Alþýðublaðið - 31.07.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 31.07.1940, Blaðsíða 1
:: ^,,y ., II HU AT.bVIITTRI.AHTII UFIII UllilAlllII RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐ0FLOKKÖRINN XXI. ÁRGANGUR MI0VIKUDAGUR 31. JCLI 1940. 174. TÖLUBLAÐ flæsta ís! iskssala hingao til. N ÝLEGA seldi einn togaranna ísfisk úr einni ferð erlendis fyrir jj 10 100 sterlingspund. Er það hæsta aflasalan erlendis hingað til. Tveir Bretar aftor ðtnir lansir í Japan Brezka stjérnin hefir liarð- lep mótmælt bandtökimnm. VW* VEIR brezkir þegnar, sem •*¦ teknir höfðu verið fastir í Japan, hafa nú samkvæmt fregn frá Tokio aftur verið látn- ir lausir. En nýjar handtökur hafa jafnframt farið fram. Lord Halifax gerði að umtals- •efni í gær í éfri málstofunni í brezka þmginu handtökur brezkra iþegna í Japan. Kvaðst hann hafa rætt við japanska sendiherrann * í London um þessi mál í gærmorgun. Lord- Halifax kvaðst varla þurfa að taka það fram, að staðhæfingin í sameiginlegri tilkynningu •dómsmála- og hermálaráðuneyt- isins í Jaþan um njósnastarf- semi Breta í Japan hefði ekki við neitt að styðjast. Hann vék ¦einnig að frekari japönskum til- kynningum varðandi fráfall Mr. Neville Cox, fréttaritara Reut- «ers í Tokio, þar sem því er hald- ið fram, að orðsending til konu Cox hafi fundizt í vösum hans, þess efnis, að hann gæti vart komizt hjá því áð verða sekur fundinn. Kvað Lord Halifax ibrezku stjórnina neita algerlega að fallast á þessa óleyfilegu staðhæfingu varðandi sekt Mr. Cox. Ströng mótmæli hafa þegar Frh. á 4. síðiu. ¦¦:::¦ '. ¦ . • ;•: : ;••'• •'.... . . '¦ ¦¦¦¦.¦¦••: ¦¦••..•¦•...: • • . •:. • M lllltellill' : . .-. ..,,#!«? >••¦.¦ ¦¦:-:¦:>:•<:. . ,;:¦:>->;;í.;¦;:;. > ^ v v ¦ ::,:-:?:Æ>.í:-;:;..;, ¦ :.:¦¦¦¦¦ ffiíi; . ; >v'>-'^ Brezk hermannalögregla á mótorhjólum. Reykjavik á að vera i myrkri frá og með 15. ágúst næstk. • i ¦¦ i—i--------------?'¦¦ : ---------• Frá sama fíma verður kaffitaúsum lokað kl. tíii á kvðldin, dansleikir bannaðir og hert á Iðgreglueff irliti á gðtum bæjarins Sfðastn fréttir: Sfldarsðltun getur hafizt! D ÍKISSTJÓRNIN féllst á **'« þáð í dag, að tryggja söltun á síld, samtals 40 þús- und tunnum, með 42 krónr um per tunnu á útflutnings- haefa, hausskorna og slóg- dregna síld. Pettá ér þó ýmsum skilyrð- um háð, sém háhar verður frá skýrt í blaðinu á morgun. En telja má víst, að síldarsöltun hefjist nú alveg næstu daga> T ÖGREGLUSTJÓRI skýrði blaðamönnum frá því í gær, -¦-' að frá og með 15. ágúst næstkomandi yrði myrkvun fyrirskipuð um allan bæinn. Frá sama tíma hefir verið á- kveðið að loka öllum veitingahúsum klukkan tíu á kvöld- in, banna alla dansleiki eftir klukkan tíu, néma áramóta- dansleiki, svo og alla dansklúbbá. I»á hefir lögreglustjóri rætt um það við bíósíjórana, að flytja sýningartíma kvikmyndanna fram, svo að sýningum sé lokið klukkan tíu. Verður einnig farið fram á það við Leikfélagið, að það geri sams konar ráðstafanir. Um fundahöld og stúkufundi hefir enn ekki verið neitt ákveðið, en lögreglustjóri hefir í hyggju að sjá til þess að öllum samkomum á opinberum stöðum verði lokið klukkan 10. Síldveiðibann i fjóra daga eftir hverja losnn —-----------------«,--------------------. Verksmiðjurnar Hafa ekki undan og söltun hefir enn þá ekki verið leyfð. NNÞÁ' helst sama ágæta' veiðiveðrið fyrir Norð- nrlandi og er síld sögð enn um allan sjó. Milli 60 og 70 skip með um 50 þúsund mál síldar biðu í morgun löndun- ar hjá Ríkisverksmiðjunum á Siglufirði. Vegna þess, hvílkur land- burður er af síld, hefir stjórn síldarverksmiðja ríkisins gefið nit tilkynningu um það, að samningsbundnum skipum verði iframvegis ekki leyft að leggjaiaf stað í nýja síldveiði- för til bræðslu fyrr en fjórum dögum eftir áð þau hafa losað. Meðan þau bíða mega þau vera hvar sem þau vilja, en þau verða, áður en þau leggja af stað í yeiðiför, að koma tóm að bryggju og fá skírteini um að þau megi leggja af staS. Frh. á 4. síðu. 1 sambandi við myrkvunina sagði lögreglustjóri: Eftir 15. ágúst veröa engin götuljós kveikt og engin ]jós mega sjást út um gluggaj Verður að nota þykk gluggatjöld tli þess að byrgja fyrir gluggana' eða svartan pappír, sem, pantaður verður hingað gagngert í þessu augna- m'iði. "bá verður enn fremur haft strangara eftirlit Jneð sambúð brezkra hermanna og bæjairbúa. Yfirleitt vil ég taka pað fram, sagði lögreiglustjóri, að hegðun "Reykvíkinga gagnvart brezka setuliðinu hefir verið lofsamleg. Þó hefir borið á því, að ungir, drukknir menn hafi gert hróp að hermönnunum. En frá 1. ágúst verður öllum, sem sjást ölvaðir á aimannafæri, stungið í varð- hald. Þá vil ég biðja blöðin að vara menn við því að hnappast saman umhverfis ölvaM menn eðá slysastaði. Mun lögreglan dreifa slíkum hópum, og geta þá hLotizt slys af. Margir hafá viljað láta hið Dpinbera hafa afskipti af við- skiptum íslenzkra stúlkna við Frh. á 4. síðu. Djððverjar loka landa raærnnnm við Sviss "P REGNIR, bárust um það ¦I- frá Svisslandi í gærkveldi, að Þjóðverjar hefðu lokað öíl- um landamærum sínum gegnt Svisslandi, og væri aðeins éin landamærastöð höfð opin. Þ#r er haft svo strangt eftirlit, að menn, sem ætluðu yfir landa- mærin í ríkisstjórnarerindum og höfðu sérstök vegabréf, fengu ekki leyfi til þess að fkra inn í Þýzkaland. Ekkert hefir verið tilkynnt, hvernig á þessu stendur, éri iþeg- ar landamærunum hefir skyndi- lega verið lokað ér þáð vanalega talið standa i sambahdi við hér- flutninga. '*¦*'¦- FrakMand fartð Ér Wóia Samkvæmt fregn frá Berlin hefir Frakkland nú sagt sig formlega úr Þjóðabandalaginu. Ifimeiifa vill komast hjá að láta f leiri Iðnd af hendi -------------------?----------,---------: Hún vill flytja ungversku og foúlg- örsku þjóðarbrotin yfir landamærin. ----------------¦—+-—.— , MANOILESCU, utanríkismálaráðherra Rúmeníu, sem fór með Gigurtu, forsætisráðherra, á fund Hiilers og Mussolinis, hefir nú í ræðu gefið í skyn, hvernig ætlunin sé, að leysa landa- kröfur TJngverjalands og Búlgaríu á hendur Rúmeníu. Lét hann skína í það, að reynt yrði að mæta þessum kröfum að minnsta kosti að einhverju leyti með því, að bjóða Ungverja- landi og Búlgaríu upp á það, að flytja þjóðarbrotin, sem um væri að ræða milli landa, en það væri nú sú lausn slíkra vanda- mála, sem mest tíðkaðist. Er þar með bersýnilega átt við þær aðferðir, sem Hitler hefir tekið upp. Ráðherrann boðaði einnig bar áttu gegn Gyðingum. Kvað hann Rúmena ekki geta verið húsbændur á sínulieimili, nema ráðstafanir væru gerðar gagn- Frh. á 4. sfíiu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.