Alþýðublaðið - 30.07.1940, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 30.07.1940, Qupperneq 1
AIÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTWRSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXa. ÁRGANGUR ÞRIÐJUDAGUR 30. JOLÍ 1940. 173. TÖLUBLAÐ Bræðslusildaraflinn nú þeg~ ar orðinn hér um hii jafnmik~ 111 og hann varíallt fyrrasumar Yfir ein milljón hektolítrar Sfldarsölton byrj- ar brððlega. RÁTT fyrir hinn geysimikla síldarafla og gott fitumagn síldarinn- ar er söltun síldar enn ekki byrjuð, og mun það meðal annars stafa af hinum ó- vissu horfum, sem verið hafa um sölu saltsíldar. í gær og í dag hafa stað- ið yfir umræður um þetta mál milli ríkisstjórnarinn- ar, síldarútvegsnefndar og útgerðarmanna og er talið, að ákvörðun verði þá og þegar tekin um það, hve- nær söltun skuli leyfð. í fyrra byrjaði síldar- söltun um 25. júlí. Kvikoar í störn húsi í Hafnarfirði. HAsíð skemmdist mikifl en hðspgn nððnst ðt öskemmd. NÓTT kom upp eldur í íbúð- ar- og verzlunarhúsi Ferdin- ands Hansens kaupmanns í Hafnarfirði. Skemmdist húsið mikið af vatni og reyk, en inn- anstokksmunum var bjargað. Húsið er stórt timburhús rétt fyrir vestan Hótel Björninn. Klukkan ÍVz í nótt kom slökkviliðið í Hafnarfirði á vett- vang. Hafði kona Ferdinands heyrt snarka í eldinum, álitið að þjófar væru að brjótast inn í búðina og gert lögreglunni að- vart. Eldurinn - virtist hafa komið upp við stigauppgöngu upj3 á loftið, en húsið er ein hæð með risi. Slökkviliðinu tókst að ná út öllum húsgögnum óskemmd- um og var búið að kæfa eldinn klukkan tæplega 4 í nótt, enda var hægviðri. Húsið skemmdist mikið af vatni og reyk, en stendur þó uppi. Einkum sviðnaði loftið mikið. Húsið mun hafa verið vá- tryggt. Silfurbrúðkaup eiga á morgun þau hjónin frú Marin Jónsdóttir og Karl Ásmunds son, Brekkustíg 17. Erlendur Halldórsson, vélstjóri, Reykjavíkurvegi 26, Hafnarfirði, er fertugur í dag. D RÆÐSLUSÍLDARAFLINN á öllu landinu var síðast- liðið laugardagskvöld orðinn meira en milljón hekto- lítrar, eða nánar tiltekið 1 001168 hl. Vantaði þá ekki nema um 170 þúsund hl. til þess, að hann sé jafnmikill og allur bræðslusíladarflinn í fyrra, en þá varð hann 1170 þús. hl. Frá því á laugardagskvöld hefir borizt geysimikið af síld á land og má húast við, að bræðslusíldaraflinn sé nú orð- inn um það bil jafnmikill og bræðslusíldaraflinn var yfir alla vertíðina í fyrra. Til samanburðar við bræðslu- síldaraflann síðast liðið lauigar- dagskvöld, má geta þess, að bræðslusíldaraflinn var í fyrra um sama leyti 708 158 hektolítr- ar og um sama leyti í hitteðfyrra 397 692 hektólítrar. Hæsta skip í flotanum er línu- veiðarinn Ólafur Bjarnason með 9724 mál, næst er vélskipið Dag- ný með 9676 mál og þriðja er Gunnvör með 8980 mál. Hæstan afla af togurunum hafa Garðar með 5389 mál, Skalla- griniuir með 4882 mál og Rán með 4850 mál. Aðeins 8 togarar eru á síld^ veiðum, á þessari vertíð, en í fyrra voru þeir 25. Afli skipánna var síðast liðið laugardagskvöld eins og hér segir, mældur í málum: Afli silðveiðisklpanna. Línugufuskip: Aldan 3729 mál, Alden 763, Andey 4446, Ármann 5148, Bjarki 4756, Bjarnarey 2887, Björn austræni 2709, Fjölnir 7607, Freyja 5124, Fróði 7022, Hring- Ur, 2926, Isleifur 2240, Málmey 2348, Ólaf 2726, Ólafur Bjarnason 9724, Pétursey 3279, Reykjanes 4590, Rifsnes 4475, Rúna 4827, Sigrún 3014, Skagfirðingur 2362, Sæborg 3257, Sæfari 3935. Botnvörpungar: Egill Skallagrímsson 3917 mál, Garðar 5389, Gyllir 2354, Kári 4331, Rán 4850, Skallagrímur 4882 Surprise 1279, Tryggvi gamli 5727. Mótorskip: Aldan 1293 mál, Ágústa 2506, Ari 988, Árni Árnason 4037, Ár- sæll 2351, Arthur & Fanney 1572, Ásbjörn 3911, Auðbjöm 2817, Baldur 2935, Bangsi 1751, Bára 2039, Birkir 3341, Björn 5169, Bris 3982, Dagný 9676, Dóra 2708, Eldey 6849, Einar Friðrik 855, Erna 4355, Fiskaklettur 4035, Freyja 2095, Frigg 1180, Fylkir 5074, Garðar 5338, Gautur 1321, Geir 5054, Geir goði 4425, Glað- ur 4347, Gotta 2096, Grótta 3030, Gulltoppur 3749, Gullveig 3213, F»h. á 2. siðu. Rnmeniu geflnn frestur til 15. sept. næstkomandi ? ----«---- Þá á hún að vera búin að koma sér saman við Ungverjaland og Búlgaríu. IGURTU forsætisráð- herra og Manulescu ut- anríkismálaráðherTa Rúmen- íu áttu langar viðræður við Karol Rúmeníukonung eftir að þeir komu heim frá Róma- borg í gærmorgun. En í gær- kveldi var haldinn ráðunyt- isfundur í Búkarest. Engar áreiðanlegar fregnir hafa enn borizt um það, hvað Hitler og Musolini og hinum rúmensku ráðherrum hefir far- ið á milli. En orðrómur gengur um það, að Hitler hafi lagt mikla áherzlu á, að Rúmenía kæmi sér saman við Ungverja- land og Búlgaríu með beinum samningum, þó að hann styddi mjög ákveðið kröfur þessara landa um afhendingu Transsyl- vaníu og Suður-Dobrudsja. Er sagt, að Hitler hafi gefið Rúm- eníu frest til 15. september til þess að semja við Ungverjaland og Búlgaríu, en lýst því yfir, að Þýzkaland myndi þá grípa til sinna ráða, ef samkomulag væri ekki fengið. Brezkir hermenn suður í eyðimörkum Kenya, brezku nýlendunn- ar í Austur-Afríku. Þeir berjast nú við ítali á landamærum Kenya og Abessiníu. Mesta lðftornstan í striö- inn háð yfir Dover i gær. -------4------- Brefar skutu niður á hálfum tíma 17 af SO pýzkumárásarflugvélum IWTESTA LOFTORUSTA, sem háð hefir verið í stríðinu A. hingað til, var háð í gærmorgun yfir höfninni í Dov- er á Ermarsundsströnd Englands, heint á móti Calais, þar sem sundið er mjóst. 30 þýzkar sprengjuflugvélar af gerðinni „Junkers 87“ gerðu tilraun til loftárásar á Dover, og voru 50 orustuflugvélar af gerð- inni „Messerschmidt 110“ í fylgd með þeim, þeim til varnar. Mik- ill fjöldi brezkra orustuflugvéla, bæði „Hurricane“- og „Spit- fire“- réðust til atlögu við árásarflugvélarnar. Stóð loftorustan í hálfa klukkustund og voru, samkvæmt tilkynningu Breta, 8 þýzk- ar sprengjuflugvélar og 7 þýzkar orustuflugvélar skotnar niður af brezku flugvélunum, en 2 þýzkar flugvélar auk þess af brezk- um loftvarnabyssum. Hinar þýzku flugvélarnar lögðu allar á flótta. Bretar segja, að ein af orustuflugvélum þeirra sjálfra hafi verið skotin niður, en margar skemmzt. Þess er ekki getið, hve margar brezkar flugvélar tóku þátt í or- ustunni, en frá því er sagt, að báðar tegundir hinna brezku or- ustuflugvéla, „Hurricane" og „Spitfire“, heiðu sýnt mikla yf- , irburði yfir „Messerschmidt"- flugvélar Þjóðverja og reynzt mjög jafnvígar, því að ein déild „Hurricane“-flugvéla hefði skotið niður 4 „Messerschmidt“-flugvél- ar og 1 „ Ju nk ers s prengjuflug- vél, og önnur deild „Spitfire"- flugvéla 4 „Junkers“-flugvéiar og 1 „Messerschmidt“-flugvél. Samtals 20 sbotnar niður Á öðrum stöðum voru skotnar niður 3 þýzkar flugvélar yfir (Englandi í gær, og varð flugvéla- tjón því samtals 20 á þessum eina degi. 8 íta’skar flugvélar voru skotn- ar niður í loftbardögum og loft- árásum suður yfir Miðjarðarhafi bg Afríku í gær.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.