Alþýðublaðið - 27.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 27.07.1940, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 27. JOLÍ 194». Kaupii kákina Hver var að hlæja? eg toresii meii AIÞÝÐUBLAÐIÐ LAUGARDAGUR Næturlæknir er í nótt Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sími 2234. ÚTVARPIÐ: 19,30 Hljómplötur: Revellers- kvartettinn syngur. 20 Fréttir. 20,30 Upplestur: ,,Á landamærum" smásaga (Loftur Guðmundsson). 20,55 Útvarpstríóið: Tríó eftir Haydn (nr. 22, d-moll). 21,15 Hljómplötur: Lagaflokkur eftir Kodaly. 21,30 Danslög. (21,45 Fréttir.) 23 Dagskrárlok. SUNNUDAGUR: Helgidagslæknir er Halldór Stefánsson, Ránargötu 12, sírni 2234. Næturlæknir er Kristín Ólafs- dóttir, Ingólfsstræti 14, sími .2161. ÚTVARPIÐ: 19,30 Cindarella (Öskubuska), tónverk eftir Coate. 20 Fréttir. 20,30 Útvarpshljómsveitin: Aust- urrísk þjóðlög. 21 Leikþáttur: „Útilegumenn", eftir Loft Guð- mundsson (Alfreð Andrésson, Þóra Borg). 2f,30 Danslög. (21,45 Frétt- ir.)' 23 Dagskrárlok. MESSUR Á MORGUN: f dómkirkjunni kl. 11 séra Bjarni Jónsson (altarisganga). í Hafnarfjarðarkirkju kl. 2, séra Garðar porsteinsson. Drengjamót Ármanns fér fram 6. og 7. ágúst n.k. Frestur til tilkynninga um þátt- töku er útrunninn viku fyrir mót- ið. Tundra heitir amerísk æfintýrakvik- mynd, sem Gamla Bíó sýnir núna. Er hún tekin nyrzt í Alaska. Að- alhlutverkin leika Del Cambre, Earl Dwire og Jack Santon. Unga fsland, 5.—6. tölublað. 35. árg., er ný- komið. Efni m. a. grein um Mar- gréti Jónsdóttur, íbúar heiðarinn- ar eftir P. Bangsgaard, Smalavísur eftir Jón Ólafsson, Rósin og næt- urgalinn eftir Oscar Wilde, Kinuli eftir V. Chaplina, Um þjóðaríþrótt íslendinga, Myndir úr atvinnulífi íslendinga, Um Jakob Thorarensen, Haraldur eftir Sigurð Helgason o. fl. Kirkjuritið, 7. hefti, 6. árgangs er nýkomið út. Ritið er að þessu sinni að mestu heglað vígslu hinnar nýju Háskóla kapellu. Flytur því vígsluræðu herra Sigurgeirs Sigurðssonar, biskups, ræðu Magnúsar Jónsson- ar, prófessors, sem er lýsing á kap- ellunni, og prédikun Ásmundar Guðmundssonar, prófessors, við vígsluna. Þá er í ritinu löng grein um prestastefnuna með ávarpi biskups og yfirlitsskýrslu hans og að lokum skýrt frá aðalfundum Préstafélags íslands og prestafé- lagsdeildar Suðurlands. Tvær myndir eru í ritinu, önnur á káp- unni, af Hólakirkju, en hin frá vígslu Háskólakapellunnar. UMFERÐARSLYS Frh. af 1. síðu. vinstri. Lendir hann þá fyrir hjólinu og féllu báðir. Bifhjólið skemmdist úítils- háttar, maðurinn, sem á því sat, meidist ofurlítið, en hinn mað- urinn, Benjamín Ingvarsson, Lindargötu 10, var fluttur á Landsspítalann. Er hann þó ekki alvarlega meiddur. rQmk'6\lun»3íopknno. '’VTrsUíatta. lahoau.5.1. MUNIÐ að hafa með yður Vasasöngbókina, þegar þér far- ið á mannamót. Hún verður állsstaðar til gleði. KAUPI GULL og silfur hæsta verði. Sigurþór, Hafnar- stræti 4. Hver var ai hlæja? er bék, sem þér þurfið að eigjaast. Iveitinpiskerai miDDi á ítaliD ea uadaDfariD ár. 08 prtðjungi mfoni í Jngðslavin en i fyrra. LANDBÚNAÐARRÁÐ- HERRA ÍTALÍU hefir til kynnt Mussolini, að hveitiupp- skeran verði minni en í fyrra. Áður höfðu verið birtar fregnir um, að hveitiuppskeran yrði góð, en pú er vitað, að hún muni verða minni en meðalupp- skera þriggja undanfarinna ára. Hveitiuppskeran í Jugóslavíu verður 30/1 minni en í fyrra. Geta Jugóslavar því ekki látið Þjóðverja fá það hveitimagn, sem ráðgert var, og hafa þegar gert ráðstafanir til að því verði haldið eftir. Júgóslavar geta ekki heldur framleitt nóg af maís í ár og verða að flytja inn maís frá Búlgaríu. Bretar ekki andvigir bröfu Böigara nm Suðnr- Dobrudsja. Brezka stjórnin hefir sent búlgörsku stjórninni orðsend- ingingu þess efnis, að hún telji kröfu þeirra til Suður-Dobruds- ja réttmæta, og er það tekið fram, að þótt Bretar telji Þjóð- verja ekki bera hagsmuni Búlg- ara fyrir brjósti eða vinna að þessu máli réttlætisins vegna, þá yrði lausnin ekki gagnrýnd í Bretlandi, þótt Þjóðverjar ættu einhvern þátt í að koma henni til leiðar. Brezka stjórn- GAMLA BI0 TUNDRA Stórmerkileg og spennandi amerísk æfintýrakvikmyncl, tekin nyrst í Alaska. — Að- alhutverkin lleika: DEL CAMBRE EARL DWIRE JACK SANTOS Myndin lýsií hinu fagra og hrikalega landslagi og fjöl- skrúðuga dýralífi heiin- skautalandanna betur en áður hefir sézt á kvikmynd. NYJA BI0 Þegar Ijósin Ijóma á íburðarmikil og hrífandi skemmtileg tal- og söngva mynd frá FOX, með mús- ík eftir hið heimsfræga tízkutónskáld Irving Ber- lin (höfund Alexander’s Ragtime Band). Aðalhlut- verkin leika: Dick Powell, Alice Faye, Madeleine Carrol, RITZ BROTHERS. •EsaEsaejiaEsaEsaExaesaEsacssEaExacsaEsacsaQaisaesaEsaeaesiEsacssEsscsa* Dansleikur 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 ®CsaE32C33C£SS32ISaC33esaE52CSaE3a!33E32C!3C£aE3aCs2E3ae52ES3IEaCsaCsaC22« 0 0 0 0 B í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í kvöld kl. 10. g Aðgöngumiðar á 2,50 eftir klukkan 8 í kvöld. 0 Hin Vinsæla hljómsveit ALÞÝÐUHÚSSINS leikur. g ÖLVUÐUM MÖNNUM BANNAÐUR AÐGANGUR. ^ Bókin, sem nú vekur mesta athygli, er Bréf frá látoum, sem lifa Lesið þessa bók, hún er ef til vill bezta og öruggasta huggunin á þeim tímum, sem nú standa yfir. BÓKAVERSLUN ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJU. in, segir ennfremur í tilkynn- ingunni, hefir aldrei verið mót- fallin landamærabreytingum náist friðsamlegt samkomulag um þær. í Englandi er litið svo á, að Hitler vilji koma í veg fyrir styrjöld á Balkan, og leiða deilumálin þar til lykta, áður en hann byrjar árásina á England. Hmn Sakamáiasa«a ewr Seamar}t 3s ósigrandi reiðastur var herra. Lyall yfir því, að Dain vissi, að Lyall græddi fé sjítt á þennan hátt. — Vissi Dain það? — Hérra Lyall fékk einkennilegt símskeyti einn miorguninn, og enn fremur bréfspjald. Bæði bréfið og skeytið voru> nafnlaus, en svo virtist, sem sendand- anum væri kunnugt um ieyndustu hugsanir Lyalls. Og þetta er allt >og sumt sem ég veit. — Jæja og hvað svo? — Hann fór til Hendon í gærkveldi nieð einhvers konar gastegund í öskju í vasanum. — Einmitt það! Hann hefir ætlað sér að myrða Dain. — Já, hann var ákveðinn í að myrða hann með kölcTu blóði. Og hann leit þannig út, sem hann myndi ekki hika við að myrða hvern þann, sem dirfðist að standa í vegi fyrir honum. — Ætlið þér að reyna að telja mér trú um, að Lyall hafi verið svo heimskur að láta yður vita, að hann ætlaði að myrða Dain? -— Já, einhver varð að útvega honum fjarverusönn- yn. Það gat hann ekki gert sjálfur. Ég tók það að mér fyrir hann. — En Valmon Dain er ekki okkar meðfæri, og ég sagði honurn það. Hann er sloppinn, fór í bílnum sínum. Þér sjáið, að hann er ekki af baki dottinn ennþá. Hann ætlar sér að leika á okkur eins lengi og hon- um þóknast í íbúð sinni í Kingsway. Hér eftir ætlar hann að heita Landring Dent. Enginn þekkir hann þar undir öðru nafni en Landring Deut. Hann hefir ef til vill haft skrifstofu þar um lengri tíma. Hann er öruggur um sig. — Já, þaó er bersýnilegt. Og nú vil ég spyrja yður, hvers vegna þýr komuð til mín með þetta mál? Lazard var nú hættur að vera blíðmáll. — Jæja, herra. Ég frétti í niorgun, að þér væruð fyrsti maðurinn, sem hefði fengið grunsemdir. Þér vissuð, að eitthvað óvenjulegt væri á seyði. En þér vissuð ekki, hvað það var. Nú hefi ég sagt yður það. — Ég þakka yður fyrir úpplýsingarnar, sagði Lazard kuldalega. Ég bjóst ekki við slíkri umhyggjusemi. En nú ættuð þér að hafa yður burtu. Ég mun nú sjálfur reyna að útvega mér þá vitneskju um þetta mál, sem ég þarfnast. Hversu lengi getið þér falið yður? — f eitt ár. Ég tók með mér nægilegt fé til þéss að geta lifað á í eitt ár. — Ágætt! Og komið ekki fyrr en ég sendi eftir yður. En ef ég geri yður orð að koma, þá kOmið fljótt. Þér sögðuð, að hann byggi á Kingsway? — Já herra, í Denbigh H-ouse. — Þakka yður fyrir. Og segið ekki félögum yðar frá heimsókn yðar hár. Og þér hafið aldrei séð mig á æfinni. En svo að þér séuð rólegur skal ég láta yður vita það, að þér hafið ekkert að óttast. Verið á- hyggjulaus. Ég æt!a sjálfur að fara í heimsókn til Denbigh House í nótt. Huggið yður við það, að Val- mon Dain verður dauður áður en dagur rís í fyrra- málið. Valmon Dain tók nú af sér hlustunartækin og þerr- aði af sér svitann. Hann brosti, en var þó þungbúinn á svipinn. Nú var það komið fram, sem hann hafði óttast. Það var ills viti fyrir hann, að greifinn skyldi sjálfur taka upp baráttuna gegn honum. Greifínn var mikils háttar maður, og hann hafði ótakmarkað vald yfir öllum glæpamönnunum í London. Það var mjög sennilegt, að hann kæmi til Kingsway með traustu liði. Það gat líka verið, að hann kæmi einsamall. Og það væri ekki víst, að það væri neitt betra. Það myndi verða barátta um> lífið. Valmon Dain lét á sig hlustunartækin aftur. Hann þrýsti á hnapp og hlustaði nú í annað samtal. Hann þekkti raddirnar vel. Það voru Delbury, Shaugnessy og yfirmaður þeirra. I — Ég bið um leyfi til að mega taka Valmon Dain fastan, sagði Delbury. — Þér eruð sannfærður um, að það sé nauðsynlegt? — Já, það er ég sannfærður um. Ég er viss um að þegar við höfum náð Valmon Dain þá komumst við að því, hver draugurinn er. Og það er nauðsynlegt að senda eðlisfræðing til Hendon. — Eru þar einhverjir örðugleikar við að fást? —<Þér ættuð að fara þangað og aðgæta það sjálfur. Vínnustofan er öll eins og gildra. Ég fann öskjur í Vasa Lyalls. Ég sendi þær á efnarannsóknarstofu, til þess að láta efnagreina innihaldið. Ég er undrandi á því, að Lyall skyldi geta komist inn, án þess að drepa sig. Ennfremur fann ég þetta bréfspjald í vasa Lyalls. Hann tók bréfspjaldiö upp úr vasa sínum og rétti yfirmanni sínum það. Það er samskonar og þau bréf- spjöld, sem við höfum fengið. Og draugurinn hefir sjálfur sent honum þetta bréfspjald. — Einmitt það sagði yfirmaður. — Mér hefir d-ottið ofurlítið í hug, sagði Delbury. — Og hvað er það nú? Ég held, að Dain sé morðinginh, sem við höfum verið að leita að árum saman um alla London. Ég held, að hánn sé yfirma'ður allra glæpamanna í Lónldon. Og ég vil fá leyfi til að taka hann fastau. Get ég fengið það. — Já, sagði yfirmaður hans. —4>að •getið þér. þegar fengið. ... 4: j I" ! fj! ffi í *'

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.