Alþýðublaðið - 29.07.1940, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.07.1940, Blaðsíða 2
MÁNUDAGUR 29. JÚLI 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4------>--------------------1 Tilkynning Samkvæmt samþykkt Trésmiðafélags Hafnarfjarð- ar verður ekki unnið að trésmíði í Hafnarfirði dagana 5., 6. og 7. ágúst, nema á vinnustofum, og það nauð- synlegasta vegna útgerðar. STJÓRN TRÉSMIÐAFÉL. HAFNARFJARÐAR. Útsöluverð á Kendal Brown skornu neftóbaki má eigi vera hærra en hér segir: í 1 Ibs. blikkdósum ................. dósin á kr. 14.40 í Vz lbs. blikkdósum ................ dósin á kr. 7.40 í % lbs. blikkdósum ................. dósin á kr. 3.80 Utan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar má verðið vera 3% hærra vegna flutningskostnaðar. TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS. Landsmót 1. flokks í kvðld keppa kl. 8.30 Isfirðinqar og Valur Altaf meira spennandi Hvor verður„KNOCKOT“ í kvðld? Dingvallaferðir í júlímánuði Til Þingvalla kl. 10 Vz árd., 2 % og 7 síðd. — Frá ÞingvöIIum kl. 1 e. hád., 5% og 8V2 sd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunnudaga. Steindór, sími 1580. HAVANNARÁÐSTEFNAN Frh. af 1. síðu. Bandaríkjan'na, Argentínu, Kúba, Brazilíu og Panama. Eins og áður hefir verið getið, vildu Argentínumenn fara aðra Ieið en Bandaríkjamenn, og fiótt Gordell Hull, utanríkismálaráð- herra Bandarikjama, hafi tekið tillit til skoðana Argentínustjóm- iár, er í höfuðatriðum fylgt stefnu Bandaríkjastjórnar, enda er það kunnugt, að af þeim 9 ríkjum, sem sendu fulltrúa á ráðstefn- una, var Argentína ein mótfallin tillögum Bandaríkjanna. Sum vildu að vísu breytingar á þeim, en önnur vildu, að róttækari til- lögur yrðu samþykktar. Fréttaritari „New York Times“ i Havana segir, að með samkomu lagi því, sem gert var, hafi Bandaríkin náð höfuðtilgiangi sínum. HavanajrflrlýsinDin Fyrsti liður yfirlýsingarínnar fjallar um öryggi þeirra landa í Vesturálfu, sem ófriðarþjóðir eiga, og skuli ekki gerð breyting á stöðu þeirra, nema á ráðstefnu, sem Vesturálfuríkin taka þátt í, en það er stefna þeirra, að koma í veg fyrir að úrslit styrjaldar- linnar í Evrópu hafi nokkur áhrif á framtíð þessaria landa. Verði á nokkurt þeirra ráðizt, skulu 16 Vesturálfulýðveldi a. m. k. ann- ast vernd þess ríkis, sem fyrir á- rás verður. Enn fremur verður gerð yfir- lýsing, sem fjallar um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir- und- irróðursstarfsemi erlandra þjóða í Vesturálfu, og er einnig miðað að því að koma í veg fyrir, að erlendir stjórnarfulltrúar hafi afskipti af slíkri starfsemi. Mikilvægar yfirlýsingar varð- andi aukna viðskiptalega og fjár- hagslega samvinnu Vesturálfu- ríkja verða einnig birtar. Útbreiðið Alþýðublaðið. Tilkynning loftvarnanefndaima: Sérstakar lelðir fyrir fléttafólk úr Beykfavík og Hafiftarfirði. -----4----- Ef til loftárása eða annars hernaðar kemur. OFTVARNANEFNDIR Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar hafa nú birt tilkynningu um, hvaða leiðir ætlast sé til að almenningur fari frá Reykja- vík og Hafnarfirði, ef óvæntir atbyrðir gerast. Er þó tekið fram að litlar líkur séu til að þeir viðburðir gerist hér, að til þess þurfi að koma, að fólk þurfi að fara úr þessum bæjum. Orsök þess, að menn geta ekki sjálfir valið sér leiðir, er sú, að búizt er við, að hernaðar- yfirvöldin myndu loka sumum leiðum fyrir almenningi vegna herflutninga. Með því að nauðsynlegt er að fólk kynni sér, hvaða leiðir á að fara, er skýrsla loftvarna- nefndanna birt hér á eftir. Leiðalýsing loftvarnanefnd- anna. Enda þótt loftvarnanefndir Reykjavíkur og Hafnarfjarðar telji mjög litlar líkur benda til þess, að íbúar þessara bæja al- mennt, eða íbúar í einstökum hlutum þeirra, þurfi nokkru sinni að hverfa þaðan skyndi- lega vegna hernaðaraðgerða, eða afleiðinga þeirra, telja nefndirnar sér þó skylt að gera ráðstafanir til flutnings -al mennings úr bæjunum Þyki ástæða vera til slíks skyndiflutnings almennings úr bæjunum, eða einstökum hverf- um þeirra, má ætla, að samtímis því verði sumir aðalvegir, er frá þeim liggja, tepptir vegna herflutninga. Er því nauðsynlegt, vegna ör- yggis þeirra bæjarbúa, er skyndilega verða að flytja á brott, að þeir í öllu fylgi neðan- greindum ákvæðum. Ákvörðun um slíkan brott- flutning, ef til kæmi, yrði til- kynnt almenningi aðeins með þeim hætti, er hér segir: 1. Með tilkynningu í Ríkisút- varpinu. 2. Með auglýsingum í dag- blöðunum í Reykjavík. 3. Með auglýsingum, er fest- ar yrðu upp á lögrglustöðvum bæjanna og auk þess á neðan- greindum stöðum: í REYKJAVÍK: Vesturbær: Horn Túngötu og Garðastrætis. Horn Norðurstígs og Vesturgötu. Horn Bræðra- borgarstígs og Öldugötu. Horn Sellandsstígs og Framnesvegar. Miðbær: Lögreglustöðinni. Born Lækjargötu og Austur- strætis. Auglýsingaglugga Morg unblaðsins. Austurbær: Horn Laugaveg- ar og Klapparstígs. Horn Hverf- isgötu og Vatnsstígs. Horn Skólavörðustígs og Baldurs- götu. Á Laugavegi móts við Vatnsþróna. Grímsstaðaholt: Horn Reykja víkurvegar og Fálkagötu. Skerjafjörður: Reykjavíkur- vegur 5. Laugarneshverfi: Horn Sund- laugavegar og Laugarnesvegar. Sogamýri: Horn Grensásveg- ar og Sogavegar. í HAFNARFIRÐI: Á lögreglustöðinni, Strand- götu 50, Strandgötu 15, Hverf- isgötu 61 og Kirkjuveg 16. 4. Með sendiboðum, er fá sér- stakt umboð lögreglustjóra, eða -----------4---------- með lögreglumönnum, er per- sónulega tilkynna bröttflutn- inginn í þeim húsum, sem nauð- syn telst að yfirgefa. Verði talinn nægur fyrirvari til að koma boðum til almenn- ings með tilkynningum í blöð- um eða í næsta reglulegum fréttatíma ríkisútvarpsins, munu þær tilkynningar einar, auk auglýsingu á lögreglustöðv- um bæjanna, verða gefnar út um brottflutninginn. Verði hins vegar álitið nauð- synlegt að hraða brottflutningi svo mjög, að eigi verði hægt að bíða útkomu blaðanna eða næsta reglulegs fréttatíma út- varpsins, munu boð verða send með þeim hætti, sem greinir frá undir 3.—4. lið. Leiðir frá Reykjavík. 1. Leiðir, sem kúnna að verða tepptar fyrir almenning um stundarsakir vegna herflutn- inga. Verði gefin út tilkynning um, að íbúar einstakra gatna eða bæjarhluta, eða alls bæjarins, skuli hverfa úr bænum um stundarsakir vegna hernaðarað- gerða eða afleiðinga þeirra, skal athygli vakin á því, að neðan- greindar leiðir út úr bænum verða notaðar til herflutninga og kunna að verða tepptar fyrir umferð almennings með hvers konar ökutæki (bifreiðar, hif- hjól, hestvagna og kerrur, reið- hjól): Suðurlandsbraut frá Geithálsi vegi við Sogamýri í austur yfir Elliðaárbrýrnar að vegamótum við Mosfellssveitarveg. Suðulandsbraut frá Geithálsi austur yfir Hellisheiði. Mosfellssveitarvegur og Kjal- arnesvegur, ásamt Álafossvegi að Reykjum. Háteigsvegur frá Rauðarár- stíg upp fyrir Vatnsgeymi. Bústaðavegur frá Öskjuhlíð sunnan við Golfskálann, að Út- varpsstöðvarvegi. Fossvogsvegur norðan Foss- vogslækjar og Réttarholtsvegur að Bústaðavegi. Nýbýlavegur frá Hafnar- fjarðarvegi sunnan Fossvogs- lækjar, að Útvarpsstöðvarvegi. Hafnarfjarðarvegur frá Lauf- ásvegi til Hafnarfjarðar. 2. Leiðir ætlaðar almenningi undir slíkum kringumstæðum: a) Með hvers konar ökutæki: Suðurlandshraut í framhaldi af Laugavegi, að vegamótunum við Grensásveg. Grensásvegur og Sogavegur að vegamótum Bústaðavegar og Útvarpsstöðvarvegar. Vatnsveituvegur frá vega- mótum Bústaðavegar og Út- varpsstöðvarvegar upp með Ell- iðaánum sunnanverðum, fram hjá Veiðimannahúsunum efri, yfir vatnsveitubrúna, að Stíflu- vegi og eftir honum norður á Suðurlandsbraut. Útvarpsstöðvarvegur frá vegamótunum við Bústaðaveg og upp að Útvarpsstöðinni á Vatnsendahæð. Vatnsendavegur frá Útvarps- stöð að vegamótunum við Stíflu veg. Stífluvegur frá Vatnsenda- vegi norður á við, fram hjá Efri Stíflu og Veiðimannahúsunum efri upp á Suðurlandsbraut vestan við Selás. Vegur frá Vatnsendavegi fram hjá sumarbústað síma- manna og suður fyrir Elliða- vatn. Suðurlandshraut frá vega- mótunum við Stífluveg upp að Geithálsi. Þingvallavegurinn gamli frá_ Geithálsi austur yfir Mosfells- heiði. b) Fótgangandi: Unz öðruvísi verður ákveðið- mun það verða látið afskipta- laust, hverja leið út úr bænum. fótgangandi fólk velur sér. Þó er því eindregið ráðið til þess; að halda sig utan við aðalbraut- ir, sem mikil umferð er um. Leiðir frá Hafnarfirði. 1. Leiðir, sem kunna að verða tepptar fyrir almenningi um stundarsakir vegna herflutn- inga: Verði gefin út tilkynning um:. að íbúar einstakra gatna eða bæjarhluta, eða alls bæjarins, skuli hverfa úr bænum um: stundarsakir vegna hernaðarað- gerða eða afleiðinga þeirra, skal athygli vakin á því, að neðan- greindar leiðir út úr bænum: verða rtotaðar til herflutninga- og kunna að verða tepptar fyrir- umferð almennings með hvers konar ökutæki (bifreiðar, bif- hjól, hestvagna og kerrur, reið- hjól): Hafnarfjarðarvegur frá Hafn- arfirði til Reykjavíkur. 2. Leiðir ætlaðar almenningr undir slíkum kringumstæðum: a) Með hvers konar ökutælii: Vegurinn frá Hafnarfirði til Kaldársels, Keflavíkurvegur og: Kleifarvatnsvegur. b) Fótgangandi: Unz Öðruvísi verður ákveðið,. mun það verða látið afskipta- laust hverja leið út úr bænum fótgangandi fólk velur sér. Þó er því éindregið ráðið til þess- , að halda sig utan við aðalbraut- ir, sem mikil umferð er um. Ákvæði um undirbúning brottfluínings. Ef koma kynni til slíks skyndibrottflutnings, er að framan greinir, er almenningr bent á: 1. Að taka með sér að heiman: a) nauðsynlegasta uílarfatn að, hlýjar yfirhafnir, ull- arteppi, vatnsheldan skó- fatnað og regnverjur, og b) nesti til tveggja daga að- minnsta kosti. Útbúnaður þessi, annar en; fatnaður, sem menn bera, ætti helzt eigi að vera fyrir- ferðarmeiri en svo, að unnt yrði að koma honum fyrir í stórum bakpoka eða lítilli eða meðalstórri ferðatösku. 2. Að taka ekki með sér neinn: þungaflutning, er gæti vald- ið töfum eða óþægindum á ferðalagi. 3. Að læsa hirzlum sínum og íbúð og slökkva áður eld í: eldfærum og loka fyrir gas. 4. Að þess er vænzt að allir, er geta, fari fótgangandi út úr bænum, en aðstoði við og stuðli að því, að börn, far- lama fólk og sjúklingar geti átt kost á sætum í þeim far- artækjum, sem til eru. Frh. á 4. síðu:

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.