Alþýðublaðið - 26.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.07.1940, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 2$. JOLI 1M§. r KaupiS bókiua Hver var aS hlæja? ALÞTÐHBLAÐID Hver var a$ hlæja? er bók, sem þér ©g teresið meö! þurfið að eigMast. FÖSTUDAGUR. Næturlæknir er Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12, sími 2234. Næturvörður er í Reykjavíkur- og Iðunnar-Apóteki. ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Ýms þjóðlög. 20.00 ÍFréttir. 20.30 íþróttaþáttur (Pétur Sig- urðsson). 20.50 Hljómplötur: a) Sónata eftir Beethoven (d-moll), b) End- urtekin lög. 21.45 Fréttir. Dagskrárlok. Hljóðlátir hugir heitir nýútkomin bók eftir Helgu E>. Smári. Eru það sjö smásögur: Hljóðlátir hugir, Stjúpbörnin, Kaupakonan, Hneykslið, Eintal skrifstofustjórans, Dauðastundin og Burtförin. Bókarinnar verður nánar getið seinna. I. O. G. T. FREYJUFUNDUR í kvöld kl. 8.30 í Góðtemplarahúsinu, uppi. Venjuleg fundarstörf. Kosning embættismanna. — Mætið stundvíslega. Æðsti- templar. ALLSHERJARMÓTIÐ. Frh. af 1. síðu. Framan af leiddi Indriði hlaupið, en allan seinni hluta þess Evert. Indriði spratt síðan fram úr Evert, þegar 800 m. voru eftir. Fimmtarþraut. 1. Ól. Guðm., Í.R. 2617 stig. Langstökk 5,76 = 502 st. Spjótkast 36,96 = 365 — 200 m. hl. 24,8 — 572 — Kringlukast 37,73 = 645 — 1500 m. hl. 4:41,6 = 533 — 2. A. B. Björnss., K.R. 2515 st. Langstökk 6,02 = 561 — Spjótkast 43,37 = 470 — 200 m. hl. 26,6 = 428 — Kringlukast 33,52 = 529 — 1500 m. hl. 4:42,6 = 527 — 3. Sig. Finnsson, K.R. 2381 st. Langstökk 5,70 = 489 st. Spjótkast 39,46 = 405 — 200 m. hl. 25,4 = 520 — Kringlukast 32,93 = 514 — 1500 m. hl. 4:53,6 = 453 — 4. Sigurg. Ársælss., Á. 2274 st. 5. Sv. Stefánsson, Á. 2199 — 6. Jóh. Berhard, K.R. 2167 — 7. Þorst. Magn., K.R. 1890 — Beztu afrek fjögurra síðustu manna eru 1500 m. Sigurgeirs (4:18,2), sem gefa 725 stig og langstökk Bernhards (6,24), sem gefur 613 stig. — í íþróttasíðu blaðsins verður rætt nánar um um framkvæmd mótsins o. fl. því viðvíkjandi, væntanlega n. k. þriðjudag. Mjólkursamsalan á- byrgist efeki ná- kvæma fiöskostærð. Tyi JÓLKURSÖLUNEFND hefir ^ í tilefni af wmræðuin þeim, sem or'ðið hafa um of lítið rjóma- magn á flöskum hennar, gefið út tilkynningu, sem birt er á öðrum stað' hér í blaðinu í dag, þess efnis, að hún geti ekki tekið á- byrgð á nákvæmri stærð þeirra flaskna, sem hún notar. Þess skal getið i því sambandi, að Áfengisverzlun rikisins hefir fyrir löngu lýst yfir því sama, að hún geti ekki tekið ábyrgð á neinni tiltekinni flöskustærð með hugtakinu „heii“ og „hálfflösk- ur“ umfram málvenju, vegna þess, að erlend firmu, sem hafa framleitt og selt Áfengisverzlun- inni flöskur, hafi tekið það fram, að þau gætu ekki ábyrgzt ná- kværna stærð þeirra. Síldaraflí togaranna. iy| ARGIR bíða nú með eft- ■*■ ■*• irvæntingu eftir því að frétta um afla togaranna, sem eru á síldveiðum. Alþýðublaðið átti tal við Kveldúlf og Allianoe í morgun og spurðist fyrir um aflann. Togarar Alliance höfðu fengið eftirfarandi fjölda af málum: Tryggvi gamli 5787 mál, Kári Í*rmf¥BLA BgOK|| wm «wja bio vm 1 _ 1 A 1 Þepr ljésin ijéma 1 Knockont I á Broadwair 1 Skemmtileg og spennandi amerísk kvikmynd, tekin af Paramount-félaginu. — Aðalhlutverkin leika: Irene Dunne, Fred Mac Murray og Charlie Ruggles. S íburðarmikil og hrífandi 1 skemmtileg tal- og söngva mynd frá FOX, með mús- ík eftir hið heimsfræga tízkutónskáld Irving Ber- lin (höfund Alexander’s Ragtime Band). Aðalhlut- verkin leika: Dick Powell, Aukamynd; Alice Faye, | Ný SKIPPER SKRÆK- 1 Madeleine Carrol, teiknimynd. I RITZ BROTHERS. 3000 mál og Rán 3800 mál. Auk þess leggja upp á Djúpuvík: Garðar, sem hafði fengið 5200 mál, og Surprise, sem hafði feng- ið 1200 mál. Af Kveldúlfstogurunum höfðu lagt upp þessir togarar, þegar síðast fréttist: Skallagrímur 4500 mál, Egill 3400 mál og Gyllir 2000 mál. Bandaríkin stöóva olínflntningaskip til Spánar. SIGLINGARÁÐ Banda- ríkjanna hefir stöðvað 2 olíuflutningaskip, sem voru í þann veginn að leggja af stað frá Texas til Spánar með 2 milljónir tunna af olíu. Var ol- íunni skipað upp. Þetta var gert, að því er ráðið segir, til þess að koma í , veg fyrir, að skipin færu inn á stríðshættusvæði. En í Was- hington er litið svo á, að' hér sé í raun og veru um útflutn- ingsbann á olíu til Spánar að ræða, þ. e. að ekki verði leyfður útflutningur á olíu þangað, nema eftir því, sem Spánverjar sjálfir þurfa, en þeir hafa að. undanförnu flutt inn mikið meira en áður, og leikur grun- ur á að olían hafi átt að fara tiL Þýzkalands og Ítalíu. Auglýsið í Alþýðublaðinu. Manið, að farmiðar að Þingvallafðr AlþýðufiokksfélagaEma, eru seldir í dag f afgreiðsln Alpýðublaðsins Sakamálasaga eftir Seamarfe ósigrandi mun því komast á snoðir um, að þér hafið heimsótt mig. Það var þögn fáeinar mínútur, en svo hélt greifinn áíram. — Það verður að slá ryki í augu þjónustufólksins. Ég ætla að hringja til skrifara míns og biðja hann að láta yður fá fimm pund fyrir að skila mér skjali, sem þér funduð. Þér skiljið. — Já, herra, sagði Tansy. — Þér funduð skjalið nálægt Green Park. Það er vani minn að ganga þar um, nema þegar veður er viont. Og þér færðuð mér það. Og munið eftir einu: Framvegis megið þér aldrei láta sjá yður í St. James Square. Ef þér þurfið að ná tali af mér þá eru ótal- margar aðrar leiðir til þess. Jæja, nú er ég viðbúinn að hlusta á erindi yðar. — Jæja! Ég hefði áreiðanlega ekki komið hingað, ef ég hefði ekki verið nærri því víti mínu fjær. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera eða hvert ég ætti að snúa mér. Allt og sumt, sem ég vissi, var það, að ég varð að flýja. En áður en ég færi áleit ég það skyldu mína að aðvara yður. Og ég á mikið á hættu með því að aðvara yður. — Aðvara mig? hreytti greifinn út úr sér. : — Já, herra. Það hefir mikið gengið á í alla nótt. Einn af mönnum yðar hefir náðst. Það er sá sjöundi á þremur mánuðum. — Hver er það? — Það er herra Lyall. En hjann fékk bara þaðj,, sem hann átti skilið. Hann mun aldrei gera neitt af sér framar. Hann er daúður. Það varð snöggt um hann. — Einmitt! Og hvar skeði þetta? - í Hendon, húsi Valmon Dains. Ég er ekki að gera að gamni mínu, herra; það er fjarri mér. En ég veit svo margt og mikið, að ég veit ekki á hverju ég á að byrja. — Fáið yður stup af víni og byrjið svo rólegur á byrjuninni, tautaði greifinn. Og eftir stundarkorn hafði Tansy stunið upp allri sögunni. — En bíðið andartak, sagði greifinn. Þér nefnduð Valmon Dain. Eigið þér við hinn heimsfræga uppfinn- ingamann? spurði Lazard foks, er Tansv hafði íokið frásögn sinni. — Já, herra! Ég þekkti hann óðara, þegar ég sá mynd af honum) í blöðunum í gærmorgun. Lazard varð ekki lítið undrandi. — Það er undarlegt, sagði hann. Dain gat aðeins heyrt, en ekki séð, hvað fram fór í herbergi greifans. Lazard var skyndilega orðinn einbeittur á svipinn. Augnaráð hans var stálhart. Hann starði á ofurlítinn svartan hlut á skrifbor’ði sínu. Það var símaáhald. Hann hallaði sér áfram og horfði nú fast á Tansy. — Þér segið, að margir símaþræðir liggi að þakinu á skrifstofuhúsi hans? sagði hann rólega. — Já, herra, net af símaþráðum. Lazard horfði aftur á litla, svarta hlutinn á borðinu. — Það er undarlegt, sagði hann. Hann studdi hnúunum svo fast á borðið, að þeir hvítnuðu. Tansy horfði undrandi á Lazard. Greifinn virtist vera búinn að gleyma þvi, að Tanzý væri viðstaddur. Hann horfði stöðugt á símaáhaldið. Og hann var nú orðinn svo svipillur, að Tanzy bjóst við, að úann hefði í hyggju að drepa mann. Svo lyfti hann hendinni hægt og seildist til símans. Er hann hafði lagt hönd sína á heyrnartólið hikaði hann andartak. Svo greip hann símatólið snöggt upp og þrýst-i því fast að eyranu á sér. Hann hlustaði stundarkorn. En hann heyrði ekkert grunsamlegt. Svo var þögnin rofin. Það var stöðvarstúlkan, sem sagði: — Hvaða númer viljið þér fá? — Þetta er Lazard greifi, sagði hann. Ég er hræddur ur um, að síminn minn sé í einhverju ólagi. Hefir nokkur verið að reyna að hringja til mín? — Ég man það ekki, herra, en ég held ekki, sagði stúlkan. — He'ir enginn reynt að hringja til min, en ekki máö- sambandi? — Nei, ekki að minnsta kosti síðasta klukkutímann.. — En getið þér sagt mér ,ungfrú, hvort það getur átt sér stað, að hlustað sé á símtöl mín. Þér getið ef til vill séð það á skiptiborðinu. — Bíðið andartak, herra; ég skal gæta að því. Hann beið örlitla stund, en svo heyrðist röd-d stúlkunnar aftur: — Nei, herra, það er útilokað. — Þakka yður fyrir, sagði Lazard og lágði niður heyrnartólið. Hann ýtti frá sér símatólinu og horfði á það stund- arkorn. Bersýnilegt var, að hann var ekki enn þá laus- við grunsemdirnar. Svo snéri hann sér að skartgripasalanum og sagðir — Já, þér voruð að tala um*, að þér hefðuð þekkt Dain af myndinni í blaðinu. Hafði Lyall ekki haft grun um það áður, að Dain væri njósnari lögregl- unnar? — Það hygg ég, herra. Og þér getið skilið það, að hann varð mjög undrandi. Allur flokkur hans og sumir beztu vinir hans voru komnir í fangelsið í Dartmoor af völdum þessa manns. Og herra Lyali ætlaði sér ekki að hlífa þeim manni, sem það hafði framið. Og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.