Alþýðublaðið - 31.07.1940, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.07.1940, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ ----------- ÍHÞYDOBLAÐIB - Ritstjori: Stefán Péturssan. Ritstjórm: AlþýSuhúsinu við Hverfisgötu. Símar: 4902: Ritstjóri. 4901: Inniendar fréttir. 5021: Stefán Pét- ursson (heima) Hringbraut 218. 4903: Vilhj. S. Vilhjálms- son (heima) Brávallagötu 50. Afgreiðsla: Alþýðuhúsinu yið Hverfisgötu. Símar: 4900 og 4906. Verð kr. 2.50 á mánuði. 10 aurar í lausasölu. ALÞÝÐUPRENTSMIÐ JAN H. F. ♦--------;----------— -----—------------—:-—♦ Er ekki byrjað á öfugum enda? SÁ KVÍÐI hefir farið mjög í vöxt hér í Reykjavík undan- fariö, a'ð erfiðara verði að halda ■uppi aga og reglu í bænum á komandi hausti og vetri, en hing- að til. Ástandið, sem hér hefir skapazt síðustu mánuðina af völdum stríðsins og hernámsins, er övenjujegt. í bænum er þegar mikill fjöldi erlendra hermanna, og sennilega verða þeir enn þá Ifleiri í vetur. Pað verður aðvisu ekki annað sagt, en að fullkom- lega viðimandi sambúð hafi tek- izt milli þeirra og alls almenn- ings. En fyrir hafa þó ko-inið at- vik og það oftar en einu; sinni, sem hvorki bæjarbúar né hinir erlendu hermenn munu telja æskilegt. Vitaniega er á meðal hermannanna misjiafn sauður í mörgu fé, eins og gengur og ger- ist. En það er heldur ekkert laun- ungarmál, að alls konar laus- ingjalýður hér í bænum hefir haft sig meira í frammi síðan hinir erlendu hermenn bættust við, sumt af honum vafa- laust af ævintýrafýsn, en annað lika áreiðanlega æst upp af undirróðri fimmtu herdeildar- innar hér, sem reynt hefir að Sfiska í gruggugu vatni og stofna til árekstra og vandræða við hina erlendu, hermenm, þótt hingað til hafi sjaldan eða aldrei til slíks komið öðruvisi en í ölæði. Pað hefir töluvert verið um það rætt upp á síðkastið, hvaða ráðstafanir væri hægt að gera til þess að halda uppi aga og reglu í bænum og afstýra fyrirfram öllum slíkum vandræðum. Og nú hefir lögregiustjórinn tilkynnt opinberlega nokkrar ákvarðanir, sem teknar hafa verið í þeim til- gangi. Pað hefir verið ákveðið að auka verulega löigregluna í bænum og herða á öliu eftirliti með hegðun manma á götum bæj- arins, þar á meðal að taka alla þá menn fasta, sem sjást ölvaðir á göfum úti. Og það hefir enn- fremur verið ákveðið, að leggja mjög sterkar hömlur á allt opin- bert skemmtanalíf í bænum, banna dansleiki eftir klukkan tíu á kvöldin, sem raunverulega þýðir að banna þá til fulls, loka 'kaffihúsum einnig klukkan tíu og færa leiksýningar og kvikmymda- sýningar þannig til, að þeim geti einnig verið lokið á sama tíma. Eins og menn sjá á þessum boðskap lögreglustjórans, eru það engar smáræðis breytingar, sem ákveðnar hafa verið á opinberu ■skemmtanalífi bæjarins, til þess aö halda uppi ró og regtu á komandi hausti og vetri. í sjálfu sér er þaö ekki nema æskilegt og virðingarvert, að róttækar ráðstafanir séu. gerÖar til þess. En mönnum verður á að spyrja: Er ekki byrjað á öfugum enda? Var ekki nauðsynlegra að byrja á því, að stöðva þá uppsprettu ó- regluinnar og agaleysisins í bæn- uim, sem flest vandræðin, einnig í sambúð bæjarbúa og hinna er- lendu: henuanna, hafa hlotizt af hingað til? Lá ekki næst að gera það með því, að loka áfengis- verzlun ríkisins og þar með allri útsölu áfengis, eins og yfirginæf- andi meirihluti allra kjósenda í bænum hefir þegar krafizt? Hvað stoða líka hinar boðuðu hömlur á opinberu skemmtanalífi bæjarins, og hvað hið aukna lög- reglueftirlit á götum hans, ef á- fengisverzlunin fær að halda á- fram eins og áður? Lögreglu- stjórinn tilkynnti um leið tog hann skýrði frá hinum fyrirhug- uðu takmörkunum á skemmtana- lífi bæjarbúa, að ákveðið hefði verið, að bærinn skyldi myrkv- aður frá miðjum ágúst, þ. e., að götuljós skyldu ekki kveikt, pg Ijós í húsum og á ökutækjum byrgð, þannig að bærinn yrði í algeru myrkri. Sjálfsagt hefir sú ákvörðun verið tekin af öðrum á- stæðum, og skal enginn dómur lagður á nauðsyn hennar hér. En hvernig halda menn að götulífið verði þá í Reykjavík eftir klukk- an tíu á kvöldin, jafnvel þótt lögreglueftirlitið yrði eitthvað meira en áður, ef fólkið er rekið út af kaffihúsum og öðrum samkvæmisstööum, en áfengis- verziunin, opinber og leynileg, fær að halda áfram á sama hátt og hingað til? Nei, það er erfitt að verjast þeirri hugsun, að með ákvörð- uninni um það, að loka kaffi- húsum, kvikmyndahúsum og leik- húsinu klukkan tíu á kvöldin og banna dansleiki, hafi verið byrj- að á öfugum enda. Pað, sem um- fram allt þarf að gera til þess að tryggja aga og góða reglu í 'bæn- íum í vetur, er, að foka áfengis- verzlun ríkisins og stöðva þar með áfengisflóðið. Og ef það yrði gert, myndi það sennilega ekki koma að neinni sök, þótt fólkið fengi að sitja á kaffihúsum iog kvikmyndahúsum og koma sam- an á dansleiki eins og hingað til. Síðastí dagar nat- vælaðthlatmaríDnar i dag. SÍÐASTI úthlutunardagur matvælaseðla fyrir ágúst— september er í dag. Eru því síðustu forvöð að ná í miðana og ættu menn ekki að láta það undir höfuð leggjast, því að úthlutuninni verður lok- ið kl. 6 í kvöld. í gærkveldi höfðu verið sótt- ir 20 400 matvælaseðlar. Útbreiðið Alþýðublaðið. \ MIÐVIKUDAGUR 31. JCLÍ 1940. HorgmMaðið og rjómapelarnir ------------- Eltir Halldðr Etrlkssai, forstj. Miélbursamsðlaiiiar Alþýðublaðið hefir verið beðið um rúm fyrir eftir- farandi grein: » MORGUNBLAÐIÐ gerir rjómapela Mjólkursamsöl- unnar að umræðuefni 27. þ. m. og kennir margra grasa í þeim skrifum, svo sem vænta mátti. I upphafi greinarininar er frá því skýrt, að ég telji það ekki skifta miklu máli, þótt eitthvað vanti á rjömapela þá, sem Sam- salan selur. Blaðinu mun þó varia vera ókunnugt um, að mér þótti þetta einmitt svo miklu máli máli skifta, að ég tók þáð sér- stakiega fram í einu af dagblöð- um bæjarins nú fyrir skömmu, að bæði mér og þeim, sem rjóma mælinguna hafa með höndum, þætti m,jög leitt að slíft skyldi hafa komið fyrir. Ég get aðeins endurtekið þá yfirlýsingu mína, en verð að öðru leyti að láta það ráðast, hvort trúlegra þykir, hún, eða fyrgreind ummæliblaðs ins. ' i i i-i 1 j i ; Þá kemst blaðiö þannig að orði: „Slík mistök geta vitanlega átt sér stað og eru meira og minna afsakanleg. En þegar það kernur fyrir, að vantar upp á tiltekið mál hjá Samsölunni, þá er mjög óviðkunnanlegt, að for- stjóri eða starfsfólk hennar skuli eigi igieta gert sér 'aðra 'grem fyrir orsök mistakanna en þá, að lekið hafi úr flöskunum . . . Nú er það vitað, og verður ekki um deilt, að úr rjómafiösk- unutm getur lekið, þó lokáðar séu. Og starfsfólk það, sem rjóma- mælinguna annast, hefir ekki get- að gefið aðra skýringu á því, að vantaöi upp á umrædda pela, en þá, að úr þeim hafi hlotið að leka eftir að frá þeim hafði vetið gengið. Þessi ummæli blaðs ins verða því varla skilin á ann- an veg en þann, að það telji mjög óviðkunnanlegt að starfs- fólkið skuli hafa sagt það, sem það taldi og telur sannast og réttast. \ Þá hefir blaðið það við mínar gerðir að athuga, að er ég eitt sinn hafi fengið vitneskju um, að vart hefði orðið yið of litla peia, þá hafi ég lagt fyrir af- greiðslustúlkurnar að taka þá úr fumferð, í stað þess, eftir því sem mér skilst á blaðinu, að gera gangskör að því, að losa Sam- söluna við alla slíka pela í einu. Hvaða aðra pela blaðið telur að átt hefði þannig að losa Sam- söluna við, getur það ekki um, iog þá að sjálfsögðu því síður, hvernig það hugsar sér of litla pela tekna úr umferð, séu þeir þar engir til. En að lítið hafi verið um þá, virðist mega marka nokkuð af því, að um slíkt hefir, mér vitanlega, aðeins borizt kvörtun í það eina skipti, sem áður er frá skýrt. Pegar þetta ,kom fyrir; gat því varla verið ,um annað en tvennt að gera. Annað var það, að taka þá pela úr umferð, sem vart hafði orðið við, og hafa ávalt vakandi auga á því, að slíkir pel- ar, ef til kynnu að vera, færu ekki út frá Samsölunni. Petta átti að geta tekizt, iog hefir von- andi tekizt, þar sem rjóminn er handmældur á hvern pela. En öðruvísi en við rnælingu var eng- in leið að þekkja þá pela frá, sem of litlir kynnu að vera. Hitt var, að hætta algerlega við að láta rjþmann á pela, þar sem Samsalan hafði enga tryggingu fyrir stærð pelanna, en vitað er, að þeir, eins og aðrar mjólkur- flöskur, eru mjög misjafnlega stórir. — 1 þessu sambandi má geta þess, að sé rétt skýrt frá i Morgunblaðinu 25. þ. m., þá hafa þeir 5 pelar^sem lögreglan lét mæla, allir verið nógu stórir, en mjög misjafnir að stærð, ’feða frá 253 og upp í 266 grömm, og er það gott sýnishorn af því, hversu misjöfn stærðin getur' verið á þessum flöskum yfirleitt. Nú er ekki að efa það, að af fyrrnefndum tveim leiðum var sú síðar nefnda hin ömggasta til þess að koma í veg fyrir, að vart yrði við of iitlfl pela frá Samsöfunni, en til verulegra o- þæginda hefði það orðið fyrir ýmsa bæjarbúa, ef það ráð hefði verið upp tekið. Fyrir því var hin leiðin valin. Og af sömu á- stæðu selur Samsalan enn rjóma á flöskum, þrátt fyrir það, þótt engintra geti ábyrgzt, að ekkert geti út af borið í þvi starfi sem hverju öðm. Að því er vélmælingu á rjóm- anium snertir, vil ég að lokum geta þess, að það skiptir árum, síðan þess var fyrst farið á leit við mjólkurstöðina, að hún tæki að sér útmælinguna á rjómanum, en ýmissa hluta vegna hefir mjólkurbússtjórinn ekki talið stöðina geta haft það starf með höndurn. Halldór Eiríksson. Snidneistaramðt lerðnrlands. ( i i UNDMEISTARAMÓT Norðlendinga var haldið á Akureyri um síðastliðna helgi. Þátttaka var lítil, aðeins tvö fé- „Goðafoss“ fer á fimmtudagskvöld 1. ágúst vestur og norður kringum land. Viðkomustaðir: Patreksfjörður, ísafjörður, Siglufjörður, Akur- eyri, Húsavík, Reyðarf jörður og Fáskrúðsfjörður, þaðan til Reykjavíkur. Farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi á fímmtudag. i -------------- Atvinna Mig vantar nú þegar ung- linga og konur að Jökulheim- um við Háaleitisveg. Hittist þar í dag. Afleggjari af Suðurlands- braut rétt innan við Tungu í suðurátt. ÞÓRARINN ARNÓRSSON, lög, og stafar það af því, hve óhentugum tíma mótið er hald- lð a. .... ; ...: **.i ii#1 j , .■ Þessi tvö félög eru SundféÍag- ið Grettir . og íþróttafélagið Þór. Helztu úrslit mótsins eru: 100 m. sund, frjáls aðf.: Jón- as-Einarsson (Gr.) 1:14,8, Magn- ús Guðmundsson (Þór) 1:20,0. 400 m. sund, frj. aðf.: Jónas Einarsson 6:54,2 mín. 50 m. baksund: Jóh. Snorra- son, 43,4 sek. 200 m. bringusnud: Jóh. Snorrason 3:20,0. 400 m. bringusund: Jóh. Snorrason 7:16,7 mín. 50 m. kvenna, frj. aðf.: Stein- unn Jóhannesdóttir (Þór) 43,2 sek. 100 m. bringusund, kvenna: Steinunn Jóhannesdóttir 1:42,8. 200 m. bringusnud kvenna: Steinunn Jóhannesd. 3:37,8 m. 4X50 m. boðsund: Grettir 2:22,0. ♦---------------------------:------------• Landsmót 1. flokks Úrslitaleikur í kvöld kl. 8.30 V Síðasti „KNOCKOUT“ leikurinn! ♦-----------------------------♦ Þiigvallaferðir í júlimáauði Til Þingvalla kl. 10% árd., 2% og 7 síðd. — Frá Þingvöllum kl. 1 e. hád., 5% og 8% sd., daglega. Aukaferðir laugardaga og sunnudaga. Steindór, simi 1580.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.