Alþýðublaðið - 31.07.1940, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.07.1940, Blaðsíða 4
mh t p'n r}AÚ MIÐVIKUDAGUR 31. JÚLÍ 194«. Kaufii . toókma Hver var áð hlæfa? ©g brosiS með! Hver var ai hlæfa? er óék, seat l»ér þurfiS aS eigaast. MIÐVIKUDAGUR Næturlæknir er Ólafur Þ. Þer- steinsson, Eiríksgötu 19, sími 2255. Næturvörður er í Laugavegs- og Ingólfsápóteki. j ÚTVARPIÐ: 19.30 Hljómplötur: Ungversk rap- sódía (nr. 1) eftir Liszt. 20,00 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: Þættir úr ferðasögum (H. Hjv.). 21,00 Píanókvartett útvarpsins: Píanókvartett eftir Beetho- ven (Op. 16, Es dúr). 21,20 Hljómplötur: Söngvar úr óperum. Framfærslunefnd ákvað á fundi sínum síðastliðinn fimmtudag að greiða 16,5% uppbót á ellilaun og örorkubætur í II. flokki, þann hluta, er lífeyrissjóð- ur leggur á móti, fyrir þá mánuði ársiÆ, sem þegar hefir ekki verið gr«itt fyrir, og borgarstjóra heim- ilað að greiða uppbótina út á síð- ustu mánuðum ársins. Ægir, 7. tölublað yfirstandandi ár- gangs er nýkomið út. Efni: Heims- sýningin í New York og íslenzkur sjávarútvegur. Frá París á íslands- mið. Athuganir um saltfisksfram- leiðslu. Varnir gegn rauðum jarð- slaga. Gerðardómsúrslit í björgun- armáli o. fl. 66 ára er í dag frú Elísabet Guðmunds- dóttir, Ránargötu 31. Níræð er í dag frú Carolina Jónassen. amtmannsfrú, ekkja Eggerts Jón- assens amtmanns. Frú Carolina er borin og barnfædd hér í Reykja- vík, og hefir hún alið allan sinn aldur hér. Fiskafli í salt á öllu landinu var 30. júní s.l. 13 285 810 kg. Á sama tíma í fyrra nam hann 33 885 990 kg. miðað við fullverkaðan fisk. ÓDÝR VEIÐISTÖNG með hjóli og línu til sölu. A. v. á. Snður - Mríka send- ir her til Kenya. Til að berjast gegn ftölnm. HER frá Suður-Afríku er nú kominn til Kenya, brezku nýlendunnar í Austur-Afríku, til þess að berjast gegn ítölum í Abessiníu. Er því lýst yfir, að hér sé aðeins um fyrstu her- sendinguna af mörgum að ræða. Herinn er búinn öllum vopn- um og skipaður sjálfboðaliðum, sem hafa gefið sig fram til her- þjónustu hvar í Afríku, sem væri. Shðlarnir starfa all- ir í vetnr. VEÐRÆÐUR hafa farið fram milli ríkisstjórnarinnar og brezkra setuliðsforingja um skólahúsin hér í bænum, sem setuliðið hefir nú til sinna af- riota. Hefir orðið samkomulag um, að allir skólarnir verði rýmdir, nema Menntaskólinn. Er ætlunin að finna honum húsrúm annars staðar, en hvar er ekki ákveðið ennþá. Er því útséð, að allir skólar muni starfa. Betamon er bezta rotvarnar- efnið. DREN G JAFÖTIN t frá Spörtu, Laugaveg 10. BOÐSKAPUR LÖGREGLU- STJÓRA. (Frh. af 1. síðu.) brezka herménn. Lögreglan álít- Ur ekki verkefni sitt að skipta sér af fulltrða kvenfólki vg hefír ekki gert það, þó að það sjálst í fylgd með brezkum her- mönnum. En það hefir borið tölu- vert á lauslæti telpna innan 16 ára aldurs, og er það eitt af al- varlegustu viðfangsefnum lög- reglunnar. Eru það jafnan heim- ilisástæður, sem valda slíku. I framtíðinni mun islenzka og brezka hermannalögreglan fara um bæinn á vissum tímum >og hirða þær stúlkur innan 16 ára, sem sjást í fylgd með hermönn- um. Eru foreldrar {>eirra beðnir að hafa gott eftirlit með þeim, en annars verður Bamaverndar- nefnd Látin ráðstafa þeim. Eitt mesta nauðsynjamálið í sambandi við löggæzluna hér í bænum er fjölgun lögreglunnar. Eru þeir nú um 60, að rannsókn- arlögreglunni meðtalinni, en eiga að vera samkvæmt fölksfjölda 76. Enn fremur verður brezkur lög- reglumaður látinn ganga með ís- lenzku lögreglumönnnnum á næt- urvöktum innan skamms, því að ýmislegt það getur komið fyrir, sem Islenzka lögreglan getur ekki látið til sín taka, nema með áð- stoð brezks lögregluþjóns, Og ég vil taka það fram, að samvinnan við brezku lögregluna hefir verið hin bezta. Þá verður hert á eftirlíti með því, að rétt umferðarmerki séu gefin, iog að lokum vill lögreglan vara menn við að dreifa út slúö- ursögum. SÍLDVEIÐARNAR. (Frh. af 1. síðu.) Tilkynning þessi er gefin út sökum þess, að ástandið er orð- ið þannig, að skip þurfa að bíða CAMLA BIO TUNDBA Stórmerkilég og spennandi amerísk æfintýrakvikmynd, tekin nyrst í Alaska. — Að- alhutverkin Ileika: DEL CAMBRE EARL DWIRE JACK SANTOS Myndin lýsir hinu fagra og hrifcalega landslagi og. fjöl- skrúðuga dýralífi heim- skautalandanna betur en áður hefir sézt á kvikmynd. marga sólarhringa eftir losun. Af þessu leiðir, að síldin skemm ist svo, að hún getur orðið óhæf til vinnslu í verksmiðju. Er því þessi tilskipun talin nauðsynleg til þess að tryggja vörugæði, svo lengi, sem ekki er byrjað á söltun. Sams konar tilkynningu hef- ir Rauðka gefið út. RÚMENÍA. (Frh. af 1. síðu.) vart Gyðingum, en ekki er enn kunnugt, í hverju þær verða fólgnar. Ráðherrann talaði einnig um það hlutverk, sem Rúmenar fengju í Evrópu við hið nýja skipulag, sem verið væri að koma á, en fyrir því hefði veríð gerð grein í Berchtesgaden, og Rúmenar fullvissaðir um, að í skjóli þess skipulags gætu þeir notið öryggis og sjálfstæðis og verið ráðandi um öll sín mál. Möndulveldin, sagði hann, vilja frið á Balkanskaga og þeirra eina löngun gagnvart Rúmeníu er, að sem bezt sam- NYJA Bið Æfintýri á ökufðr (Fifty Roads to Town.) Amerísk skemtimynd frá FOX iðandi af fjöri og fyndni og spennandi við- burðum. — Aðalhlutverkið leikur kvennagullið DON AMECHE, ásamt hinni fögru ANN SOTHERN og skopleikaranum fræga SLIM SUMMERVILLE. búð haldist og sem mest gagn- kvæm viðskipti eigi sér stað. Ráðherrann kvað Rúmena vilja frið og gott samlyndi, en þeir vissu einnig, hvað gera skyldi, ef tilraunir yrðu gerðar til þess að knýja þá með valdi til þéss að láta af hendi lönd og réttindi, og þeib óvanalegu at- burðir, sem gerzt hefðu, myndu ekki gerast aftur. Heyrzt hefir, að Ungverjar geri eftir sem áður kröfu til þess að fá hálfa Transsylvaníu (Siebenbiirgen) og ætli að gera uppfyllingu þeirrár kröfu að skilyrði fyrir því, að gengið verði til friðsamlegra samninga- umleitana við Rúmeníu. HANDTÖKURNAR f JAPAN. (Frh. af 1. síðu.) verið lögð fram í Tokio, sagði Lord Halifax, og kvaðst hann hafa tekið það skýrt fram við japanska sendiherrann, að brezka stjórnin liti alvöruaug- um á þetta mál. Hinn Sakamáiasaqa eftír seamark ”• ósigrandi kvað að athuga þakið, þegar hann væri búinn að at- huga herbergi númer 6. Hann setti á sig þykka hanzka. Tansy hafði sagt bonum, að Dain hefði mikinn rafmagnsviðbúnað til þess að taka á móti innbr>otsmönnum. Og hann hafði séð töluvert um það í kvöldblöðunum. Og Lazard greifi vildi ekki eiga neitt á hættu í baráttu sinni gegn manninum, sem álitinn var gáfaðasti uppfinningamaður, sem uppi var í heiminum. Hann ýtti á hurðina með varkárni, en ekkert hættu- Iegt skeði utan frá að sjá. En hainn hafði ekk'i hug- mynd um það, að um leið og hann snerti hurðina, slokknuðu öll ljósin inni. Og þar sat Valmon Dain inni, tók af sér hliustunartækin og beið rólegur í myrkrihu. Lazard tók vírspotta upp úr vasa sínum, batt hon- ium um miðstöðvarpípurnar >og bar hinn endann að 6kráargatinu. Ekkert óvenjulegt skeði. Hann hafði átt Yon á því, að sjá leiftur, sem benti til þess, að raf- magn væri leitt fram í hurðina, en svo var ekki. Honum létti mjög við þessa uppgötvun. Það er alltaf erfitt að fást við hin ósýnilegu öfl. Og herra Lazard var, eins og öllum öðrum glæpamönnum, mjög illa við rafmagn. Áhrif þess eru svo snögg og óvænt. Hann stakk þjófalykli í skráargatið og sneri hon- um með mestu varkárni. Það var hægt að snúa hon- 'iurn i hálfhring, en þá sat hann fastur. Hann reyndi annan lykil. Hann snéri bonum hægt, og læsingin opn- aðist. Hann tók upp litlu skammbyssuna sína, en hún var hlaðin örsmáum, baneitruðum nálum, en ekki kúlu eitns ög venjulegar skammbyssur. Svo hratt hann op- inni hurðinni og gekk inn. Lazard greifi vildi ganga djarflega í dauðann, ef því væri að skipta. Þegar inn kom, brá hann upp vasaljósi sínu og litaðist um. Þetta iitla herbergi var laglega búið hús- gögnum. Það var skrlfhorð og á því stóð símaáhald. Auk þess voru þar tvær bréfakörfur. Þá var þar í einu horninu legubekkur og um hann búið eins og íbúi herbergisins hefði ætlað að sofa þar. Við höfða- lag le;gubekkjarins var ofurlítill rafmagnsofn. I hinu horninu var ofurlítill skápur úr tré. Beint fyrir framan hann kom hann auga á stórai hurð. Lazard reyndi hinar dyrnar líka, en varð ekki var við neitt óvænt, annað en það, að hann varð skyndi- lega var við blossa. Hann vissi [>egar, að einhvers sta|ðar í herberginu hlyti að vera sjálfvirk ljósmynda- vél, sem hefði tekið mynd af sér. Án þess að hika við gekk hann að hurðinni og opnaði hana. Hann stóð hreyfingarlaus í dyrunum og horfði h'vasst ínn í myrkrið. Svo kveikti liann á vasaljósinu og litaðist um. Hann var að léita að kveikjaranum og fann hann. __ ' En ;um leið og hann snerti á honum, heyrði hann ofurlitinn smell. Hann snerist á hæli og sá þá, að úti- dyrahurðin hafði lokast. Kalduir hrollur fór um hann og honum fanst blóðið storkna í æðum sér. En það var ekki nema andartak. Hann ináði forðu fljótt valdi á sér aftur og kveikti. Grænt ljós flóði um herbergið, og urh leið heyrði hann lágt suð. Hann starði inn í herbergið og miðaði skammbyssunni. Hann sá Dain. Það var enginn vafi á því, að þetta var hann. Hainn hafði séð hann áður, og hann hafði enga tilraun gert til þess að dulbúa sig. Hann sat þarna rólegur á stóli, hafði hendur í skatuti '0|g horfði fram að dyrunum. Greifinn hneigði sig lítiis háttar. — Þetta er herra Valmon Dain, er ekki svo? Eða viljið þér heldur láta kalla yður Landring Dent? — Landring Dent, ef yður er sama. — Þér vitið, að ég er að> reyna að gleyma Valmon Dain um tíma. Lazard gekk með varkárni in,n í herbergið >og miðaði byssumni stöðugt á andlit Dains. Dain horfði á skamm- byssiuna og glotti háðslega. — Kæri herra greifi, sagði Dain. Þér þurfið á- reiðanlega ekiki að viðhafa þessar varúðarráðstafanir. Ég hefi álitið, að þér væruð huigaðri «n svo. Lazard lét þessi orð sem vind um eyrun þjóta. — Það eru margir menn hugrakkari en ég, sem hvíla í kirkjugarðinum, sagði hann. — Hreyfið yður ekki! Ég fullvissa yður um það, að þetta vopn er banvænt. Og ég þarf ekki annað en að hreyfa fingur og þér eruð ekki í lifandi manna tölu. Þégar Lazard heyrði, hversu öruggur Dain var, fór hann að renna grun í, að skynsamlegra hefði verið að hafa menn með sér í þessa, heimsókn. Lazard fór að verða dálítið órótt. Það var eitthvað skuggalegt við þessa rósemi Dains. 1 — Eru skotin eitruð? spurði Dain. — Já, það eru eitraðar nálar. Og sárið lokast strax, svo að enginn áverki sést. Það verður litið svo á, að maðurinn hafi fengið slag. — Einmitt, þetta kannast ég við. Borgiaættin át.ti svona nálar. Þær eru mjög gamaldags. — Og hvað um það? — Ég bjóst við yður. Og þér gátuð verið sannfærður um, að ég myndi reyna að búa svo um bnútana, að öllu væri óhætt. Bazard horfði kringum sig forvitnisaugum. Hann sá vélar þar úti í horni og ótal vírþræði liggja um her- bergið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.