Alþýðublaðið - 31.07.1940, Síða 1

Alþýðublaðið - 31.07.1940, Síða 1
ti! A -’i' I i * RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXI. ÁRGANGUR MIÐVIKUDAGUR 31. JÚL! 1940. 174. TÖLUBLAÐ læsta fsfiskssala hingað ffl. Nýlega togaranna seldi einn ísfisk úr einni ferð erlendis fyrir 10 100 sterlingspund. Er það hæsta aflasalan erlendis hingað til. Tveir Bretar aftar látnir lansir í Japan Brezka stjórnin hefir harð- lega mótmælt handtökunum. irj|P VEIR brezkir þegnar, sem A teknir höfðu verið fastir i Japan, hafa nú samkvæmt fregn frá Tokio aftur verið látn- ir lausir. En nýjar handtökur hafa jafnframt farið fram. Lord Halifax gerði að umtals- efni í gær í efri málstofunni í brezka þinginu handtökur brezkra iþegna í Japan. Kvaðst hann hafa rætt við japanska sendiherrann í London um þessi mál í gærmorgun. Lord- Halifax kvaðst varla þurfa að taka það fram, að staðhæfingin :í sameiginlegri tilkynningu •dómsmála- og hermálaráðuneyt- isins í Japan um njósnastarf- semi Breta í Japan hefði ekki við neitt að styðjast. Hann vék einnig að frekari japönskum til- kynningum varðandi fráfall Mr. Neville Cox, fréttaritara Reut- <ers í Tokio, þar sem því er hald- ið fram, að orðsending til konu Cox hafi fundizt í vösum hans, þess efnis, að hann gæti vart komizt hjá því að verða sekur fundinn. Kvað Lord Halifax ibrezku stjórnina neita algerlega að fallast á þessa óleyfilegu staðhæfingu varðandi sekt Mr. Cox. Ströng mótmæli hafa þegar Frh. á 4. síðu. Brezk hermannalögregla á mótorhjólum. Reykjavík á að vera i myrkri frá og með 15. ágúst næstk. ■---♦— Frá sama tíma verður kaffihúsum lokað M. tiu á kvðldin, dansleikir bannaðir og hert á lðgreglueftirliti á gðtum bæfarins Sfldarsðltun getur hafizt! D ÍKISSTJÓRNIN féllst á ^ það í dag, að tryggja söltun á síld, samtals 40 þús- und tunnum, með 42 krónr um per tunnu á útflutnings- hæfa, hausskorna og slóg- dregna síld. Þetta er þó ýmsum skilyrð- um háð, sem nánar verður frá skýrt í blaðinu á morgun. En telja má víst, að síldarsöltun hefjist nú alveg næstu daga. LÖGREGLUSTJÓRI skýrði blaðamönnum frá því í gær, að frá og með 15. ágúst næstkomandi yrði myrkvun fyrirskipuð um allan bæinn. Frá sama tíma hefir verið á- kveðið að loka öllum veitingahúsum klukkan tíu á kvöld- in, banna alla dansleiki eftir klukkan tíu, nema áramóta- dansleiki, svo og alla dansklúbba. Þá hefir lögreglustjóri rætt um það við bíóstjórana, að flytja sýningartíma kvikmyndanna fram, svo að sýningum sé lokið klukkan tíu. Verður einnig farið fram á það við Leikfélagið, að það geri sams konar ráðstafanir. Um fundahöld og stúkufundi hefir enn ekki verið neitt ákveðið, en lögreglustjóri hefir í hyggju að sjá til þess að öllum samkomum á opinberum stöðum verði lokið klukkan 10. Sildveiðibann í fjéra daga eftir hverja losun —---«---- Verksmiðjurnar hafa ekki undan og söltun hefir enn þá ekki verlð leyfð. NNÞÁ helst sama ágæta veiðiveðrið fyrir Norð- urlandi og er síld sögð enn um allan sjó. Milli 60 og 70 skip með um 50 þúsund mál síldar biðu í morgun löndun- ar hjá Ríkisverksmiðjunum á Siglufirði. Vegna þess, hvílkur land- hurður er af síld, hefir stjórn síldarverksmiðja ríkisins gefið út tilkynningu um það, að samningshundnum skipum verði framvegis ekki leyft að leggja af stað í nýja síldveiði- för til bræðslu fyrr en fjórum dögum eftir að þau hafa losað. Meðan þau bíða mega þau vera hvar sem þau vilja, en þau verða, áður en þau leggja af stað í veiðiför, að koma tóm að bryggju og fá skírteini um að þau megi leggja af stað. Frh. á 4. síÖu. í sambandi við myrkvunina sagði lögreglustjóri: Eftir 15. ágúst verða engin götuljós kveikt og engin ljós mega sjást út «m glugga. Verður að nota þykk gluggatjöld tli þess að byrgja fyrir gluggana eða svartan pappír, sem pantaður verður hingað gagngert í þessu augna- miði. ”Þá verður enn fremur haft strangara eftirlit með sambúð brezkra hermanna og bæjarbúa. Yfirleitt vil ég taka. það fram, sagði lögreglustjöri, að liegðun 'Reykvíkinga gagnvart brezka setuliðinu hefir verið lofsamleg. Þó hefir borið á því, að ungir, drukknir menn hafi gert hróp að hermönnunum. En frá 1. ágúst verður öllum, sem sjást ölvaöir á aimannafæri, stungið í varð- hald. Þá vil ég biðja blöðin að vara menn við því að hnappast saman umhverfis ölvaða menn eða slysastaði. Mun lögreglan dreifa slíkum hópum, og geta þá hliotizt slys af. Margir hafa viljað láta hið opinbera hafa afskipti af við- skiptum íslenzkra stúlkna við Frh. á 4. síðu. Þjóðverjar loka landa mærnnum víð Sviss "E1 REGNIR, bárust um það frá Svisslandi í gærkveldi, að Þjóðverjar hefðu lokað 511- um landamærum sínum gegnt Svisslandi, og væri aðeins éin landamærastöð höfð opin. Þar er haft svo strangt eftirlit, að menn, sem ætluðu yfir landa- mærin í ríkisstjórnarerindum og höfðu sérstök vegabréf, fengu ekki leyfi til þess að fara inn í Þýzkaland. Ekkert hefir verið tilkynnt, hvernig á þessu stendur, en þeg- ar landamærunum hefir skyndi- lega verið lokað er það vanalega talið standa í sambandi við her- flutninga. FrakSland fariö ðr Þlóða Samkvæmt fregn frá Berlín hefir Frakkland nú sagt sig formlega úr Þjóðabandalaginu. lúmenia »111 komast hjð aö lðta fleiri M af hendi -----4-----: Hún vill flytja ungversku og búlg- orsku þjóðarbrotin yfir landamærin. M ANOILESCU, utanríkismálaráðherra Rúmeníu, sem fór með Gigurtu, forsætisráðherra, á fund Hitlers og Mussolinis, hefir nú í ræðu gefið í skyn, hvernig ætlunin sé, að leysa landa- kröfur Ungverjalands og Búlgaríu á hendur Rúmeníu. Lét hann skína í það, að reynt yrði að mæta þessum kröfum að minnsta kosti að einhverju leyti með því, að bjóða Ungverja- iandi og Búlgaríu upp á það, að flytja þjóðarbrotin, sem imi væri að ræða milli landa, en þáð væri nú sú lausn. slíkra vanda- mála, sem mest tíðkaðist. Er þar með bersýnilega átt við þær aðferðir, sem Hitler hefir tekið upp. Ráðherrann boðaði einnig bar áttu gegn Gyðingum. Kvað hann Rúmena ekki geta verið húsbændur á sínu heimili, neráa ráðstafanir væru gerðar gagn- Frh. á .4, sí&u.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.