Alþýðublaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.08.1940, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI: STEFÁN PÉTURSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN XXL ÁRGANGUR FIMMTUDAGUR 1. ÁGÚST 1940. 175. TÖLUBLAÐ ERLENDUR ÞORSTEINSSON Ifiiiill I mf I Múm „lrt“ á irlMstaðataolti. SÍÐDEGIS' í gær kom upp eldur í stóru tlmbtirfcúsi á Grímssí aðaholti. Varð miki® tjón á húsgögnum og húsinu sjálfu, áður en tókst að kæfa eldinn. Þetta var húsið „Brú“, sem er tveggja hæða timburhús með risi, kvisti og kjallara. Eldurinn kom upp i svefnher- bergi á annarri hæð hússins. Á þeirri háeð var engirrn heima, nema þrettán ára gömul telpa, sem gætti ársgamals bams, sem '•svaf í svefnherberginu. Gaus upp mikill reyk’ur og eldur í svefn- herberginu, en telpunni tókst með miklu snarræði að bjarga barninu og gera aðvart um eld- Inn. Slökkviliðið kiom þegar á vett- vang log tókst að ráða niðurlög- um eldsins. Urðu þó miklar skemmdir á húsinu bæði af eldi, vatni og reyk. Eyðilajgðist allt, sem í svefnherberginu var, enn- fremur húsgögn í stofunni. Álitið er, að kviknað hafi út frá rafmagnsofni í svefnherberginu, sem klæði hafði verið lagt á til þerris, en gleymzt svo. Bæði húsið og húsmunimir mun hafa verið vátryggð. Freyr, búnaðarritið, er nýkomið út. Efni er m. a.: Sigurður Sigurðsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri, eftir Á. G. E., Framræslan eftir sama, Fóð- urtöflur fyrir silfurrefi, eftir Krist- inn P. Briem, Búmennska fyrr og nú, eftir Ólaf Sigurðsson, Hellu- landi. Samtal við framkv.stf. síldar- útvegsitefndar ism söluhorfur. ------------------->------ RÍKISSTJÓRNIN hefir ákveðið einkasölu á síld og hef- ir hún falið síldarútvegsnefnd að hafa þessa einka-' sölu á hendi. Áður hefir aðeins verið einkasala á matéssíld og léítverkaðri Faxasíld, en nú verður einnig einkasala á hausskorinni og slógdreginni síld. Þessi ávörðun er bein af- leiðing af því, að ríkisstjórn- in hefir ákveðið að tryggja síldarsaltendum 42 krónur á tunnu allt að 40 þúsund tunnur. Telur ríkisstjórnin ó- hjákvæmilega afleiðingu ^ þessarar ábyrgðar ríkissjóðs, að einn aðili annist sölurnar. Önnur skilyrði ríkisstjórnar- innar fyrir tryggingunni eru þau, að til útgerðarmanna og sjómanna borgi síldarsaltendur 17 kr. fyrir hráefnið í hverja tunnu, að engir aðrir fái sölt- unarleyfi en þeir, sem fela síld- arútvegsnefnd sölu á síldinni og að saltað verði af reknetabátum og er ráðgert, að hver bátur fái 1000 tn. söltunarleyfi. Alþýðublaðið sneri sér i morgun til Erlendar Þorsteins- sonar alþingismanns, framkv.- stjóra síldarútvegsnefndar, en hann er nýkominn frá Banda- ríkjúhum, og spurði hann um horfur um síldarsölu: „Eins og axlir vka,'í‘ sagði Er- lendur, ,, eru n« gaysirniklir erf- iðleikar á allri síldarsölu. Það er líka þess Vegna að síldarsölt- un byrjar nú seinna en áður, þrátt fyrir hinn mikla afla og hið góða fitumagn síldarinnar. Miklir markaðir, eins til dæmis í Þýzkalandi og Póllandi, hafa algerlega lokazt og það er ákaflega miklum erfiðleikum bundið að selja til Svíþjóðar. Þjóðinni ættu því að vera ljós- ir þeir erfiðleikar, sem við er að stríða.“ — Iiefir tekizt að selja síld til Ameríku? „Vilhjálmur Þór hafði gert margar tilraunir til þess og töl- uðum við báðir við innkaupa- félög. Við fengum tilboð á 25 þúsund tunnum af matéssíld og 10 þúsund tunnum af Faxasíld. Tilboð þetta var lágt fyrir síld- arútvegsnefnd og hefir hún nú samþykkt það, Samningar eru þó enn ekki undirritaðir. Verðið œr íiltölulega gott fyrir okkur.“ — Hvað var mikið selt til Ameríku í fyrra? „Samningar voru gerðir um sölu á sama magni, eða um 35 þúsund tunnum, en héðan var ekki afskipað nema 16 þúsund tunnum og því ekki meira sent út. Nú mun að minnsta kosti allt þetta magn verða sent vest- ur.“ — Eru möguleikar fyrir meiri sölu? „Um það get ég ekki sagt að svo komnu. Ingvar Guðjónsson, Frh. á 4. síðu. Jepm í klípn efíir útflntninps- bann Boosevelts á flngvéiabenzini Það missir við bannið þrjá fjórðu hluta af öllu flugvélabenzíni, sem það keypti AÐ varð kunnugt í gær, að Koosevelt, Bandaríkja- forseti, hefði gefið út tilskipun, sem bannar útflutning frá Bandaríkjunum á flugvélabenz- íni til allra landa utan Ameríku. Þetta bann er talið munu kohia sérstaklega hart niður á Japan, sem við það missir þrjá fjórðu hluta alls þess flugvéla- benzíns, sem það hefir hingað til keypt. Einn af talsmönnum japönsku stjórnarinnar, Okuma höfuðs- maður, gerði tilskipun Roose- velts að umtalsefni við blaða- menn í Tokio í gærkveldi og fór mjög hörðum orðum um hana. Sagði hann, að Bandaríkja- stjórn hefði hlotið að vera það augljóst, að útflutningsbannið væri fjandsamleg athöfn gagn- vart Japan, sem haft gæti mjög alvarleg eftirköst. Hins vegar neitaði hann því, að bannið myndi há Japönum hernaðarlega. í London er sagt, að útflutn- ingsbannið breyti aðstöðu Bret- Frh. á 4. síöu. Yfirmenn þýzka hersins, sem nú eiga úr vöndu að ráða: Raeder, aðmíráll, og von Brauchitsch, marskálkur. Þjóðverjar orðnir langeygð ir eftir ðrðsinni ð Eniland Nikil verðlækkun ð hrðoifi. Þýzka fréttastofasi segir þeim, að það sé daglega verið að gera árás á það! -------------------------»-------- Þýzka fréttastofan „deutsches NACH- RICHTENBÚRO“ birti í morgun yfirlýsingu í útvarp- Inu í Berlín, sem þykir benda á það, að Þjóðverjar séu farnir að verða langeygðir eftir hinni margumtöluðu árás Hitlers á England, sem sagt hefir verið, að ætti að binda enda á stríðið, ekki síðar en um miðjan ágúst. Segir fréttastofan í yfirlýsingu sinni, að óþolinmæði manna eftir árásinni á England sé ástæðulaus, því á hverj- um degi og hverri stundu sé verið að gera árás á England. Á innrásina, sem alltaf hefir verið talað um hingað til, er vfirleitt ekki minnzt í yfirlýsingu fréttastofunnar. I ýfirlýsingunra er það beinlínis * viðurkennt, að ýmsir hafi urudan- farið verið að varpa þeirri spurn- ingu fram, hvers vegna hin mikla sókn Þjóðverja gegn Englandi dragist á langinm. Segir frétta- •$tofan í því sambandi, að Þjóð- verjar séu staðráðnir í að halda áfram styrjöldinni af fullum krafti, þar til yfir ljúki, en stríðs- aðferðin hljóti nú að vera önnur ien í sókninni á vesturvígstöðv- (únum í sumar. Það séu einkum kafbátar, hraðskreiðir herbátar og flugvélar, sem nú haldi uppi hernaÖaraðgerðum af Þjóðverja hálfu, en á vesturvígstöðvunum hafi stríðsaðgerðirnar aðallega hvílt á iandhernum. Spurningunni: hvar gerir Þýzkaland næstu árás sína? svar- ar fréttastofan þannig, að það sé á hverjum degi og hverri stundu verið að gera árásir á andstæðingana. Á hverjum degi sökkvi kafbátar Þjóðverja sikip- uim, herbátar þeirri geri áhlaup á skip við Englandsstrendur og fulgliðið þýzka varpi sprengjum á hernaðarstöðvar Breta. Hinar þýzku könnunarflugvélar séu á stöðugu ferðalagi yfir England Frh. á 4. síðu. V' ERÐLAGSNEFND ákvað á fundi sínum í gær að lækka útsöluverð á hráolíu um 6V2 eyri, eða ca. 20%. Verðið var áður 3314: eyrir kg. í Reykja vík og 3414 utan Reykjavíkur, og verður því nú 27 aura kg. í Rvík, en 28 úti um land. Verð þetta er mun lægra en olíufélögin vildu fá, en verð- lækkunin stafar að mestu leyti af hagkvæmum innkaupum og lækkuðum farmgjöldum. Eru nú komnar til landsins birgðir af brennsluolíu, sem munu end- ast fram í nóvember. Benzín og steinolía komu einnig með sama skipi, en þar sem enn eru töluverðar dýran birgðir fyrir hendi af þessum olíutegundum, mun ekki vera hægt að búast við verðlækkun á benzíni fyrr en í fyrsta lagi í byrjun september. Er ákveðið, að verðlagsnefnd taki þá verð- breytingu á þessum tegundum einnig til athugunar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.