðir viti og deyðir baráttukraftinn til vegs og frama. Það er vilji Reglunnar að ala þjóðina upp í þeim anda, sem fram kemur í orðum skáldsins: „Syng burtu sorg þína, en léttu ekki á samvizku þinni með orðum, heldur með dáð.“ Á sama hátt og við drögum lærdóma af starfi Reglunnar á liðnum tímum, eigum vér einn- ig að taka við og notfæra okkur þann arf, sem fortíðin hefir af- hent oss nútíðarmönnum, á hvaða sviði þjóðlífsins sem er. Og þegar ég renni huganum aftur í tímann, staðnæmist ég við eina frásögn í Njálu, sem er eins og brugðið sé kyndli inn í svartamyrkur hernaðar og vopnagnýs. Frásagan um það, er Höskuldur Hvítanesgoði var veginn árla morguns, í þá mund er hann gekk út á akur sinn að sá. Það ljómar ekki af því níð- ingsverki, sem framið var af völdum undirhyggjunnar, held- ur af þeim orðum, sem Hösk- uldur dó með á vörunum. Það voru ekki formælingar um þá, sem veittu honum banasár, heldur auðmjúk bæn til þess guðs, er gaf honum lífið. Á ak- urlendi Höskuldar Hvítanes- goða féll hans eigið blóð, í stað frækorna, og hann mælti: „Guð hjálpi mér, en fyrirgefi yður.“ En einmitt þetta var í fullu samræmi við hina kærleiksríku lífsskoðun hans og trú. Fegurra dæmi um bróðurhug hefi ég ekki séð í frásögur fært. Meiri drengskap getur ekki. Af sama toga og þessi frásögn getur um, er hugsjón Góðtempl- ara spunnin, því hún er í því fólgin, að líf mannanna sé fyrst og fremst byggt á bræðralagi, og allir þeir, sem hafa gengizt undir skuldbindingu Reglunn- ar, hafa unnið þess heit við drengskap sinn, að vera jafnan formælendur og liðsmenn þess kærleika, sem í bræðralaginu felst. Ef við erum það ekki, för- um við villir vegar, sökum veikleika vorra. Á þessum stað, sem við höf- um safnazt saman á í dag, ríkir friður. Hið vaxandi en frum- stæða líf er að veita landinu nýjan svip. Hér ríkir heilög kyrrð, sem skapar nýja drauma og nýjar þrár. Hér anda menn að sér ilmi frá gróðri jarðar. Við barm náttúrunnar finnur hver og einn vonum sínum auk- ast flug. Þeir vita, að eins og gróður íslenzkrar moldar hefir klætt auðnirnar, eins mun hug- sjón vor í verki græða mein þjóðlífsins. Við þennan stað eru bundn- ar framtíðarþrár. Ungir Templ- arar í Reykjavík hafa gerzt ráðsmenn nýs lífs, og þeir horfa fram. Vonandi sannast á þeim, að fögur hugsjón og dáðríkt starf er samstæða. Það er andi Höskuldur Hvítanesgoða, sem svífur yfir slíku starfi og tvær dyggðir skulu einkenna það: kærleikur — drengskapur. Án drengskapar enginn kærleikur, án kærleika enginn drengskap- ur. Að endingu þetta: Minnumst þess hverja stund, að okkur ber hverjum og einum að starfa, starfa „í trú á réttmæti og nauð- syn hugsjónarinnar, í von um að fyrir henni verði barizt til sigurs, og í kærleika til starfs- ins, kærleika til náungans, kærléika til.Reglu vorrar og fé- laga hennar, kærleika til allra meðbræðra — umfram allt til þeirra veiku, sem þurfa styrk og vernd.“ Þetta á ekki að vera dauður bókstafur, heldur innihald í lif- anda lífi, sem leiða mun til far- sældar. Lifum og störfum í krafti Frh. á 4. síðu. \

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.