Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 24. JCLÍ 194§. Kaupið bókina Hver var a'ð hlæja? eg lerosið með! Hver var alS Silæþ? er bók, sem þér þurfið að eignast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er í nótt Pétur Jakobsson, Leifs- götu 9, sími 2735. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: íslenzkir söngvarar. 20.00 Préttir. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (V.Þ.G.) 21.00 Strokkvartett útvarpsins: — Lög eftir ísl. höfunda. 21.20 Hljómplötur: Harmonikulög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á Austurvelli í kvöld kl. 9. Fræðslumálastjórnin hefir gefið út þrjá bæklinga. — Heita þeir: Algengustu orðmyndir málsins og stafsetningarkennslan, eftir Ársæl Sigurðsson. Uppeldi vandræðabarna í Sviss, eftir dr. Matthías Jónasson og Afbrotaæsk- an í Reykjavík eftir Sigurð Magnússon. Stranðakirkja. Frá Þ. kr. 3.00. Söngfélagið Harpa hefir söngæfingu í kvöld kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu, efstu hæð. Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur er farinn í sumarleyfi. Þjóð- kirkjuprestarnir í Reykjavík taka að sér prestsverk, sem vinna þarf í fjarveru hans. BARÁTTAN GEGN ÁFENGINU Frh. af 3. síðu. þeim, sem hugsjón vor hefir skapað, og í fullu samræmi við þann anda, sem í henni felst. Ef það starf miðast eingöngu við líðandi stund, mun það litlu einu áorka, aftur á móti, ef það miðast við framtíð lands og þjóðar, mun það eitt sinn leiða til fullkomins sigurs. Fegurstu draumarnir eiga það fyrir sér, að breytast í veru- leika. Hugsjón Góðtemplararegl- unnar á það sammerkt með vaxandi gróðri, að hún býr yfir frjómagni nýs lífs, hún er ljós framtíðarinnar. 1,3 milljön í heitna- varnasveitum Breta. / SJÁLFBOÐALIÐASVEITIRN- AR BREZKU verða kallaóar „heimavarnasveitir“, að því er Anthony Eden hermálaráðherra tilkynnti í neðri málstofunni í gær. Féllst konungur á, að þær skyldu kallaðar þessu nafni, en uppástunguna bar Winston Chur- chill forsætisráðherra fyrst fram í ræðu á dögunum. í heimavarnasveitunum eru nú 1300000 manna, og verður nú skrásetningu í þær hætt, en lögð meiri áherzla á að æfa þá menn, sem þegar er búið að taka í þessar sveitir, og búa þá vopn- um. Auk þessa liðs er verið að æfa hersveitir manna af ýmsum þjöð- um í Bretlandi. 1 hersveitum þessum eru Belgíumenn, Hollend- ingar, Frakkar, Pólverjar, Norð- menn, Tékkar og fleiri. Koraiiin heim Hallur Hallsson lækeiir. HANNES Á HORNINU. Frh. af 2. síðu. þess að hugsa um hinn sérstæða tíma og kringumstæður, sem við lifum nú við. Það virðist nú full þörf á því, að æðsta stjórn lands vors taki nú rögg á sig og taki sér heimildir til að banna fólki að flykkjast til Reykjavíkur í haust, öllum fyrst og fremst, sem ekki eru við það bundnir að búa hér og eiga gjarnan eins vel heimili sín utan bæjar, fólki, sem í raun og veru hefir hér ekkert við að vera.“ „ÞAÐ ER MARGT, sem nú verð- ur að gera, sem áður var ekki þörf. Þetta er vert að athuga nú þegar, áður en fólkið hreyfir sig til baka, því margur á sér þess góðan kost að vera áfram þar sem hann er kominn, og þar á meðal margir einstaklingar, sem ekkert hafa til Reykjavíkur að gera. ekkert kall- ar þá heim. Það eru víst öllu frem- ur allmargir enn, sem gætu horfið héðan og verða að hverfa, að svo stöddu, því hér er orðið óheppi- lega þröngt, og ekki búa menn í tjöldum lengi hér. Bíðið ekki ótím- ans, þið, sem mestu getið ráðið hér, og ekki er úr vegi að skora á fólkið að gera skyldu sína í þessum efn- um, það ætti ekki að þurfa hér valdboð til, en að hver. sem að- stöðu hefir til, noti sér hana til fjarveru úr borginni í vetur.“ ÉG TEL mjög vafasamt að rétt sé að flytja fólk úr borginni. Það er óvíst að við yrðum öruggari annars staðar en hér, og brottflutn- ingur fólks veldur miklum þján- ingum. Ekki vil ég flytja hvað sem á gengur og þó að það rigndi eldi og brennisteini. Hitt er alltaf sjálfsagt að allir, sem geta og ekki hafa við neitt sérstakt að vera, dvelji utan Reykjavíkur. Það, 'sem mest ríður á. er að ríkisstjórnin herði á loftvörnunum þegar í stað og setji lög um þær, en þau eru engin til. Hannes á liorninu. KAUPI GULL og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. S NYJA BIO sa Þegar Ijósin Ijóaia Knockont á Brsadway íburðarmikil og hrífandi Skemmtileg og spennandi skemmtileg tal- og söngva amerísk kvikmynd, tekin mynd frá FOX, með mús- af Paramount-félaginu. — ík eftir hið heimsfræga Aðalhlutverkin leika: tízkutónskáld Irving Ber- Irene Dunne, lin (höfund Alexander’s Fred Mac Murray og Ragtime Band). Aðalhlut- Charlie Ruggles. | verkin leika: Dick Powell, Aukamynd: Alice Faye, Ný SKIPPER SKRÆK- Madeleine Carrol, teiknimynd. 1 RITZ BROTHERS. Eogin eigeodaskipti ánýlendumíAmerikn Tj1 REGNIR frá Havana henna, að Cordell Hull muni í dag leggja fyrir Vesturálfuráðstefn- una tillögur Bandaríkjanna um nýlendur Evrópuþjóða í Vestur- Válf'u, en í tillögunum er miðað aö því, að engin breyting verði gerð að því er snertir yfirráð yfir ný- lendunum, og annist Vesturálfu- lýðveldin sameiginlega vernd þeirra meðan styrjöldin stendur. Verði kosin sérstök ’stjórn fyrir þessi lönd, og að styrjöldinni lok- inni verði þeim skilað aftur eða gefið sjálfstæði. TÉKKAR OG SLÓVAKAR Frh. af 1. síðu. Jan Masaryk, fyrrverandi sendi- herra Tékkóslóvakíu í London og sonur Thomas G. Masaryks, fyrsta forseta Tékkóslóvakíu, er utan- ríkismálaráðherra bráðabirgða- stjórnarinnar, Ingar hershöfðingi, fyrrverandi yfirmaður tékkneska hersins, hermálaráðherra og Nems, fyrrverandi forseti tékk- neska járbrautarmannasam- bandsins, velferðarmálaráðherra. Oususky, fyrrverandi sendiherra Tékkóslóvakíu í Paris, á einnig sæti í bráðabirgðastjórninni. !• ©• ©• ST. FRÓN nr. 227. Fundur annað kvöld klukkan 8Vz. Dagskrá: 1. Kosning fulltrúa í húsráð. 2. Kosning embætt- ismanna. Félagar, fjölmenn- ið og mætið annað kvöld kl. 8,30 stundvíslega. SAMKOMA í kvöld kl. 8,30 í Varðarhúsinu. Allir velkomnir. Arthur Gook. DRENGJAFÖTIN frá Spörtu, Laugaveg 10. Útbreiðið Alþýðublaðið. Hinn Sakamálasaga eStlr Seamark 32 ósigrandi — Nei, af einhverjum ástæðum var hann heima þessa nótt. — Sagði hann yður, hver ástæðan væri? — Nei, ég er ekki vön því, að spyrja manninn minn um ástæður fyrir öllu, sem hann gerir. — Einmitt. Yrðuð þér nokkuð undrandi á að frétta það, að maðurinn yðar fékk aðvörun um, að fara ekki út fyrir hússins dyr þetta kvöld, ef honum væri líf sitt kært. — Það kemur mér kynlega fyrir sjónir. Ég er sann- færð um, að hann hefði hlegið að siíkri aðvörun. Og mér þykir furðulegt, að nokkrum manni skyldi detta í hug, að senda honum slíka aðvörun. — En skjalið, sem sannar þetta, er r vörzlum mín- um. Ég fann það í veski mannsins yðar, sagði Del- bury. — En hvenær? sagði frú1 Lyall undrandi. — Fyrir tveim klukkutímum síðan í Hendon, svar- aði Delbury. — Hérna er það, ef yður langar til að sjá það. Ef til vill gætuð þér hjálpað mér til þess að þekkja skriftina. Hann rétti henni bréfspjaldið. Báðar konurnar rann- ’sökuðu bréfspjaldið af mikilli nákvæmni. Frú Lyall yppti öxlum. — Þekkið þér skriftina? spurði Ieynilögreglumað- urinn. Mercia hristi höfuðið. — Ég hefi aldrei séð þessa rithönd fyrr, sagði hún af sannfæringu. — Þetta er þá ekki rithönd herra Dains? — Það held ég ekki. Hann hefir aldrei skrifað mér með prentstöfum. Hann hefir alltaf notað venjulega skrift. Ég get lýst fyrir yður skriftinni hans, ef þér óskið þess. — Ég væri yður mjög' þakklátur, ef þér vilduð ge a svo vel. — Herra Delbury, sagði frú Lyall, eftir stundarþögn. — Það kom dálítið mjög óvenjulegt fyrir Tiér á laugardagsmorguninn, sem ég held, að réttast væri að skýra yður frá. Leynilögreglumaðurinn leit upp undrandi. Hann tók upp blýantinn og vasabókina tilbúinn að skrifa niður hjá sér það, sem frúin kynni að segja. — Það kom skeyti til mannsins míns. Hann var ekki heima, þegar skeytið kom. Það var óvenjulegt, að hann skyldi ekki vera heima, þegar skeytið kom, því að hann fór aidrei að heiman frá sér fyrr en klukkan tiu i fyrsta lagi, og stundum ekki fyrr en klukkan ellefu. — Hafið þér nokkra hugmynd um, hvert hann fór? — Nei. Og þegar hann kom heim, fór hann beina leið inn í vinnuherbergi sitt, en þar beið símskeytið hans. Skömmu eftir að hann gekk inn í vinnuherbergið heyrði Mercia þungt fall þar inni. Hún flýtti sér inn og fann föður sinn liggjandi meðvitundarlausan á gólfinu með skeytið í ^hendinni. — Hvert var efni skeytisins? — Ég held, að 'ég muni það otöré.t. Þ: ö vai s\ ana: Ákvörðun yðar, að fara ekki út úr húsi á mánudags- kvöldið, var hárrétt frá öllum sjónarmiðum skoðað. Þessi voru orðin, og ég hygg, að ég muni þau hárrétt. Delbury leit undan og fór hjá sér. — Frúr mínar, sagði hann. — Ef herra Lyall hefði farið út á mánudagskvöldið, sæti hann í fangelsi núna. Hann hefði verið tekinn, fastur ásamt glæpamönnum, sem kennt hafa sig við félagsskap Silfurörvamanna. Við náðum þeim öllum þetta kvöld. Herra Lyall ætl- aði sér að taka þátt í innbrotinu. Og Valmon Dain vissi þetta. ; Konurnar tvær horfðu hvor á aðra, náfölar af skelfingu. Frú Lyall skjögraði að stól og hneig þar niður- Aldrei á æfi sinni hafði hún þjáðst annað eins. Hún sá fram á, að hún yrði að lifa við smán og fyrirlitn- ingu allra það sem eftir væri æfinnar og dóttir hennar líka, sem hún unni öllu öðru framar í lífinu. Mercia gekk rólega til móður sinnar og tók aðræ hönd hennar í báðar sínar. Delbury stóð hljóðlega á fælur og gekk út úr herberginu. Oti fyrir var hressandi gola. Þar stóð Shaugnessy og var að enda við að yfirheyra þjónana. Irlendingurinn sá það á augabragði, að húsbóndi hans hafði þurft að vinna verk, sem honum hafði þótt mjög ógeðfelit.. — Það er áreiðanlegt, að þær eru báðar saklausar: eins og dúfur, sagði Delbury. Svo gengu þeir ofan garðstiginn í áttina til vagnsins- — Hvert á að aka? spurði bílstjórinn. — Á aðalstöðvarnar, sagði Delbury. Og flýtið yður nú. Ég þarf að flýta mér að komast af stað til þess að ná Valmon Dain. Ég verð að láta greipar sópa um alla Lundúnaborg áður en dagur er að kvöldii kominn. t. KAFLI. Valmon Dain beið þangað til hann heyrði ekki lengur óminn af rödd Delburys. Þá vissi hann, að Delbury var lagður af stað. Hann leit á úrið sitt. — Það er víst nógur timi til þess að fá sér litla skattinn, sagði hann. Delbury verður tuttugu mínútur að komast á aðalstöðvarnar, og ef til vill líður hálf-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.