Alþýðublaðið - 25.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 25.07.1940, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 25. JÚLI 1940. KaupiG bókina Hver var aö hlæja? og brosið með! ALÞTÐUBLAÐID Hver var a$ hlæja? er bók, sem þér þurfið að eignast. Ekki tilskilið rjóma- magn ð flðskonnm. Miðlkarsarasalan fær i- miulign. FIMTUDAGRU Næturlæknir er Halldór Stef- ánsson, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 20.00 Fréttir. 20.30 Frá Ferðafélagi íslands. 20.35 Einleikur á celló (Þórhallur Árnason): Sónata eftir Mar- celló (a-moll), 20.55 Frá ýtlöndum. 21.15 Útvarpshjjómsveitin: Slav- nesk rapsódía eftir Carl Friedmann. Ferðafélag islands ' ráögerir að fara skemmtiför inn á Þórsmörk um næstu helgi. Lagt á stað kl. 4 e. h. á laugardag — og ekið austur yfir Markarfljót að Stóru-Mörk undir Eyjafjöllum og gist þar. Undan fjöllunum er yfir litlar ár að fara nema Krossá. — Þórsmörk er einhver yndislegasti blettur á íslandi, en umhverfið stórfenglegt. Stakkholtsgjáin er ein hrikalegasta gjá landsins. Farið verður í Stórenda um Langadal, í Húsadal, Hafraskóg og víðar. Af Valáhnúk (456m) er ágætt útsýni yfir Mörkina og til jöklanna 3ja, Goðalands-, Eyjafjalla- og Tindá- fjallajökuls. Áskriftarlisti liggur frammi i skrifstofu Kr. ,Ó. Skag- fjörðs og sé fólk búið að skrifa sig á listann fyrir kl. 12 á hádegi á föstudag og taka farm. fyrir kl. 7 um kvöldið. Lík í dragnót. Mótorbáturinn Ægir frá Stykkis- hólmi, formaður Ingvi Kristjáns- son frá Ólafsvík, var að veiðum undan Lóndröngum á Snæfells- nesi sunnudagskvöldið þann 21. þ. m, Fékk hann þá upp í dragnót- inni lík, sem reyndist vera lík Lýðs Skarphéðinssonar, er drukkn- aði af vélbátnum Framtíðinni þ. 10. þ. m. Var líkið flutt til ólafs- ýíkur og verður jarðsungið að Brimilsvöllum þann 27. júlí. Líkið var með öllu óskaddað. Drengjablaðið „Úti" 't sem er þekkt og gott drengjablað með fjölda mynda og greina, sög- um o. fl, kemur út á morgun — föstudag — og verður selt á götun- um. Börn, sem vilja selja blaðið, eru beðin að mæta í Alþýðuprent- smiðjunni. Farsóttatilfelli í júní voru samtals á öllu landinu 2303. Þar af 858 í Reykjavík, 664 á Suðurlandi, 236 á Vesturlandi, 471 I á Norður- og 74 á Suðurlandi. Far- sóttatilfellin voru sem hér segir (tölur í svigum frá Reykjavík nema annars sé getið): Kverka- bólga ,465 (192). Kvefsótt 1128 (418). Barnaveiki 4 (3). Blóðsótt 101 (3). Gigtsótt 6 (1). Taugaveiki 2 (0). Iðrakvef 443 (160). Kvef- lungnabólga 32 (12). Taksótt 29 (10). Rauðir hundar 1 (0). Skarlats sótt 5 (Rvk). Heimakoma 7 (1). Umferðargula 8 (0). Munnangur 39 (14). Hlaupabóla 6 (4). RistiU 8 (6). Landlæknisskrifstofan. Vélbátur sekkur. í fyrradag varð árekstur út af Glettinganesi milli vélbátanna Fylkis og Munins. Sökk Muninn, en mannbjörg varð. Fylkir var á norðurleið til veiða, en Muninn á suðurleið með síldarfarm. Nánari fregnir um slysið hafa enn ekki borizt. Málið er í rannsókn. I. O. 6. T. ÞINGSTÚICAN. Fundur föstu- dagskvöld kl. 8.30. Kosning í húsráð. WNGVALLAFÖR Frh. af 1. síðu. dansa í Valhöll um kvöldi'ö. Fólk er beðið að hafa með sér nesti iqg kaffibolla, en eftir mál- tíð veröur hægt að veita kaffi í bollana og mola með! Farmiðar verða seldir mjög ó- dýrt í afgreið&lu Alþýðublaðsins i dag, fimmtudag, og á morgun. Það er mjög æskilegt, að allt Alþýðuflpkksfólk i nágrenninu, sem sér sér fært, komi tii móts við okkur á sunnudaginn. HittU’mst heil á Þingvöllum! DÓMSMÁLAKiyÐUNEYTlÐ hefir gefið Mjólkursam- sölunni áminningu vegna þess, að rjómamagn í flöskum úr mjólkursölu Samsölunnar hef- ir ekki verið eins mikið og ætl- azt yar 4il, en rjóminn I flösk- unum á að vera 250 grömm. Mál þetta hófst með því, að húsmóðir ein hér í bænum kom til lögreglunnar með þrjár rjómaflöskur, sem hún kvaðst hafa grun um, að innihéldu ekki tilskilið r jómamagn og bað um, að málið væri rannsakað. Við rannsókn á löggildingar- stofunni kom í Ijós, að töluvert vantaði á, að þær innihéldu til- skilið rjómamagn. Fól þá lögreglan löggildingar- stofunni að kaupa nokkrar rjómaflöskur frá Mjólkursam- sölunni til rannsóknar. Reynd- ist vanta í þær frá 3 grömmum upp í 30 grömm af hinu til- skilda rjómamagni. í einni flöskunni voru þó 250 grömm, Ekki er ennþá búið að rann- saka til fullnustu, hvernig í þessu liggur, en talið er líklegt, að rjóminn sígi í flöskunum. Þá hafa fundizt rjómapelar, sem voru of litlir, en þeir hafa verið teknir úr umferð. GREIN LLOYD GEORGES Frh. af 1. síðu. allir geri sér það hins vegar fyllilega ljóst, að styrjöldin vinnst ekki. nema með ærnum fórnum og sársauka. ■ gaila biobi I Knockont Skemmtileg og spennandi amerísk kvikmynd, tekin af Paramount-félaginu. — Aðalhlutverkin leika: Irene Dunne, Fred Mac Murray og Charlie Ruggles. Aukamynd: Ný SKIPPER SKRÆK- teikniniynd. ■B NYJA 610 ■ Degar ljðsln IJóma i Braadway íburðarmikil og hrífandi skemmtileg tal- og söngva mynd frá FOX, með mús- ík eftir hið heimsfræga tízkutónskáld Irving Ber- lin (höfund Alexander’s Ragtime Band). Aðalhlut- verkin leika: Dick Poweli, Alice Faye, Madeleine Carrol, RITZ BROTIIERS. Stríðsundirbúningurinn ber þess nú merki, að brezka þjóð- in hefir vaknað til meðvitund- ar um hættuna. Það sjást ekki lengur merki þess hugsunar- háttar, sem svo mjög bar á fram til ósigursins í Noregi og upp- gjafar Frakklands, að auðvitað myndum vér sigra og hvað lægi eiginlega á. Nú er unnið af fádæma kappi. Allir leggja sitt beztá fram, því að Bretihn gerir sér áldrei Ijóst, hvað það kostar að vinna styrj- öld, fyrr en hann hefir beðið fyrstu ósigrana. En hann vinnur líka alltaf sigur í síðustu viður- eigninni.“ SLYS Á NORÐFIRÐI Frh. af 1. síÖu. kionu og uppkomnar dætur, en synir hans tveir eru drukknaðir, annar með föður sínum í gær, en hinn árið 1933. Sverrir var ágætur sjómaður, enda talinn i fremstu röð norð- firzkra formanna. Útbreiðið Alþýðublaðið. RðmenskD ráðherr- DDum einniff ’stefmt til Rómaborgar. AÐ var opinberlega tilkynnt í (.Rómábprg í gærkveldi, að- italska stjörnin hefði boðið Gi- gurtu, forsætisráðherra Rúmeniu, og Manulescu, utanrikismálaráð- herra Rúmeníu, til Rómaborgar, að lokinni heimsókn þeirra í Þýzkalandi. Rúmensku ráðherrarnir ieggja af stað til Þýzkalands á morg- un, en búlgörsku ráðherrarnir, sem einnig hefir verið boðið tif Þýzkalands, eru lagðir af staö þaðan. Farsóttir og manndauði í Reykjavík vikuna 7.—13. júlí (í svigum tölur næstu viku á und- an): Hálsbólga 10 (30). Kvefsött 58 (100), Blóðsótt 1 (0). Iðrakveí 40 (99). Kveflungnabólga 2(6). Taksótt 1 (5). Rauðir hundar 1 (2). Skarlatssótt 0 (IX Hlaupabóla 3= (8). Mannslát 5 (8). Landlæknis- skrifstofan. tími áöur en hann nær fundii yfirmanns síns. Hann tók ekki áf sér hlustunartaðkin meðan hann boröaöi. Hann hafði koimið séj upp eldunartækjum í einu horni herbergisins o.g ,l>ftið;. sig undir það, að þurfa að dveljá í herb^girtuj i nokkrar vikur, án þess að geta komizt út. Hann snéri fáeinum snorluni í sambandi við vélar sínar. Allt í einu heyrðí hann hvískur. Hann þóttist þekkja raddirnar, en gat ekki áttað sig á því, hverjir það voru. Allt í einu rankaði hann við sér. Hann hafði Tieyrt þessar raddir áður i verkstæði Tansys. Einn lýsti því yfir, að Tansy hefði átt hæli einhvers staðar í East End og þangað hefði hánn ef til vill flúið. Annar fullyrti, að Tansy myndi hafa flúið úr borg- inni í dauðans angist. Þannig héldu mennirnir áfram að skeggræða fram og aftur um það, hvað myndi hafa orðið af Tansy. Einn maðurinn lét orð falla í þá átt, að Tansy myndi hafa farið beina leið til foringja glæpamanna- féiagsins. Nú fór Dain að leggja hiustirnar við. Honum hafði dottið alveg nýttf í hug. — Látið ykkur ekki detta nein vitleysa í hug. Tansy veit vel, hvernig hann á aö haga sér. Og ég er sann- færður um, að hann hefir hvorki falið sig né flúið úr borginni. Ég veit, hvert hann hefir farið. Lögreglan stendur vörð við öll borgarhliðin. Henni væri nær að standa vörð við visst hús í St. James. — St. James? sagði annar maður ofurlítið undrandi. — Á hann þar heima, húsbóndi okkar? — Já. Þér finnst það kannske ósennilegt. En svona er það nú orðið. Ég veit, að það er satt, því að Tansy ‘agði mér það sjálfur. Hann var að bræða fyrír hann nýlega, og ég: rakat þar inn, til þess að þvaðra við hann. Hann var með guil. — Hver átti þetta gull? — Húsbóndinn auðvitað. Og það er þriðja stóra sendingin, sem Tansy hefir fengið á þessu ári. — Hvar hefir hann náð í það? — I næsta húsi í St. James. Þá greip þriðja röddin inn í: — Já, þú hefir á réttu aö standa, Frenchie. Ég man eftir þessu. Blöðin vorú fuil af þessu í nokkra dagav Ég held, að ínnbrotið hafi veriö framið, hjá hertoga. Þar var eitthvert stærsta skarígripasafn á iandinu. Og húsbóndinn náði því öilu' á einni nóttu. Og þó veit enginn ykkar, hver húsbóndinn er í raun og veru. Ég efast um, að Tansy viti það sjálfur. — Hver er hann? spurði sá fyrsti. — Það borgar sig ekki fyrir mig, að skýra frá því.- Ég hefi aðeins heyrt lausafregnir, og það er ekki hyggi- legt aö segja allt, sem maður veit. Og é'g kæri mig ekki um, að eiga reiði húsbóndans yfir höfði mér. Hann getur verið harður í horn að taka, ef svo her undir. Hinn maðurinn þóttist vera efandi. — Ó, sagði hann. — Þú þykist vita heilmikiö um hann. Ef til vill veiztu, hvað húsið hans er kallað? — Já, það veit ég, hreytti hinn út úr sér. — Og ég veit líka, hvaða símanúmer hann hefir. Það er: West- ern 69542. Ég hefi sjálfur talað við hann i síma. Ég var að taka á móti skipunum frá honum. *■ Raddirnar þögnuðu skyndilega. Dain hafði skrúfað fyrir samtal þeirra og var nú að reyna að ná í annað samtal. Hendur hans skulfu af æsingu, þegar hann lagaði á sér hlustunartækin. Hann var ekki í vafa uin hina skræku rödd, sém nú barst áð eyrum hans. Það var rödJ Tansys. Og hann var að tala við annan mann, sem hafði mjög' kuldalegan málróm. Dain horfði á skiptiborðið fyrir framan sig, tii þess að sjá í. hvaða húsi samtal þetta færi fram. Hann gapti af undrun, þegar hann könist að því. Og nú kannaðist hánn viö1 röddina. Það var mjög sérkehni- leg og ró!eg rjfdd. Það var hægt áð ímynda sér, að þó að London hryn'di i rústir á einni nóttú^ og stjöAi- urnar féilu af himninum, myndi þéssi rödd ekki skjáifa fiið minnsta. ■ 'f ; ' '' Hann hafði heyrt þes.sa rötld áð.ur. Hann hafði meira að segja rætt ýið þennan mann um einkaleyfi á einní merkustu uppfinningu sinni erlendis. Þetta var rödd, Lazards greifa. ■ Hann var einn af þekktustu sendiherrum frá meginlandinu. Hann var tízkuherra og náinn vinur forsætisráðherrans. Hann hafði geysimikil völd, var eitt hið mesta gjæsimenni. og naut hinnar mestu virðingar. Hann var ,einn af. þekktustu stjofnmálamönnum sinna. tíma.. Hann talaði nú með mestu rósemi og var ■næ.rri því blíðmáll, en Dain 'vissi, að undir þessari blíð- mælgi bjó helkuldi. ■ — Áður en við höidum áfram að raéða þetta-mál, sagði Lazard — er bezt aöjþér vitið það, að ég álít það ó'y i'ge"anlega he'msku af yður að he ms'ækja mig h':ng að. Nei, nei, gerið svo vel og gripið ekki fram í 'fyrir m?r Efif skai niusta á vður a eftir. E.g er sanntærður uni, að erindi yðar er brýnt, annars hefðuð þér ekki komið. En það var samt ntjög óhyggilegt af yður að koma hingað og láta þjóna mína sjá yður. Þér segið, að lögreglan sé á hælununt á yöur. Það rná jtví búast við því, að mynd af yður komi í blöðunum. Og jtjón- ustufólk skoðar alltaf mvndir af glæpamönnum. Það

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.